Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1909 15 En þess er vert að minnast, að löggjöfin frá 1963 og hið um- ræðuverða nýja skólahús munu öðru fremur hafa gerbreytt við- horfi íslenzkra æskumanna til kennaranáms. Sérhver þjóð verður að setja sér reglur um hlutaskiptin milli einkaeyðslu og fjárveitinga til sameiginlegra þarfa. Því gleggri verður sýnin á þarfirnar að vera sem naumari afli kemur ‘.i1 skipta. Mun mega vænta, að s. sýn skerpist, eftir því sem veltu- og fjáræði síðasta aldarfjórðungs rennur af þessarj fámennu þjóð og víki það fyrir raunhæfum skilnángi m.a. á þeim kröfum, sem fjölmennustu vinnruetaðir þjóðarinnar gera um aðbúnað og aðstöðu. >að er torvelt að vera vitur fyrirfram. Stundum reynist einn- ig nógu erfitt að vera það eftir á. Það yrði ekki geðfelldasta af- leiðingin af smíði Kennaraskóla- húsisins við Stakkahlíð, ef sú trú tækd hugi manna „að umhverfi nemenda skipti ekki máli“. Dirfist ég að vona, að um það séu kennarar og nemendur yfir- leitt, ráðherrar og skattþegnar eins hugar. — Hitt er svo annað mál, að húsnæðisþörf og húsa- kostur kennaranema verður á- kvarðaður á öðrum forsendum um þessar mundir en á árunum 1951—1957. Mun ég nú gera langa sögu stutta: Byggingarnefnd Kennaraskóla- hússins við Stakkahlíð var skip- uð í marz 1951. Smíði 1. áfanga var hafin sumarið 1958, og er honum ekki lokið að fulíu. í skólann voru skráðir á sl. hausti 827 kennaranemarr og stúdentsefni (32) og 185 börn. Handavinnudeild skólans, er í gamla skólahúsinu við Baróns- stiíg, alls 36 nemendur. Börnin fluttu f hús Æfinga- og tilrauna- skólans um miðjan nóvember. Bóklegar deildir skólans eru 5, alls 789 nemendur í 29 bekkjar- deildum. í húsinu eru 7 almenn- ar kennslustofur og 1 söngstofa. Ef einsett er í kennslustofurn- ar, verður 21 bekkur fyrir dyrum úti, ef tvísett er, verða bekkirnir 13, ef þrísett er, verða þeir 5. Þetta hygg ég vera dæmi um það, hvernig ekki eigi að fara með skóla. Broddi Jóhannesson. Hálfbyggður skóli. Hvenær kemur framhaldið? 25. Á tilögum til fjárlaga fyrir árið 1969 óskaði Kennaraskólinn eftir kr. 1.450.845.00, til þess að ljúka smíði þessa áfanga hússins og auka við innanstokksmuni vegna fjölgunar nemenda. Sem fyrr segir hefi ég ekki hirt um að lengja mál mitt með því að tengja með samfelldum þræði þáttaskilin í byggingar- sögu Kennaraskólahússins, en geri mér vonir um, að þó komi fullvel fram, að byggingarmálum Æfingaskólans varð ekkert þok- að áleiðis á tímabilinu 1944-1951, er ný byggingarnefnd var skipuð. Hún tók Æfingaskólann a'ð sér í fylling tímans. Um það bil sjö ár liðu frá því að síðari bygging- arnefndin tók til starfa til þess er verk voru hafi við Kennara- skólabygginguna, en við Æfinga- og tilraunaskólann hófust þau á höfuðdaginn 1967. Dagsetningarnar eru — ef ekki er annars getið •— miðaðar við umræðudag í byggingarnefnd. Smíði Kennaraskólahússins sóttist ágætlega, uinz húsið var fokhelt, en fram að þeim tíma hafði kos'tnaðaréætlun verið ekki fjarri lagi. Eftir það voru linnu- laiug vandræði af fjárskorti, enda þótt ríkisstjórnin fcæki slífelld- um óskum byggingarnefndar af stakri góðvild og þolgæði. Sök- um fj árskortsims var erfitt að skipa verkum skynsamlega, og mun með öllu ókannað, hver kostnaðarauki hefur orðið af því. Vistin í húsinu hálíkönuðu var að sjálfsögðn miður geðfelld, en meta má hraða í framkvæmd við þann helming hússdns, sem reist- ur hefur verið, ef litið er á ár- legan byggingarkostnað árin 1954—1065. 1954 um kr. 46.290,00 1955 --------- 53.763,00 1956 ------ 139.868,00 1957 -------- 143.125,00 1958 ------ 2.266.937,00 1959 _ _ 3.333.150,00 1960 — — 3.327.163,00 1061 — — 5.268.460,00 1962 — — 9.219.699,00 1963 — — 10.784.901,00 1964 — — 7.042.938,00 1965 -------- 608.457,00 ( pr. 31. rnaí). Vxtir og lántökukostnaður ekki reiknað. Seinlæti í framkvæmdium hef- ur bitnað á eðlilegu starfi nem- enda, kennara og gkólastjóra. Miun það seint verða metið til fjár. Ekki bætir úr skák, ef við- líka Glámsglíma bíður þeirra. er veita skulu keninaramenntuniinni forstöðu næsta aldarfjórðunginn. Enn er vert að geta þess, að flestir hafa nemendur verið í húsinu um 900. Má fara nærri um, hvort rökrétt sé að meta kostnaðarverð þess við þann stofufjölda, sem ráðinn er sam- kvæmt teikningu, en hirða ekki um aiukakostnað af margföldum nemendafjölda og verulegan sam eiginlegan stofnkoistnað, er deil- ast skyldi á húsið allt fullgert. MÖnnum vex byggingarkostnað ur Kennaraskólahúsisins að von- um í augum. Mér hrýs þó meir hiugur við því kalda tómlæti, sem undi því frá upphafi skól- ane 1908 og fram að lokum 6. tugs aldarinnar, að ekki væri hatfizt handa um langjþráða húsa gerð. Með þá sögu í huga verð- ~ ^ ur mér annað ofar í sdnni en van þakklæti til þeirra, er hrundu verkum áleiðis með undirbún- ingd, ákvörðunum og fjárveit- ingum. Það dregUr þó ekki úr áhyggju af því, hversu skiugga- lega horfir um starfsaðs'töðu kennara og kenaranema næstu árin. Nýir starfshættir hafá ver- ið teknir upp í skólanum í ýms- um greinum, eftir að homum var sett ný löggjöf árið 1963. Nú er svo komið, að þrengslin torvelda þar allt starf, hvort sem það auð kennist af hefðbundnum venj- um eða nýbreytni. Auk þess hatfa veigamiklar forsendur löggjafar- innar skýrzt eða gerbreytzt síð- astliðinn áratug, ber því brýna Rúmlega 800 kennaraskólanemar ganga til skólasetningar sl. haust. Kennara skóla naiuðsyn til að endurskoða hana. miðri mynð. Vel rökstudd kjarabarátta færir íslands okkur varaniegan árangur Rœða Sigfinns Sigurðssonar, vara- formanns B.S.R.B. á almcnnum fundi ríkisstarfsmanna B.S.R.B. efndi til almenns fundar ríkisstarfsmanna um málefni samtakanna í Austur bæjarbíói í síðustu viku. Á þeim fundi flutti Sigfinnur Sigurðsson, varaformaður B.S.R.B. ræðu þá, sem hér fer á eftir: Það dylst engum, hvert er hið raunverulega tilefni þessa fund ar. En aðdragandanum hefir for maðurinn gert skil í ræðu sinni hér áðan. Engu að síður er okkur nú einnig gefið tilefni til þess að kanna stöðu okkai í dag — stöðu málefna okkar og stöðu þanda- lagsins. Vísitöluvandinn í dag er ekki nema lítið þrot f þeirri starf- semi okkar, sem e- hrein launa- mál. Og ég er ekki í minnsta vafa um að við fáum þar þá úr- laust svo sem lög standa til. Við gerum okkur fulla grein fyrir því, að síðustu tvö árin hafa átt sér stað gífurlegar verð- lækkanir á afurðum okkar er- lendis. Er hverjum og einum þá eðlileg spurn: Þarf ég að taka á mig þyrði til viðþótar þeirri sem ég nú þegar ber? Er ekki möguleiki að komast hjá því með einhverjum ráðum? Þetta eru okkar brýnustu vandamál í dag — að finna ráð til þess að létta byrðarnar. Þau ráð sem við viljum gefa megna ekki að létta byrðarnar í heild sinni, heldur eru til þess fallin að færa byrðarnar yfir á aðra. Við skyldum í því efni gæta þess að höggva ekki þar sem sízt skyldi. Það er okkur öllum ljóst, sem að málefnum opinberra starfs- manna vinnum, að af hálfu laun þega-samtakanna í landinu hef ir ekki verið haldið þannig á kjaramálum, að opinberir starfs menn teldust eiga þar samleið — svo ekki sé meira sagt. Verkalýðssamtökin segja sem svo: hækkun launa til opinberra starfsmanna kemur niður í hækkuðum sköttum og gegn hækkuðrm sköttum verður að berjast. Á hinn bóginn sýnist mér svo í ljósi þeirra aðstæðna sem við búum við í dag, að opinberir starfsmenn hljóti samt að líta skilningsaugum á málefni þeirra sem nú búa við lakari kjör held ur en opinberir starfsmenn. Hvað um atvinnuöryggið. Við teljum það sjálfsagt. En hvers virði telja þeir það sem nú hafa feng- ið að kenna á atvinnuleysi í vet- ur. Við skulum íhuga það. Síðustu árin hefir barátta fyr ir vísitölutryggðum launum ver ið höfuðverkefni bandalagsins. Árangur hefir orðið rýr að allra dómi og í launastiganum er að skapast stórfellt hættu- ástand eftir að áhrif skertrar vísitölu koma svo vel í ljós, sem í dag. Stefnan er í áttina til þess, að launaflokkarnir renni saman. Árið 1963 þurfti stórátak til þess að leiðrétta launastigann, og máttu þá opinberir starfs- menn almennt vel við una. Þetta stóð þó ekki iengi. Og það ástand sem við búum við í dag með tilliti til allra aðstæðna er stórum erfiðara viðfangs en 1963. Sú spurning verður því áleit- in: Með hvaða hætti verður þetta leiðrétt? Eða kemur það okkur yfirleitt nokkuð við með hvaða hætti það gerist ef við að- eins náum okkar árangri. En ekki bezt að ríkisvaldið hafi af því áhyggjur? Við setjum einfald- lega fram okkar kröfur og vönd um ríkisvaldinu ekki kveðjurnar. Ég fullyrði: okkur kemur þetta mjög mikið við. Við þurfum að vinna sjálfir mikið að þessu máli og tryggja varanlegan ár- angur. En þá kem ég að ann- arri áleitinni spurningu: Hvað er með allar hagrannsóknirnar á vegum launþega-samtakanna eða á vegum bandalagsins eins og bandalagsþing heffir oftsinnis gert samþykktir um? Eins og fundarmenn muna hefir banda- lagsþing samþykkt, að stofnsett skuli hagrannsóknardeild á veg um bandalagsins. Væri ekki hér um að ræða veigamikið spor í áttiná til þess að gera okkur meira en rétt aðeins viðræðuhæfa samningsað- ila? Við látum okkur ekki nægja að setja markið og kröfurnar nógu hátt. Okkur ber skylda til að móta kröfurnar og færa fyrir þeim gild rök. Hástemmdur tillöguflutningur og samþykktir inniheldur sjaldn ast haldbær rök né djúpa vizku. Er ekki þörfin á endurskoð- un vinnúbragðanna brýnni nú en nokkru sinni ðáur. Við verðum að geta sýnt meira en kröfur um fulla vísitölu. Við verðum að geta rökstutt þær kröfur með meiru en hækk uðum framfærslukostnaði. Við verðum að geta sýnt fram á, að fullar vísitölubætur ríði ekki þjóðarskútunni að fullu eins og það er svo oft orðað. Það er því miður staðreynd, að bandalagið nýtur ekki þess trausts út í frá meðal annarra launþegasamtaka sem það þarf á að halda. Almenningur í land- inu er ekki upplýstur um nauð- syn félagslegra umbóta meðal opinberra starfsmanna. Við þurfum að taka störf okk ar til gaumgæfilegrar athugunar, hvers vegna okkur hefir miðað svona seint, sem raun er .á Við vitum að við eigum við harðsnúnasta vinnuveitanda landsins að etja. Og við þurfum líka á styrk að halda. En aflið eitt ræður ekki heiminum. Það Sigfinnur Sigurðsson er skynsemi og vandleg íhugun mála, sem mestu skiptir. Til þess skortir okkur fleiri starfs- krafta sem vinna þrotl^ust starf að málum okkar. Einn mætur félagi okkar sagði við mig um dagir.n. Hvernig er það? Er Bandalagið að liðast 1 sundur? Það hlýtur eitthvað að vera að. Þið aðhafizt ekki neitt. Þið neitið að ræða vandamálin rétt eins og þau séu ekki tiL Fleira sagði sá góði maður. En slíkt vekur til umhugsunar um stöðu Bandalagsins og hlutverk þess, eins og ég áður hefi rætt. Við þurfum að efla upplýsinga- starfsemi okkar, efla bandalags félögin. Góðir fundarmenn. Það er mér mikil ánægja og heiður að fá tækifæri til að ávarpa svo fjöl- mennan fund opinberra starfs- manna. Af því tilefni vil ég beina því til ykkar, hvort ekki sé möguleiki á þvi að virkja það mikla afl þekkingar og félags- legs þroska enn betur í samtök- um okkar. Sú virkjun ætti ekki aðeins að beinast að kröfugerð á hend ur ykkar umboðsmanna í trúnað arstöðum samtakanna, heldur ætti starfið einnig að beinast inn á tíðari skoðanaskipti um málefni okkar og lausnir vandamálanna. Við verðum fyrst að líta í eigin barm. Gera kröfur til sjálfra okkar síðan til trúnararmanna okkar og loks til fólksins í land inu. Vel rökstudd kjarabarátta fær ir okkur varanlegan árangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.