Morgunblaðið - 12.03.1969, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.03.1969, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1£69 Eggert Vilhjálmsson Kveðja Á sólbjörtum íslenzkum vor- degi gerir maður sér eigi ávallt ljóst að áður en dagur rennur hefur óveður skollið yfir og það ýmist sviptir burt viðkvæmum nýgræðingi eða leikur hann svo að gott sumar megnar ekki að bæta skaðar.n. Mér varð eitthvað slíkt efst í huga er ég frétti lát Eggerts Viilhjálmssonar prentara, en hann lézt úti í Hamborg á leið til þess að leita sér viðbótar- þekkingar í iðn sinni, en að því hafði hann stefnt um nokkurra t Eiginkona mín, móðir og fósturmóðir okkar Ólöf Aðalbjörg Jónsdóttir lézt að heimili sínu, Dunhaga 18, 10. marz. Hörður Hjálmarsson, Sveinbjörn Björnsson, Annabella Keefer, Anna Hjálmdís Gísladóttir. t Þóra Eiríksdóttir Hringbraut 103, andaðist á Elliheimilinu Grund 10. marz. Vandamenn. t Móðir okkar Guðrún Þórðardóttir Ilólshúsum, andaðist í Sjúkrahúsinu Sel- fossi 9. marz. Börnin. t Guðjón Pálmason Hverfisgötu 83, andaðist í Borgarsjúkrahús- inu Fossvogi, 2. þ.m. Jarðar- förin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Aðstandendur. t Eiginkona mín, móðir, tengda móðir og amma Sigurveig Magnúsdóttir Bergstaðastræti 61, lézt á Landspítalanum 11. þ.m. Karl Þorvaldsson, Magnús Karlsson, Þórhildur Karlsðóttir, Þorsteinn Sigurðsson, Karlotta Karlsdóttir, Einar Ásgeirsson, Magnea Karlsdóttir, Eigurbjörn Guðjónsson, Guðlaug Karlsdóttir, Karl Sölvason, Þorvaldur Ó. Karlsson, Erla Jónsdóttir og barnabörn. mánaða skeið og fengið til þess frí frá starfi sínu. Hann var nýlega orðinn 25 ára, fæddur 9. janúar 1944. Egg ert þekkti ég aðeins af samstarfi okkar, er var tæpt ár, því hann réðst í prentverk mitt á sl. vori. Um uppvöxt Eggerts er mér ó- kunnugt, en iðn sína lærði hann í Prentsmiðjunni Eddu og þaðan réðst hann til Kassagerðar Reykjavíkur, en kom síðan í mína þjónustu. Hið stutta líf og samstarf okk ar gaf ekki ráðrúm til þess að gera sér grein fyrir hverja stefnu lífsþroski hans tæki, en þó urðu þessir fáu mánuðir til þess að færa mér vitneskju um hve hið sýnilega líf manna og viðbrögð geta verið hæpinn mæli kvarði á hinn eiginlega mann. Þótt nestismalur hans virtist ekki fyrirferðarmikill við fyrstu sýn, veit ég að nú er hann opnar hann að ferðalok- um, kennir þar fleiri grasa en jafnvel hann sjálfan hefur grun t Sonur minn Sigurbjarni Ketilsson Gesthúsum, Alftanesi, verður jarðsunginn frá Bessa- staðakirkju, föstud. 14. þ.m. kl. 2 e.h. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysa- varnafélag íslands. Sigríður Sigurðardóttir. t Bróðir okkar Árni Jónsson frá Tungufelli, andaðist á Landakotsspítala 25. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum alla vinsemd og samúð. Systkin hins látna. t Útför eiginmanns míns og föður okkar, Baldvins Pálssonar Dungal fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. marz kl. 2 e.h. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameins- félag íslands. Margrét Dungal, Sigrún Dungal, Gunnar Dungal, Páll Halldór Dungal t Ctför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu Guðrúnar Magnúsdóttur Grensásveg 47, fer fram frá Kirkju óháða safnaðarins fimmtudaginn 13. þ.m. kl. 1.30 e.h. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Kirkju óháða safna'ðarins. Álfur Arason, börn, tengdabörn og barnabörn. að. Fáum stundum áður en hann fór í þessa síðustu ferð sína, sýndi hann mér hvernig hann var að heiman búinn. Ég er ekki viss um að öllum hefði þótt það haldgott á langri vegferð í hret viðrum okkar jarðlífs. Nú- veit ég það, að þar mun hann finna þá kostarétti er munu haldbetri reynast en digrir sjóðir þessa lífs, mannvirðingar og hégóma- dýrð. Hann átti það sem öllu er haldbetra, ef halda skal á víðáttur mannlegs þroska, hrekklausa, barnslega en góða sál. Það er síður en svo að slíkt sé nægjanlegt í þessu lífi, en þó verður andlega heilbrigður maður að líta svo á að slíkum kostum fylgi gæfa og velferð þessa lífs. Svo fer þó því miður ekki ávallt. Ég trúi ekki öðru en að flestir sem hann starfaði með hafi kynnzt að einhverju, þessum eðlisháttum Eggerts. Einkalífi hans kynntist ég ekk ert, en ég hafði á tilfinningunni t Útför sonar míns, stjúpsonar og bróður Sigurðar Ingimundarsonar, sem lézt af slysförum 6. marz sl. fer fram fimmtudaginn 13. marz kl. 3 e.h. frá Þjóðkirkj- unni í Hafnarfirði. Blóm afbeðin. Anna Sigurðardóttir, Óskar Eyjóifsson, Ólafur Ingimundarson. t Dórland Jósephsson frá Winnepeg, Canada, verður jarðsunginn fimmtu- daginn 13. þ.m. kl. 1.30 frá Foss vogskirk j u. F. h. fjarstaddra ættingja. Bæjarútgerð Reykjavíkur. t Eiginmaður minn og faðir okkar Jónas Páll Árnason sem lézt 2. þ.m. verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. þ.m. kl. 3.30. Franziska Sigurjónsdóttir, Kristín Jónasdóttir, Árni Jónasson, Sigurjón Jónasson. ....... t Útför Magnúsar Þorsteinssonar frá Eyvindartungu, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. þ.m. kl. 2. Systkinin. að honum liði ekki fcvallt svo vel sem skyldi, en hann kvart- aði aldrei um slíka hluti við mig og held ég að slíku hafi hann skýlt með sýndarlífsgleði. Ég vil að lokum þakka Egg- ert Vilhjálmssyni fyrir mína hönd og samstarfsmanna minna fyrir hina stuttu samvinnu og þó sérstaklega fyrir hin fáu en ÞORKELL Sigurðsson, vélstjóri, sem lézt 1. þ.m., verður jarð- sunginn í dag. Þorkell var fædd ur að Flóagafli í Sandvíkur- hreppi í Ámessýslu 18. febrúar 1898 og var því 71 árs þegar hann féll frá. Foreldrar hans voru Sigurður Þorsteinsson, bóndi og síðar fasteignasali í Reykjavík og kona hans Ingi- björg Þorkelsdóttir. Þegar hann var á fyrsta ári, fluttist hann með foreldrum sínum að Tryggvaskála við Ölfusárbrú, en ólst síðan upp frá 6—16 ára aldurs hjá Sigurði Guðbrands- syni bónda að Árbæ í Ölfusi og konu hans, Jóninu Ólafsdóttur. Þá fluttist Þorkell til foreldra sinna í Reykjavík, ári'ð 1914, og átti þar heima síðan. Strax á unglingsárunum var Þorkell ákveðinn í að gerast sjó- maður og sá draumur hans rætt- ist árið 1915, er hann varð mat- sveinn á togaTa og síðar kynd- ari. Nám í járnsmíði og vél- smíði stundaði hann á árunum 1916— 19 og var í Iðnskólanum 1917— 19, en innritaðist þá í Vél- skólann og lauk þaðan prófi 1921. Eftir það var hann vél- stjóri á togurum óslitið til 1953, en þar af lengst á Tryggva gamla, éða í rúm 20 ár. Á því skipi sigldi hann m.a. öll stríðs- árin. „Það voru erfið ár fyrir sjómennina,“ sagði Þorkell eitt sinn í samtali við Morgunblaðið. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför móður okkar og tengda- móður Ólafar Gísladóttur Álfaskeiði 70, Hafnarfirði. Sveinn Halldórsson og systkin, tengdabörn og barnabörn. t Innilegustu þakkir fyrir auð- sýnda samúð við fráfall og jarðarför Ingibjargar J. Jóhannsdóttur frá Bolungarvik. Börn hinnar látnu. t Innilega þökkum við öllum þeim er auðsýndu okkur sam- úð við andlát og jarðarför föður okkar Jóhanns Hallgrímssonar matsveins, frá Akranesi. Sigurpála Jóhannsdóttir, Lilja Jóhannsdóttir, Þórstína Jóhannsdóttir, Hjördis Jóhannsdóttir, Bragi Jóhannsson, ó Kristján Jhannsson. drengilegu orð er hann viðhafðl nokkrum stundum áður en hann fór úr landi. Þau eru mér lær- dómsríkari en áratuga samstarf og lýsa honum betur en löng ævisaga. Ein setning eða eitt orð rétt sagt og á réttri stundu, getur verið dýrmætara langri ævi. Hafsteinn Guðmundsson. „Þau höfðu djúp áhrif á okkur alla. Sífelld neyðarköll frá nauðstöddum skipum heyrðust daginn út og daginn inn.“ Þegar Þorkell kom í land, gerðist hann starfsmaður Hita- veitunmar og vann þar síðan. Lét hann félagsmál mjög til sín taka, ekki aðeins innan stéttar sinnar heldur einnig bæjarmál og landsmál. Var hann eindreg- inn talsma'ður sjálfstæðisstefn- unnar og átti sæti í stjóm Lands málafélagsins Varðar í fjölmörg ár. Þorkell var kosinn í stjóm Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands 1953 og átti þar sæti til dauðadags. Hann var varameðdómari í Sjódómi Reykjavíkur frá 1953, endurskoð andi Sparisjóðs vélstjóra frá stofnun hans og formaður Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur 1957—1960. Þorkell var starfandi íþróttamaður á yngri árum og oft sigursæll. Hann varð t.d. fyrstur í Álafosshlaupinu svo- nefnda 1921. Var það í sambandi við konungskomuna það ár og afhenti Kristján X sjálfur verð- launin. Þorkell skrifaði fjölmargar greinar í blöð og tímarit, m.a. um sjávarútvegsmél, landhelg- ismál og stjórnmál og ári’ð 1955 kom út eftir hann rit: „Saga landhelgismáls Islands og auð- ævi íslenzka hafsvæðisins". Fylgdu því kort af landgrunn- inu við ísland. „Þar setti ég fram þá skoðun mína og studdi sögulegum rökum, að að því beri að vinna að erlendum skip- um verði bannaðar veiðar fyr- ir innan 16 mílna belti,“ sagði Þorkell í samtali við Mbl. 1958. „En íslenzkum togurum vil ég leyfa veiðar milli þess og nú- verandi línu. Þá ráðstöfun tel ég innanríkismál okkar, hva'ða veiðarfæri við leyfum í okkar eigin landhelgi." Árið 1924 gekk Þorkell að eiga Önnu Þorbjörgu Sigurðar- dóttur, stýrimanns í Reykjavík, Sigurðssonar og lifir hún mann sinn. Eignuðust þau fjögur böm, þrjár dætur og einn son. Með Þorkeli Sigurðssyni er genginn mikill hugsjóna- og drengskaparmaður, sem barðist ótrauður fyrir þeim málefnum, er hann taldi horfa til heilla fyrir land og þjóð. Innilegustu þakkir færi ég ykkur öllum sem glödduð mig t með ýmsu móti á 85 ára af- mæli mínu. Lifið heil. Ólöf Arnadóttir. Þorkell Sigurðsson vélstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.