Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 196® Dr. Broddi Jóhannesson: Nokkiur othugasemdir ÍEinkunnarorð: .....Hann taldi, að nýi Kenn- araskólinn væri dæmi um skóia- bygrgingu, sem sýndi, hvernig » ekki ætti að byggja skóla . . .“ Mbl. 19. íebr. ’69. Mánudaginn 17. febrúar síðast liðinn lögðu nemendur í mennta- skólum og Kennaraskólanum stefnu með fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og alþingis- mönnum í húsi bænda við Haga- torg í Reykjavík. Einnig buðu nemendur kennurum sínum og skólastjórum til þessa fundar. Mun hann mönnum enn í fersku minni og verður talinn, er tímar líða, ekki ómerkt vörðubrot í íslenzkri skólasögu. Dagblaðið Tíminn segir um fundinn m.a.: „ . . . ur’ðu nemendur og ráð- herrar sammála um, að fé, sem veitt hefur verið til skólabygg- inga undanfarin ár, hefði verið illa varið . . .“, og ekki þótti gleggra dæmi þar um en kenn- araskólahúsið við Stakkahlíð. Lýsti fjármálaráðherrann Magn- ús Jónsson því skilmerki- legar en aðrir fundarmenn. Eink unnarorð þessa greinarstúfs eru eftir honum höfð í Morgunblað- inu 19. febr. sl. Áþekkar voru að vonum frásagnir annarra blaða. Hvað er sannleikur? var spurt foröum. Hann er ekki ávallt auð- sagður, því að sannleikur er meðal an-nars sú frásögn, er skil- ar áheyrandanum heillegri og raunréttri þekkingu á málefni eða staðreynd. Hér verður sneitt hjá þrætubókarlist og tökum hennar á hugtökunum sannleikur og staðreynd. Á undanförnum missirum hef ég staðizt margar ögranir hálf- sannleikans um málefni nákomin starfi mínu og stofnun, og bar að sjálfsögðu margt til. Svo er kom- ið högum þeirra, er annast skulu menntun íslenzkra kennara á skyldunásstigi, að þeir þykjast góðir, ef þeir ljúka brýnustu skyldustörfum dag hvern og eiga því ekki annars kost en leiða hjá sér þau verkin, er kvöldsins mega bíða. Ég hefði enn staðizt allar ögr- anir, ef arkitekt þessa umræðu- verða skólahúss lægi ekki fyrir- svarslaus í gröf sinni, en ég nef lýst því í tímaritinu Menntamál, 2. hefti 1963, af hverju hugarfari og með hverjum hætti hann vann verk sitt. Enji ber það til, að mér er hugleikið að fá úr því skorið, hvernig eigi að byggja skóla. Minna máli skiptir, hvernig ekki ’ á að gera það. Hið fyrra kynnum i' við að geta gert, yfir hið sfðara komumst við ekki, svo margar eru lausnirnar. Um þetta ætla ég, að sammála séu nemendur, ráðherrar, lesendur dagblaðanna og síðast en ekki sízt þeir, sem verja starfsævinni allri innan skólaveggjanna. Auk þess er saga og forsaga þessa skólahúss, ef rakin væri til hlítar, næsta lær- dómsrík, þar má finna hvort tveggja fordæmi til eftirbreytni, og víti til varnaðar. Ég mun þó ekki segja samfellda sögu, en lesendur verða að leggja á sig það ómak að raða pörtunum saman, svo að úr verði sæmilega heilleg mynd. Þó mun ég benda á nokkur at- rfði eða forsendur, sem ekki verða ráðnar fyrirhafnarlaust af f dagsettum atvikum og talningu á þeim. Það mun vart fara á milli mála. að tveir menn hafi á sl. aldarfjórðungi ætlað kennara- nemum stórmannlegan hlut í öll- um aðbúnaði í námi, þeir Þor- steinn M. Jónsson fvrrverandi skólastjóri og Steinar heitinn Guðmundsson arkitekt. Hér verð ur ekki rætt um bókasafn Þor- steins né hug hans til Kennara- skólans, en kröfur Steinars og viðhorf voru á þá lund, að í eng- i um vönduðum hlutum væri of- gert við íslenzka kennaranema. Því skyldi í öllu til húss þeirra vandað. Af þeim sökum leitaði hann fyrirmynda meðal annarra þjóða, ekki sízt hjá þeirri mennta stofnun á Norðurlöndum, er á þeim tíma mun hafa verið talin hvað bezt húsuð, en það var há- skólinn í Árósum. Minnisvert tel ég vera: I. 1. Steinari var falið að teikna hús yfir 250—300 nemendur. í skólanum voru þá 111 nemendur í bóklegu námi, 27 í handavinnu- deild. Tæpum áratug eftir að honum var fengið þetta verk- efni taldi laganefnd Kennara- skólans, að gera mætti ráð fyrir, að nemendafjöldi skólans myndi „ . . . tvöfaldast eða jafnvel þre- faldast á næstu áratugum . . .“ Nemendafjöldi í fyrsta bekk skól ans varð um það bil 20-faldur meðalfjöldi síðustu 50 ára, þegar liðinn var hálfur áratugur frá því að Kennaraskólinn flutti í helming þeirrar byggingar, sem Steinar teiknaði. (En þar hefur enn ekki verið aukið við.) 2. Steinar gerði ráð fyrir því, að meginbyggingin yrði „steypt upp“ í einu lagi, en það skipti miklu máli vegna kostnaðar af mótavinnu og timbri. 3. Hann gerði rá'ð fyrir, að auka mætti við húsið eftir þörf- um, er tímar liðu. 4. Hann gerði m.a. ráð fyrir almennum kennslustofum og sér kennslustofum, lestrarsal og bóka geymslu, samkomu- og fyrirlestr arsal, er rúmaði nemendur alla samtímis, skólaminjasafni, dag- stofu nemenda, innanhússjón- varpi, sérstaklega vegna æfinga- kennslu, mötuneyti nemenda, vinnuherbergjum handa föstum kennurum skólans, öllum sjálf- sögðum íþróttamannvirkjum og heimavistum fyrir nemendur, auk íbúðarhúss skólastjóra og húsvarðar. II. 1. Byggingarnefnd Tilrauna- skólans og Kennaraskólans horfðu á bak 22 árum hin fyrri og 7 árum hin síðari, áður en smíði fyyirhugaðra húsa var haf- in. Svo virðist sem meiri hluta byggingarnefndar Kennaraskól- ans hafi oi'ðið það ofraun að heyja glímu sína við óvæntar tafir og óeðlilega erfiðleika, og valdi hún á síðustu stundu teikn ingu, sem talin var hafa þá kosti mesta og bezta að vera: a) ódýr. b) auðsmíðuð í áföngum, svo að skólinn þyrfti ekki lengi að bíða nokkurrar úrlausnar. 2. Leitað var álits valinkunnra sérfræðinga, áður en ákvörðun var tekin um að velja þá teikn- ingu, er byggt var eftir. 3. Kostna’ðarverð á rúmmetra skólabyggingar áætlaði nefndin 700 krónur árið 1954, miðað við fullgert hús. 4. Kostnaðaráætlanir stóðust illa, verk unnust seint af þeim sökum, einkum eftir að húsið varð fokhelt, og varð af víta- hringur. Jók það enn á kostnað- inn. 5. Hvergi hefur verið reiknað til kostnaðar þa’ð árangurslitla, oft árangurslausa, erfiði sem skólastjórar (og byggingarnefnd ir) fyrrnefndra skóla hafa á sig lagt. Það erfiði var allt tekið frá öðrum og sjálfsagðari skyldu- störfum. (Menn gera ekki annað á meðan þeir sitja svo sem 200 fundi.) Byggingarnefnd Tilraunaskól- ans frá 1944 var þannig skipuð: Freysteinn Gunnarsson, Helgi Elíasson formaður, Sigurður Thorlacius ritari. Broddi Jóhann esson tók sæti í nefndinni að Sigurði látnum. Byggingarnefnd Kennaraskólans frá 1951: Frey- steinn Gunnarsson formaður, Helgi Elíasson, Einar Erlendsson, Guðjón Jónsson ritari, Pálmi Jósefsson. Snemma árs 1958 tók Hör'ður Bjarnason sæti Einars Erlendssonar í nefndinni, en hann hafði óskað eftir að verða leystur frá störfum. ísak Jóns- son fulltrúi Kennarafélags Kenn- araskóla íslands tók sæti í nefnd inni á útmánuðum sama ár og | Broddi Jóhannesson tók við for- mennsku síðla sumars 1962. NOKKRAR DAGSETNINGAR OG ÞATTASKIL Des. 1944 1. Byggingarnefnd tilrauna- og æfingaskóla var skipuð með bréfi dags. 23. des. 1944. Nefndin lauk störfum og skilaði áliti sínu í marz 1946. Fjárveiting 250 þ. 1946 og 1947. Ekki frekar að gert um sinn. Marz 1951 2. Byggingarnefnd Kennara- skólahússins skipuð með bréfi 20. marz 1951. Húsameistara ríkisins falið að teikna skólahúsið. Maí 1952 3. Rækileg athugun ger'ð á al- mennri og sérlegri húsnæðisþörf skólans, ræt við sérfræðinga, leit að eftir hentugri lóð og fengnar heimildir á henni, (21. fundur nefndarinnar, 9. maí 1952) gerð- ur skipulagsuppdráttur, leitað eftir fjármagni. Janúar 1953 4. Fengið fyririheit um, að sér- stakur maður yrði ráðinn til að j teikna húsið. Var eftir því leitað að ósk húsameistara ríkisins, sök- um annríkis á skrifstofu hans. Janúar 1953 i ] 5. 300 þús. krónur veittar á fjárlögum til framkvæmda. Maí 1953 6. 15. maí 1953. Endanleg heim I ild til áð ráða sérstakan arkitekt j til að teikna húsið. Húsinu valinn j staður fyrir enda Flókagötu. Sept. 1953 j 7. 8. sept. Lagðir fram tillögu- uppdrættir. Des. 1953 8. 11. des. Lagðir fram endur- skoðaðir tiliöguuppdrættir. „Voru menn ánægðir með til- lögu þessa, en sumir töldu þó j vafasamt, að rétt væri að byggja svo stórt . . .“ Ákveðið að gera ! a’ðra tillögu . . . en nokkru ; minni.“ Marz 1954 9. 4. marz 1954. Upphófust lang vinn vandamál í sambandi við lóðina og heimildir á henni. April 1954 10. 8. apríl. Aðalbygging skól- ans áætluð 13543 m3 á stærð á í kr. 700 hver m:!. Húsið fokhelt | áætlað á kr. 3,4, fullgert ca. 9,5 milljónir króna. Júní 1954 11. 22. júní 1954 fór mennta- málaráðherra fram á það við nefndina, að hún athugaði vand- lega, hvort hún teldi ekki skóla- húsið óþarflega stórt, „eftir þeirri teikningu, sem fyrir liggur." Hins vegar gerði hann ráð fyrir, að hann myndi samþykkja teikn inguna, ef nefndin héldi fast við hana. Nefndin hélt fast við teikn inguna, enda hafði hún verið minnkuð tvivegis. Ákveðið að “teypa allt húsið upp í einu lagi. Febr. 1955 12. 25. febr. 1955. Nefndin fel- ur formanni að leita leyfis ráðu- neytisins til þess að hefja verk- legar framkvæmdir við byggingu hússins. Febr. 1955 13. 28. febr. 1955. Formanni fal ið að ræða við menntamálará’ð- Dr. Broddi Johannesson herra um kosti á fjárfestingar- leyfi og byggingarframkvæmd- um „í vor eða sumar.“ Júli 1956 14. 4. júlí 1956. Fjárfestingar- leyfið fengið, en formlegt bygg- ingarleyfi ráðuneytisins ófengið. Júlí 1956 15. 25. júlí. Menntamálaráð- herra felur byggingarnefnd með bréfi dags. 17. júlí, „að gera nú nú þegar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að verk verði hafi’ð við byggingu skólans. Er nú beðið eftir því, að Reykja víkurborg ákveðið og afmarki lóðarstærðina og gangi frá skipu lagsatriðum í sambandi við hana.“ Okt. 1957 16. 11. okt. 1957. Ekki fullar forsendur fyrir fjárfestingarleyfi. Breytingar á teikningu komu til álita vegna væntanlegrar vistar Húsmæðrakennaraskóla íslands í Kennaraskólahúsinu. Nóv. 1957 17. 13. nóv. 1957. Ákveðið að ráða trésmíðameistara til a’ð sjá um smíði hússins. Marz 1958 18. 6. marz 1958. 48. fundur byggingarnefndarinnar. Á fundi þessum var lagður fram „nýgerð ur“ tillöguuppdráttur. Gústaf Pálsson lagði fram greinargerð um byggingarkostnað og fleira, er hann hafði gert a’ð beiðni húsa meistara, Harðar Bjarnasonar. Taldi hann nýju tillöguna mun hagkvæmari og ódýrari í bygg- ingu. 49. fundur, 18. marz. „Formað- ur benti á, að mikil vinna hefði verið lögð í að gera teikningar að skólahúsi, niðurstaða fengin og teikningar samþykktar af öll um aðilum málsins, fast komið að byggingarframkvæmdum. Með hinum nýja tillöguupp- drætti, sem fram var lagður 6. þ.m. væri algerlega vikið af þeim grundvelli, sem áður var lagður, og yrði sú ráðstöfun að styðjast við sterk rök til að vera réttlæt- anleg. Hefði sér virzt megin- áherzla lögð á þau tvö atriði, að samkvæmt nýju tillögunni yrði bygging einfaldari í smiðum og miklum mun ódýrari. Væri hvort tveggja mikill kostur — en um hvorugt yrði þó spurt, þegar á reyndi gæði hússins og hag- kvæmni í notkun. Yrði fyrst og fremst að freista þess að gera húsið sem hæfast hlutverki sínu. Þá æskti formaður skýringa á ýmsum atriðum greinargerðar þeirrar, sem nefndinni var látin í té, ásamt nýju teikningunni, og gerði hann og ritari athugasemd ir vfð sumar af tölum þeim, sem þar voru gefnar. Var ákveðið að endurskoða þær fyrir næsta fund. . . . Nokkrar athugaaemdir komu fram um gerð nýju tillög- unnar . . . Ákveðinn hafði verið fundur húsameistara með kennurum Kennaraskólans, og þótti eðlilegt að bíða niðurstöðu þess fundar sem og endurskoðunar útreikn- inga og fyl'Iri upplýsinga.... “ Apríl 1958 1. apríl 1958. Á 50. fundi nefnd arinnar las forma’ður bréf Menntamálaráðuneytisins um skipun sjötta manns í byggingar nefnd, fulltrúa Kennarafélags Kennaraskóla íslands . . . Þá las formaður bréf frá Kennarafélagi Kennaraskólans, ásamt fundar- samþykkt, þar sem mælt er ein- dregið með því, að við byggingu nýs Kennaraskóla verði hin nýja teikning . . . lögð til grundvall- ar . . .“ Tómas Vigfússon kvaddi sér hljóðs og sagðist hafa, samkvæmt beiðni, sótt fund með Steinari Guðmundssyni, Gústaf Pálssyni og formanni nefndarinnar og reynt að kynna sér þessar tvær tillögur sem hlutlaus aðili. Kvaðst hann ætla, a’ð rétt væri stefnt með tillögu II (þ.e. nýju tillögunni) . . .“ Við lokaaf- greiðslu nefndarinnar um hina nýju teikningu 8. apríl 1958 virð ist hafa verið nokkurs konar nafnakall, og studdu allir að byggt yrði eftir nýju teikning* unni, nema formaður og ritari, þeir kusu gerðina frá 1955. Maí 1958 19. 29. maí 1958 félls mennta- málaráðherra . . . „á tillögu meiri hluta byggingarnefndar um að við byggingu Kennaraskólahúss skuli farið eftir nýju teikning- unni . . .“ Verk var hafið og sótt ist með ágætum. Áhyggju af fjárskorti gætir ekki fyrr en 19. okt. 1959. Des. 1959 20. Reisugildi. Hinn 18. desem- ber 1959 var loki’ð við að reisa fyrsta áfanga byggingarinnar. (Við þann áfanga situr enn.) Reisugildi var haldið í Þjóðleik- húskjallaranum kl. 5 síðdegis 30. des. Voru þar flutt mörg ávörp, stutt og snjöll, og öll á eina lund: þakkir, árnaðaróskir og hvatning arorð, svo vel hafði verkinu skil að áleiðis. Jan. 1960 21. 27. jan. 1960. „Alger stöðv- un allrar vinnu við skólabygg- inguna vegna fjárskorts“ talin vera á næsta leiti. Frá og með þeirri stundu hófst sú kross- ganga, sem fjarri fer að lokið sé að réttum 9 árum liðnum. Er um fjárhagsvandræ'ði fjallað beint eða óbeint á næstu 40 fundum nefndarinnar. Jan. 1961 22. (72. fundur) Janúarlok 1961. Áætlað, að vanti 14 milljón ir til að ljúka byggingunni. — April 1961 Áætlaður byggingarkostnaður. 1. áfanga 19 mil'ljónir að við- bættum 4 milljónum í innbú, kennslutæki og lagfæringu á lóð. Sept. 1962 23. Haustið 1962. Engin vistar- vera í meginálmu nýja hússins með alla veggi fullpússaða. Flutt inn í húsið. Kennsla hafin, m.a. í kennarastofu og vinnuherbergj- um kennara. 24. 26. nóvember. Byggingar- kostnaður orðinn kr. 25.487.562,- en á vantar til að ljúka fyrsta áfanga byggingarinnar kr. 12.349. 544.— og að auki fyrir innan- stokksmunum og kenns'lutækjum kr. 5.794.000.—- (Skýrsla húsa- meistara).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.