Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1969 „í fyrstu vildi ég ekki verða hér ellidau&ur" — „nú tel ég mig lánsmann, oð hafa setzt hér að" — segir Stefán Jónsson, forseti hœjar- stjórnar Hafnarfjarðar, sextugur ATHAFNAMAÐUR mikill í Hafnarfirði, Stefán Jónsson, forseti bæjarstjórnar er sex- tugur í dag. Stefán hefur mikið starfað að félagsmálum og víða komið við í athafna- lífi suður í Firði. í tilefni af- mælisins átti Mbl. við hann viðtal um helztu æviatriði og fer það hér á eftir. í fyrstu spurðum við um upvaxtarár Stefáns, og hann svaraði: — Ég er sveitamaður að uppruna, fæddur að Kala- staðakoti á Hvalfjarðarströnd, 15. marz 1909. Foreldrar mín- ir voru Jón Sigurðsson bóndi þar og hreppstjóri og kona hans Soffía Pétursdóttir. Ég ólst upp í foreldrahúsum í Kalastaðakoti til 12 ára aldurs, er foreldrar mínir brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur. Féll mér vel sveitalífið í þá daga og hefði eflaust orðið bóndi, ef eldri hefði verio, er faðir minn hætti búskap. Hafði ég aldrei komið til Reykjavíkur fyrr og hlakkaði lítt til umskipt- anna. — Hve lengi dvaldist þú svo í Reykjavík? — Ég dvaldist í Reykja- vík í næstu 10 ár. Þar laiuk ég barnaskólanámi, stundaði nám við Verzlunarskóla ís- lands og lauk þaðan prófi 1928. Var skólinn þá til húsa að Vesturgötu 10. Á sumrin stundaði ég verzlunarstörf hjá bróðyr mínum Halldóri Jónssyni, sem rak matvöru- verzlun í Reykjavík og fleir- um, fór þá utan en 2 sutmur í sveit. Minnist ég jafnan veru minnar í sveitinni og hinna fjölbreytilegu og líf- rænu viðfangsefna þar með mikilli ánægju. — Hvað _ tók svo við að skólanámi loknu? — Að loknu Verzlunar- skólaprófi réðst ég til Hall- dórs R. Gunnarssonar, sem verzlaði með matvöru einmitt þar, sem nú stendur Morg- unblaðshúsið, Vélsmiðjan Héð inn starfaði þá í húsaikynnum sinnum á baklóðinni og komst ég bá í kynni við þá Bjarna heitinn Þorsteinsson og Markús heitinn ívarsson, eig- endur og framikvæmdastjóra Héðins, en þeir voru miklir ágætismenn. Leiddi þessi kunningsskapur til þess að ég réðst til skrifistofustarfa hjá Héðni með það fyrir augum að verða fulltrúi þeirra við útibú, sem þeir þá rá'ku í Hafnarfirði. — Og upp úr því flyzt þú til Hafnarfjarðar? —i Já, það var í ársbyrjun 1931, sem ég hóf störf mín við útibú Héðins í Hafnar- firði, sem hét Vélsmiðja Hafnarfjarðar. Ég leitaði mér að íbúð, kvæntist konu minni Huldu Þórðardóttur og höf- um við alið aldur okkar hér óslitið síðan, eignast 6 börn, sem öll búa í Hafnarfirði, ýmist í foreldrahúsum eða eru gift og búsett í bænum, utan elzti sonurinn, sem bú- settur er á Flateyri. Barna- börnin eru orðin 8 talsins. Hefi ég starfað allan tímann við sama fyrirtæki, en eig- endaSkipti urðu 1937, er ég ásamt þremur starfsfélögum mínum keypti fyrirtæfcið. Þú hlýtur þá að hafa kunnað vel við þig í Hafnar- firði? _ — Ég verð að viðurkenna að fyrstu kynni mín af bæn- um, er ég hóf þar störf, voru allt annað en uppörfandi. Allt öðru vísi var þá um að litast i Hafnarfirði heldur en nú og enda þótt ýmsu þyki áfátt enn og bænum oftast þótt illa stjórnað, þá hefur bærinn j>ó tefcið slíkum uim- skiptum að naumast kemst nokkur samjöfnuður að. Göt- ur voru slæmar, götulýsing af mgjg skornum skammti og sjórinn gekk upp að húsum Vélsmiðjunnar' og rauik yfir Strandgötuna í stormuim á manna í Hafnarfirði, átt sæti í bæjarstjórn í yfir 30 ár og ert nú forseti bæjarstjórnar. Hvað viltu segja um þennan þátt í lífsstarfi þínu? — Það er satt, að nærfellt allan þann tíma, sem ég hefi verið í Hafnarfirði hef ég átt nokfcurn þátt í starfsemi Sjálfstæðisflokksins. Ég er nefnilega fæddur Sjálfstæðis- maður. Faðir minn var ávallt traui^ur flokfcsmaður, fylgis- maður Péturs heitins Ottesen frá upphafi þingferi'ls hans, og allra manna, þeirra er ég hefi kynnzt uim dagana, ólífc- legastur til fylgis við sósíal- isma. Ég varð því snemma félagi í Heimdalli og átti meira að segja sæti í stjórn Stefán Jónsson. veturna, svo að sæta varð lagi til þess að komast leiðar sininar, enda engir ‘hafnar- garðar þá komnir. Leizt mér satt að segja efcfcert á hinn nýja dvalarstað og hét því með sjálfum mér, þótt ég léti konuefnið ekkert um það vita, að þar gkyldi ég ekki verða ellidauður. En svona hefur þetta þá atvikast, að ég hefi búið hér í 38 ár, unað hag mínum vel, fallið vel við bæinn og fólkið, þótt stund- um hafi af eðlilegum ástæð- um kastast í kekki og hefi ég ekki í hyggju að flytjast fyrst urn sinn. — Lengi hefur þú verið í forystusveit Sjálfstæðis- þess félags um skeið. Var oft heitt í stiórnmiálabaráttunni á þeim tímum, ekfci sízt meðal ungra manna, en ýms- ir „ismar“ flæddu þá inn í landið og boðuðu fagnaðarer- indi sitt og lausn aflls vanda þjóðarinnar. Reynslan hér og annars staðar hefur skýrt málið niánar og sízt verkað hvetjandi til þess að farið væri inn á þeirra brautir. Það fór því að líkuim, að ég tæki þátt í stjórnmálabarátt- unni hér í Hafnarfirði, sem lengst af var einlhver hin harðasta á landinu. Sjálfstæð- ismenn áttu við ofurefli að etja, sem var samatæður meiriihluti Alþýðuflokksins og réð hann bænurn í 28 ár, aufc 8 ára í viðbót í samvinnu við kommúnista. Baráttan var háð á öllum vígstöðum, í ræðiu og riti og ef til vill efciki sizt á sviði at- vinnulífsims. Bærinn skiptist að kalla mátti í tvær harð- snúnar fyikiragar og þótti að- staða manna oft harla ólík, eftir því hvort þeir fylgdu að málum ráðandi afli í bæn- um eða tilheyrðu minnihlut- anum. Þrátt fyrir mikla erfið leika og marga ósigra, var jafnan barizt af eldmóði. Mikil eining og samihugur einkenndi starfið, ósigrum var tefeið með karOimennsku og jafnaðargeði og strax und- irbúin næsta sókn. Þrá-tt fyrir minnihjij' aaðstöðu í bæjar- stjórn átti flokkurinn þó all- oft sigri að fagna í Alþingis- kosninguiíi m.eð Bjarna Snæ- björnsson, Jngólf Flygeinring og síðast Mattíhíaa Á. Matíhie- sen í framiboði. Var það mikið fagnaðarefni öllu Sjálfstæðis- fólki, ekki__ aðeins hér í bæ, heldur og um land alt. Ef ég ætti að tíunda ánægjulegust atvifc í flokksstarfinu í Hafn- arfirði, þá myndu þau vera, er ég sem formaður full'trúa- ráð'sins fðkk það hl.utverk að ávarpa sigurvegarana og flokksfóiikið síðla kosninga- nætur að aflokinni sigursælli baráttu. — En nú hefuT Sjálfstæðis- flokkurinn haft aðstöðu til þess að hafa áhrif á stjórn bæjarins um nokkurt skeið. Hvað vil't þú segja um það? — Sjálfstæðisflofckurinn komst í þá aðstöðu 1962 að vera eini flokkurinn, sem gat myndað meiri'hdutastjórn með hverj-um hinna flokfc- anna sem var og andstæðing- ar þurftu allir að sameinast til þess að ná meirihluta. Það varð úr að Sjálfstæðismenn — 4 — og Framsófenarmaður- inn mynduðu meirihlutann. Síðan má segja að gengið hafi á ýmsu og Sjálfstæðis- menn hafa staðið að stjórn bæjar-mála með öllum f'lokfc- uim nema kommúnistum og nú síðast með Gháðuim borg- urum. Vissulega er það mifclu ánægjulegra að hafa aðstöðu til þess að móta framvindu mála, .heldur en vera áhrifa- laus í minn-ihluta. En vandi fylgir vegsemd hverri og oft fi-nnst manni að af minni Framhald á bls. 24 AFMJELISKVEÐJUR Já satt er það, fagur er Hafn arfjörður og umgjörð hans. Þar býr einnig duglegt fólk og bjart sýnt, hugsar gott til framtíðar- * innar. Þá eru bæjarf alltrúar þar mjög litríkir í starfsgreinum og vel fallnir til úrlausnar framtíðar- mála. Um þá má segja að þeir séu blandaðir ávextir í þjóðmál- um. í bæjarstjórn Hafnarfjarðar koma saman til ráðagerða menn úr ýmsum greinum þjóðfélagsins svo sem lyfja og lögfræði, sund mennt og sálgæzla menntastofn ana og sjúkrahjálpar. Þar eiga forstjórar sæti, rennismiðir og snikkarar til allra verka. Af þessu má ráða að það ætti ekki að vera neinum vandkvæðum bundið, að greiða fram úr þeim vandamálum sern frá borgurun- um berast, og seðja þar með þarf ir þeirra í einum og öðrum skiln ingi. Þrótt fyrlr sérhæfni ein- staklinga í bæjarstjórn gengur mönnum mjög misjafnlega að valda fulltrúastarfi sem eru kjörnir til sem skapast nokk- uð af þroskaleysi og ónógri þekkingu á málum Þar af leið- andi myndast oft ólík sjónarmið og vandamál út á hinn mikla akur lífsins, leiðandi menn, sem hafa hæfileika, hugsjónir og fórn arhug til framfara fyrir bæinn, og þjóðfélagið. Eirfn af slíkum mönnum stend ur nú á tímamótum, í dag er sextugur Stefán Jónsson for- stjóri, bæjarfulltrúi forseti bæj- arstjórnar Hafnarfjarðar. Hefir Stefán alíra manna lengst verið bæjarfulltrúi eða í rúm 30 ár, á því sextíu ára kaupstaðartíma- bili Hafnarfjarðar. Á þessu má sjá að Stefán Jónsson hefir strax á yngri árum vakið at- hygli á sér til forustu og fólkið í bænum, vegna kynna við hann sýnt honum traust sem bæjar- fulltrúa allan þennan tíma sem ekki á sér hliðstæðu á sviði stjórnmá'la í Hafnarfirði, sem kunnugt er. Stefán Jónsson er Borgfirðing ur að uppruna, tók ungur af stöðu til þjóðmála og gerðist liðs maður Sjálfstæðismanna, enda var hann í nágrannasveit við hinn þjóðkunna stjórnmálaskör- ung Pétur heitina Ottesen á Ytra Hólmi. Um það leiti sem Stefán var að alast upp og mótast til stjórnmála var Pétur heitinn á sínum harðasta spretti og bar- áttan ólgaði í æðum hans þegar hann fór sínar fundarferðir vítt um hin borgfirzku héruð í eld- móði sjálfstæðisbaráttunnar. >að var ekki nema eðlilegt að ungir menn hrifust af slíkum víking sem Pétri, er barðist af innri eldi sannfæringar sinnar til að efla lýðræði og treysta sjálf- stæði lands og þjóðar til ævar- andi framtíðar. Stefán fór til mennta og gekk í Verzlunarskóla íslands, og stundaði að því ioknu viðskipta störf. Á Reykjavíkur árum sín- um skipaði hann sér í fylkingu Sjálfstæðisflokksins og vann þá að stofnun Heimdallar, fél ungra Sj álf stæðismanna. Árið 1931 fluttist hann til Hafnarfjarðar og gerðist skrif- stofumaður hjá Vélsmiðjunni Héðni, sem þá hafði ú tibú í Hafnarfirði. Nokkru síðar var þessu útibúi breytt í hlutafé- lag og gefið nafnið Vélsmiðja Hafnarfjarðar. "V ið þessa breyt- ingu var Stefán ráðinn sem for- stjóri, og hefir verið það síðan. Eftir að Stefán kom til Hafn- arfjarðar tók hann virkan þátt í málefnum og framgangi Sjálf- stæðisflokksins og vakti á sér at hygli fyrir léttan og frjóan og frjálslyndan málflutning, sem kalla mætti þróun í sjálfstæðis- baráttunni á þeim tíma. Það leið ekki langur tími, þar til hinn ungi glæsilegi maður varð í broddi fylkingar, hlaðinn margvíslegum nefndar og trún- aðarstöríum fyrir flokkinn og síðan bæjarfélagið sem raun ber vitni. Það má því segja að störf Stefáns séu orðin ærið litrík og mikil að vöxtum, enda hann einn af aðal burðarstoðum og kyndilberum Sjálfstæðisflokks- ins og hinn ötuli fulltrúi hans allan þennan langa tíma. Hinir eldri sarrjtíðarmenn Stef áns hafa sagt að slíkur skör- ungur ætti ekki hvað sízt heima sem fulltrúi í Þingsölum þjóð- arinnar, vegna þekkingar á þjóð- málum og mannkosta hans. Hann hefir með árunum vegna starfa sinna aukið frama sinn og reisn í bæjarfélaginu, enda maður fólks ins. Þá hefir það komið fram í bæjarfulltrúa starfi hans að bæj- arstjórnin hefir ávallt falið hon- um vandasöm störf og haft hann á oddinum, því að öllu jöfnu hefir hann flutt ávörp fyrr hönd bæjarstjórnarinnar við alls kyns tækifæri og einnig fyrir ýms fé- lagasamtök. Það verður því ekki ofsagt, að Stefán sé í dag einn af kunnustu og svipmestu borg urum Hafnarfjarðar. Þá er hann í eðli sínu mjög félagslyndur og þar af leiðandi átti aðild að margskonar félög- um. Má þar nefna Rotary-klúbb Hafnarfjarðar þar sem hann er einn af stofnendum og verið mik ilvirkur félagi. Sönglíf í Karla- kórnum Þröstum hefir verið eitt af hjartans málum hans. Stef- án er talinn einn með virkustu kórfélögum og formaður kórsins árum saman. Hann er einn af beztu söngkröftum Þrasta enda logar hann af músik. Honum er létt um að spila af innlifun, enda er maðurinn einkar léttur og glaður og lífgar allt upp í kring um sig, bæði með söng og létt- um og skemmtilegum samræðum, hvort heldur á mannfundum eða minni hópum. Með forustu Stef áns Jónssonar hefir karlakórinn Þrestir löngum skemmt Hafnfirð- ingum og fleirum við góðan orð- stír, og bæjarbúar kunnað að meta það, því ekki hefir staðið á þeim að gerast styrktarfélag- ar kórsin's. Stefán hefir lagt á sig mikið starf til að efla söng- lífið, ekki aðeins með sínum kröft um, heldur líka það sem mér finnst frásagnarvert, að synir hans 4rir hafa sungið með honum í kórnum, sem má kallast gott framlag til söngmálanna frá einni fjölskyldu. í hinum margþættu félags og fulltrúastarfi, hefir Stefán kynnst mörgum, enda orðinn vinmargur. Af þeim ástæðum hafa margir til hans leitað með ýms erindi. Það hefir ekki skipt máli í hvaða stöðu eða stétt menn hafa verið, því mér er kunnugt um það að honum er mjög kært að leysa hvers manns vanda, því hann er bónglaður maður. Hann hefir greitt veg fjölda manna og standa því margir í þakkarskuld við hann á liðnum áratugum. Á bak við störfin og ferilinn er persónan sjálf, hin síunga sál, með þroskar.n og starfsgleð ina, þar sem hann nýtur nú varma af glóð liðinna ára. Hin sterka hneigð hans til að vinna að bættum lífskjörum bæjarbúa, Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.