Morgunblaðið - 12.03.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.03.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1969 21 Géð rœkjuveádi á Vestljörðum í febrúar RÆKJUVEIOARNAR gengu alls staðar mjög vel í febrúar, afl- inn jafn og góður og rækjan yf- irleitt stór og góð til vinnslu. Frá Bíldudal voru gerðir út 8 bátar til rækjuveiða í Arnar- firði, og varð heildarafli þeirra í mánuðinum 107 lestir í 182 róðrum. Fengu yfirleitt allir bát arnir leyfilegan dagsafla allan mánuðinn. Aflahæstir voru Vís- ir með 14,0 lestir, Jörundur Bjarnason með 13,9 lestir og Val ur með 13,9 lestir allir í 84 róðr- um. í fyrra stunduðu 5 bátar rækjuveiðar frá Bíldudal í febrú ar og var heildarafli þeirra .67 lestir í 110 róðrum. Frá verstö’ðvunum við Djúp stunduðu 22 bátar ráskjuveiðar í ísafjarðardjúpi, og varð heild- arafli þeirra í mánuðinum 249 lestir. Aflahæstu bátarnir voru Hafdís með 13,5 lestir, Einar, ísafirði, 13,0 lestir, Svanur 12,8 lestir, Ver 12,7 lestir og Einar, Hnífsdal, 12,7 lestir. í fyrra stund uðu 23 bátar veiðar í febrúar, og varð heildarafli þeirra 260 lestir. Frá Drangsnesi voru gerðir út 3 bátar og Hólmavík 6 bátar til rækjuveiða í Húnaflóa, og varð heildarafli þeirra í mánuðinum 82 lestir, Af aflanum fóru 50 lestir til vinnslu á Hólmavík, en 32 á Drangsnesi. Aflahæstu bátarnir voru Hrefna með 12,6 lestir, Gúðrún Guðmundsdóttir 11,2 lestir og Pólstjarnan 10,8 lestir. I fyrra stunduðu einnig 9 bátar rækjuveiðar í Húnaflóa, og varð heildaraflinn þá 53 lest ir í febrúarmánuði. Einn bátur, Hrímir frá Bol- ungarvík, stundaði hörpudiska- veiðar í Jökulfjörðum í mánuð- inum. Fékk hann yfirleitt ágæt- an afla, allt að 3 lestum á dag, en aflinn var takmarkaður við það, hvað hægt var ð vinna í Indi. Fiskurinn var allur fryst- ur fyrir Ameríku-markað. Texasbúinn Carl Zucker, sem er að setja á stofn 1000 Fish og Chips-verzlanir í 35 ríkjum Bandaríkjanna. á síðutogurum. Ég hefi talað við fjölda manna, sem hafa reynt það, sem Björgvinsmenn ætla að fara að reyna og telja það ófram kvæmanlegt nema með ofansögð um breytingum. Frakkar gerðu ýtarlegar tilraunir me'ð flotvörpu veiði á síðuskipi 1965 og bar þar að sama brunni. Þetta gengur ekki almennilega, nema gerðar séu breytingar á hefðbundnum tog- og vinnuaðferðum á síðu togara. Ég veit að Guðni Þor- steinsson gerir sér þetta ljóst, en ég bendi á þetta opinberlega til þess, að þeir sem fjármagninu ráða gerir sér einnig ljóst, að það er hagkvæmara að verja eitthva’ð meira fé í þessa til- raun tij nauðsynlegra breytinga strax í upphafi heldur en eyða tíma og peningum í vonlaust verk. - FOLK I Framhald af bls. 19 að eiga ekki fyrir því“. í Sví- þjóð hugsum við smátt og hugsum ekki um kvikmyndir okkar sem útflutningsvöru. Sem leikara finnst manni leið inlegt, ef þarf að taka sama atrjðið þrisvar eða fjórum sinnum. f Hollywood þurftum við einu sinni að taka sama atriðið 36 sinnum .vegna ein- hvers ágalla í ljósaútbúnaðin- um, og svo var atriðið klippt úr“. — Sjómannasíða Framhald af bls. 17 flotvörpu, og á þessu er hugsan- leg margskonar lausn og hafa, til dæmis Kanadamenn, breytt síðutogurum í einskonar skuttog- ara með góðum árangri og ein- földum hætti. 2) Það verður að nota ein- hverja nýja aðferð til að ná inn netinu með fljótvirkum hætti. Þýzka flotvarpan er svo garn- mikil, að það hefur reynzt tíma frekt úr hófi fram og umhendis að ná henni með þeim aðferðum, sem notaðar eru við að taka troll - VERÐUR Framhald af blg M Ef þeirri öru fjölgun búða, sem verið hefir á undanförnu ári heldur áfram, þá hefur hér orðið bylting í fiskneyzlu, sem helzt má jafna við tilkomu verksmiðjuframleiðslu á vöru úr fiskblokkum Þessi nýlunda ætti að vera okkur sérstaklega hagstæð, þar eð þessar búðir eru mjög vandlátar á fiskgæði, en við framleiðum mikið af góðum fiski og eigum að geta aukið þá framleiðslu verulega. Fram að þessu hafa lang flestar þessar búðir notað ís- lenzkan fisk. Til að gefa hug- mynd um það magn, sem hér um ræðir má nefna, að ekki þyrfti nema tæpar þúsund búð BRITAINS NATtONAL 0ISH w«"Flsh & ehips m 8 V Eole Slau) 2$ V .ÖRhFT BEHRS I r A-T-tt UNE CAUSE SECRlTE A U CRISE O-BRITANNWUE DE l'U.E.O. ? L* brlhmnlpe* «r»***nsion d«t eornstííMKws d» l'U.B.O, «1 «up d'ilrrSI mjrouí ptr I. aouvnirrtr.ndnr Íi-*n;ílt ortl *»* d» Birri e.i otiwrroHHj n__ Fyrirsögn fréttarinnar í „Le Figaro". SOAMES ir til að taka við allri okkar framleiðslu af frystum þorski. í Englandi munu vera yfir 30 þúsund slíkar búðir, en þar er umsetning hverrar búðar miklu minni en verið hefur fram að þessu í USA. Nú þeg ar hefur einn af viðskiptavin- um Sölumiðstöðvarinnar í USA 100 búðir á sínum vegum og verður væntanlega búinn að tvö- til þrefalda þá tölu í lok þessa árs. Ef þorskframleiðsl- unni væri skipt jafnt á milli frystihúsanna, þá gæti hvert þeirra ekki annað nema eftir- spurn 10 búða, og þyrfti þó öll framleiðslan að fara í þá einu pakkningu, sem búðirnar nota, en það er að sjálfsögðu útilokað“. SchVdt 'V _ Soft ÍnnU *\$ r-» Þannig skilti hangir yfir verzlunum Mr. Zuckers í Banda- ríkjunum. Máltíðin kostar einn dollar. I Framhald af bls. 10 efnislega rétt. Frakkar segja hins vegar, að greinargerðin hafi að vísu borizt skrifstof- unni, en hún hafi hvorki verið undirrituð né staðfest, enda hafi hún að geyma ýms- ar rangfærslur á orðum for- setans. Efni þessarar greinargerð- ar hefur áður verið rakin hér í blaðinu. Helztu atriði henn- ar eru, að de Gaúlle telji Evrópulönd, önnur en Frakk land of háð Bandaríkjunum. Efnahagsbandalagið eigi að leggja niður í núverandi mynd og stofna beri í þess stað til fríverzlunarsvæðis, sem Bret- ar eigi aðild að. Bretar og Frakkar hefji tvíhliða viðræð ur um stjórnmálalega og hernaðarlega framtíð Evrópu þar eð Evrópa þarfnist ekki lengur Atlantshafsbandalags ins, og gert verði ráð fyrir * innra ráði — eða, ,stjórn“ („directoire") — í Evrópu, sem Frakkland, Bretland, Ítálía og Þýzkaland eigi að- ild að. WILSON í BONN Strax á fyrsta degi heim- sóknar sinnar til Bonn hinn 12. febrúar s.l. skýrði Wilson forsætisráðherra Kiesinger kanslara frá tillögum de Gaulle. Tíminn, sem Wilson valdi til þessa, var ekki heppi legur í augum Frakka. Soames reyndi að ná sam- bandi við Debré, utanríkis- ráðherra Frakka, að morgni 12. febrúar — þ.e. áður en Wilson sagði Kiesinger frá viðræðunum milli de Gaulle og Soames — en Debré var ekki við. Það var ekki fyrr en sama kvöld, sem Soames náði í Hervé A’lphand, ráðu- neytisstjóra utanrílkisráðu- neytisins. Soames skýrði hon- um frá því, að sér þættu til- lögur forsetans „athyglisverð ar og yfirgripsmiklar", en jafnframt, að Wilson myndi skýra Kiesinger frá þeim á meðan hann væri í Bonn sem og öðrum Evrópulöndum. SKIPZT Á MÓTMÆLUM Daginn eftir að fréttirnar um hina leynilegu viðræður höfðu birzt gripu Frakkar til gagnráðstafana. Debré, utan- ríkisráðherra, kom fram í út- varpi, franska fréttastofnun- in A.F.P. birti fréttatilkynn ingu, er túlkaði skoðanir rík- isstjórnarinnar og Soames sendiherra var kallaður í ut- anríkisráðuneytið til þess að taka við mótmælaorðsend- ingu. f mótmælum sínium lögðu Frakkar áherzlu á, að de Gaul'le hefði ekki notað orð- ið „directoire" (stjórn) varð- andi samvinnu Frakka, Breta, Þjóðverja og ítala í Evrópu framtíðarinnar. Forsetinn hefði aðeins enn einu sinni látið í ljós hugmyndir sínar um framtíð Evrópu, og kom- ið fram með þá tillögu, að Bretar og Frakkar hæfu tví- hliða viðræður um þau mál. Frakkar mótmæltu einnig að ferðum Breta og meðferð þeirra á málin-u, að birta op- inberlega efni leynilegra við ræðna og kynna það fyrir öðr um ríkisstjórnum, án þess að láta hinn viðræðuaðilann vita eða gefa svar við tillög- um forsetans um tvíhliða við ræður. Stewart, utanríkisráðherra Breta, gaf yfirlýsingu sama dag. Hann sagði, að enginn vafi væri á réttmæti þeirrar greinargerðar, er Soames hefði samið, enda væri þar um sameiginlega frásögn beggja aðila að ræða. Hann kvað Breta vera reiðubúna til viðræðna við Frakka með tveimur skilyrðum: 1) Bret- land fellst alls ekki á þá skoð un, að Atlantshafsbandalag- ið beri að leggja niður. Bandalag Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna er nauðsyn legt fyrir varnir Bretlands. 2) Ef fara eigi fram viðræð- ur um framtíð Efnahagsbanda lagsins skipta þær aðila þess engiu minna en Breta. Sam- kvæmt þessari skoðun hafa Bretar tilkynnt öðrum stjórn- um Evrópu um viðræður de Gaulle og Soames. SOAMESí LONDON Sunnudaginn 23. febrúar fer Soames til London og hef ur með sér mótmælaorðsend- ingu frönsku stjórnarinnar. Hann hittir Stewart í embætt isbústað hans, Carlton Gard en, og um kvöldið á hann tveggja tíma viðræður við Wil son á sveitasetrinu Chequers. Síðan fer hann aftur til Par- ísar með mótmælaorðsend- ingu brezku stjórnarinnar. Orðrómur kemst á kreik um það, að Soames ætli að segja af sér vegna deilna við stjórn Wilsons. Brezku blöð- in eru hliðhollari Soames á mánudagsmorguninn en Wil son. Þau segja, að sendiherr- ann hafi lagt til, að tillög- ur forsetans yrðu athugaðar gaumgæfilega og 'leynilegum viðræðum yrði haldið áfram, og ekki látið uppi um þær nema með samþykki beggja aðila. Soames segir ekki af sér og situr enn í París og bíð- ur eftir að bera franska utanríkisráðuneytinu svar brezku stjórnarinnar við á- sökunum Frakka frá því á mánudaginn 24. febrúar, þar sem brezka stjórnin er talin hafa rangfært orð de Gaulle „Við byrjuðum að taka mynd í Bois de Boulogne í nóvember. Minelli hélt, að laufin myndu haldast á trján- um þar, eins og þau gera í Kaliforníu. Þegar þau ekki vildu tolla á, byrjaði hann að láta negla þau á trén, en skóg arvörðurinn í Bois vildi ekki ^eyfa það, svo að hann límdi þau. Það var rigning og Min- elli var svo spaugilegur. Hon- um fannst ekki laufin, sem þeir höfðu keypt, nógu falleg, svo hann lét mála þau. Loksins ákvað Minelli að halda til Hollywood. Ég var ekki með neitt nema vetrar- föt. Svoleiðis var ég klædd í Bel Air hótelinu í hálft ár!‘. við Soames í viðræðunum 4. febrúar sl. HVOR SIGRAR? Síðdegis mánudaginn 24. febrúar verða umræður um málið í neðri málstofu brezka þingsins. Stewart gerir grein fyrir afstöðu stjórnar sinnar og segir, að hún hafi látið fréttastofnanir vita um við- ræðurnar, eftir að frönsk blöð hafi ritað ranglega um þær. Máli sínu líkur hann með þessum orðum: „Ég harma mjög þann skoð anamun sem ríkir milli Fraklklands og annarra banda manna þess í Evrópu. Við er um reiðubúnir til viðræðna við frönsku stjórnina hvenær sem er, en með því skilyrði að hún skilji grundvallar skoðun okkar á öryggismál um Evrópu og á nánari sam vinnu Evrópulanda. En við við urkennum ekki þá skipan mála, er tryggir Frakklandi neitunarvald til þess að hindra framgang Evrópu. Og við getum ekki fallizt á það, að mikilvæg mál, er snerta framtíð bandamanna okkar, séu ákveðin án vifneskju þeirra." Sir Alec-Douglas Home, málsvari stjórnarandstöðunn- ar í utanrikismálum, varpaði fram þeirri spurningu, hvort nokkuð óvænt eða nýtt hefði komið fram í viðræðum de Gaúlle við Soames, sem rétt- læti hinar óvenjulegu aðgerð ir brezku stjórnarinnar. Taldi hann, að hyggilegra hefði verið að kanna málið betur, áður en til slíkra aðgerða var gripið. Þessi skoðun virðist eiga hljómgrunn víðar en hjá brezku stjórnarandstöðunni. Formælandi vestur-þýzku stjórnarinnar hafði m.a. þetta um málið að segja: „ ... Hið eina nýja, sem kom fram í viðræðum de Gaulle og Soames, samkvæmt frásögn Wilsons við Kiesing- er, er tillaga forsetans um tvíhliða viðræður Breta og Frakka um framtíð Evrópu ... önnur atriði samræðnanna komu kandlaranum ekki á ó- vart, þar eð hann hefur mjög oft heyrt de Gaulle halda fram skoðunum sínum.“ Almennt mun talið, að brezka stjórnin hafi verið næsta fljótráð í ákvörðunum sínum varðandi þetta mál. Margir telja vafasamt, að de Gaulle fáist nokkru sinni til þess að hefja viðræður á ný við stjórn Wilsons. Raunar er eftirfarandi skoðun, sem kom fram í bréfi brezks íhalds- þingmanns, Martins að nafni, til „Times“, orðin nokkuð út- breidd: „Mikið er rætt um ást stjórnar Wilsons á ev- rópskri samvinnu, en afstaða hennar stuðlar beinlínis að því að skipta Evrópu og spilla sambúðinni við Frakka.“ Ef ti'l vill líðst engum að fylgja einhliða utanríkis- stefnu og svífast einskis í samskiptum sínum við aðrar þjóðir nema de Gaulle, þar eð allir hafa svo oft áður heyrt hann halda fram skoð- unum sinum. Björn Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.