Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 32
ptojpiiMaMi RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSIA'SKRIFSTOFA sími io*noo FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1969 — talin líklegasta orsökin SJÓPRÓFUM vegna brunans um borð í Hallveigu Fróðadótt- ur er nú lokið.. Niðurstöðar Tannsóknar á upptökum eldsins eru þær, að ólíklegt sé að kvikn- að hafi í út frá rafmagni. Fram- burður skipverja fyrir sjódómin um styður þessa niðunstöðu rannsóknarinnar. Mestur virðist eldurinn hafa verið nálægt neta- geymslunni frammi í og bendir margt til þess, að eldurinn hafi komið upp í tvinnageymslu bakborðsmegin í neðri lúkarn- um. Eru þá mestar líkur á að óvarlega hafi verið farið með eld. Nýtt stdlskip NÝTT stálskip verður sjósett hjá Skipasmíðastöð Marselíusar Bern harðssonar á ísafirði á laugar- dag. Skip þetta er 220 tonn samkv. gömlu mælingunum og eigandi þeas er Þorgrímur h.f. í Súða- vík. Marselíus Berniharðsson sagði Morgunblaðinu í gær, að þetta væri 41. báturinn, sem stöðin smíðar, sá stærsti og fyrsti stál báturinn. Engin verkefni liggja nú fyrir hjá skipasmíðastöð Mars elíusar. Krufniing á líkum skipverj- anna sex, sem fórust í brunan- um, leiddi í ljós, að þeir dóu allir úr kolsýringseitrim. Málið hefur verið sent sak- sóknara ríkisins til umsagnar. Sáttofundur SÁTTAFUNDUR í vinnudeil- umni er boðaður kl. 2 í deg. í fyrrakvöld lauk semningafundi laust upp úr miðnætti, en lítið mun enn sem komið er hafa þok- azt í samnin.gaátt. Aðalstræti 16 — neðsta hæð þess er elzta bygging í Reykjavík, byggð um 1750. Þar var ló- skurðarstofa Innréttinganna til húsa. Á síðari hluta 19. aldar var byggð hæð ofan á lóskurð- arstofuna og um aldamótin var þakhæðinni bætt ofan á og þriggja hæða þverálman byggð. —í Aðalstræti 16 var fyrsti barnaskóli Reykjavíkur til húsa. Timburhúsin hverfi úr Miðborginni f SKÝRSLU sinni til borgar- ráðs um rannsóknir á göml- um byggingum í Miðbænum og varðveizlugildi þeirra komast þeir Hörður Ágústs- son, skólastjóri, og Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt, að þeirri niðurstöðu, að timbur- hús séu andstæð Miðbæjar- húsi okkar tima og æskja þeir þess, að timburhúsin verði Iátin hverfa svo Reyk- vikingar eignist á ný full- skapaðan og samræmdan Mið- bæ. í tskýrslu sinni segja þeir Hörður og Þorsteinn, að það, sem einkenni húsakost Mið- bæjarins öðru fremur, sé ósamræmið; „öllu ægir sam- an; ólikum aldri húsa, ólíku byggingarefni og ólíkum stærðarhlutföllum. Vafalítið hefur miðhæjar- byggð sdðustu aldamóta verið miklu heiLlegri en sá Miðbær, sem blasir við ok'kur núna. Strax upp úr síðustu aldamót um byrjuðu hús að fá á sig það svipmót, sem við einkenn um í dag sem „miðbæjar- byggingu“: Ingóifsihvoll, póst- hútsið, Reykjavíkur apótek, Landsbankinn, Eimskipafé- lagshúsið, Edin.borg, Austur- stræti 14, Hótel Borg, Mjólk- urfélagshúsið, Búnaðarbank- inn o.rr.frv. Að undanskildum þremur by.ggingum: Aliþingis Framhald á bls. 31. Bruninn í Hallveigu Fróðadóttur: ÚVARLEG MEÐ- FERÐ ELDS MINNISBLAD LESENDA FRÁVÍSUNARKRAFA RÁÐHERRANS — ekki tekin til greina MORGUNBLAÐIÐ hefur að venju leitað upplýsinga, sem handhægt getur verið fyrir les- endur að gripa til um páskana. Auk þeirra almennu upplýsinga, sem jafnan eru í dagbók, skal þessa getið: Slysavarðstofan sjá Datgbók. Slökkviliðið í Reykjavík sími 11100, í Hafnarfirði simi 51100. Lögreglan í Reykjavík sími 11166, í Hafnarfirði 50131 og í Kópatvogi sími 41200. Læknavarzla. Lækningastofur verða lokaðar laugardaginn fyr- ir páska eins og venjulega. Vkt- læknir er í síma Slysavarðstof- unnar 21230 eins og um helgar. Tannlæknavarzla. Tannlækna- félg íslands gengst fyrir þjón- ustu við þá, sem hafa tannpínu eða verk í munni. Á skírdag verður á vakt frá kl. 09 til 12 Hörður Einarsson, Elliheimilinu Grund (inngangur frá Blómvalla götu), síma 15816. Á föstudaginn langa verður á vakt frá kl. 14 til 16 Kristján Kristjánsson í stofu Ríkharðs Pálssonar, Hátúni 8, sími 12486. Laugardaginn fyrir páska verður á vakt frá kl. 13 tifl 15 Engilbert Guðmundsson, Njálsgötu 16, sími 12547. Á páskadag verður á vakt milli kl. 14 og 16 Hængur Þorsfeinsson, Bolholti 4, sími 35770. Annan páskadag verður á vakt milli kl. 13 og 15 Gunnar Benedikts- son í stofu Jónasar Thorarensens, Skólavörðustíg 2, sími 22554. Lyfjavarzla sjá Dagbók. Messur sjá Dagbók. Lesenduni skal á það bent, að töluverður hluti messutilikynninga birtist í Mbl. í gær (miðvikudag). títvarp. Dagskráin er birt í heild á öðrum stað í blaðinu. Sjónvarp. Dagskráin er birt í heild á öðrum stað í blaðinu. Rafmagnsbilanir tilkynnist í síma 18230. Simabilanir tilkynnist í síma 05. Hitaveitubilanir tilkynnist í síma 15359. Vatnsveitubilanir tilkynnist í sima 35122. Matvöruverzlanir verða lokað- ar á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og á annan í páskum. Hins vegar verða þær opnar til kl. 12 á hádegi laugardaginn fyrir páska. Söluturnar verða lokaðir á föstudaginan langa og á páska- dag, en opnir á skírdag, laugar- daginn fyrir páska og annan páskadag til kl. 23.30. Benzínafgreiðslur verða opnar á skírdag frá kl. 09.30 til 11.30 og aftur frá kl. 13 til 18. Á föstu daginn langa verður opið frá kl. 09.30 til 11.30 og aftur frá kl. 13 til 15. Laugardagur fyrir páska er eins og venjulegur laugardag- ur, en á páskadag er opið frá kl. 09.30 til 11.30 og atftur frá kl, 13 til 15. Á annan í páskum verð ur opið frá kl. 09.30 til 11.30 og aftur frá kl. 13 til 18. Mjólkurbúðir verða opnar á skírdag frá kl. 09 til 12, föstu- daginn langa er lokað, laugar- daginn er opið frá kl. 08 til 13, páskadag lokað og opin á annan í páskum frá kl. 09 til 12. Strætisvagnar Reykjavíkur aka um páskana sem hér segir, en nánari upplýsingar er að fá í síma 12700: Skíndagur: Ekið frá kl. 10 til 24. Á þeim leiðum, sem ekið er á sunmudagsmorgnum og eftir miðnætti á virkum dögum: kl. 07 til 10 og kl. 24 til 01. Föstudagurinn langi: Eki'ð frá kl. 14 til 24. Á þeim leiðum, sem ekið er á sunnudagsmorgnum og eftir miðnætti á virkum dögum: kl. 11 tU 14 og 24 til 01. Laugardagur: Ekið frá kl. 07 til 17.30. Á þeim leiðum, sem ekið er á sunnudagsmorgnum og eftir miðnætti á virkum dögum verður ekið frá kl. 17.30 til 01. Páskadagur: Ekið frá kl. 14 til 24. Á þeim leiðum, sem ekið er á sunnudagsmorgnum og eftir mið nætti á virkium dögum: kl. 11 til 14 og kl. 24 til 01. Annar í páskuim: Ekið frá kl. 10 til 24. Á þeim leiðum, sem eki'ð er á sunnudagsmorgnum og eftir miðnætti á virkum dögum: kl. 07 til 10 og kl. 24 til 01. Reykjavík — Hafnarf jörður — Landleiðir h.f. Vagnarnir verða í ferðum á skírdag eins og á sunnudögum. Föstudaginn langa og páskadag hefst akstur kl. 14 og er ekið fram eftir eins og venjulega. Á annan í páskum er ekið frá kl. 10 til 00.30. Strætisvagnar Kópavogs verða á skírdag í ferðum frá kl. 10 til 24. Föstudaginn laniga og páska- dag hefsit akstur kl. 14 og er ekið fram eítir eins og venjulega. Á annan í páskum hefst akstur kl. 10. FÉLAGSDÓMUR kvað í gær upp þann úrskurð í máli B.S.R.B. gegn fjármálaráðherra að krafa hins síðamefnda um frávísun málsins frá Félagsdómi skyldi ekki tekin til greina. ^Hákon Guðmundsson, forseti Félagsdóms, sagði Morgunlblaði inu, að málið myndi nú bíða á Ársfundur Seðlabanka ís- lands var haldinn að Hotel Sögu í gær og var skýrsla bankans fyrir árið 1968 lögð þar fram. Formaður banka- ráðs Seðlabankans, Birgir Kjaran, alþm. setti ársfund- inn og bauð gesti velkomna. Birgir Kjaran sagði, að þetta væri 8. ársfundur Seðlabankans. Með stofnun bankans hefði verið stigið mjög veigamikfð spor í stjórn íslenzkra peningamála. Þakkaði formaður bankaráðsins ríkisstjórninni gott samstarf á liðnu ári svo og öðrum banka- meðan séð yrði til, hvort þess- um úrskurði Félagsdóms yrði skotið til Hæstaréttar. Eins og menn muna höfðaði B.S.R.B. málið til að fá viður- kennda þá kröfu sína, að ný vísi tala yrði greidd á kaup marz- mánaðar. stofnunum og startfsmönnum Seðlabankans. Dr. Jóhannes Nordal, banka- stjóri, formaður bankastjórnar Seðlabankans flutti síðan ræðu, þar sem hann fjaillaði um þróun etfnaihagsmála sl. ár og viðhortfin í dag. Er meginlhluti atf ræðu dr. Jóhannesar Nordails birtur á bls. 14 í Mbl. í dag. í lok árstfundarins sagði banka málaráðherra, Gyltfi Þ. Gislason, nokkur odð og lagði áherzlu á mikilvægi Seðlabankans við stjórn íslenzjkra efnahagsmála. Sjá nánar ræðu dr. Jóhannesar Nordals á bls. 14. Ársfundur Seðla- bankans í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.