Morgunblaðið - 27.04.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.04.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1969 21 Á NÆSTU 5—10 árum munu hljóðfráar farþegaþotur minnka heiminn um helming. Þetta er þróun sem ekki verður stöðvuð, og sem iíklega mun hafa í för með sér jafn miklar efnahagslegar byltingar og byrjun þotualdar, fyrir um það bil 10 árum. Flug- félögin gera sér fulla grein fyrir að þróunin verður ekki stöðvuð, og því hafa flest hin stærstu lagt inn pantanir, annaðhvort á Con- corde, eða Boeing. Samt fá stjórn endur þeirra gæsahúð þegar þeir hugsa til þeirra gífurlegu fjárfest- inga sem félaganna bíða. Með skömmu millibili koma á markaðinn tvær tegundir flugvéla sem þau verða að kaupa. Önnur er „strætisvagninn" sem á að taka allt að 500 farþega og kosta tæpa tvo milljarða ísl. króna. Hin er sú hljóðfráa. sem á að kosta allt að fjóra milljarða ísl. kr. Báð- ar hafa farið í fyrsta reynsluflug- ið, risaþotan Boeing 747 og Concorde. Áður hefur verið fjall- að um „strætisvagnana" en hér verður lítillega sagt frá Concorde. Þegar Bretar og Frakkar sam- einuðust um smiði hennar tóku hrakspámenn til óspilltra málanna og hafa ekki linnt látum síðan. Flestar hrakspámar hafa komið fram að einhverju leyti, en þótt oft hafi munað mjóu hefur alltaf verið haldið áfram og annan dag marzmánaðar hóf árangurinn af átta ára þrotlausu starfi og milljarðs sterlingspunda fjárfest- ingar, sig til flugs frá flugvellin- um við Toulouse í Frakklandi. Þau voru óteljandi vandamálin sem flugvélasmiðirnir þurftu að leysa við smíði vélarinnar. i raun- inni var verið að smíða alveg nýja vél, frá grunni, og þeir gátu sáralitið stuðzt við reynslu, eins og gert er við smíði venjulegra þota í dag. Nef vélarinnar var eitt af þess- um vandamálum. Það varð að vera straumlínulagað og beint til að minnka loftviðnámið í hrað- flugi. En til að minnka flughrað- ánn f lendingu verður að beita vélinni þannig að áfallshornið verði um það bil 10 gráður, á venjulegum þotum þarf það ekki að vera nema 1 gráða. Þessi mikli halli á vélinni gerði að verk- um að nefið lokaði fyrir allt út- sýni flugmannsins, og því var ákveðið að hafa það á „hjörum". I hraðflugi er það haft beint, en við lendingar og flugtök er því beint niður þannig að flugmaður- inn sér vel út. Efnið til smiðanna olli líka mikl- um heilabrotum. Framleiðendum þótti of kostnaðarsamt og áhættu samt að leggja út í framleiðslu einhverrar nýrrar málmblöndu sem gæti staðizt hina ofsalegu hitamyndun þegar fiogið er með Mac 2,5 (Mac 1 er hljóðhraði) eins og ráðgert var í upphafi. Þeir sættu sig að lokum við að lækka hraðann niður í rúmlega Mac 2, en það gerði þeim kleift að nota efnablöndur sem þegar voru til, og fengin góð reynsla af. Við Mac 2 flug, myndar flugvélin um 120 gráðu (Celsius) núnings- hita, sem er nokkuð rneiri hiti en þarf til að sjóða vatn, og þótt efnið í flugvélarskrokknum geti vel staðizt hann, verður samt nauðsynlegt að hafa í gangi gott loftræstikerfi til að kæla farþega- klefann. Stjórnklefi Concorde er í raun- inni ekki svo mjög frábrugðinn stjórnklefa venjulegrar þotu en þó eru þar heldur fleiri mælitæki sem þarf að fylgjast með. Far- þegaþotur í dag eru undir stjórn sjálfstýritækja (autopilot) um 80% af flugtíma sínum. Á nokkrum næstu árum er líklegt að þetta hlutfall hækki upp í 95% eða meira, og Concorde verður þar áreiðanlega í fylkingar- brjósti. Fyrstu sjálfstýritækin gerðu ekki mikið meira en að halda flugvélinni í réttri stefnu eftir að flugmennimir voru búnir að hefja hana á loft og beina henni í rétta átt. Sjálfstýritækin í Concorde (og öðrum nýjum flugvélum) gera hinsvegar mun meira. Um leið og vélin er komin á loft eru sjálfstýritækin sett f samband. Þau sjá um klifur og hraðastill- ingu, rétta vélina af í réttri hæð, beina henni á rétta braut, og halda henni þar. Þau taka sjálf við stefnumiðunum, lækka flugið niður í fyrirfram ákveðna hæð og á fyrirfram ákveðnum hraða fyrir lendingar, og beina vélinni á fyrirfram ákveðna braut. Og í framtíðinni munu þau jafnvel sjá um sjálfa lendinguna. En þótt flugmaðurinn haldi kannske ekki mikið um sjálfan stjórnvölinn er fjarri því að hon- um sé að verða ofaukið. Það er t. d. hans hlutverk að ákveða hvernig sjálfstýritækin eigi að stjórna vélinni, í hvaða hæð hún á að fljúga, á hvaða hraða, hve- nær þarf að setja afísingartækin í gang, hvenær þarf að skipta á milli eldsneytisgeyma og þar fram eftir götunum. Hann þarf einnig að vera sífellt til taks til að taka við stjórninni af sjálf- stýritækjunum ef eitthvað það kemur fyrir sem þau eru ekki fær um að ráða fram úr. Sjálf- stýritækin eru þannig einungis þjónn fiugmannsins, sem léttir honum starfið. FLUGFERÐ MEÐ CONCORDE Flugferð með Concorde verður í rauninni ekki mikið frábrugðin flugi með venjulegri þotu, nema hvað farþegarnir komast mikið fyrr á áfangastað. Þegar þeir koma út á Heathrow flugvöllinn með farangur sinn fer mestallt fram eins og venjulega, þótt þeir sem hafa greitt um 20% meira fyrir hraðann, vilji máske láta hafa örlítið meira fyrir sér. Meðan þeir dreypa á drykkjum í biðsaln- um verða vélamennirnir önnum kafnir við að yfirfara vélina i síð- asta skipti. Matur er fluttur um borð og tæplega 100 lestum af eldsneyti dælt í geymana. Áhöfn- in verður komin um borð og er að yfirfara tækin, hún hefur feng- ið flugáætlunina yfir Atlantshafið í hendur. Þegar þeir koma um borð, taka farþegarnir eftir því að farþegarýmið er mun lengra og mjórra en þeir eiga að venjast, en framleiðendurnir hafa gert sitt bezta til að draga úr þeim áhrif- um með smekklegri blöndun hóf- legra lita. Þegar hurðum hefur verið lokað ekur vélin út á brautina og tekur sér stöðu meðal þeirra véla sem eru að fara á loft. Hávaðinn frá hreyflunum og hraðaaukningin verður að sjálfsögðu mun meiri en i venjulegum þotum. Þegar hjólin sleppa brautinni finna far- þegarnir einnig að klifið er miklu brattara en þeir eiga að venjast, þar sem flugmennimir nota sér lyftikraft delta vængjanna og hin- ar griðarlega aflmiklu Olympus 593 vélar. Þegar Concorde er komin nokkuð frá flugvellinum, og er enn á uppleið .reisa flug- mennirnir nef hennar. Flugstjórn- in gefur þeim leyfi til að hækka sig upp í 30 þúsund fet. en þeirri hæð ætti vélin að vera búin að ná yfir Bristol sundi. Yfir sjónum, á um 600 mílna hraða, biðja flugmennirnir um leyfi til að fara yfir hljóðhraðann. Þótt það heyrist gerla á hafinu er vélin rýfur hljóðmúrinn, verða far- þegamir ekki varir við neitt óvenjulegt. Flugstjórinn ýtir elds- neytisgjöfunum alveg fram og eft- irbrennarinn er settur á. Jafnframt verður vélinni beint upp á við og æðir nú með sívaxandi hraða upp í 60 þúsund fet, þar sem hún á að taka upp lárétt flug. i 40 þús- und fe|a hæð verður hraðinn kominn upp í 945 mílur og í 50 þúsund fetum verður hann orðinn 1.300 mílur (um 2080 km). Elds- neytiseyðslan í farflugi verður um 20 lestir á klukkustund en það tekur heldur ekki nema 3 tíma og 20 minútur að fljúga frá London til New York. Þegar vélin er komin í farflugs- hæð verður matur borinn fram, og meðan þeir snæða geta far- þegarnir virt fyrir sér himinn sem hefur dýpri og fegurri bláma en þeir hafa nokkru sinni áður séð. I stjórnklefanum verður áhöfn- in önnum kafin við að fylgjast með stefnu og hraða, hafa sam- band við jarðstöðvar og fylgjast með að sjálfstýritækin starfi rétt. Upplýsingar um staðsetningu vél- arinnar verða sendar til jarðar gegnum fjarskiptahnött sem er á braut margar milur fyrir ofan far- þegaþotuna. Eftir matinn geta farþegamir fengið sér blund eða litið í bók. I farflugshæð verður loftið svo þunnt að flugið verður likast því að svífa á töfrateppi, enginn óróleiki eða sviptivindar. Þegar vélin á ennþá eftir 300 milur að ákvörðunarstað, verður byrjað að lækka flugið. Upplýs- ingar um veður og ástand flug- brauta verða sendar frá flugum- ferðastjórum á Kennedy flugvelli. I 40 þúsund feta hæð verður hraðinn minnkaður niður fyrir Mac 1 og eftir það beinir flug- stjórinn henni inn á biðbraut með öðrum farþegavélum, ef þörf krefur. Sjálfstýritækin munu að öllum líkindum framkvæma lend- inguna, en áhöfnin vakir yfir þeim. Og þar með er flugferðinni lokið, 3 klukkustundum og 40 mínútum fyrr en ef flogið hefði verið með venjulegri þotu. Stjórnklefi Concorde, er ekki mikið frábrugðinn stjórnklefum venjulegra faiþegaþota.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.