Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1960 Hákon Bjarnason: Góðar heimildca- myitdir um 3 menn FERÐAFÉLAG íslands hélt kvöldvöku í Sigtúni sl. fimmtu- dag. Fór hún fram með líkuim hætti og venja er, fyrst kvik- myndir, þá getraunir og síðast dans. Kvöldvökur Ferðafélagsins eru vinsælar, fróðlegar og ódýrar skemmtanir, og eru þær sóttar af stóruin hóp kvenna og karla. En þessi kvöldvaka var nokkuð sérstæð, því að þar voru fruim- sýndar þrjár heimildarkvik- myndir eftir Ósvald Kmidsen. Fyrsta myndin var af lista- manninurn og snillingnum Rík- harði Jónssyni á verkstæði hans. Myndin var helzt til stutt. Mi,g langaði til að sjá meira af verk- uim Ríkharðs. í stað (hins talaða orðs, sem fylgir slíkuim mynd- usm, kvað Ríkharður rfcmrr og stemmur meðan hann stóð að verki, en það var ein af mörg- umi íþróttuim þessa fjiyilhæfa lista manns. Myndin virtist tekin öll á sama degi^ nálægt áttræðisaf- mæli Ríkharðs. Osvaldur Knudsen örtnur myndin var aí Páli ís- ólfssyni, en hér var brugðíð upp svipmyndum úr ævi hans síð- ustu tvo áratuigina. Því var þessi mynd miklu betri sem heimild- armynd. Myndin er óvenju vel saimsett og bregður upp fjöl- mörgum atvikuim frá ýmsuim stórhátíðum, þar sem Páll stóð fyrir söng eða stjórnaði hljóm- sveitum. Þar brá fyrir myndum af fjölda kunnra manna, bæði lífs og liðnuin, á Skálholtshá- tíð, þjóðttiátíð á Arnarhóli, við kirkjuvígslu á Stokkseyri og Eldsupptök í brouðrist SJÓPRÓF hófust í Reykjavík í gær vegna brunast í varðskíp- inu Þór. Kom þar fram, að aug- ljóst þykir að eldsupptök hafi orðið í brauðrist, sem skilin hafði verið eftir í sambandi í borðsal yfirmanna. ? » ? Æskulýðs- guðsþjonustur og söínun í Hafnarfirði í TILEFNI af Biafrasöfnuninni verða æskulýðsguðsþjónustur í Fríkirkjunni og Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði á sunnudag kl. 11 f.h. á vegum skátanna í bænum Og á sunnudaginn er takmark skátanna að fara í hvert hús í Firðinum til söfnunar fyrir Bi- afra. Einnig veita prestarnir mót töku gjöfum. víðar. Sýnir myndin glöggt hve Páll var ómissandi við alla meiri háttar mannfagnaði uim langt sikeið. Þar eru og myndir af briminu við Stokkseyri og bústað Páls á bernskuslóðum hans, sem auka gildi myndar- innar. Þriðja myndin var af gamla landpóstinum, Hannesi Jónssyni á Núpstað, sem nú er látinn fyr- ir skömmu í hárri elli.. Þegar ég sá þessar myndir atf fornvini mínuim fann ég til þess, hve mik- ill skaði það er að hafa ekki byrjað töku slíkra heimilda- mynda fyrr, að hafa eteki náð mynidum af Hannesi í venpu- legri póstferð fyrir um 30 árum. Það var sjón að sjá þá vinina Hannes og Odd í Skaftatfelli ríða Skeiðará í vexti, þegar harður strauimur brotnaði á bóghnútu og þeir fikuðu sig hægt og ör- uiggt uppstreymis. Slíkar mynd- ir fást ekki héðan af. Þetta voru menn, sem kunnu sitt handverk og voru samgrónir náttúrunni Bkki tjáir að sakast uim orð- inn hlut, en Ósvaldur Knudsen hefur gert margar góðar heim- ildarmyndir af ýmsuim störfum hins daglega lífs, sem seinni tima menn munu meta að verð- leikum. Hann á miklar þakkir skildar fyrir þetta brautryðj- endastarf sitt. Myndir hans eru vel teknar og sannar, en ekimitt í því er listin fólgin. Ferðafé- laigi íslands hefur Ósvaldur löngum verið haulkur í horni og látið það njóta margra fruimsýn- inga á kvikmyndum sínuim. Að lokinni myndasýnin.gu voru getraunir, sem Eyþór Ein- arsson hafði tökið saman. Voru það litmyndir úr nökkrum f jörð- uim landsins og atf plöníbum. Mér varð það nakkurt um/huigsunar- efni, hve fáir úr stórum hópi áhorfenda .gátu nefnt pOönturn- ar réttu nafni. Slíkt er alvar- legra m,ál en flesta grunar. Að lokum var svo dansað fram eftir kvöldi. Hafi þeir allir heila þökk, sem stóðu að þess- ari ánægjulegu kvöTdstund. H. B. ¦:¦:;:::¦: ¦¦::¦¦¦ ¦ : ¦...:¦¦¦:¦ . *'!**.. 01X f "fy1* m \ \ Pafreksfirðingar fagna Helgu Guðmundsdótfur## ## Patreksfirði 9. marz STÆRSTI og glæsilegasti fiski- bátur Vestfjarða m/s Helga Guð mundsdóttir BA-77, sigldi í fyrsta skipti inn á Patrekshöfn í morg- un og Iagðist að hafnarbakkan- um kl. 10. Margt manna var þar samankomið til að fagna komu skipsins, þrátt fyrir norðaustan kalda og 16 stíga frost. Ásmundur B. Olsen oddviti bauð skip og skipshöfn velkomna og óskaði þeim gæfu og gengis í framtíðinni. Viðstaddir tóku und ir heillaóskir oddvita með fer- földu húrrahrópi. Sýslumaður Jóhannes Árnason tók einnig til máls og talaði fyr- ir hönd útgerðarfélagsins. Þakk- aði sýslumaður oddvita hlý orð og heillaóskir. Sýslumaður gat þess að þetta nýja skip væri stærsti fiskibátur Vestfirðinga, byggður í skipasmíðastöð Erlings og Bjarna á Akranesi. Hann gat þess einnig sérstaklega, að það væri Patreksfirðingur, Benedikt Erlingur Guðmundsson, sem hefði teiknað skipið, og einnig hefði Patreksfirðingur séð um niður- setningu á öllum vélum skips- ins. Skipstjóri, Finnbogi Magnús- son, þakkaði sýslumanni og odd- vita árnaðaróskir til skips og á- hafnar og bauð síðan viðstödd- um að skoða skipið M/s Helga Guðmundsdóttir er 322 brúttólestir að stærð. Er þá miðað við nýjar reglur varðandi mælingar fiskiskipa. Aðalvél skipsins er MWM 990 hestöfl, ganghraði í reynslufor komst upp í 13 míl/klst. Tvær „From/hut" ljósavélar 105 hö. hvor, framleiða raforku fyrir skipið (samtals 160 KVA) og er straumurinn sá sami og almennt er notaður í landi 220 volt, 50 rið. Allar vistarverur eru hitaðar með rafmagni. Vist arverur eru allar aftan miðskips. Skipið hefur tvær þverskrúfur, önnur í framstafni og hin að aft- an. Skipið er búið öllum nýtízku fiskileitartækjum, tveimur rad- artækjum og „Sallog" vegamæli, og er þetta fyrsta íslenzka fiski- skipið sem búið er með þessari gerð vegamælis, en þeir hafa reynst mjög vel í íslenzku varð skipunum. Skipið er búið ýmsum tækjum til viðgerða og er aðstaða til þeirra hluta til fyrirmyndar. Eim ingartæki til að vinna vatn úr sjó, munu verða í skipinu. Skip- ið er að sjá mjög vandað, og all- ur frágangur til fyrirmyndar. Helga Guðmundsdóttir fer á netaveiðar mjög fljótlega og mun salta aflann um borð. Skipstjóri er Finnbogi Magnússon eins og að framan er sagt og fyrsti vél- stjóri er Búi Guðmundsson. Hlutafélagið „Vesturröst" ger ir skipið út, það gerir einnig út m/s „Látraröst" sem áður hét Helga Guðmundsdóttir. Fréttaritari. SVAR MITT . . -- EFTIR BILLY GRAHAM Hvað segiö þér um stuttu plisin? i Mér virðast stuttu pilsin bera vott um „stuttan" hugsunarhátt okkar. Ég var að lesa ummæli eiganda næturklúbbs, þar sem þjónustustúlkurnar eru klædd- ar samkvæmt „topplausu" tízkunni. Hann segir, að sú tízka sé að hverfa í næturklúbbunum, af því að „þá er ekkert éftir fyrir ímyndunaraflið" og „fegurð konunnar er enn fyrst og fremst hið leyndardóms- fulla". Hæverska sæmir konunni, og þegar hún fer að klæða sig einungis til þess að heilla hitt kynið, verð- ur hún eins konar rándýr og tilheyrir ekki þeirri teg- und lífvera, sem heitir maður. Enginn efast um, að líkami konunnar er fagur, en hann er fegurri, ef kon- an klæðir sig og prýðir eins og vera ber. Stuttu pils- in sýna þann hluta líkama konunnar, sem minnst á af fegurð, beinaber hnén, og ég hygg, að tízka þessi verði ekki langæ. Skynsamar stúlkur leggja áherzlu á heillandi per- sónuleika, vizku og innri fegurð. Orðtakið forna, „fögur, en fávís", verður ljóslifandi hjá nútímakon- unni, sem álítur, að fremur þurfi hún að vera aðlað- andi í hinu ytra en í andlegu tilliti. Konan mín er glæsileg álitum. En það var þó innri fegurð hennar, sem ég stóðst ekki. Þá fegurð mun hún varðveita, þó að aldurinn hljóti óhjákvæmilega að færast yfir — löngu eftir að stuttpilsatízkan er úr sögunni. FÆREYSKA SJOMANNAHEIMILIÐ OPNAR Á MORGUN STJÓRN Færeyska sjómanna ur og ég vil nota tækifærið, trúboðsins heima í Færeyjum, sagði Jóhann Olsen og þakka ákvað að starfsemi Færeyska þeim mörgu íslenzku og fær- sjómannaheimilisins hér í Reykja eysku aðilum sem með okkur vík, skyldi rekin áfram í vetur, þó ekki sé vitað um nema «ára- fáa Færeyinga, sem hingað hafa komið á vetrarvertíðina, sagði Jóhann Ólsen forstöðumaður sjómannaheimilisins í samtali við Mbl. í gær, en heimilið verður opnað í dag. Hér við land eru færeysk fiskiskip og fyrir þá og vegna þeirra hefur sjómannastofan verk að vinnia, sagði Jóhann. Við munum byrja starfið á morgun, sunnudaginn klukkan 5 síðdegis er fyrsta kristilega samkoman fer fram hér í sjómannaheimil- — Eru enn áform um að byggja færeyskt sjómannaheim- ili þó svo fáir Færeyingar séu hér við störf ? Ekki hef ég heyrt annað sagði Jóihann Olsen og að þessu máli er jafnt og þétt unnið. Og því má ekki gleyma, að hér í Reykjavík og nágrenni er fjöldi Færeyinga, sem segja má að skoðað hafi sjómanna- heimilið, sem part af sínu gamla heimailandi. Okkar starf hefur í fyrsta lagi verið í því fólgið að annast kristilegar samkomur fyr ir Færeyinga, en einnig hefur heimlið verið nokkurskonar mið stöð fyrir Færeyinga, hvort held ur þeir hafa komið hingað til lengri eða skemmri dvalar. Gamla húsið er tekið að láía á sjá. Það varð að vera okkar fyrsta verk eftir að við komum nú um daginn að lagfæra miklar skemmd ir sem orðið höfðu vegna þess að vatn fraus í frosthörkunum. En við hefjum nú starfið aft- Jóhann Olsen hafa starfað gott og árangurs- ríkt samstarf og ég vona ég að það megi halda áfram með sama hætti. Bezta auglýsingablaðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.