Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 3
t MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1909 3 Óformlegt löndunarbann STOÐVAST SIGLINGAR ÍSLENZKRA TOGARA Á BRETLAND? VIÐ höfurn átt mikil skiptd við Bretann allt frá því að hann fór að stunda hér veið- ar í byrjun 15. aldar. Þó að ó ýmsu hafi gengið og Bret- inn gert okkur marga skrá- veifuna eru Bretar vinsæl- astir útlendinga hérlendis og okkur hefur lánazt alltaf um síðir að tjónka við þá og svo verður vafalaust nú í því leiðindamálá, sem orðið er bliaðamál í Bretlandi og þá mál til komið að ræða það hér. 1 Grimsby Evening Tele- graph birtist fyrir skömmu grein um einskonar löndunar- bann, sem nú ríkir í Grimsby (og Hull) á fisklöndun út- lendinga í þessum helztu fisk- markaðsbæjum Bretlands. — Þeir velja okkur hræðdleg orð í blaðinu, en við segjum eins og Skarphéðinn — ekki höf- um vér kvennaskap, að vér reiðumst við öllu — og látum við því köpuryrði þeirra lönd og leið. Togaraeigendur í þessum bæjum ráða vinnuafl- inu við löndunina. Þeir beita nú þeirri aðferð til þess að hamla sókn útlendinga á heimamarkað þeirra að fækka fólki við löndun og minnka þanniig afköstin og hafa þau stórlega miínnkað eftir að þeir tóku við lönduninni. Þegar út- lent skip báður eftir löndun verða verkamennirnir s'kyndi- lega forfallaðir og eru dæmi um að 76 þeirra hafi veikzt í einu. Hin útlendu skip eiga síðan á hættu að verða að bíða þar til fiskfarmurinn er orðinn skemmdur eða jafnvel ónýtur. Það er nú ekki tiltökumál þó að brezkir togaraeigendur reyni að vernda slnn eigin heimamarkað fyrir ásókn út- lendinga — það er eins og hver sjái sjálfan sig í því efni, en mennirnir geta ekki neitað því, að við hljótum að eiga kröfu á sérstöðu í hópi út- lendinga og í rauninnd kröfu á jafnrétti við Bretana sjálfa. Mikið af þeÍTra eigin fiski er nefnlega íslandsfiskur, og það er alls ekki ósanngjarnt af okkar hálfu að krefjast þe.ss, að þeir ívilni ok'kur umfram aðra útlendinga með tililiti til þess. Brezkir togarar liggja hér í smáfiskinum úti fyrir Norð-Austurlandi og þeir ættu að vita það, og virða það við okkur, að við bönn- um okkar eigin fiskimönnum að veiða sér í soðið upp við land í botnvörpur, og þannig geta brezkir togarar hirt fisk- inn utan línunnar. Mér hafa borizt tölur um veiði brezkra togara við ísliand fyrstu 8 mámuði iSiðastiliðiins árs ög hún var hvorki meira né minna en rúm 110 þúsund tonn. Allt er nú þetta mól út af fyrir sig, en hér átti að ræða um hið óformlega löndunarbann í brezku höfnunum Grimsby og Hull. Loftur Bjarnason er útvörð- ur okkar í þessum efnum og á honum mæðir þjarkið fyrst og fremst. Hann segir nýkom- inn frá Bretlandi: Meðan Parísarsamningur- inn var í gil'dd var ákvæði í honum um að landað væri úr íslenzkum skipum í sömu löndunarröð og brezkum skip- um. Togaraeigendur virtu þetta ákvæði í einu og öllu sem og önniur ákvæði þess samnings. Þegar samningur- inn rann út í nóvember 1966 tók stjórn F. í. B. upp viðræð- ur við B. T. F. (The British Trawlers Federation) og vild- um fá að landa eftir röð sem fyrr. Samkomulag náðist um 48 klukkustunda hámarksbið, eins og var áður en Parísar- s-amnimgurinn gekk í giildi. Það leið nú nokkur tími í friði og spekt, ert þá fóru togaraeigendur í Hull á stúf- ana og töldu sig ekki bundna af þessu samkomulagi, en það hélzt þó áfram í Grimsby þar til 10. júlí sl. sumar. Við skiiljum vel brezka tog- araeigendur að þeir amist við fisklöndun útlendinga á sinn eigin markað yfirfullan, en okkur íslendingum, sem höf- um landað þarna í yfir 60 ár finnst hart að okkur skuli ekki vera ívilnað neitt, og við gættum þess, eins og kostur var að senda ekki skip okkar á Grimsby- eða HuM-markað- ina, ef við vis'sum að þeir voru fullir fyrir. — Jafngildir þessi aðferð Bretanna ekki löndunarbanni? — Það má segja það. Við sendum auðvitað helzt ekki skip utan án þess að hafa ein- hverja tryggingu fyrir að þau nái að landa áður en fiskur- inn er orðinn óinýtur. —• Hvaða horfur eru á lausn? — Ja, eins og er, er málið í hálfgerðni sjálfheldu, en fulltrúi okkar í Grimsby, iWoodcock, vinnur að lausn þess. Persónulegar og óform- legar viðræðuir reynast oft vel. — Telur þú að löndunar- ívilnanir hér gætu liðkað fyr- ir lausn á þessum vanda og hverjum augum lítur þú á löndun útlendinga hér á fisk- sl'ittum, sem liggja undir skemmdum vegna tafa við veiðar sökum veðurs eða bil- ana? — Burt séð frá þessu lönd- unarstappi í Engilandi, þá tel ég alveg sjálfsagt að útlend- um skipum sé leyft að landa hér fiski, þegar fiskvinnslu- s'töðvar okkar skortir hráefni og yfirleitt eftir því, sem móttökugeta þeirra leyfir. — Eru Grimsby . og Hull einu löndunarhafnirnar í Bret landi, sem koma til greina fyrir okkur? — Já, það má segja það. Það eru einu hafnirnar, sem hafa aðstöðu til að taka við hinum stóru fiskförmum okk- a.r til lön.dunar og dreifingar. Þó hefur Aberdeen Mka nokkra þýðiingu í þessu efni. — Hefur löndun okkar mik il áhrif á brezka markaðinn? — Hún hefur það sjálfsagt, þegar mikið benst að, en mið- að við heildarlöndun í þessum stóru hafnarbæjum er okkar hlutur náttúrlega mjög I'ítill, enida er þessu ekki sérstak- lega stefnt gegn okkur haldur einnig Þjóðverjumi, Belgum, Dönum, Norðmönnum o. fl. þjóðum. Það má nefna sem dærqi um okkar hlut að heild- arlöndun í Grimsby á ísuðum fiski var í desember 10.906 tonn og þar a.f áttum við ekki eitt einasta gramm, en aðrir útlendingar 609 tonn. Við þessi ummæli Lofts er engu öðru að bæta en því að við ísilendingar vonum, að þessi krankleiki, sem grípur brezka hafnarverkamenn, ef þeir sjá íslenzkan togara, gangi yfir innan tíðar. — Ásg. Jak. Ingólfur Arnarson kemur til hafnar í Bretlandi. Frímerkjasýning í Reykjavík — í tilefni af lýðveldisafmœlinu 17. jisní Á AÐALFUNDI Félags frí- merkjasafnara, sem haldinn var 6. þ.m. sikýrði fráfarandi for- maður félagsins Gísli Sigur- björnsson forstjóri frá því, að áiformað væri að halda frímíerkja sýningu í Reykjaivík í júní mánuði n.'k. í tilafni tutrtuigu og fimm ára afmælis hins íslenzka lýðveldis, þar sem m.a. sýnd verða öll íslenzk frímerki, sem út hafa verið gefin frá stofnun lýðveldis á íslandi og ennifrem- ur verða sýnd öll fyrstadags- umslög sem félagið hefur gefið út - á undanförnium árum svo og um-slagaútgáfa póststjórnarinnar. Auik þessa m.unu á sýningunni verða sérsöfn nofekurra félaiga í Féiagi frímerkjasaínara. Frímerikjasýning þessi á að gefa yfirlit um hvernig safna skal frímerkjum og mun Póst- og símamálastjórnin einni.g Ijá félaginu sýningarefnL Á sýn- ingunni verður starfrækt póst- hús þá daga sem hún stendur yfir og þar notaður sérstimpill ti'l minningar uim stofnun lýð- veldisins, en 17. júní n.k. gefur Póst- og símaimálastjórnin út ný frímerki í ti'lefni afmælisins eins og áður hefur verið tilkynnt. Á aðalfundinum baðst for- maðurinn Gísli Sigurbjörnsson eindreigið undan endurkjöri, en hann hefur verið formaður fé- Jagsins undanifarin þrjú ár og hefur félaigið dafnað og vaxið undir stjórn hans, en félaigarndr eru nú nær tvö hundruð og sýn- ir það bezt, hver álhngi manna er á frímierkjasöfnu'n í landinu. Markmið félagsins er að stuðla að söfnun frímerkja og g'læða áhuiga fólfcs á þessari tóm- stundaið'ju, sem nú þegar hefur orðið mörgum til igdeði, fróðlei'ks og ánægju, en Félag frímerkja- safnara hefur ával'lt verið í fararbroddi um málefni varð- andi frímerkjasöfnun og skal þar einnig minnst á, að félagið hefur haldið þrjár frímenkjasýningar sem örugglega hafa haft mikil áhri'f á söfnun frímerkja hér á lan.di. Féiag frímerkjasafnara hefur nú starfað í tæplega tólf ár, en stjórn þess skipa nú, Jónas Hallgrímsson, form., Óli Valur Hansson, varaif'ormaður, Her- mann Páisson, ritari, Benedikt Gu'ttonmisson, gjaldlkeri og með- stjórnendur Sigurður Ágústsson, Sigurður P. Gestsson og Björn Bjarnarson. Félagið vill vekja atihygli á þvi, að þeir sem áhuga hafa á frímerkjasöfnun og ekki eru fé- lagsjnen.B. að upplýsingastofa fé lagsins er opin miðvikudags- k\mld kl. 20—22 og laugardaga kl. 15—18 að Amtmannsstíg 2 uppi, þar sem Sigurður Ágústs- son, fjölíróður maður um frí- mer'kjasöfmun, ásamt öðrum fé- lögum veita upplýsingar og fræðsl'u varðandi frímerkja- söfnun. VIÐTALSTIMI BORGARFULLTRÚA SJÁLFSTÆOISFLOKKSINS Laugardagur 15, marz 1969. í viðtalstíma borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins laugardaginn 15. marz taka á móti að þessu sinni Þórir Kr. Þórðarson og Styrmir Gunnarsson. Viðtalstíminn er milli kl. 2—4 í Valhöll við Suðurgötu og er tekið á móti hvers kyns ábendingum og fyrirspurnum er snerta málefni lleykjavíkurborgar. STAKSTEINAR Hvers vegna feimnismál? Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Véladeildar Sam- bands íslenzkra Samvinnufélaga skrifar mjög athyglisverða grein í síðasta hefti tímaritsins Sam- ^ vinnunnar, þar sem hann segir m.a.: „Hvers vegna leyfist ekki ís- lenzkum atvinnufyrirtækjum aff hyggja upp eigið fjármagn á sama hátt og gerist með öðrum þjóðum? Hvers vegna þarf hagn aður atvinnufyrirtækja að vera feimnismál, eins og eitt stjórn- arhlaðanna komst að orði um daginn? Hvers vegna stendur ríkisstjórn þessa sama blaðs fyr- ir því, að íslenzk verzlunarfyr- irtæki verða að draga fram lífiff á áiagningu, sem er aðeins hluti þess, sem leyft er í grannlönd- um okkar? Afleiðingin er svo sú aff fyrirtækin verða aff treysta um of á fyrirgreiffslu hanka og lánastofnana og langt er í frá, að atvinnureksturinn ^ taki á sig eðlilegan hiuta af skattabyrðinni. Þetta er þeim mun alvarlegra mál, sem vitaff er, að einstaklingar tíunda sín- ar tekjur af misjafnlega mikilli samvizkusemi. Því leggst skatta byrðin af margföldum þunga á launafólk. Það tíðkast nú mjög að tala um breiðu bökin, þegar gengiff er með aðgerðum opin- berra aðila á hlut atvinnufyrir- tækja. Ætli sannleikurinn sé ekki sá, að launafólki sé gerð- ur bjarnargreiði í hvert skipti, sem grafið er undan afkomu- möguleikum fyrirtækjanna? Ég held aff viff ættum nú loks aff láta okkur skiljast, að við get- um ekki vænzt þess að byggja upp atvinnulíf okkar á eðlileg- an hátt nema tryggð sé eðlileg f jármagnsmyndun í atvinnu- rekstrinum." Alagningin Síðan ræðir Sigurður Mark- ússon um verðlagsmálin og seg- _ ir: „Álagning iðnaðar- og verzl- unarfyrirtækja er ekki svo stór hluti af söluverði vörunnar aff nokkur hækkun álagningar mundi valda verulegri hækkun verðlags. Ég held að hækkun álagningar, sem nema mundi 6— 8% hækkun verðlags mundi gera gæfumuninn, a.m.k. í flest um greinum verzlunar. Ég trúi því, aff þaff skipti neytendur þessa lands meira máli, aff verzl- un og annar atvinnurekstur nái að blómgast og dafna með eðli- legum hætti, heldur en hitt hvort þeir greiða 100 eða 107 krónur fyrir tiltekna einingu af vöru eða þjónustu. Stundum ber þaff við, að varan eða þjónustan er ekki fyrir hendi, vegna þess aff , fyrirtækið sem á að hafa hana á boffstólum á við fjárhagslega örðugleika að etja. Þá getur komið í ljós, að vöntun vörunn- ar verði neytandanum dýr- keyptari, en þó svo að hann yrði að greiða eilítið hærra verff til að tryggja eðlilega vörudreif ingu.“ Hinni athyglisverðu grein Sig urðar Markússonar lýkur meff þessum orðum: „Ég hóf þessar hugleiffingar með því að skyggnast um öxl í tíma og út á við í rúmi, ekki til þess að minna á nokkra fá- tæklega þætti úr sögu eða landafræði, heldur til þess aff undirstrika að nú höfum við allt, sem alla hina vantaði, sem á undan okkur gengu. Nú höfum við í rauninni allt þaff sem til þarf. Það er ekki nóg að hafa vopnin, við verðum líka aff kunna að beita þeim. Og við skulum ekki gleyma þvi eitt andartak að í hinni nýju sjálf- stæðisbaráttu sem var þegar haf in þegar landsins börn minnt- ust 50 ára afmælis fullveldisins munum við standa og falla meff afkomu atvinnufyrirtcakianna." j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.