Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1969 13 A að hefja tungumálakennslu í barnaskdlum? Fró fundi „Kennslutækni“ í Huguskólu í fyrrukvöld KENNSLUTÆKNI hélt annan fund sinn um skólamálin á þriðju dagskvöld í HagaskóLa. Þar var itil umræðu tungumálakennsla í barnaskólum og voru írummæl- endur Ragnar Georgsson, skóla- fulltrúi og Haukur Ágústsson, kennari. Fundarsókn var góð og spunnust töluverðar umræður um þessi mál að framsöguer- indum loknum. Formaður Kennslutækni, Ás- geir Guðmundsson bauð fundar gesti velkomna, en síðan tók til máls fyrri frummælandi Ragnar Georgsson. Ragnar sagði að mik ið væíi um þessar mundir talað um breyttar aðferðir við tungu málanám og texta og málfræði- kennsla þokaði fyrir nýjum að- ferðum. Hann sagði að nú væri danska kennd í öllum efstu bekkjum barnaskólastigsins. Þessi kennsla hefði hafizt fyrir nokkrum árum og þá hefðu fyrst beztu nemendurnir notið hennar. Galli hefði hins vegar verið á þeirri kennslu, þar eð engin sér stök kennslubók hefði vérið til fyrir nemendurna og hefðu þeir því orðið að notast við hina sömu og 1. bekkur gagnfræðaskólanna. Nokkur bót hefði orðið á er Ágúst Sigurðsson samdi „Litlu dönsku- bókina“, sem mjög væri frá- brugðin eldri bókum. Þar er m.a. engin málfræði heldur mynd skýringar. Mik'l reynsla hefði fengizt af þessari dönskukennslu sagði Ragnar. Árið 1958 hófst tiiraun með enskukennslu — var þar notuð svokölluð bein aðferð. Að þess- ari tilraun stóð British Counsil og sýndi þáverandi sendikennari Donald Brander þessu mikinn áhuga. Kenndi hann m.a. í barna skólum við góðan árangur. 1963 komu hingað sendikennarar á vegum Fulbright-stofnunarinnar og hófu enskukennslu í 10 ára bekk Langholtsskóla. Er nú svo komið að 10, 11 og 12 ára börn njóta þar enskukennslu. Kvað Ragnar hér vera um merka til- raun að ræða, ssm hljóti að verða þung á metunum, er dæma á um tungumálanám barnaskólanema. Síðan hefur það gerzt að 10 ára börn í Álftamýrarskóla o'g 11 ára börn í Austurbæjarskóla læra ensku og víðar hafa kennarar hafið tungumálakennslu í svo- kölluðum frjálsvm tímum. Til- hneigingin er því áleitin og mót þróinn gegn þessu minnkar — sagði Ragnar. Undirbúningur er hafinn og komin er út enskubók eftir Heimi Áskelsson, en menn verða engu að síður að gæta sín vel og átta sig á hlutunum áður en hið stóra stökk er tekið. Tilgangurinn kvað Ragnar von andi vera þann, að þessi ný- Einkaskeyti til Mbl. frá Kaupmannahöfn. MÁLAMIÐLUNARTILLAGA í launadeilu þeirri, sem staðið hef ur í Danmörku var lögð fram wm helgina. í tillögunni er. gert ráð fyrir laiunahækikunum að upphæð nær 500 milljónir dianskra króna á næstu tveknur árum. Auk beinna launahækk- ana felur tillagan í sér að vinnu- tóimi styttist um þrjá stundar- fjórðunga og verður 41% klukfcu stund á vilku frá 1. septemtoer 1970. Tillagan verður nú borin undir atkvæði og skal atkvæða- greiðslu lökið fyrir 2S. marz. Efnahagsmiálaráðunautar ríkis- breytni yrði til þess að öll skóla gangan yrði endurskipulögð, allt til stúdentsprófs. Hann ræddi því næst nokkuð tölur um mála- nám nemenda, sem tekið hefðu stúdentspróf og sagði að sé ein eining vikustund í skólaári komi í ljós að stærfræðideildarstúd- ent hefði eytt 41 einingu til mála náms af 154, en máladeildar- stúdent 72 einingum af 143. Síðan sagði Ragnar að ef auka ætti tungumálakennslu, hlyti það að koma niður á öðrum grein- um. Því næst spurði hann, hvort gömlu aðferðirnar ættu við og einnig taldi hann hæpið að kennd yrðu þrjú tungumál sam- tímis í gagnfræðaskólum. Hann sagði að sumir mæltu með tungu málanámi í barnaskólum vegna þess að létta þyrfti á nemend- um í gagnfræðaskólunum. En hann sagði að í barnaskólum væri nóg að starfa og vinna. Það yrðu menn að hafa í huga. Það yrði því að rýma til og mis- munandi aðferðir þyrfti, þar eð börnin væru mjög misjöfn. Gall- inn væri sá að börnin þroskuð- ust ekki eftir alrnanaki og hæp- ið væri að ýta þeim öllum með sama hraða í gegnum skólana, einungis vegna þess að þau væru fædd á sama ári. Ragnar kvað tungumálanám ætti að hefjast um leið og börn- in væru tilbúin að taka við því og hliðrað hefur verið til fyrir því á námskrá. Hann kvað breyt ingar ávallt jákvæðar, því að þær sköpuðu umræður og áhuga. Hins vegar bað hann menn minn ast þess að skólakerfið ætti ekki einungis að vera frjótt utan frá, heldur yrðu kennarar einnig að sýna lit. stjórnarinnar hafa í nýútkom- inni greinargerð látið í ljós bjart sýni með efnahag Danmerk.ur á árinu 1969. Gert er ráð fyrir mik illi auknimgu á framleiðslu og útflutnimgi og nægjatnlegri at- vinmu mestan hluta ársins. Bú- izt er við að framleiðslan aiukizt um 6% á móti 4% á árinu 1698 og útflutningur iðnaðarvara auk izt um allt að 15%. — Ef þetta tekst nmuin Danmörk á fimm ár- um hafa margifaldað iðnaðarút- flutnimg. Jens Otto Kragh, fyrr- verandi forsætisráðherra, hefur látið í ijós efasemdir og bendir á að Danmörk verði von bráðar að hækka vexti og dregið hafi úr fjárfestimgu. — Rytgaard. Þá tók til máls síðari frum- mælandi Haukur Ágústsson kenn ari, en hann er einmitt sá er séð hefur um tilraunakennsluna í Langholtsskóla og hefur því tölu verða reynslu í þessum efnum. Haukur sagði að ó síðari tímum hefði heimurinn breytzt mjög og minnkað og samræður manna af ólíku þjóðerni væru nú mundag legra brauð en áður. Allt kall- aði þetta á það að fólk þyrfti að hafa vald á fleiri tungumál- um. Svo sagði hann, að lítil þjóð gæti ekki búizt við því að geta haldið uppi fullkomnu skóla kerfi allt fram til æðra háskóla- náms í öllum greinum, þannig að þegnarnir þyrftu alltaf að byggja að einhverju leyti á tungumáli annarra þjóða. Við tungumálanám í barna- skólum kvað Haukur einkum tvær kennsluaðferðir koma til greina. Hina hefðbundnu kennslu aðferð, sem aðallega byggðist á þýðingum og stílagerð og hins vegar hina svokölluðu beinu að- ferð, þar sem aðalatriðið væri að kennarinn talaði við nemendurna og reyndi að gera kennsluna lífræna. Hann taldi að aðalókost ur hefðbundnu aðferðarinnar væri að hún er þurr og þreyt- andi og margir teldu að til ár- angurs þyrfti nemandinn að hafa sérgáfu. Hún hæfði alls ekki þroskaminni nemendum. Beina að ferðin hins vegar er léttari og unnt er að koma við leikum, sem gera kennsluna skemmtilega fyr ir nemandann. Við það lærði nem andinn málið á sama hátt og móð urmálið, aðeins við tilbúnar að stæður í kennslustofunni. Slík aðferð hefði gefið góðan árang- ur. Haukur sagði að kennarar þyrftu gögn til þess að kenna eftir — stóra kennslubók, svo að kennarinn þyrfti ekki að eyða dýrmætum tíma sínum í það að finna efni fyrir tímana. Einnig þyrfti veggspjöld en ekki mynd skreytingar í bækurnar. Vegg- spjöld beindu athygli allra nem endanna og kæmi í veg fyrir að þau fyndu ekki viðkomandi mynd í bókinni Framburð þyrfti að æfa af segulbandi og einnig mætti nota kvikmyndir. Bækur mætti hufa í bókasöfnum skólanna, sem miðuðust við orða forða námsefnisins. Síðan ræddi hann um, hvort bekkjakennar- inn ætti að annast tungumála- kennsluna eða sérmenntaðir kenn arar og ræddi hann bæði kosti og ókosti þess. Hallaðist hann að því að bekkjakennarinn ann aðist kennsluna. Síðan sagði Haukur að frá sín um bæjardyrum séð væri sjálf- sagt mál að fyrsta tungumálið, sem kennt yrði í skólum væri enska. Hún væri bókflesta mál- ið og fyrir hana hefðu menn mest not í lífinu. Síðan gagn- rýndi hann nokkuð nýútkomna bók Heimis Áskelssonar. Taldi hana of litla, en annars góða, en þyrfti endurbóta við. Hann hvatti fræðsluyfirvöld til þess að kanna þessi mál, svo að unnt yrði að hefja undirbúningsvinnu út um allt land. Nú hófust frjálsar umræður um málin. Fyrstur kvaddi sér hljóðs Helgi Tryggvason. Hann kvað sér gleðiefni að koma á slíkan fund og síðan ræddi hann nokkuð um mikilvægi lingua- phone og segulbanda. Hann taldi að gamla aðferðin hefði aldrei átt við — hún væri dauð, en sagði síðan að ekki mætti hefja erlenda tungumálakennslu fyrr en nemendurnir hefðu náð fullu valdi á móðurmálinu. fs- lenzkan má ekki bíða tjón af er- lendri tungumálakennslu, heldur verður að eflast við. Magnús Magnússon talaði næst ur. Hann var mótfallinn því að Ljósm.: Kr. Ben. enska yrði fyrsta erlenda tungu- málið, sem nemendur lærðu. Á tímum norrænar samvinnu, þeg- ar allt væri lagt upp úr því að hún ykist, yrði skandinaviskt mál að koma fyrst. Sagði hann að nú síðustu daga hefði komið til tals að Norðurlandaþjóðirnar styrktu íslenzka mánsmenn til náms, svo að fáranlegt væri að fella niður dönsku sem fyrsta tungumál. Þá beindi Magnús orðum sín- um til Skólarannsóknanna og ræddi um íslenzkukennslu. Hann sagði að sá maður, sem lengst hefði náð í ritmáli íslenzku, hefði fyrir löngu kastað svokall aðri ng-reglu fyrir róða. Hve lengi á að streytast við að kenna nemendum þessa reglu og hvað myndi sparast, ef hún yrði felld niður. Einnig var hann sama sinnis, hvað varðar y. Hann kvað íslenzkukennsluna bundna í of þröngar viðjar, Eiga þau að læra tungumál á kennslan væri ekki lifandi held- ur dauð. Andri ísaksson svaraði Magn- úsi. Hann sagði það ekki hlut- verk Skólarannsóknanna áð kanna slíkt atriði, sem Magnús nefndi, en taldi hins vegar at- hugandi, hvað í almennum hug- tökum orðað og sett fram kæmi til skila. Á þeirri rannsókn mætti síðan byggja endurskoðun stafsetningarinnar. Helgi Þorláksson talaði næst- ur. Hann var sammála báðum frummælendum um að málanám ætti að hefja fyrr Honum fannst fásinna að gera ætti tilraunir til þess að skera úr um hvort slíkt skyldi framkvæmt. Tilraunir ann arra þjóða hefðu fyrir löngu sannað réttlæti þess. Hins veg- ar þyrfti að þjálfa kennaraliðið áður en í þetta yrði ráðizt. Taldi hann að sérkennarar ættu að annast málakennsluna. Börnin hefðu gott af því að venjast fleiri leiðbeinendum en einum, en aðalkennarinn yrði þó þeirra foringi í flestum vandamálum. Helgi vildi eindregið að danska eða eitthvert Norðurlandamál yrði fyrsta tungumálið. Hér er um það að ræða — sagði hann, hvort við eigum að teljast til Norðurlanda. Norðurliönd eru skyldust okkur bæði menningar lega og þjóðfélagslega. Við eig- um að vera norræn þjóð, en hins vegar skulum við leggja áherzlu á ensku, sem alþjóðamál. Það yrði annað tungumálið, sem nemendurnir lærðu. Haraldur Magrússon taldi at- hugandi, hvort ekki yrði unnt að hefja nám bæði í dönsku og ensku samtímis. Tilraunir hefðu verið gerðar með 2 tungumál sam tímis í Danmörku og gefizt vel. Skúli Þorsteinsson varaði við að fella niður dönsku sem fyrsta mál og Heimir Áskelsson taldi að ákvörðun um það yrði að taka frá tilfinningalegu og stjórn málalegu tilliti. Málvísindaleg ástæða hefði hér ekkert að segja og það þyrfti ekkert að há börnunum í enskunámi. Þótt þau hafi lært dönsku á undan. Stefán Edelstein taldi frá- leitt að hefja kennslu í tveimur tungumiálum sarmtímis. Hann taldi að byrja ætti á dönsku við 9 ára aldurinn ug ensku 11 ára. Ef leikskólarnir hins vegar gæti bætt móðurmálskunnáttu nemend anna og skyldunámið yrði fært niður í 6 ára aldurinn kæmi til greina að byrja á hvorttveggja ári fyrr. Auður Torfadóttir taldi að dönskukennslan ætti að koma fyrst, en síðan enskan. f lok umræðnanna kvaddi sér aftur hljóðs Haukur Ágústsson og svaraði fyrirspurnum. Ásgeir Guðmundsson sleit síðan fundi, þakkaði fundarmönnum komuna og minnti á fur.dinn 26. marz, en þá verður fjallað um skóla- rannsóknir. barnaskólaaldri? — Ljósm.: ÓL K.M. SÁTTATILLAGA í LAUNADEILU í DANMÖBKU LÖGÐ FBAM iFrá fundi Kennsiutækni á þriðju dagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.