Morgunblaðið - 12.03.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.03.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1969 Þarna er höfundurinn fundinn. Tvö svipuð fyrirbæri geta aldrei gerzt í heiminum. Annað er allt af eftiröpun eftir hinu. Kam- enskij hinn rússenski sagði í haust, að hægt væri að sanna það af bókum mínum, að höfund ur með nafninu Þórbergur Þórð arson hefði aldrei verið tíl. Og hann tiifærði rökin . . . Laugardagur, 28. febrúar. — Hvað segir Þórbergur um framtíðina? — Það verða svo og svo marg ir, sem fást við vísindi, því vísindalegum viðfangsefnum eru engin takmörk sett, svo og svo margir setja saman bækur og þýða bækur, svo og svo marg- Sölumaður óskast Sölumaður óskast við fasteignasölu. Þarf að vera kunnugur í Stór-Reykjavík, og hafa þekkingu á fasteignum. Einnig þarf að hafa bíl til umráða. Upplýsingar sendist Mbl. fyrir 17. þ.m. merkt: „Reglusamur — 2935". Hurðir — innréttingar Innihurðir úr eik fyrirliggjandi. Smíðum einnig eldhúsinnrétt- ingar, fataskápa, sólbekki, viðarþiljur. Góðir greiðsluskilmálar. HURÐIR OG KLÆÐNINGAR Dugguvogi 23 — Simi 34120. - ÞORBERGUR Framhald af bls. 15 austur í Suðursveit? Þeir mundu fara að leita og maðurinn er furðulega auð- fundinn: Milli 1860 og 1870, að ég held, var vinnumaður hjá prestinum á Útskálum, sem hét Steinn, kallaður Lyga-Steinn, ættaður og upprunninn úr Suð- ursveit. Hann var vel gáfaður og mikill sagnamaður og orð- kringisgæi. Svo eftirtektarsam- ur maður á spaug hefur auð- vitað heyrt orðið tíkargjóla hér við Faxaflóa og breytt því í tikarskjálfti og skáldað upp úr því söguna um tilveru og for- mennsku Steins Biíreiðaeigendur Við minnum ykkur á sjálfsþjónustu félagsins að Suðurlands- braut 10, þar sem þið getið sjálfir þrifið og gert við bíla ykkar. — Opið frá kl. 8—22. Ennfremur er kranaþjónusta félagsins á sama stað (kvöld og helgidagaþjónusta krana í síma 33614). Símar 83330 og 31100. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda. Vymura vinyl-veggfóður Þ0LIR ALLAN ÞV0TT LITAVER Grensásvegi 22-24 Sl’mi 30280-32262 Nýtt fyrir húsbyggjendur frá 2 “24 »30280-32262 LITAVER S OMMER somvyl Þeir sem eru að byggja eða lagfæra eldri hús ættu að kynna sér hina miklu kosti sem Somvyl-vegg- klæðningin hefur. Klæðir vel hrjúfa og holótta veggi. Hentar vel á böð, e'dhús, ganga og stigahús. Á lager í mörgum litum. ir semja tónverk, svo og svo margir mála myndir, svo og svo margir iðka leiklist, svo og svo margir fást við listiðnað margs konar, svo og svo marg- ir glíma við uppfinningar. Hin og þessi störf, sem áður voru lífsnauðsyn, verða iðkuð sem skemmtun miklu almennar en ennþá tíðkast. Hver maður á sinn hest og skemmtibát. Það verður mikið gengið upp á fjöll og staðið uppi á háum tindum. Jarðfræðirannsóknir verða miklu almennari en nú. Sport og hvers konar íþróttir, kapp- leikir og olympíuðu munu auk- ast stórum. Fólk mun ferðast unnvörpum land úr landi sér til skemmtunar og fræðslu, og líka til að kynna heiminum af- rek sín á sviði líkama og sál- ar. Fimmta atómskáld frá Hann esi Sigfússyni mun lesa upp kvæði sín í Moskva, Delhi, Pek ing, Melbourne, Rio de Janeiro og Port Said (ekki lengur bor- ið fram á ensku eins og í enska og íslenzka útvarpinu nú). Fót- boltinn mun blómstra í nýjum tilbrigðum og ferðazt til kapp- leikja um allan jarðarhnöttinn. Mikil hástökk munu og reisa um allar jarðir, sömuleiðis hækk andi grindahlaup, gaddavírs- hlaup, æ markvísari spjótköst, lengri og hraðari Maraþons- hlaup, fimmstökk, sjöstökk, ní- stökk. Tafl og spil munu á ferli borg úr borg og þorp úr þorpi og kvíslast í æ fleiri greinir. Máski kemur þrívítt tafl auk þess flata. Það rís upp fjöldi tegunda af meisturum: borga- meistarar, sveitameistarar, sýslumeistarar, fylkismeistar- ar, stórmeistarar, tröllmeist- arar, heimsmeistarar, milli- hnattameistarar. o. s. frv. Alþjóðleg briddsolympíuðu verða tíðir heimsviðburð- ir, og fslendingar tapa fyrir öllum. Flugvélar verða svo hrað fleygar, að menn fara héðan af stað klukkan 9 að morgni og éta miðdegisverð klukkna 12 á hádegi í Peking. Og sá tími mun koma, að þetta mun jafn- vel þykja lúsaskrið. Sálræn vís indi verða stunduð af kappi, og þar verða geysilegar fram- farir. Mönnum mun verða í fram tíðinni kennt að fara úr lík- amanum og ferðast í sínum and lega líkama milli landa og jafn vel hnatta með öllum sálargáf- um í fullu standi. Þá eru menn komnir til Peking á sama augna bliki og þeir hugsa sér það. Og menn geta spássérað um tunglið án þess að hafa nokk- urt súrefni né lóð á fótunum. Það sýnir útáþekjuskap vísinda manna, þegar þeir fullyrða, að ljóshraðinn sé mestur þekktur hraði. Rúnki er kominn í sama andartaki til London og hann hugsar sig þangað. Það er meira að segja hugsanlegt, að menn komist svo langt að geta FERMINGARGJAFIR VERKFÆRI í fjölbreyttu úrvali Laugavegi 15. STANLEY ráða eftirtalda starfsmenn til rafmagnsdeildar Ál- verksmiðjunnar í Straumsvík: Rafvélavirkja eða rafvirkja með reynslu við viðhald og við- gerðir ýmiss konar raftækja í verksmiðjurekstri. Ráðning frá 1. apríl 1969. Starfsmann á skrifstofu rafmagnsverkstæðis, til ýmiss konar skrifstofustarfa, úrvinnslu úr mælaálestri, vélritunar, verk- færavörzlu og svo frv. Nokkur kunnátta i vélritun, góð reikn- ingskunnátta og nokkur þekking í rafmagnstækni æskileg. Ráðning frá 1. apríl 1969. Starfsmenn með góða þekkingu á sjálfvirkum stjórnbúnaði, sér staklega rafeindabúnaði. Æskileg undirstaða er próf i radió- símvirkjun, útvarpsvirkjun eða tilsvarandi, svo og ensku- kunnátta. Þeir, sem þar að auki hafa sveinspróf í rafvéla- virkjun ganga að öðru jöfnu fyrir. Ráðning frá 1. apríl og 1. maí 1969. Nánari upplýsingar verða veittar í skrifstofu vorri i Straums- vik. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 18. marz 1969 til Is- lenzka Álfélagsins h.f., pósthólf 244, Hafnarfirði. Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu vorri í Straumsvík, í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18, Reykjavik og í Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 39, Hafn- arfirði. fslenzka Alfélagið h.f. Óskum að leyst upp holdlega líkamann og sent hann til fjarlægra staða og skapað hann þar af nýju. En yfir þessari glæsilegu fram- tíð hér vofir þó hinn mikli dauði. Sólin kólnar og al'lt líf deyr út á jörðinni. En það skipt ir í sjálfu sér ekki miklu máli, það gerist kurteisíega, og það verða nóg jarðnæði á öðrum hnöttum og plönum til að halda bolllokinu áfram. Cu vi havas demandon? — Með þessu verður næstum búið að brjóta niður vegginn milli lífs og dauða. Heldurðu ekki, að það verði gert í jafn- vel enn ríkara mæli? — Jú, tæki verða fundin upp, sem menn geta séð með inn í annan heim og líf fólks í öðr- um heimi. — Þú talaðir mikið um sport áðan. Heldurðu að Ferðafélag- ið verði þá við lýði? — Máski. En forseti þess verð ur þjálfari í utankrokksferða- lögum. Það verður mikið geng- ið á f jöll og margir munu standa uppi á háum tindum og góna yfir landið. — En verður enginn drykkju skapur? — Nei, hann mun deyja út smátt og smátt. Sömuleiðis munu glæpir hverfa að mestu leyti. Kvennafar mun alltaf verða nokkuð, en náttúra manna mun heldur fara dofnandi, eftir því sem þeir verða andlegri, fæðing um heldur fækka.. .. Og því meir sem mennirnir hefjast til andlegrar hæðar, því fleiri munu ganga út úr þróun þess- arar jarðar og taka sér ból- festu á hærri plönum. Það er ekki óhugsandi, að sá tími komi, að litið verði á menn, sem aldrei hafa brugðið sér til annarra hnatta, líkt og við lítum nú á kerlingar, sem aldrei hafa farið í kaupstað. Lífsgleði fólks verð ur mun meiri en nú, kirkjur munu leggjast niður í þeirri mynd, sem þær eru nú. — En Sambandið? Hvað verð ur um það? — Þá verður Vilhjálmur Þór búinn að missa bílnúmerið sitt. — Heldurðu að ástin muni breytast vegna „dofnandi nátt- úru“? ^ — Ég held varla í kjarnan- um. Rómantíkin mun koma aft- ur í nýrri mynd. Blái liturinn mun ríkja. —■ En heldurðu að menn sigr ist á ellinni? — Ég held að menn sigrist aldrei á ellinni, því að elli er alheimsferli sem við fáum aldrei ráðið við. En hitt er annað mál, líf manna verður lengt. — En á dauðanum? Heldurðu að menn sigrist á honum? — Á dauðanum sigrast menn aldrei. En hitt er líklegt, að menn öðlist svo mikla fræðslu um samband þessa heims og ann ars, að dauðinn verði ekki lengur dauði og litlu meira en fataskipti, áður en farið er í Eftirhermuhúsið til að horfa á Rökkuróperuna í söngleik. — Heldurðu að menn verði littererir? — Já, það leiðir af sjálfu sér. — Heldurðu, að menn verði svo littererir, að þeir gluggi í þessi samtöl okkar? — Vitanlega. Þeir munu meira að segja lesa Rökkuróperuna með góðri lyst. — En heldurðu, að þeir hneykslist á þessum samtölum okkar? ' — Það fer eftir, hvað þeir verða hnýttir. Hneykslanir stafa af hnútabasli í sálinni. Maður án hnúta er hafinn yfir hneyksl anir. — Og hvar ætlar þú þá að vera, Þórbergur? — Því ræð ég sennilega ekki sjáMur. Helzt vildi ég vera í orsakaheiminum, þar sem menn sjá fyrst tilveruna eins og hún er. Ég er þegar orðinn hálf- leiður á þessari á haus stand- andi tilveru. Þó er líka ein- hver skrattinn í mér, sem lang ar til að eiga þá heima í Bergs húsi og vera að horfa á Síríus upp um þakgluggann við vang- ann á ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.