Morgunblaðið - 15.05.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.05.1969, Blaðsíða 14
14 MORGUN'BLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1%9 - RÆÐA BJARNA Framhald af bls. 1 veiðum, lækkað verðlag á flest- um afurðum og markaðslokun í Biafra. Við enga þessara orsaka hefðu nein íslenzk stjórnvöld, hver sem verið hefðu, getað ráðið, eins og á stóð. Úr áhrifum ' verðsveifln- anna hefði nokkuð mátt draga, ef til hefði verið öflugur verðtrygg ingarsjóður. En honum hefði þur'ft að hafa verið komið upp all löngu áður. Um slíkt voru ekki gerðar tillögur, hvað þá meira, á vinstristjórnar-árunuim né næstu árin á eftir og enn þá síður þar áður. Hugmyndinni var fyrst lítillega hreyft af sérfræð- ingum eftir hækkun síldar-af- urða 1965 en fékk þá ekki byr. Enda varð sú litla tilraun til verðjöfnunar, sem þá var gerð. til þess, að síldarflotinn sigldi til heimahafna, svo sem margir muna enn. Þeirri aðgerð fögn- uðu þá mest sumir hinna sömu, sem síðustu mánuði tala fjálg- lega um þann skort á framsýni, að ekki skuli fyrir löngu hafa verið gerðar rækilegar ráðstaf- anir til verðjöfnunar. Nú hafa menn nokkuð lært af reynslunni í þessu, og er þó skylt að játa, að hér er engan veginn um ein- falt mláll að tala. Útigerð og sjó- mennska við strendur Islands er svo áhættusöm, að skiljanlegt er, að báðir, sjómenn og útgerðar- menn, líti það með nókkunri tor- tryggni, ef svifta á þá happa- gróða, þegar að höndum ber, jafnvel þótt sagt sé, að það sé gert til að búa betur undir erf- ið ár. SKJÓTUM FLEIRI STOÐUM UNDIR EFNAHAGINN. í þá átt ber þó tvímælalaust að stefna, að draga úr áhætt- um og sveiflum íslenzks atvinnu lífs. Þar skiptir mestu, að skjóta fleiri stoðum undir efnahaginn. Nauðsyn þess hafa ríkisstjómdn og stuðningsmenn hennar séð miklu fyrr og betur en háttvirt- ir stjórnarandstæðinigar. Skemst er að minnast deilunnar, sem stóð fyrir þremur árum um Búr- fellsvirkjun og álbræðslu í Straumsvík. Hvorttveggja þetta fór saman og úr Búrfellsvirkj- un hefði ekki orðið, ef Straums- víkur-samningurinn hefði ekki verið gerður. Gagnstætt óyggj- andi rökurn og tvímælalausri reynslu t.d. frá Noregi, hömuð- ust h'áttvirtir stjórnanandstæð- ingar þá á móti erlendu fjár- magni, — jafnframt því, sem þeir á undan og eftir hafa síkvartað yfir okkar eigin fjármagnsleysi. Sem betur fer voru andmæli þeirra höfð að engu, enda tryggi lega búið um okkar hag í samn- ingimum við hina erlendu aðila. En til dæmis um skammsýnina má geta þess, að jafnvel hinir framsýnustu og beztviljuðustu í þeirra hóp, töldu það þá höfuð- galla á samningsgerðinni, að með henni yrði sköpuð of mikil þensla á innlendum vinwumarkaði, svo að hingað þyrfti að flytja er- lendan vinnulýð, sem flestum væri óvelkominn. Við bentum þá á, að byrgja þyrfti brunninn áð- ur en barnið dytti ofan í. Of seint væri að ráðast í svo um- fangsmiklar framkvæmdir sem þessar eftir að atvinnuleysi skylli á, en við atvinnuleysi yrð- um við að vera búnir á meðan atvinnuvegir okkar eru jafn ein hæfir og hingað til hefur verið. Játa skal, að breyting á þessu tekur langan tíma sennilega kyn slóðir, en hún verður aldrei, inema hafízt sé handa og í fram kvæmdir ráðist, þótt árangur komi einungis smám saman í ljós. Menn verða að muna: Að hugsa ekki í árum en öldum að alheimta ei daglaun að kvöldum. eins og landnámsmaðurinn Stef- án G. kvað. VANDI ANNARRA ÞJÓÐA Aðrar þjóðir hafa átt í vanda svipaðrar tegunda og við, og þó engan veginn eins mögnuðum. Danir eru gömul landbúnaðar þjóð oig var það lengi hald manna að auðlegð þeirra kæmi eLnlk- um af landbúnaði, enda er land þeirra fátækt af náttúruauðlind um öðrum en frjósemi jarðar og iðni íbúanna. Forystumenn Dana töldu þá hinsvegar of háða land búnaði og höfðu þeir þó í seinni stríðslok ekki nema h.u.b. % útflutningstekna sinna frá hon- um. Nú er það hlutfall komið niður fyrir 40%, og er þó enn markvisst unnið að því að draga úr hlutfallslegri framleiðslu landbúnaðarvara en efla aðra at vinnuvegi. Svipaða sögu er að segja frá ísrael. A fyrstu árum sjálfstæðis síns framleiddu Isra- elsmenn aðallega ávexti einkum appelsínur og fengu uim % út- flutningstekna sinna þaðan. Nú er hlutfallið lækkað niður fyrir þriðjung. Áreiðanlega líða mjög mörg ár þangað til við verðum fiskveið- um ekki háðir í ríkara mæli en reynzt erfitt að átta sig á hinu sanna samhengi og nauðsyn rót tækra gagnráðstafana. Enn tala margir viti bornir menn um, að allt of mikið sé gert fyrir sjávarútveginn. Þeir átta sig ekki á, hver úrslita- áhrif hann hefur á afkomu allra annarra atvinnugreina og kaup- getu almennings. Afkoma sjáv- arútvegs ræður ekki síst lang- mestu uim gj'alldeyrismagnið, sem við höfum yfir að ráða af því að ríflega 90% útflutningistekn- anna koma frá honum. Aldagöm ul reynsla segir einnig, að ef skortur verður á vöru, þá hækk | ar hún í verði, svo sem við höf- | um nú hvað eftir annað neyðst I til að viðurkenna með hækkun | á verði erlends gjaldeyris, ein- . mitt vegna minnkandi gjaldeyris í öflunar sjávarútvegsins. Þess I vegna er bað forsenda fyrir Mikil vertíðarvinna hefur verið í vetur. Danir nú landbúnaði. Má og eitt hvað í milli vera. En á meðan við eigum jafn-miklar auðlindir ónotaðar í laindinu og raun ber vitni er það ófyrirgefanleg skammsýni að leggja ekki höf uð-áherzlu á hagnýtingu þeirra. Hér er mikið og verðugt verk- efni fyrir upprennandi æskulýð íslands. Enda ber honum að feta í fótspor þeirra, sem af djarf- hug og drengskap hrinda mikl um mállum í framkvæmd, en taka ekki mark á nöldri hinna, sem raunar þykjast vera með óhjá- kvæmilegum breytingum en hafa allt á hornum sér í hvert skipti sem til raunhæfra athafna kem- ur. IIVENÆR Á AÐ SNÚAST GEGN ERFIÐLEIKUNUM? Staðreyndin er að nú verðum við að taka afleiðingum þess, að afkoma okkar er ehn allt of ó- viss og sveiflukennd. Þegar leið á árið 1968 varð ljóst, að í stað hins öra tekjuauka fram til 1966 mundu tekjurnar aftur stór- minnka og verða mun mimni en á hinu erfiða ári 1967. Sú gagn- rýni heyrist öðru hvoru, að rík- isstjórnin hafi of seint brugðist við þessum vanda. Þeir, sem svo tala, hafa ekki til hlítar áttað sig á hvers eðlis vandinn er. Hann er einmitt sá, hversu erf- itt og ómögulegt er að sjá hann fyrir hverju eimstöku sinni. Afla brestur er ekki vitaður fyrr en í lok vertíðar. Menn kunna að geta sér til um verðlagsþróun, en hún er síbreyitil’ieg og óbail, er- lendii’'m og að veruOcigu leyti ófyrirsjáanlegum, atvikum háð. Enginn vissi fyrir gang borgarastyrjaldarinnar í Nígeríu og þar af leiðandi langvimna lok un skreiðar-markaðs í Biafra. Ráðstafanir gegm öllu þessu andstireymi hefðu verið út í hött og engan skilning hlotið, ef þær hefðu verið gerðar fyrr en menn höfðu sjálfir séð það og reynt. Bezta sönnun þess er, hversu ýmsum hefur, jafnvel eftir á, tryggingu á verðmæti okkar eig in gjaldeyris að efla þær at- vinnugreir.iar, sem hans afla. Endirinn var sá, að þjóðar- tekjur á mann reyndust h.u.b. 17% mimni á árimu 1968 en 1966. Fram hjá þessum vandræð- um varð ekki komist með tali um, að áður hafi óhæfileg eyðsla átt sér stað. Auðvitað hefur margt farið í súginn, en á uppgangs- árunum eyddi þjóðin sem betur fer hvergi nærri því, er hún afl- aði, heldur stórbætti efnahag sinn. Sakast er um, að of mikið hafi verið lagt í tæki til síld- veiða, en t.d. ekki hugsað um endurnýjun togaraflotans. Ein- kennilegt er, að slíkt er mest haft á orði af þeim, sem á sín- um tíma ávítuðu stjórnarvöld fyr ir að styðja uppbyggingu síld- veiða ekki nógu mikið, og gáf- ust sjálfir upp á togaraútigerð- inni a m'k. uim sinn eða gerðu sitt til að torvelda hana. Lofs- vert er, að nú er aftur að vakna áhugi fyrir aukningu togaraút- gerðar, en í þessuim eflniuim hlýt- ur og á framtak einstaklinga, þar með talið félaga mestu að ráða. Verteefni rílkisins er að stuðla að því, að almenn fjár- hagsleg skilyrði skapist fyrir slíkri útgerð, þ.á.m. nauðsynleg- ar veiðiheimildir, og hefur í þeim efnum á undanföimium ár- um staðið meira á öðrum en við- leitni stjórnarinnar, sem hefur átt takmörkuðum skilningi að mæta hjá öðrum aðilum, en hér koma við sögu. A meðan sítdar- aflinn var mestur, „síldaræfin- týrið“ stóð, ef menn vilja svo orða það, lieituðu flestir dug- mestu sjómenmiirnir þamgað, ein mitt af því að uppgripin voru þar mest. Við þetta varð ekki ráðið og hefði ekki verið vit að reyna að ráða. Þar um breytir engu, þó að uppgripin yrðu ekki varanleg. Þau færðu engu að síður óhemju fjármuni á land og skildu eftir mikil varanleg verðmæti, sem ella hefðu ekki fengist. TELJA SIG BORNA TIL RIKIS Þjóðarheildin varð þeirra verð mæta aðnjótandi í stórbættum lífskjörum. Á sama hátt og hún varð það þá árum saman, verð- ur hún nú að haga lifnaðarhætti sína eftir hinum minnkuðu tekj- um. Sú er óhjákvæmileg afleið- ing þess að byggja afkomuna svo mjög á svipulum sjávarafla. Háttvirtir st jó rn arand stæð inig - ar og þá einkum Framsóknar- menn tala eins og hægt hefði verið að bjarga öllliu við mieð hliðarráðstöfunum, sem við eng an hefðu illa komið. A.m.k. öðru hvoru segjast þeir sumir vilja greiða fuMar vísitöHubætur eða verðtryggingu launa, og fara þar oft fraim úr kröfuim verka- lýðsfélaganna sjálfra, samtímis j því, sem þeir taka undir ítrustu kröfur opinberra starfsmanna. Framsóknarmenn telja verðlag á búvörum bænda of lágt og illa við þá gert að flestu leyti. Þeir börðust á móti breytingu sjó- mannasamninga í samræmi við gengisbreytiingunia. Þeir þykjast harma það, hversu sparifjáreig- endur séu illa leiknir, samtimis því sem þeir segja lækkún út- lánsvaxta margra meina bót. Þeir vita þó ofur vel, að lækkun út- lánsvaxta hlyti að leiða til lægri innlánsvaxta, svo að þá fyrst yrðu sparifjáreigendur verulega hart leiknir, án þess að nokkra úrslitaþýðingu hefði fyrir at- vinrauvegina. Enda eru vextir hér alls eteki mitolu hærri en víðast annarsstaðar, eins og oft er látið, heldur eru þeir í samræmi við það, sem allvíða tíðkast. Almennir útlánsvextir banka í Danmörku eru eftir sið ustu vaxtahækkun þar í landi um 11% en 9—10% hér á landi. Hvar sem eimhverrar ó- ánægju verður vart reyna Fram sóknarmenn að magna hana og ýta undir allar kröfur um auk- in útgjöld, alveg án hliðsjónar af því hvort þau verði að gagni eða ekki. Og nú segja Framsókn armenn kaupmenn vera allt of hart leilkna þá stétt sem Fram- sókn hefur frá upphafi ofsótt. Hætt er við, að bæði kaupmemn og aðrir, sem Framsókn biðlar til nú mundu til frambúðar fá hjá henni kalda vist, ef hún væri á ný komin í valdasess. Skýringin á öllu orðagjálfri og brölti Framsóknar er nú sú, að Iramámenn hennar telja sig borna | til ríkis hér í landi. Þeir gleyma | því ekki, að fyrstu fjörutíu ár- | in af hálfrar aldar tilveru flokks ins var hann lang lengst af við stjórn. Þeiim finnst það hvort- tveggja brjóta á móti guðlegri forsjón og þeirra eigin hjart- fólgnustu vonum og fyrirætlun- uim, að verulegt hlé hefur orðið á valdaferli þeirra. Þeir svífast þess vegna fás til þess að ryðj- ast til valda á ný. Þeir lofa öllu fögru, í þeirri veru, að sjálf ir ráði þeir efndunum. Náköld er Hemra því Niflheimi frá nöpur sprettur á, en kaldara und rifjum er koniung'Smönnum hjá, sagði Grímiur Thomsen af kynn um símum við hina dönsku valda braskara, sem hann hafði all- leragi unnið með fyrir rúmuim hundrað árum. Hugarfar íslenzku valdabrask aranina er hið sama og þeirra dönsku fyrirrenriara og læri- meistara. Einn hinn puntulegasti í þessum hópi vildi fyrir þremiur árum láta dæma þingræðið eftir því hvort Framsóten kæmist dkjótlega til valda eða eteki. Annar sagði ári síðar rétt fyrir kosningarnar 1967, að ef þeir fé lagar feragju þá ektei völdin, nennti hann eteki að vera að þessu lengur. Og nýlega sagðá hinn fyrrnefndi, að nú mætti valdatakan ekki lengur miistak- ast. Óeirðin er því atlhugaverðairi sem því fer fjarri, að níðst hafi verið á þessum möninum á með- an þeir hafa ekki 'haft öll völd í heradi sér. Engum hefur 'komið til hugar að setja þá til hliðar á sama hátt og foringi þeirra hæld ist um, að gert hefði verið við nær helming þjóðarimnar síðast þegar Framsótenarmenn voru við völd. Þeir njóta nú einungis ekki lengur forréttinda umfram aðra landsmenm. Þeir verða eins og aðrir að sæta hiniu íslenztea misviðri, una hita og kulda eftir atvikum. KALDUR VERUI.EIKI Veruleikiran hefur að umdan- förrau reyrast otekur öllum ærið kaldur, en haran verður ekki hlýrri með því að treysta innain tómum faguryrðum eða úr og í slætti þeirra, sem þora ekki að segja, hvað þeim raunverulega býr í brjósti. Vandinn, sem á sl. vetri var við að etja, var svo mikill, að hann hlaut að bitna á allri þjóðinni. Frá því gat erag inn einangrað sig eða ætlað sér forréttindi. Eiramitt þess vegraa var það kannað, hvort urarat væri að koma á samstarfi allra floikka. Viðræðurnar voru gagnlegar og í sjálfu sér vinsamlegar. Um það breytti eragu, þó að sumir stjórn arandstæðiragar láti nú í það Skína eða haldi beruim orðum fram, að þeir hafi þá sagt sitt- hvað, sem þeir aldrei höfðu orð á í áheyrn okkar hinna. Frá þeim fékkst aldrei heilleg til- lögugerð um úrlausn mála, held ur tætiragslegar bollaleggingar um auka-atriði og svokallaðar hliðarráðstafanir, sem engum úr slitum gátu ráðið. Eragu leyndarmáli er ljóstrað upp, þótt sagt sé það, sem við öllum blasti, að annaðhvort varð að gera: í fyrra lagi, að sam- þykkja stónkostlegar uppbætur til atvinnuvega — ekki einurag is til sjávarútvegs heldur og til iðnaðar — með samsvarandi skattálagningu á allan almenn- ing eða í öðru lagi, gengislækk- un, sem hefði í för með sér al- menna kjarasteerðingu þegar í stað. Þriðja leiðin, þ.e. tal um allherjarlætekun verðlags, var óraunhæf, því að verðlag og til- kostnað er eirauragis hægt að lækka með beinum launalækk- unum, sem bitna enn harðar á al menningi en hvort heldur skatt- ar til uppbóta eða geragislækte- un, þótt þær ráðstafanir séu erf iðar og enginn ráðist í þær ótil- neyddur. Aðalatriðið er, að almeran kjaraskerðing var óhjákvæmileg og það var vegna þesis, að hátt- virtir stjórnaranidistæðingar vissu það, sem þeir töldu sér hentara að taka ektei á sig á- byrgð á sl. hau-sti heldnr létu sér raægja að hafa í frammi margs konar hraklspár. Þvílílkt ábyrgð- arleysi er út af fyrir sig ærið vaúhugavert. Hitt er þó miklu verra, að sumir þeirra hafa eftir föngum ætíð reynt að torvelda eðlilegan framigang mála. Fyrir jólin fuliyrtu þeir, að sjávarútvegslögin, sem þá voru sett, mundu brotin og að eragu gerð strax eftir áramót. Sjó- mannavertefallið drógst raunar nokkuð á langinn, en um kjörin var samið iranan ramma lagarana og á þeirra grundvelli. Því fór sem sagt fjarri, að sú lagasetm irag mislheppraaðist Hún steapaði þvert á móti skilyrði fyrir hag- nýtiragu þeirrar góðu vertíðar, sem okteur 'hefiur nú hlotnast. SAMNINGAMÁLIN Svipuðu máli gegnir um hina almeraniu launasamninga. Þeim var löglega sagt upp, flestuim af hálfu verkalýðsfélaganna, og hvernig sem eftir á er látið, vissu allir fyrirfram að áfram- haldandi verðlagsuppbætur yrðu etetei grieiddiar nemia iuim það yrðu gerðir nýir samningar með þeim hætti, er samsvaraði núverandi efnahag okkar. Heyrst hefur, að með þessu hafi marzsaimkomiulag ið frá því í fyrra verið rofið. Wí fer fjarri að svo sé. Verka- lýðsfélögin sjálf sögðu því sem sagt eiramitt upp fyrir áramótin. Marzsamlkomiulagið var og gert í þeirri veru og í því trausti, að árið 1968 yrði okteur auðveld- ara en árið 1967. Ella var hvort- tveggja meininigarlaust. Sú tak- mörkun verðtryggiraga, sem einlk um átti við fyrra hluta árs 1968 og vaxandi verðtiygging lauma eða hækkuð kaupgreiðsla síðari hluta árs. Taíkmönkuniin átti að Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.