Morgunblaðið - 15.05.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.05.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 19fl# 15 Humorverðið SAMKOMULAG hefur verið gert í Verðlagsráði sjávarútvegsins uim eítirfarandi lágmarksverð á ferskum og slitnum humar á humarvertfð 1969. 1. flokkur, óbrotinn humarhali, 30 gr. og yfir, hvert kg kr. 120.00. 2. flokkur, óbrotinn humarhali, 15 gr. að 30 gr. og brotinn humarhali 30 gr. og yfir, hvert kg. kr. 60.00. 3. flokkur, cbrotinn humarhali, 10 gr. að 15 gr. og brotinn humarhali, 10 gr. að 30 gr., hvert kg. kr. 25.00. Þá heíur einig verið ákveðið, að lágmarksverð á hinum ýmsu tegundum boMisks, sem í gildi eru til 31. þ.m. verði látin gilda áfram til ársloka. (Frá Verðlagsráði sjávar- útvegsins). Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Axels Einarssonar, Aðalstræti 6, III. hæð. Símar 12002. 13202, 13602. Úr — kluhkur — loftvcgir Þar sem ég nú í dag hætti verzlun, sel ég allar vörurnar með altt að 25% afslætti. — Þeir, sem eiga úr og klukkur i viðgerð, eru beðnir að vitja þeinra. Þórður Kristófersson, úrsmiður Hrísateig 14 (við Sundlaugav.). Simi 83616. Perr i rauðum pakka. Frá Henkel Perr þvær með lífrænni orku MED GRARRI SLIKJU ÞVEGIÐ MEÐ PERR GRAA SLIKJAN A BAK OG BURT PERR greipist inn í þvottinn. Gráa slikjan hverfur med lífrænni orku, sem fervel med þvottinn. PERR sviftir burt gráu slikjunni af þvotti yáar. Hvítt veráur aftur hvitt og litir skýrast. Vélar eáa handþvottur árangurinn alltaf undraverdur Þetta tekst Perr med lífrænni orku «!gws> Off w»th the grey veii Nokkur orð til Freymóðs EKKI var það ætlun mín, er ég nú fyrir s'kömmu átti orðastað við blaðamann Alþýðublaðsins, að efna til rifrildis við Freymóð Jóhannss-on, enda gæti það hæg- lega orðið ævistarf. Raunar lauk öllu pexi við Freymóð fyrir meir en 20 árum með þeirri niðurstöðu, að umræðugrundvöll ur var aldrei neinn. En úr því sem komið er og þetta gos hefur orðið í löngu kulnuðum grautar- potti væri ekki úr vegi að leggja eiíltið nánar útaf þeirri fundar- ályktun Félags íslenzkra mynd- listarmanna, sem beint var að sjónvarpi vegna lágkúru á sviði myn-dlistar. Þar er víða pottur brotinn og ekki laust við að Morguniblaðið eigi sinn skerf. Hvar á byggðu bóli annars staðar en á íslandi skyldu menn geta arkað inná ritstjórnarskrif- stofur helztu blaða oig pantað frétt eða jafnvel skrifað hana sjálfir, vegna þess að óvaningur ætlar að halda sýningu? Það lætur jafnvel nærri að orðalagið hafi fengið fast form eins og faði-rvorið. Að svo búnu taka vinir og ættingjar við og er þá oft stutt í að ástmögurinn fái nafnbótina snillingur. Þessi land plága sem gjarnan er kölluð brjóstvit, heilbrigð skynsemi eða jafnvel þjóðhollus-tu, smýgur eins og sandur um greipar þeim, sem hafa það verk með höndum að skrifa í blöð — að velja eða hafna, og verður eins og blað innan blaðsins þar sem ritstjór- inn heitir Ótti við Almennigs- álit. Ýmsar greinar menningar- lífs okkar hafa orðið þarná hart úti og málaralistin einna harð- ast. Sem betur fer fyrir tónlist leiðir fámenni okkar af sér spé- hræðslu, sem kerour í veg fyrir að málarar af guðs náð haldi tónleika. Við erum viðkvæmir fyrir smæð okkar, fslendingar, en setjum okkur sjaldan úr færi að nota hana að skálkaskjóli. — Allt milli himins og jarðar er afsakað með því að allir þekk- ist. Nú er engin ástæða til að amast við því að fúskarar sýni og selji unz þeir blána, en það er bara ekkert fréttnæmt við það. Reykvísk blaðamennska er löngu orðin myndug, hún á bara á margan hátt við síbernsku að stríða og mál er að hún vaxi frá henni. Kjartan Guðjónsson. <£3»SKÁLINN Vörulyfturi — notoður Höfum áhuga á að kaupa notaðan rafknúinn vörulyftara. Lyftikraftur um 1CX)0 kg. HR. HRISTJÁNSSON H.F. M D fl fl I f) SUÐURLANDSBRAUT 2, VIÐ HALLARMÚLA m D U U 1 “ SíMAR 35300 (35301 — 35302). Byggingutæknifræðingur nýkominn til landsins eftir nokkurra ára dvöl í Danmörku, óskar eftir starfi. Reynsla í byggingariðnaði fyrir hendi. Tilboð merkt: „Byggingatæknifræðingur — 6385" sendist afgreiðslu blaðsins fyrir n.k. mánudag. Við Hvassaleifi Nýtízku 6—7 herb. íbúð ð 1. hæð um 145 ferm. til sölu. Sérinngangur, og sérhitaveita. Bílskúr fylgir. NÝJA FASTEIGNASALAN, Laugavegi 12, sími 24300. Utan skrifstofutíma 18546. burt med gráu slikjuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.