Morgunblaðið - 13.06.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.06.1969, Blaðsíða 16
16 MQRGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1 JNttgmtMtötfr tjitgieíandi íl.f. Árvafcuir, ReykjavSc. Fxamkvæmdaistj óri Haráldur Sveinsaon. •Ritstjórax' Sigur'Sur Bjaraason frá Vigluir. Matthías Johannessten. Eyjólfur Konráð Jónsson. BitstjómarfuUteúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjcri Björn Jólhannsson. Anglýsinga'stjóri Arni'Garðar Kristins30«. Kitstjórn oig afgrieiðsla Aðalstrseti 6. Sími 10-lðO1. Auiglýsángaa? Aðalstræti ‘5. Sími 22-4-80. Asikriftárgjald kr. ISð.OO á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 10.00 eintakið. A THYGLIS VERÐIR KJARASAMNINGAR ■jVTýlega voru gerðir samn- ’ ingar milli ísals og þeirra verkalýðsfélaga, sem hlut eiga að máli um kaup og kjör starfsfólks álversins. Þessir samningar eru eftirtektar- verðir að því leyti, að með • þeim er í fyrsta skipti hér á landi farið inn á þá braut að gera heildarsamninga fyrir allt starfsfólk fyrirtækis, þótt það vinni ólík og mis- munandi störf. Hér hefur sú skipan mála lengi verið við lýði, að menn skipa sér í verkalýðsfélög eftir starfsgreinum. Afleið- ingin verður sú, að verkfall, sem nær til fámenns hóps starfsmanna stórfyrirtækis getur gjörsamlega lamað starfsemi þess. Þannig kom það fram í samningaviðræð- unum í vor, að verkfall ör- fárra félagsmanna V.R. hjá flugfélögunum hefði getað stöðvað millilandaflug þeirra algjörlega. Allir sjá, að slíkt fyrir- - komulag er úrelt og raunar með öllu óeðlilegt. Þó hefur það komið fyrir hvað eftir annað, að einmitt tiltölulega fámennir starfshópar hafa stöðvað þýðingarmiklar starfsgreinar. Matreiðslu- menn hafa t.d. stöðvað far- skipaflotann, svo að eitthvað sé nefnt. Samningar ísals og verka- lýðsfélaganna, sem þar eiga hlut að máli hafa vafalaust kostað mikla vinnu en með þeim er sett fordæmi, sem líklegt má telja ,að eigi eftir að breiðast út ef reynslan af þessari samningsgerð verður góð. Það er sérstök ástæða ta að fagna þeirri framsýni og þeim skilningi, sem ein- kennt hefur afstöðu verka- lýðsfélaganna till samning- anna við ísal og kann svo að fara, að þeir verði undanfari verulegra umbóta við gerð kjarasamninga hér á landi. "JÁTNING,, HUSAKS rátt fyrir allt það, sem gerzt hefur í Tékkó- slóvakíu frá 21. ágúst 1968 og fram á þennan dag hafa ráðamenn þar í landi þó allt- af staðizt kröfur Sovétríkj- anna um, að þeir lýstu því yfir, að innrásin í land þeirra hafi verið nauðsynleg. Nú verður ekki annað séð af þeim fregnum, sem berast frá ráðstefnu kommúnista í Moskvu, en Gustav Husak, aðalleiðtogi kommúnista- flokksins í Tékkóslóvakíu, hafi gefið slíka yfirlýsingu eða því sem næst. Þar með hafa tékkóslóvakískir ráða- menn gleypt síðasta bitann og örlög þeirra hugrökku þjóða, sem vöktu aðdáun manna um víða veröld fyrir tæpu ári, ráðin um ófyrirsjá- anlega framtíð. Jafnframt því, sem atburð- irnir í Tókkóslóvakíu síðustu mánuði hafa verið afar lær- dómsríkir hefur einnig verið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum kommúnista hér á íslandi til þeirra. Með nokkrum rökum má segja, að það, sem gerzt hefur að und- anfömu í Tékkóslóvakíu sé mun alvarlegra fyrir framtíð þjóðanna þar en sjálf innrás- in. Umbótasinnarnir héldu Völdum fyrst í stað eftir hana og drógu eftir mætti úr af- leiðingum hennar fyrir fólk- ið í landinu. Nú er járn- krumla kommúnismans hins vegar að lokast um Tékka og Slóvaka á ný. En kommún- istar hér á íslandi þegja. Af skrifum blaða þeirra verður ekki séð að þeir hafi nokk- uð við atburðarásina að at- huga. Öllu heldur má segja, að þeir séu nú að færa sig upp á skaftið í skrifum um Tékkóslóvakíu. Á þeirra máli nefnast atburðimir 21. ágúst 1968 ekki lengur innrás held- ur „íhlutun". Jafnframt hafa þeir að engu samþykktir, sem flokkur þeirra gerði sl. haust um að slíta öllum samskipt- um við innrásarríkin. Þvert á móti em nú tíðar ferðir helztu flokksbroddanna til kommúnistaríkjanna, sem að innrásinni stóðu m. a. A- Þýzkalands, sem er lítilmót- legasta leppríkið af þeim öllum. Þeir, sem eldri eru hafa séð þetta allt gerast áður en fyrir æskuna era þessir við- burðir einkar lærdómsríkir. Þess vegna ætti unga fólkið að fylgjast vel .með því, sem gerist í Tékkóslóvakíu á næst- unni og ekki síður með af- stöðu kommúnista hér á landi. Allt sýnir þetta okkur, að kommúnistar hafa ekbert breytzt. Þeir eru sömu hand- bendi Moskvuvaldsins og áður. ÞANN 6. júiní s(l. vomu 25 ár li'ðin frá inmrá’S Biamidiaimiainina í Noirimain'dy í Fnaíkklainidi. Á ©frd mymidiiinnii sjiáat fiimm baimdarískd'r herimiemint fleta upp brelklkiu þá, t>ar seim þeir uirðu að berjasit fyriir l'ífii sinu fyrdir aMairfj'órðuinigi. Staður- ir.in 'beitir Foinite diu Roc, oig diragur mlaifn sitlt aif iMeltitinum. Á aneðri mynid'iminii sézt er mininliaviairði uim bamldlarís'ka herimeinin, eir féWu á þeúm stað á strö'nid Normanidy, sem á inm 'jlása'ndiaginin gelklk 'umiddr mafn- imu „Oimia:ha-strömid“, v'air vígð ur 5. júmií sll., daigiimn fyrir 25 ára aifimiæ'li innrás'airinniar, eða D-daigsinis, sem svo vair niefnd uir. Schramme fer ekki til Afríku Mad'rid, 111. júinií. NTB. MÁLALIÐSFORINGINN Jean Schramme, sem stjórnaði í fyrra hersveitum hvítra málaliða i Kongó, vísaði því í dag ein- dregið á bug, að hann ætlaði að fara aftur til Afríku. Hann sagði þetta í viðtali við spænsku frétta stofuna Cifra og kvaðst geta fullvissað alheim um, að hann hefði engan áhuga lengur á stjórnmálaþróun og framvindu mála í Afríkuríkjum. í gær haifðii befllgídkia ultiaimríkis- iláðiumeyitOð tiökiymmt aið Schriaimme heflði horlflið úir lainidli og væri Mkast ty að talkia uipp fyrri hiáittu í Amgo'Ia. Schmamime saigð'i: „Etoki kæ-mi mér á óivart þó'tit éig læsii í bllöðluim aíð ég væri á teið till SuðurpióMinis tifl iatð ák 'pu'leggj' m'ör'gæaaiuppriaisn11. SahT'aimm' 'kiva'ðdt ælXia að sietjaislt uim kyrr't, anmað bwort é Spiámi ©ða í Portú- gafl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.