Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1969 13 „Ég hefði átt að verða bóndi en ekki. “ Meyvant á Eiði 75 DAG nokkum fyrir skömmu er ég var á göngu vestur með sjó á Seltjarnarnesi 'hitti ég gamlan vin miran, Meyvant Sig urðsson á Eiði. Eins og oft vi'll verða er alltnákunnugir hittast og hafa tíma til að spjalla sam an litla stund, tókum við að rifja upp ýmsar endurminning- ar. Það leið ekki á löngu unz talið barst að honum sjálfum — ekki ýkja langt undan var stórafmaeli hans, en 5. apríl verður Meyvant 75 ára. Þegar mér var bent á það, dró ég það fyrst í efa, því utanum sig er Meyvant miklu yngri mað- ur. Já blessaður vertu — manns ævin er svo stutt að það er eins og að taka í nefið. Og veiztu hvað, á þessu vori eru liðin 35 ár frá því að ég keypti Eiði af Reykjavíkurbæ og flutti hingað með konu mína og 9 börn. Állt var hér þá með öðrum hætti en í dag, sveitar -bragur og Eiði í hugum bæjar- búa langt fyrir utan bæinn. Já þá var viðburður að sjá til mannaferða eftir Grandaraum hér, en nú er stanzlaus staum ur bíla nótt sem dag hér rétt undir gaflglugganum. En söm er Esjan af hlaðinu og aldrei mun ég verða svo gamall að þreytast á því, stundum upp- hátt, og stundum í hljóði að dásama þá fjallasýn. Hér var eiginlega allt rólegt þar til veg urinn eftir Grandanum kom. Þó við værum t.d. í nábýli við brezkan bermáranakamp á stríðs árunum og menn þaðan á verði í skotbyrginu hér niður við sjó inn urðum við þeirra furðulít- ið vör. Mannaferðir í gamla daga sem ég man sérstaklega eftir var þegar Páll heitinn Sveinsson menntaskólakennari stundaði sín sjóböð hér í vík- inni skammt fyrir austan. Um- hverfið hér um slóðir var þá allt með öðrum hætti en blasir við okkur nú. Sjórinn var t.d ekki búinn að brjóta svona mikið af landinu. Ég man að fyrst eftir að við komum hing- að var að fara í sjóinn bæjar- rúst hér í víkinni fyrir vest- an Eiði þar sem heitir Kára- vík. Þessi tóftarbrot eru með öllu horfin fyrir löngu. Þetta sem þú ka'llar sjóvarn argarð hérna sjávarmegin veg- arins sem niú er almennt kall aður Ástarbraut eða Sólarlags brautin, held ég að hafi verið svonefndur Landlegugarður seg ir Meyvant. Það tíðkaðist í gamla daga, en hér á Nesinu voru allmargir útvegsbændur, að í landlegum unnu kallarn- ir við grjótgarðahleðlu. Nei, ég veit ekki hve gamall hann er, en að mínum dómi er þessi garður merkilegt mannvirki hér í Reykjavíkurlandi, — þó svo hann sé það ekki ef til vill einhversstaðar annars staðar. Þú hefur tekið eftir því, að engu líkara er en að hver steinn hafi verið valinn í hleðsluna. Því miður fóru þeir með jarð- ýtutönn á garðinn í fyrra og skemmdu hann á kafla, en ég tel að hiklaust ætti að kanna hvort ekki sé rétt að gera ráð- stafanir til að bjarga honum undan miskunnarlausum jarð ýtutönnum og þessiháttar sem allt mola niður og eyðileggja, sem á vegi þeirra verður þeg- ar fara á að skipuleggja hlut- ina. Eins og ég sagði áðan var ágangur sjávar ekki svipaður ára 5. apríl því sem nú er í gamla daga. Hér á mínu heimili vorum við fyrst eftir að við komum hing að og framundir stríð, við salt fiskþurrkun. Þar sem nú er fjaran utan við Landlegúgarð- inn. Þar var væn spilda og svo stór að þar höfðum við fisk inn í þrem allstórum stökkum og meir að segja gat ég ekið bíl inn á fiskreitinn og snúið þar við. Nú orðið gengur sjór inn fast upp að Landlegugarð inum og stundum brýtur yfir hann í áhlaðningi og þegar veltibrim er hér framanvið. Eiginlega byrjaði landið ekki að fara verulega í sjóinn fyrr en búið var að geru Örfiseyja grandann veggþéttan. Þá jókst frákastið frá honum og sjór- inn leitaði þá upp hér með miklu meiri þunga en áður. Þó verið hafi skin og skúrir í 'lífi okkar hér á Eiði eins og annara heimila, stundum blásið þunglega á móti t.d. á kreppu- og erfiðleikatímum, hefur okk- ur liðið vel hér á Eiði. Ég hefi haft aðstöðu til að sinna mínum hugðarefnum, bú;-kap, og i gamla daga höfðum við kýr, kindur, hænsni og enn hef ég mikla ánægju af að snudda kringum roil- urnar mínar. Sennilega hefði ég átt að vera bóndi en ekki svona alltmugligt mann á mölinni hér í Reykjavík. En sleppum því. Við vorum að tala um manna ferðir áðan hér eftir Grandan- um. Hér fyrir austan voru Öskuhaugarnir eins og þú mannst. Nú eru þeir líka komn ir í sjóinn, en enn leita kallar- nir að góðmálmi í fjörunni ef verið hefur brim. Já mér kem- ur í hug góðvinur minn um langt árabil prófessor Alex- ander heitinn Jóhannesson há- skólarektor. Hann gekk iðulega sér til hressingar hingað eftir Grandanum og stoppaði þá hér hjá okkur litla stund, fékk kaffi stundum. Helzt vildi hann að konan mín hefði ekkert fyrir sér og kaus fremur að drekka molasopa frammi í eldhúsi hjá hemni meðan hann srtalldraði við. Ég skal segja þér, að ekki er minnsti vafi á því, að Alex- ander heitinn er einn bezti son ur þessa lar.-ls. S áðu háskóla- hverfið. Hinn mikli stórhugul hans var slíkur á þeim tíma, að því var haldið fram í ræð- um á Alþingi ef ég man rétt að háskólabyggingin myndi nægja okkur hvað plássstærð snertir í 50 ár. Hér í eldhúsinu hjá okkur talaði Alexander um alla heima og geyma Ég er ekki viss um, að hapn hafi víða hér í Reykjavík verið meira heima hjá sér en einmitt hér í kot- inu hjá okkur. Heimsóknir hans hingað til okkar og samstarf við hann, en hann bað mig að annast verkstjórn við stand- setningu háskólalóðarinnar hér á árunum — eru meðal þess ánægjulegasta og lengi býr mað ur að kynnum við slíkan mann en hann var allra manna fersk astur í hugsun og stór í snið- um. — En hvað þá um þinn gamla vin, séra Ólaf Ólafsson fríkirkjuprest? Hann hefur al- gjöra sérstöðu hjá mér, enda sérstæður maður í þess orðs beztu meirkingu. Hann var frá bær ræðumaður, humoristi mik ill og enn eru sagðar isögur af honum og tilsvörum hans og öll var framkoma séra Ólafs slík að hann varð öillum ógleym anlegur. Ég var keyrslumaður hjá honum í fjöldamörg ár og urðum við miklir vinir. Hér skaut kona Meyvants, Elísabet Jónsdóttir frá Fögrueyri í Fá- skrúðsfirði, þessu inn í sam- talið: Fyrstu 15—17 búskapar- ár okkar var Meyvant ekki heima eitt einasta aðfangadags- kvöld eða gamlárskvöld, því séra Ólafur þurfti aS messa hér í bænum og suður í Hafnar- firði. Og við urðum að hafa hrað- ann á, sem oftar, og ekki dugði minna en að tveir hestar væru fyrir vagninum og sleða á vetr um — og við fórum á milli á hálftíma í góðu færi. Stundum ók séra Ólafur vagnínum, sem var fallegur farkostur og þá helzt ef hann t.d. brá sér aust ur fyrir Fjall með konuna sína Seinna þegar bílarnir komu til sögunnar keypti séra Ólafur blæjubíl. Meyvanit, heldur þú að þessi saga uim séra Ólaf sé rétt með farin hjá mér, en ég minnist þess að heyra föður minn segja hana er ég var stráklingur: Séra Ólafur /ar að koma frá jarðar för Lárusar Pálssonar hómó- pata. Hafði hann þá ekið fram- úr kunniingja sínum, kastað á hahn kveðju úr vagninum, um leið og hann sagði: Nú er Lalli Hómó genginn til kojs. — Jú, þessi saga er held ég alveg rétt með farin hjá þér. Auk preststarfa sinna í frí- kirkjunum var séra Ólafur líka spítalapreiitur á Kleppi og oft lágu leiðir okkar þangað. I stofunni á Eiði stendur og nær rétt uppundir loftið falleg Stofuklukka, gjöf til Meyvants frá séra Ólafi, en á liflum silf- urskildi framan á henni má sjá að 1927 var séra Ólafi gefin kiukkan af söfnuðinum í Hafn arfirði í tilefni af. Já þó ég væri svo handgeng inn séra Ólafi sem raun ber vitni sagði Meyvawt, þá tókst mér ekki að forða slysi í sam- bandi við hann. Dag nokkurn, nokkru áður en haran dó, kom í ljós, að hann hafði breinnt all ar sínar stólræður í miðstöð- inni heima hjá sér í Miðstræti, það var slæmt skal ég segja þér, það var slys. Margir menn á lifsleiðinni, seg ir Meyvant, já sönnu nær manngrúi, sem ég hef kynnzt eða starfað með lengur eða skemur en þessir tveir heiðurs menn bera hæst í þeim hópi — æði mislita hópi. Við höídum áfram að rifja upp endurminningarnar um menn og atburði í Reykjavík. Á því er enginn vafi, segi ég við Meyvant, að ég get ekkert átt við að skrifa allt þetta sem þú hefur þó aðeins drepið lauslega á, fari svo að ég skrifi þetta samtal okkar í blaðið. Það ætti einhver penna fær maður að semja þína sögu um alltmúgligt manninn á* Eiði og Reykjavikurdaga hans. ■ Menn eins og Meyvant, sem kunna skil á tugum og hundr- uðum þeirra manna sem hér í Reykjavík hafa háð sína lífs- barúttu við misjafnar aðstæðúr og kjör, á því tíma'bili í sögu borgarinnar þegar hún reranur sitt síðasta skeið á enda sem lítill bær, tekur á sig snið verðandi stórborg- ar, verða ekki afgreidd- ir í stuttu blaðasamtali, og allra eízt minnisgóðir eins og Mey- vant. Hann kann skil á Gvendi Dullara og fleiri sæmdarmönn- um á svipuðum breiddargráð- um og hann kann skil á mikl- um fjölda þeirra manna sem í dag og liðnum áratugum hafa á einn eða aranan hátt verið * áberandi memn í bæjarlífinu. Og þú hefur nefnt mér sér- . staklega tvo gamla vini þína sem þú metur mest þinna mörgu vina látinna sem lifandi, — hvaða dagur er þér minnis- stæðastur? Sá sem upplifði aldamóta stemninguna við Austurvöll með kertaluktirnar allt í kring um völlinn, eins og ég upp- lifði þá stund, gleymir þeim degi aldrei.— En svona til að nefna andstöðuna við þeranan dag má nefna einhvern hiniraa mörgu haustdaga 1918 er Spánska veikin fór eins og logi um akur hér í borginni.Þá var ég ökumaður á nýjum bíl sem hjálparnefndin hér í Reykjavík bað mig að aka vegna nætur- þjónustunnar. Þar kyrantist ég líka miklum ágætismanni, Magga Júl. Magraús lækni. Ég man eitt kvöldið, eftir að við höfðum komið á fjölda heimila sársjúkra og < deyjandi, að ég spurði sjálfan mig eitthvað á þá leið hvort hugsast gæti að dómsdagur væri runninn upp. Mér fannst bar- átta læknanna við þeranara mannskæða sjúkdóm vera nærri vonlaus og mér fannst þá eina vonin fyrir mótstöðulítið fólk ið kamfórudropar læknanna. Og svo þegar helvítis gosið hófst í fjallinu, þá var það svart maður. Framhald á bls. 30 Meyvant Sigurðsson við fallega landlegugarðinn. Ljósm. Mbl. Sveinn Þormóðsson. Þarna vesturfrá við Káravík. — Til hægri handar sér á gamla skotbyrgið, og þakleifamar yfir því. — í baksýn Eiði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.