Alþýðublaðið - 27.07.1920, Side 1

Alþýðublaðið - 27.07.1920, Side 1
Alþýðublaðið Grelið út af A-lþýðuflokknum. 1920 Þriðjudaginn 27. júlí 169 töíubl. Fyrsta flokks piano fást nú og í framtíðinni beint frá verksmiðjunni með = mánaðarlegri afborgun. = ^erðið er verksmiðjuverð að viðbættum kostnaði hingað. — Nokkur fyrirliggj- andi sem geta fengist nú þegar. Hljóðfærahús Reykjavíkur. Laugaveg 18 B. Stórbruni I Kl. um það bil 6 3/4 í gærkvöldi kviknaði eldur í smíðaverkstæði tofts Sigurðssonar í álmu er gekk norður úr húsi Jónatans Þorsteins- sonar kaupmanns á Laugaveg. Voru smiðirnir komnir heim frá vinnu sinni, nema unglingspiltur, «r var að hita lím, að því er sagt €r. Er mælt, að kviknað hafi i tréspónum út frá límofninum, en ^kkert vatn var við hendina, því vatnslaust hafði verið í þessum kluta bæjarins mestan hluta dagsins. Ekkert vatní Önnur véldæla brunaliðsins kom 3jótt á vettvang, og tók til starfa, en lítið vatn kom fyr en búið var *ð stífla allar aðrar vatnsæðar en þær sem nota þurfti. Var ekið í °íl milli stopphananna, en samt ^ók fram undir hálftíma að skrúfa fyrir þá, en þá kom nokkurnveg- inn nóg vatn. Húsin sem brunnu vöru álma sú er kviknaði í, og íbúðar- og verzlunarhús Jónatans ^orsteinssonar. Norðan við það bús er nýreist steinhús þrílyft sem Jónatan á; er það alt úr ^teini og járni og kviknaði ekki í bví þó það stæði rétt hjá húsun- sem brunnu, og má segja að Reykjavík, það hafí bjargað húsunum við Hverfisgötu. Hús sem voru hætt komin. Austan við hús Jónatans en hinumegin við Vatnsstíg eru þrjú hús Jóns Bjarnasonar kaupm. Er eitt þeirra (nr. 33 við Laugaveg) úr timbri; var það hætt komið, og skemdist mikið af eldi og vatni, Ofan við Laugaveg eru hús Árna Einarssonar og Sigurðar Oddssonar skipstj., voru þau bæði um tíma í allmikilli hættu og sviðnuðu nokkuð, og urðu fyrir skemdum á annan hátt. Vestan við hús Jónatans og áfast við það, var hús Marteins Einarssonar, en brunagafl á milli og náði brúnin allmikið upp fyrir hús Marteins, og bjargaði það því. Björgun muna. Úr húsi Jónatans Þorsteinssonar bjargaðist mestalt af neðri hæð um, en auðvitað mikið skemt, en lítið bjargaðist af efstu hæð. Borið var úr húsunum í kring og skemdist það er út var borið all- mikið eins og venja er til við slík tækifær, sökum stjórnleysis þess er ríkti við björnunina. Virt- ist helzt engum úr brunaliðinu vera ætlað að stjórna björguninni. Fjölskyldur húsviltar. í húsi Jón. Þorst. sem brans bjó Jónatan Þorsteinsson sjálfur ásamt fjölskyldu sinni, Óiafur Sveinsson prentari með fjölskyldu, Jón Egilsson með fjölskyldu, Krist- inn Sveinsson, Guðm. Kr. Guð- mundsson (glímumaður), bilstjóri er vér ekki kunnum að nefna og Böðvar Gíslason trésmiður. Brunaliðstækin í lagi. Brunaliðstækin voru í bezta iagi og er það mikil framför frá þvf £ fyrra, þegar æfingin var haldin fyrir fulltrúa brunabótafélagsins danska og alt var í óstandi. Engin stjórn á brunaliðinu. Óhætt mun að segja það að brunaliðsmennirnir hafi staðið sig ágætlega bæði að vaskleik og karlmensku og munu ekki bruna- liðsmenn erlendis ganga nær eld- inum en brunaliðsmennirnir reyk- víksku, en stjórnin á liðtnu var bókstafiega engin, og má færa mörg dæmi því til sönnunar. Er slíkt með öllu ófært þar eð stjórn- semi fyrirliðanna er engu síður nauðsynleg en vaskleiki brunaliðs- mannanna. Það er álit vort að aðalbygging- in hefði ekki þurft að brenna, ef stjórnin á brunaliðinu hefði verið að sínu leyti eins góð og vask- leiki liðsins. Eidurinn í álmunni hafði náð hámarki áður en kviko-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.