Morgunblaðið - 15.05.1969, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.05.1969, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1909 31 Mjólkurmagn hjú KEA jókst um 1,87° Stjórnin í tekur sér Kuala Lumpur, 14. maí — AP YFIRVÖLD í Kuala Lumpur, höf uðborg Malaysíu, virtust í dag hafa náð nokkurn veginn tökum á hinu alvarlega ástandi sem ríkt hefur í borginni eftir kosn- ingarnar sem fram fóru á sunnu- daginn. Þó er loftið enn mjög laevi blandið eftir kynþáttaóeirð- irnar, sem hafa kostað að minnsta kosti 39 manns lífið sam kvæmt opinberum tölum. Þessi tala er almennt talin of lág, og áætlað er að 100 hafi fallið og 300 slasazt. Stjórn Tunku Abdul Raihmans forsætisráðherra hefur tekið sér sérstök völd vegna ástandsins. Stjórninni verður meðal ann-ars heimilt að efna til leynilegra réttarhaiida og arfnema lög. Lög- reglunni verður heimiit að fram- kv?sma húsleit og gera eignir upptækar. Þá getiur stjórnin ógilt úrslit kosninga í fylkjum þar sem kosningum er lokið, það er í Sabah og Sarawak. Talið er að stjórnin óttist ósigur í þessum fylkjum. - GREINARGERÐ Framhald af bls. 32 blaði. Upplýsti ráðherrann m.a. að bygigingarhraði álbræðslunn- ar í Straumsvík yrði aukinn, þannig að árið 1972 næði hún 60—66 þúsund tonnum í stað þess að þa'ð yrði ekki fyrr en árið 1975. En 10—11 þúsund tonna stækkun bræðslunnar yrði skotið inn í og henni lokið 1. júlí 1970. Ennifremur greindi ráðherrann frá viðræðum, sem í vetur hafa farið fram um byggingu olíu- hreinsunarstöðvar á Islandi og sagði, að greinargerðir um bæði þessi mál yrðu lagðar frarn á Ai- þingi, áður en það lyki störfum. Þá kom fram í ræðu Jóhanns Hafsteins, að verið væri að und- irbúa reglur um hugsanlega hag- nýtingu á botni landigrunnsins, samkvæmt lögum, sem Alþingi hefur nýlega afgreitt. En komið hefði fratm áhugi einstakra aði'la á að kynna sér möguleika og lífcur fyrir árangri af borun á lanögrunninu hér. Á fundi Fíí í gær var lögð fraim skýrsla stjórnarinnar svo og reikningar. Þá var skipað í starfsnefndir, sem skila áliti á íöstudag. Fundur hefst á föstudag kl. 12 og mun þá Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðiherra, flytja ræðu um ísland og EFTA. Malaysíu aukin völd 3.000 vopnaðir lögreglumenn eru vfð störf í höfuðborginni Ku- ala Lumpur auk herliðs. Þótt yf- irvöldunum virðist ætla að tak- ast að ráða við ástandið hefur komið til nýrra átaka með Kín- verjum og Malayum. Sums stað- ar hafa 700 manna óaldarflokkar átzt við. Aðallega er hér um ung- linga að ræða. Talið er, a'ð að minnsta kosti 5.000 manns hafi leitað hælis í aðailiögreglustöð höfuðborgarinn- ar þegar útgönigubann gekk í gildi. Aðallega var hér um að ræða fólk, sem ekki komst heim til sin þar sem samgöngur hafa lamazt, og fólk, sem misst hefur heimili sín. Að minnsta bosti 19 hús hafa brunnið til ösku, kveikt hefur verið í að minnsta kosti 150 bifreiðum og fimm strætis- vögnum, en aðeins 15 menn hafa verið handteknir. Alvarlegur mat vælaskortur hefur gert vart við sig. SLÖKKVTLIÐSMiENN á Kefla- víku'rifluigveHi hafa fyrir skömmu ritað vallaristjóra bréf, þar sem þeir telja sér ekki fært að viinna lengur uindir stjórn Sveins Eir- íkr.'sonar, slökkviiMðisstjóra. Finna þeir slökkviliðsistjóranum það m.a. til for'áttu, að hafa skapað hætitulliega spennu innan liðsins, sam lamað hafi starfsgetu og starfsgleði manna og beinlíni's reynzt hættulieg heiliau þeirra, eins og það er orðað. VINNA við að steypa gangstétt- ir í borginni er um það bil að hefjast. Innkaupastofnun borgar inmar hefur verið að semja við verktakana Eðvarð Árnasion og Vélaleigu Steindórs sf., sem áttu lægsta tiliboð í verkið. Níu aðil- ar buðu í gangstéttargerðina, en lægsta tillboð var 3.989.900.00 kr. ÁRSFUNDUR Mjólkursamlags KEA var haildinn í samkomu- húsin'u á Akureyri laugardaginn 10. maí og hófst kl. 10.30 árd. Fundinn setti formaður félags- stjórnanninar, Brynjólfur Sveins- son, yfirkeninari, en fundanstjór- ar voru kjörnir þeir Jónas Krist- járnsson, fyrrverandi mjólkursam- lagsstjóri, og Jón Bjarnason, Garðsvík. Ritarar fundarins voru kjömir Kristján Hannes- son, Kauparngi, og Guinnar Krist- jánsson, Dagverðareyri. Á fund- inum mættu 230 mjólkurfram- leiðendur frá 13 félagsdeildum, auk stjómar, fram'kvæmdastjóra, mjólkurham'lagissrtjóra og margra gesta. M j ó tku rsaiml agsst j óri, Vern- harður Sveirusson, flutti ýtarlega skýrsliu um rekstur samlagsins á liðrnu starfsári og las reikniniga þess. I skýrtsiu hans kom fram, að innlagt mjólkurmagn á árinu 1968 var 19.866,940 ltr. frá 421 framleiðanda, en framleiðendum hafði fækkað um 25 á áriniu. — Mjólkurmaginið hatfði aukizt um 352.800 ttr. eða 1,8%. Meðalfitu- magn mjólkurinmar var 4,02%. Af mjóíkurmagnimu votru 20.22% se/ld sem neyzlumjólk, en 79,78% fóru til framleiðslu ýmissa mjólk urvara. Mbl. spurði slökkviliiðsstjóra, hvað hann vildi um efni þessa bréfs íegja. Taldi hann að með því hefði ekki allur sannleikur- inn komið í Ijós. Tilraunir hefðu verið gerðar til að ræða þetta ntólefnalega, en ekki tekizt enn. Hér væri eSckert að, sem e(kki væri leikur einn að laga og vilji væri fyrir hendi' hjá yfirvölduim á vellinum, að bæta úr því, sem afiaga færi, ef um eitthvað slí'kt væri að ræða. Steypa á gangstéttir við Kapla skjólsveg, Hörgíihlið, Grænuhlíð, Bólstaðahlíð, Safamýri, Nesveg, Háuhlið, Bogahlíð, Háaleitis- þraut, Safamýri, Flugvallarveg, Stigahlíð, Skaftahlíð og Álfta- mýri, Á að vinna verkið í sumar og ljúka því fyrir 3. októ'ber. úrið 1968 Á árinu var framleitt: 551.292 kg. smjör 347.131 kg. ostar 196.721 kg. skyr 171.800 kg. kasein 21.220 kg. þuirnmjólk Reikninigsyfirlit ársins sýndi, að reksturs- og sölukostnaður hafði orðið samtals 242.63 aurar pr. ltr. Útborgað hafðd verið mánaðarlega til fraimleiðenda 669.10 aurac pr. ttr. Eftirstöðvar mjólkurverðs tiil bænda voru 264.05 aurar pr. ltr., en þegar með eru talin gjöld til Búnaðar- málasjóðs, Stofnlá-nasjóðs, Verð- miðlunairsjóðis og styrkur til Sambanids nautgriparæktarfélaiga í Eyjafirði varð beildarverð mjól'kurininar 981.10 aurar pr. ltr. — Fundurimn Samþýkkti, að af eftirstöðvunum greiðist 250 aiur- ar pr. Itr. í -rei/kniiniga framleið- enda, 14 auirar pr. ttr. leggist i stofnsjóð Samlagisms, en 0.05 aur ar pr. ttr. yfirfærist til næsta árs. Verulegar umræðuT urðu á fundimum uim málefni Samlags- ins og landbúnaðarfnál almennt. Eftirfarandi álykt/una'rtillaiga var samþykkt samhljóða á fundinum: „Ársfundur M j óllku rsaml a g s KEA haldiinin á Akureyri 10. maí 1969, skorar á ríkisstjórnina að hæklka rvú þegar rekstrarlén landbúnaðarins þaninig, að þau verði hlutfallslega ekki lægri á dilk en þau voru árið 1958“. - HÁSKÓLAREKTOR Framhald af bls. 32 atkvæðisrétt hatfa. Atkvæða- greiðslan er leynileg og fyrstu úrslit urðu þau, að Magnús Magnússon, prótfessor í verk- fræðideild hlaut 24 atkvæði, Magnús Már Lárusson, prótfessor í heimspekideild, 22 atkv. og Hreinn Benediktsson, prófessor í heimspekideild 12 atkv. Einn seðill var auður. Samkvæmt lög- um um rektorskjör var nú kos- ið öðru sinni milli tveggja efstu. Urðu úrslit þá þau, að Magnús Már Lárusson hlaut 29 atkv., en Magnús Magnússon 26, auðir seðlar og ógildir voru 4. Magnús Már Lárusson er fædd- ur 1917 í Kaupmannaihötfn. Voru foreldrar hans Jónas Magnús Lárusson, gistihússtjóri á Akur- eyri, og kona hans, Ida Maria, fædd Gullström, frá Austur- Gautlandi. Magnús Már lauk guðfræðiprótfi frá Hásikóla ís- lanris 1941 og var settur sókn- arprestur í Breiðabólstaðarpresta kalli á Skógarströnd sama ár. Kennari við Menntaskólann á Akureyri var hann 1941 til 1944, en prestur á Sfcútustöðum í Mý- vatnssveit frá 1944. Frá 15. september 1947 gegndi Magnús Már prófessorsembætti við guð- fræðideifld Háskólans, en sl. haust var hann sikipaður prótfess- or í sagntfræði við heimspeki- deild. Gistiprófessorsiembætti gegndi hann í Uppsölum 1963— 64 og í Lundi 1966—67. Frá 1956 hetfur Magnús Már verið meðrit- stjóri af Islands hálfu í Kultur- historisk Leksikon for Nordisk Middelalder. Kona Magnúsar Más er María Guðmundsdóttir frá Norðfirði og eiga þau fjögur börn. Þess má geta, að sonur þeirra, Allan Vagn, stud. jur., er um þessar mundir formaður Stúdentaráðs Háskóla Islands. Ármann Snævarr var fyrst kjörinn rektor Háskóla íslands árið 1960 og hetfur gegnt því embætti síðan. — VIETNAM Framhald af bls. 1 innar í Parisarvfðræðunum hafa lagt fram. RÆÐA NIXONS Ræðu þeirrar er Nixon átti að halda í nótt að íselnzkum tíma hetfur verið beðið með etftir væntingu þótt ekki hafi verið búizt við því að hann kæmi fram með óvæntar yfirlýsingar. Tillög ur Þjóðfrelsisfylkingarinnar og vaxandi óþolinmæði Bandaríkja- manna vegna þess að enn hefur ekki verið bundinn endi á styrj- öldina eru taldar helztu ástæ'ð- urnar til þess að Nixon ákvað að halda ræðu sína. Yfirmaður bandaríska herliðs- ins í Víetnam, Creighton Abrams hershöfðingi, og aðalsamninga- maður Bandaríkjanna í Parísar- viðræðunum, Henry Cabot Lodge, hafa setið á fundum með Nixon í Hvíta húsinu. Á morg- un situr Lodge fund ríkisstjórn- arinnar og Þjóðaröryggisráðsins á'ður en hann snýr aftur til Par- ísar með ný fyrirmæli frá Nixon. HARÐIR BARDAGAR Harðir bardagar geisuðu víðs vegar í Suður-Víetnam í dag þriðja daginn í röð og banda'- rísika hexstjórnin telur, að 2.000 hermenn Norður-Víetnama og Víet Cong hafi fallið. Tilkynnt er, að 100 bandarísikir hermenn hafi fallið og nokkur hundruð særzt síðan hinar auknu eld- flauga- og fallbyssuárásir hófust á sunnudag. 300 stjórnarhermenn hafa fallið og 782 særzt. Lútnír uf völdum umferðurslysu SVERRIR Þór JónsLon, Boða- slóð 22, Vestmannaeyjuim, sem slasaðist í árakstri 4. þ.m., lézt af völduim slyssms sl. sunnuidag. Litli drenguTinn, Pétur Gunn- ar Þór Árnason, sem lenti í bíl- slysi a gatnamotuim Lauigavegar og Snorrabrautar 7 þ.m. er einn- ig látinn. Útvurpsumræðui unnuð kvöld SÍÐARA kvöid eldhúodagsuim- ræðnanna frá Alþinigi verður annað kvöld, föistuidagskvölid, og verða ræðumenn af hálfu Sjáif- stæðiisflokkiins þá: Jóihann Haf- stein, dómismiálaráðlherra, Magn- ús Jónsson, fjánmiálairáðherra, Steinþór Gestsson og Friðjón Þórðarson. Bridge Heimsmeisturu- keppnin HEIMSMEISTARAKEPPNIN í briidge, sú 16. í röðinni, fer fram í Biraziílíu þessa dagana. Kepp- endur eru 5, þ.e. ítadlía, Fraifck- land, N.-Ameríka, Kína og Birazi- lía. Keppninni er þannig háttað að fyrst ípila ailar þátbtökuþjóð- imar saman 120 spil, en að þeinri undankeppni lokinni keppa 2 efstu þjóðirnar um heilmsmeist- aratitilinn. Að 11 umferðum loflcnuim er staðan þetisi: 1. ítalia 146 stig 2. Kína 121 — 3. Fra’klkland ne — 4. N.-Ameríka 81 — 5. Brazilía 77 — í 11. umferð sigraði ítalía Kína með 82:69, sem gerir 14 stig' gegn 6. Leikurinn var afar jafn og spennandi, en á næst-eíðasta spiflinu tóflcst D’Aleliio og Patois Tillli að segja og vinna ágaeta slemmiu, sem andstæðingium þeirra við hitt borðið tókst ekki að segja. Má segja að þetta eina ipil hafi gent út um leiikinn. Brazilía sigraði N.-Ameríku í 11. umiferð með 60:49, sem gera 13 st.ig gagn 7. ítalska sveitin hefur þegar tryggt sór sæti í úrslitalkeppn- inni, en Kína og Fraklkland berj- ast um hitt sætið. Frá ársþingi iðnrekenda á Hótel Sögu í gær. Gunnar J. Friðriksson, formaður félagsins, í ræðu stól. Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, situr fyrir miðju. Neilu uð vinnu undir stjórn slökkvUiðsstjóruns Gangstéttir steyptar á 14 göfur í borginni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.