Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 32
megtmltfttfeifr JÍíorismMaÍJiSi) LAUGARDAGUR 15. MARZ 1969 Morðvopnið fundið — Hver framdi glæpinn? RANNSÓKN sérfræðinga bandarísku alríkislögreglunn- ar (FBI) sönnuðu, að byssan, sem fannst fullhlaðin í fórum leigubílstjóra fyrri miðviku- dag, er hin sama og Gunnar Tryggvason, leigubílstjóri, var myrtur með aðfaranótt 18. janúar 1968. Leigubílstjór- inn heldur fast við sakleysi sitt, og kveðst hann hafa dvalizt á heimili sínu nóttina sem ■ Gunnar var myrtur. Staðfestir kona hans það. Við rannsókn á heimili leigubíl- stjórans, sem nú situr í gæzlu varðhaldi, fannst í læstri hirzlu eitt skot sömu tegund- ar og notað er í þessa byssu, og kveðst leigubílstjórinn enga skýringu geta gefið á því- AHt bendir til þess, að þarna sé komin byssa, sem hvarf úr fórum Jóhannesar heitins Jósefssonar á miðju ári 1965, en hjá Jóhannesi heitnum starfaði sá hand- tekni í 26 ár. Byssa Jóhann- Morðvopnið — Smith & Wesson, cal. 35 (Ljósm.: Mbl. Ól. K. M.) Tryggingafélögin greiða tjón - EF SÖKUDÓLGUR FINNST EKKI ÖLL tryggingafélögin í landinu hafa tekið sig saman um að bæta sameiginlega tjón, þegar ekki verður upplýst hver valdur er að umræddu slysi. Hefur samkomu lagið verið undirritað af félög- unum öllum og tekur gildi frá 1. janúar. Aðdragandi þessa samkomu- lags er banaslysið, sem varð við Geitháls sl. haust En aldrei hef uir verið upplýst hver ók á manninm, sem þar beið bana. Þótti tryggingamönnum hart að menn skyldu látnir liggja óbætt- ir hjá garði, af því þeir, sem verða þeim að bana, hlaupast á brott. Það varð tilefni þess að þeir settust á rökstóla og gerðu með sér ofannefnt samkomulag. esar var af mjög sjaldgæfri tegund, og sú eina þeirrar gerðar sem vitað var um hér á landi. — Rannsókn málsins heldur áfram. Leigubílstjórinn, sem er 43 ára að aldri, var handtekinn á heim- ili sínu fyrri fjmmtudag. Fyrir tveimur árum festi hann kaup á bíl, en einhver ruglingur kom upp í sambandi við greiðslur, og því tók fyrri eigandi bílinn af honum fyrri miðvikudag. Byss- an fannst svo í geymsluhólfi í mælaborði bílsins, og var rann- sóknarlögreglunni tilkynnt um fundinn. Við yfirheyrslur segir bílstjór- inn, að hann haíi fundið byssuna undir hægra framsætinu í bílnum í þriðju viku janúar sl. Hann kveðst hafa hreinsað bílinn um viku áður, og hafi byssan því ekki verið komin i bílinn fyrir þann tíma. Bílstjórinh reyndi að nálgast byssuna eftir að bíllinn var tekinn af honum, en honum var þá tilkynnt, að byssan yrði afhent rannsókrarlögreglunni. Skömmu eftir morðið á Gunn- ari Tryggvasyni kallaði rannsókn arlögreglan leigubilstjóra þenn- an á sinn fund, og spurði hann, hvort hann vissi til þess að Jó- hannes á Borg hefði ótt byssu eins og þá, ssm talið var, að Gunnar hefði verið myrtur með. Hann kvað svo vera, en sagðist hins vegar ekker- vita um hvarf hennar. Þegar hann svo fann byssuna í bílnum hjá sér í jan- úar sl. segir hann, að sér hafi strax dottið í hug, að þarna væri byssa Jóhannesar komin í leit- irnar, en getur ekki gefið skýr- ingu á því hvers vegna hann af- Framhald á bls. 31 Stöðvast sigl- ingar togara ó Bretland ? BLAÐINU bafa borizt fréttir af því, að brezkir togaraeig- endur ha-fi þann hátt á að tor- veilda erlendum skipum lömd- un með því að bera við skorti á vinnuafli. Þetta kemur mjög illa við íslenzka togaraútgerð. Sjá grein um málið og við- tal við Loft Bjarnason, for- 1 mann stjórnar Félags ís- I lenzkra botnvörpuisikipaeig- enda á bls. 3. Ceysilegt tjón á Ennisvegi — Grjóthrun tafði viðgerð GEYSILEGT tjón varð á vegin- um um Ólafsvíkurenni 1 leys- ingiunum undanfarna daga, cvg víða á Vesturliandi s'kemmdust vegir. Á Ennisveg féllu skriður og svo miikið grjóthrun var þar, að ekkert var hægt að aðhafast fyrir grjótflugi fyrr en í gær- morgun, að því er Mbl. var tjáð hjó Vegagerð ríkisins. Eru þetta einhverjar mestu vegaskemmdir, sem orðið hafa síðan Enniisvegur var lagður. Strax og hægt var vegna grjótflugsins, hófu vega- gerðarmenn viðgerð á veginum og stóðu vonir til að bílfært yrði í gærkvöldi. Þá hrundi úr Búlandshöfða, en vegurimn var þó fær. Töiluverðar vegasikemmdir urðu á Vestfjörðum, einkum summan- verðum, enda var vatnsflóð þar mikið. í fyrrinótt skipti svo yfir í snjókomu og var í gær kom- inn jafnfallinn snjór. Flestir veg- Framhald á bls. 31 Eirvír stoliÖ í Keflavík fyrir V/i milljón króna Þýfið fannst um borð í millilandaskipi FIMM menn, allir úr Keflavík og Njarðvíkum, sitja nú í gæzlu varðhaldi í Keflavík, grunaðir um að hafa stolið mörg hundruð kílóum af eirvír frá Rafveitu Keflavíkur, að verðmæti um 14 milljón króna, að því er rafveitu stjórinn telur. Upp komst um þetta mál, er tollþjónar á Akureyri fóru þar um borð í millilandaskip, og fundu þar eir og koparvír, sem engir pappírar voru til yfir, og virtist svo sem áformað hafi ver ið að selja þýfið til útlanda. Leiddi þessi fundur til handtöku mannanrta fimm, en að sögn iög reglunnar í Keflavík munu fleiri vera flæktir í málið, sem er enn ó byrjunarstigi í rannsókn. Þjófnaður þessi hefur átt sér stað allt frá því í desember og fram í febrúar. Þjófarnir seldu þýfið til Reykjavíkur einum og sama manninum, að því er virð ist, sem síðan hefur selt það á- fram til útlanda. Rétt er að taka fram, að enginn starfsmanna Raf veitunnar í Keflavík er flæktur í málið. Vatnsból Reyk- víkinga mengaðist VF.GNA skyndilegrar hláku og vatn yfir stíflugarða og í dælu- vatnavaxta komst yfirborðs- stöðina á vatnsbóli Reykvíkinga við Gvendarbrunna í gær. Þar Fundu mikið loðnumagn fyrir austan Loðnan ekki vœntanleg suður tyrir — Stendur of djúpt fyrir loðnunœturnar — Samtal. við Jakob Jakobsson RANNSÓKNARSKIPIÐ Árná Friðriksson hefur fundið mik- ið loðnumagn fyrir austan land, um 55-65 sjóm. úti. Sam kvæmt upplýsingum frá Jak- obi Jakobssyni er þessarar loðnu þó ekki að vænta suður fyrir land fyrr en að ári, þar sem það er ókynþroska loðna. Torfurnar út af Austurlandi stóðu líka svo djúpt, að þær eiru ekki veiðanlegar að svo stöddu í hringnætur. En Jak- ob segir, að hann telji víst að loðnan mundi nást í flotvörpu, ef skip væru búin slíkum veiðarfærum. Orðrétt sagði Jakób, sem var staddur inni á Seyðásfirði í gær: Síðastliðna 4 daga höfum við leitað loðnu út af Austur- landi, allt að 75 sjómílur frá landi. Norðan Reyðarfjarðar hamlaði ís athugun á grunn- slóð, ein út af Austfjörðum var leitað bæði djúpt og grunnt. Aðaitilgangur Xeið- angursins var að kanna, hvort vaenta mætti fleiri loðnugangina suðu-r fyrir land á þessum vetri. Er skemmst frá því að segja, að við fund- um mákið loðnumiagn, einkum við djúpkantinn 55—65 sjó- mílur*frá landi. Suðurjaðar loðnusvæðisins virtist vera 65 gráður n. br. eða réttvísandi austur af Sel- ey. Þaðan lá svæðj a.m.k. 70 sjómíiur norður á bóginn, en norðurtakmörk þess gátum við ekki kannað til fulls, sök- um mikils ísreks austur af Langanasi. TALSVERT AF ÞORSKI VIÐ LOÐNUTORFUNA Torfan hélt siig aðallega á 200—300 m dýpi á daginn og var þá sumis staðar talsvert af fremur smáum þorski við loðnutorfurnar. Á nóttunni kom loðnan oftasf upp á 50 m dýpi, en sjaldan hærra. Fundust þá m-jög stórar tiorf- ur rétt utan við 500 m djúp- Framhald á bls. 31 sem talið var að um mengun vatnsins gæti verið að ræða, voru borgarbúar vestan Elliða- ánna beðnir um að sjóða allt drykkjarvatn. En vatnslaust var síðdegis sums staðar í bænum, vegna þess að hætt var að dæla og vatnsgeymir tæmdist. Einnig var frameftir degi ó- fært öðrum bílum en jeppum og stórum bílum austur fyrir Fjall vegna vatnsaga á veginum, en Íbráðabirgðaviðgerð hafði farið fram um kl. 3. Mjög miki'll klaiki er í jörðu og rann því allt yfirborðsvatn ofan á, þar til það nóði fram- rás í ám og lækjum. Um kl. 11.30 í gænmorgun urðu vatns- veitumenn þess varir að yfir- borðsvatn hafði komizt inn i dæluistöðina. Sendu borgarlækn- ir og vatnsveitustjóri þá út til- kynnimgu, þar sem fólik ó svæði vatnsveitunnar vestan Elliðaár var beðið urn að sjóða allt Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.