Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1999 „Þær eru svolítiö sporlatar og því fegnar aö fá okkur — spjallao við peyja í gelluútgerð í Vestmannaeyjum Yngsiu atvinnurekendurnir í Vestmannaeyjum eru strák- arnir, sem gera út gelluvagn- ana. f áratugi hafa peyjar- nir í Eyjum tekið til hönd- unum og notfært sér hráefni, sem annars fer í gúanó til beinamjölsvinnslu. Áður fyrr hirtu þeir lifur, sem fór fyrir ofan garð og neðan og síðustu árin liefur það verið fastur lið ur að gella á vertíðinni og Viðar Eliasson ristir á með snöggu handtaki. Gellan hang ir eftir á stingnum, en haus- inn flýgur í beinabinginn. Hannes Rúnar Jónsson var að hefja gellurekstur og byrjaði með skúringatötuna heiman frá sér. fara með gellurnar í hús og selja. Einnig salta strákar- nir og selja síðan úr tunnum sínum. Þeir strákar sem gella fara venjulega til þess strax eftir skóla á daginn og eyða í verkun og sölu 2—3 klukku- tímum. Sá sem á gtlluvagninn, sem er sérstaklega útbúin hand- kerra með skurðstokk á til þess að hengja þorskhausana á og rista gelluna af, er vinnu veitandinn og hefur tvo hluti af þrem til skiptinga á gróða, en eigandinn gellar sjálfur. Venjulega hefur kerrueigand inn einn strák sér til aðstoðar, og er aðstoðarmanninum ætl- að að velja úr og kasta góðum þróskhausum til eig- andans, en hann gellar i gríð og erg. Aðstoðarmaðurinn fær einn þriðja gróðans í hlut. Yfirleitt gelle strákarnir til þess að safna sér fyrir ein- ihverju sérstöku, en hverja gellu selja þeir á 1 kr. og þann tíma sem þeir eru að, gella þeir venjulega 250—300 gellur. Við vorum í Eyjum fyrir skömmu og spjölluðum þá stuttlega við nokkra peyja, sem voru að gella í portinu hjó Fiskimjöjsverksmiðjunni. Þeir óðu þar bein og þorsk- hausa og gelluðu af fullum krafti í rigningarsudda. Þeir sögðust gella á hverj- um degi og vera svona eina klukkustund að fylla gellu- vagninn, en það tæki aðeins 30 mínútur að selja úr vagn inum. Þeir sögust fylla vagn inn svona 2—3 á dag og með þvi yrði afkoman hjá fyrir- tækinu um 250—300 kr. á dag, sem skiptist síðan eftir því hvernig gert væri út. Við spurðum strákana hvort húsmæðurnar voru ekki fegn ar að fá þá heim á hlað með gelluvagnana til að selja þeim í matinn. „Þær eru víst svolítið spor- latar, að fara út í búð“ sagði einn, „og eru mikið fegnar að fá okkur.“ Strákarnir voru ákveðnir í að salta í tunnu til að eiga síðar. Þeir sern voru að þegar við komum sögðust vera í skól anum frá 8 á morgnana til hádegis og stundum eftir há- degi. Þegar beir eru búnir að borða eftir skóla feira þeir að gella og eru að því fram á dag, eða til kl. 4 eða 5, en þeir sögðust venjulega læra frá 5—7 á daginn. Það voru 5 peyjar í hausa- kösinni á meðan við stöldr- uðum við. Einn var að gella til þess að safna sér fyrir raf Tryggvi Sigurðsson að brýna við gelluvagninn sinn, sem er skreyttur með bleikum plast- rósum, Geilur eru efst á skurðstokknum. magnsgítar, annar var að gella til þess að safna sér fyrir jakkafötum, en hinir voru ekki ákveðnir í því hvað þeir ætluðu að gers við sinn hlut. Það voru reyndar atvinnu- rekendurnir, sem voru ákveðn ir í ráðstöfun á því fé, sem kynni að aflast Einn strákurinn var að byrja í rekstrinum og hann var ekki búinn að fá sér vagn, heldur notaði hannbara skúringafötuna hennar mömmu sinnar og gafst það vel. Goggaði hann þorskhaus ana með handgogg, lagði haus inn við hnéð og risti á gell- una, svo að hún féll í föt- una. Ekki voru afköstin eins mikil hjá honum og þeim sem voru með geliuvagnana, enda ekki von, því að allt kemur þetta með vananum. á.j. Atvinnurekendurnir gella vi ð henda til þeirra. sinn hvorn vagninn, eða aðstoðarmennirnir finna hausa og Ljósmynd Mbl. Sigurgeir. OLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Hafnarbíó: HELG A „Til allrar hamingju erum við í dag komin út úr því mið- aldamyrkri, sem fóik áður sveip- aði um sig þegar talið barst að kynferðisfræðslu". Þannig hefst prógrammið í Hafnarbíó og gæt- ir mikil’lar sjálfsánægju hjá höf- undi, fyrir hönd mannskynsins í heild. Höfundur veit ekki að það er ekki miðaldafyrirbæn að gera kynferðislífið að feimnismáli, heLdur er um að ræða nítjándu og tuttugustu aldar fyrirbæri. í myrkri hinna óupplýstu miðalda, höfðu menn miklu frjálslegri af- stöðu til þessara mála en nú er algengt. Það er vissulega æskiiegt að við reynum að ná forfeðrum okk ar, á þeim sviðum, sem þeir stóðu okkur framar, sem senni- lega eru fleiri en nútímamenn vilja vera láta. Pétur Jakobsson, yfirlæknir Fæðingardeildar Landsspítalans, hefur látið þau orð falla, að unglingar þyrftu að sjá þessa mynd. Vafalaust er það rétt. Myndin gefur greinargóða skýrslu um hvað skeður, eftir að getnaður á sér stað þangað t'l barn fæðist. Þekkingarleysi á þessu mun vera furðu almennt. Lýsir mynd in þessu á mjög svo kliniskan og lítt spennandi hátt, en jafnframt án hjárænulegrar feimni. Sögu- þráður er enginn, nema hvað sömu hjónin sjást oft í myndinni, feikna hamingjusöm og glöð. Það sem mesta athygli vekur er fæðing, sem er sýnd að 'fullu. Er myndavél stillt upp við rúm- gaflinn og látin ganga. Þetta er óneitanlega áhrifamikil sjón, þó að ekki sé hún að öllu falleg. Gildi myndarinnar liggur í fræðslu um meðgöngutímann og hvernig konum ber að hegða sér meðan á honum stendur. En fræðslumynd um kynlíf er hún ekki, þó að það sé sagt í aug- lýsingum. Hún sneyðir hjá öllu sem skeður áður en frjó karl- mannsins eru komin vel á veg upp leggöng konunnar. Það sem skeður fyrir þann tíma er vafalaust miklu erfiðara viðfangs, sérstaklega vegna þess að það er að svo miklu leyti háð og tengt tilfiningalífinu. Kvikmynd þessi var gerð að undirlagi þýzks kvikmyndafram- leiðanda Hans Ekkelcamp, sem framleiddi hana fyrir um sautj- án milljónir króna og naut til þess nokkurs opinbers styrks. Honum og öðrum til mikillar furðu urðu tekjur af myndinni í Þýzkalandi einu þrjú þúsund milljónir og nú gengur hún vel víða um heim. Af þessu hefur leitt að nú er von á flóði af þessum uppLýs- ingamyndum og eru þær gerðar á misjafnlega heiðarlegum grundvelii. Meðal kvikmynda af þessu tagi, sem ganga vei í Þýzkalandí má nefna „Krafta- verk ástarinnar" og „Hið full- komna hjónaband". Kvikmynd sem nefnist „Þú“ fjallar um hollustu þess fyrir taugakerfið að fást við sjálfsfull- nægingu. Kunnur læknir í Þýzka landi les textann. Má af þessu ráða að þessi stefna ,eins og fleira sem lýtur að kynlífi, endi í vitleysu ,þegar farið er að nýta það í gróðaskyni einu. Ruth Gassman leikur Helgu og hefur síðan leikið í tveimur enn. Sú fyrri nefnist Helga og Mikael og segir sögu tilhugalífs frá fyrsta kossi til samfara. Sú síðari nefnist Helga og Kynlífsbyltingin, þar sem vesa- lings Helga kynnist kynlífsorgíu. Vafalaust er þessi mynd gagn- leg, sérstaklega fyrir ungar stúik ur. En hefði ekki mátt gera hana svolítið skemmtilegri? — Þróunarlöndin Framhald af bls. 5 töku íslendinga í dönskum friðarsveitum. — Já, friðarsveitarmálið hef ur verið í athugun í samvinnu við ýmsa áhugamenn á vett- vangi Æskulýðssambands Is- lands á annað ár. Við höfum gert okkur grein fyrir því, að um hreinræktaðar íslenzkar friðarsveitir yrði ekki að ræða, bæði vegna þess, að ekki er hægt að búast við miklum fjölda Islendinga til starfa í slíkum sveitum og eins er þjálfunarkostnaður það mikill, að ekki getur verið um sjálfstæða starfsemi hér á landi að ræ’ða. Þess vegna höfum við leitað eftir sam- vinnu við einstakar Norður- landaþjóðir í þessum efnum og í Róm átti ég viðræður við dönsku sendinefndina þar, um þessi mál og er nú verið að kanna í Danmörku, hvort ís- lendingar geti tekið þátt í danska friðarsveitakerfinu og ennfremur er í athugun sam- vinna við Norðmenn og Svía. Mætti ætla, að þessi mál skýrð ust fyrir vorið, hvort úr þeim verður, og við hvaða Norður- landaþjóð samstarf verður tekið upp. — Og hvað viltu segja um þessi mál að lokum, Ragnar? — í stórum hópum manna hér á landi eru uppi töluverð ar efasemdir um aukna þátt- töku okkar í aðstoðarstarfi við þróunarlöndin. Menn segja sem svo: Eru vandamálin ekki næg hér heima fyrir? Okkar almenna svar við þessum rök- semdum er þáð, að hér verða alltaf óleyst verkefni. Það verða alltaf verkefni fyrir hendi við byggingu hrað- brauta, sjúkrahúsa, skóla o. s. frv. Munurinn er aðeins sá að meðan við erum að byggja skóla og hraðbrautir stendur fólkið í þróunarlöndum frammi fyrir hungurdauða, svo milljónum skiptir. Þetta er munurinn. Ef þróuðu ríkin stórefla ekki aðstoð sína við þessi Iönd í framtfðinni, verð- ur ekki lengur um spennu að ræða milli austurs og vesturs heldur milli hinna þróuðu og hina vanþróuðu. Ptastgðmpiíðar halda gervitönnunuin föstum Lína SÓmsxTi • Festast við gervigóma. • Ekki lengur dagleg viðgerð Ekki lengur lausar gervitennur, sem falla illa og særa. Snug Den- ture Cushions bætir úr því. Auð- velt að lagfæra skröltandi gervi- tennur með gómpúðanum. Rorðið ’-'vað sem er. talið. hlæið og góm- púðinn heldur tönnunum föstum. Snug er varanlegt — ekki lengur dagleg endurnýjun. — Auðvelt að hreinsa og taka burt ef þarf að endurnýja. Framleiðendur tryggja óánægðum endurgreiðslu. Fáið yð- ur Snug í dag. í hverjum pakka eru tveir gómpúðar. WxTTIC* denture 7l\UVjr CUSHIONS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.