Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1969 35 ára lögfrœðingur óskar eftir sæmilega launuðu starfi. (Hefir unnið hjá ríkinu). Tilboð, er greini eðli starfs og kjör í megindráttum, sendist Mbl. fyrir 24. þ.m., merkt: „ABC — 2807". KALK iyrirliggjandi JÓN LOFTSSON H.F., sími 10600. H júkrunarkonur vantar á Sjúkrahús Akraness. Upplýsingar gefur forstöðukonan. Sjúkrahús Akraness. Atvinna — efnalaug Efnalaug í Reykjavík óskar eftir manni til hreinsunarvinnu o. fl. — Tilboð sendist Mbl. fyrir 20. marz merkt: „2788“. - EFTA Framhald af bls. 17 jökli í kokkteil. Af hverju ekki að kanna hreinlega viðhorf kaup enda á hverjum einstökum mark aði til vamings okkar og þjón- ustu með vissu millibili? 6) í áframhaldi af þessu þá forðumst þá óskhyggju að ætla að við getum selt útlendingum það, sem við viljum ekki kaupa sjálfir. 7) Látum ekki stundarhags- muni raða. Höfum langstímasjón armið að leiðarljósi. Af því að svo margir verzlunarmenn eru hér saman komnir, þá vitum við allir, að hagur verzlunarinnar ItfS/l Gerum við flestar tegundir af sjónvarpstækjum. — Fljót af- greiðsla, sækjum, sendum. Georg Amundason, Suðurlandsbraut 10. Símar 81180 og 35277. Ferðafélag íslands Sunnudagsferð Reykjanesferð kl. 9,30 í fyrra- málið frá bílastæðinu við Arnar- hól. Páskaferðir 5 daoa ferð í Þórsmörk. 2\ dags ferð í Þórsmörk. 5 daga ferð að Hagavatni. hlýtur að öðru jöfnu að sveifl- ast með almennri velmegun í landinu. Þess vegna ber að hafa í huga, að það getur borgað sig fyrir verzlunarstéttina til langs tíma að halda fram íslenzkum vamingi við kaupendur, enda þótt meiri ágóði sé til skamms tíma af því að sélja þær vörur útlendar, sem þjóna sömu þörf- um. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að einstakir neytendur taki slagorðin um eflingu ís- lenzks iðnaðar alvarlega, ef verzlunarmenn gera það ekki, einfaldlega vegna þess að neyt- endur eru svo miklu fleiri og það munar því minna um fram- tak hvers og eins í þessu tilviki. 3. NOKKUR VANDKVÆðl EFNAHAGSSAMVINNU Ég hef gælt við þá hugmynd, að fengjum við íslendingar að rífa niður toJlmúra hjá öðrum löndum jafnt sem sjálfum okkur, en ganga út frá þeim fram- leiðsliukostnaðarhlutföllum, sem ríkja, væri ekki svo vitlaust að flytja ýmis hráefni og hálfunn- ar vörur frá öðrum Evrópulönd um, vinna úr þessu og auka vinnsluvirðið á einihvern hátt, en flytja síðan vörurnár áfram til Bandaríkjanna. Að ég set þetta fram hálfhugsað, er vegna þess, að það er engan veginn rétt að halda, að þátttaka í EFTA sé endanlegt markmið eða end- anleg lausn á verzlu narm ál um okkar íslendinga, enda hefur það verið tekið fram af viðskipta- málaráðherra. EFTA er nánast fríverzlunar samtök um iðnaðarvörur og nokkrar tegundir sjávarafurða, en ekki efnahagsbandalag í sama skilningi og EEC eða NORD- EK, sem nú er á döfinni. Þau atriði, sem ég mun telja upp og menn hafa einkum litið Ferðafélag islands. C LE R Tvöfalt ,,SECURE" einangrunargler A-gœðaflokkur Samverk h.f., glerverksmiðja Hellu. sími 99-5888. Hraðsoumavéloi óskast Viljum kaupa nokkrar lítið notaðar hraðsaumavélar. Tilboð merkt „Vélar — 2966 sendist Morgunblaðinu fyrir 20. þ. m. Hestaeigendur Okkur vantar strax til útflutnings nokkrar tamdar hryssur á aldrinum 5—7 vetra. Staðgreiðsla. Upplýsingar í síma 17180. Sigurður Hannesson & Co. h.f. Ættleiðing Amerísk hjón á Keflavíkurflugvelli óska eftir barni til ætt- leiðingar. — Þeir sem vildu sinna þessu leggi svör sín á af- greiðslu Mbl. í Keflavík merkt: „Ættleiðing — 903". KEFLAVlK 0 G SUÐURNES FERÐALAGIÐ ÓTRÚLEGA nefnist næsta erindi, sem Svein B. Johan- sen flytur í SAFNAÐARHEIMILI AÐ- VENTISTA við Blikabraut, sunhudaginn 16. marz kl. 5.00 síðdegis. Einsöngur: Anna Johansen. Ferðalag í myndum. Gjöfum til Biafra-söfnunar veitt viðtaka. Allir velkomnir. hornauga, eiga því frekar við um EEC en EFTA Þau vandkvæði, sem margir hafa sett fyrir sig í sambandi við þátttöku í efnahagssamtökum, eru: 1) sameiginlegur vinnumarkað ur. 2) sameiginlegur fjármálamark aður, 3) ráðstöfunarréttur á auð- lindum, 4) verndun landbúnaðar 5) verndun eigin tungu, og síðast, en ekki sízt, 6) stjórnmálalegar ákvarðan- ir. Ég skirrist við að fara ná- kvæm'lega út í einstaka liði, en í sumum tilvikum held ég að um gerfivandamál sé að ræða. Vil ég í því sambandi benda á það, að háværar raddir, bæði í hópi fræðimanna og stjórnmálamanna á Norðurlöndum, héldu því fram um það leyti, sem EEC og EFTA voru stofnuð, að hagsveiflur yrðu meiri í efnahagsbandalagi en við þáverandi markaðsskipan Hafa þessar raddir algerlega þagnað, enda rökin hæpin. Norðurlandabúar eru flestir skyldir okkur í anda og blóði, svo að við ættum að hafa til- tölulega litla ástæðu til þess að amast við því, að einstaka mað- ur villist hingað. Suðurlandabú um finnst áreiðanlega vínið of dýrt og kuldinn of mikill til þess að vilja setjast hér að. í sambandi við þetta, held ég að miklu meiri hætta sé á því, að við missum fólk úr landi, sér staklega að heilaveitan eða speki lekinn verði okkur í óhag. Einn ig held ég, að við einblínum of mikið á það, að við missum hæfa menn úr landi. Við eigum hreinr- iega að nýta betur þann hóp sem við höfum og hér vilja starfa Ég minntist áðan á bláu bók EFTA nefndarinnar. Þar er skilmerkilega greint frá mörgu, en mig langar til að nefna nokk ur viðbótaratriði, sem ég tel að verði að gera sér grein fyrir hið fyrsta: 1) Hvaða fjáröflunarleiðir ætl ar ríkissjóður að fara til að bæta sér upp missi á tekjum vegna niðurfellingar tolla gagnvart EFTA-'löndum? Rannsókn um þetta atriði mun standa yfir á vegum fjármálaráðherra. 2) Hvaða stefnu á að reka í tollamálum gagnvart þriðja aðil- a, t.d. Bandaríkjunum. Reyndar hefur stefna Bandaríkjanna ver ið sú, að stuðla að sterkum efna hagssamtökum í Evrópu, svo að ég óttast þá samningshlið ekki sérlega, en það gæti verið hag- kvæmt að fella niður tolla gagn- vart öðrum en EFTA-löndum til að skapa ekki einokunaraðstöðu hinna 7 hér á landi á sumum vörutegundum. Þetta kemur líka við ríkissjóð. 3) Hvaða raunhæfar aðgerðir á að gera til þess að flýta fyrir markaðs'leit og sölu? 4) Vitum við, hvað við erum að gera í landbúnaðarmálum? Er núverandi stefna bændum fyrir beztu? 5) Við verðum að hafa tilbú- in samningsboð og viðbrögð í EFTA-umræðum. Því ekki að láta rafreikni Háskólans um að reikna slíkt út? Okkur liggur á. 6) Tilkynna þarf fyrstu tolla- lækkanir í tíma. 4 SAMANDREGNAR NIÐURSTÖÐUR 1) Forsenda fyrir frjálsum inn flutningi er efling útflutnings. 2) Markaðshindranir verða því meiri, þeim mun lengur sem það dregst að fá inngöngu í EFTA. 3) Notfærum okkur hlutfalls- lega yfirburði okkar í tíma. 4) Lærum markaðskönnun og sölu 5) Látum langstímasjónarmið sitja í fyrirrúmi fyrir skamms- tímasjónarmiðum. Að síou3tu: Látum EFTA verða skammstöfun fyrir þrennt: Enga FiskTollA Engin Forréttindi Til Annarra Eflum FramTakssemi Atvinnu veganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.