Morgunblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1%9 Hrafnseyri við Arnarfjörð fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar Hallgrímui Sveinsson, umsjónarmaður, tók saman Upphaf byggðar á Eyri. f Landnámu segir svo: „Öm hét maðr ágætr. Hanm var frændi Geirmundar heljar- skinns. Hann fór af Rogalandi fyrir ofríki Haralds kommgs. Hanm nam land í Amarfirði svo vítt sem hanm vildi. Hann sat um veturirun á Tjaldanesi, því at þar gekk eigi sól af uim skammdegi. Án rauðfeldr, sonr Gríms loðinkinma ór Hrafnistu ok sonr Helgu, dóttur Ánar bog- sveigis, varð missátr við Har- ald konrumig hinn hárfagra ok fór því ór landi í vestrvíking. Hanm herjaði á írland ok fekk þar Grélaðar, dóttur Bjartmars jarls. Þau fóru til fslamds ok kómu í Amarfjörð vetri siðar en Öm. Án var inm fyrsta vetr í Dufansdal. Þar þótti Grélöðu illa ilmat ór jörðu. Öm spurði til Hámundar heljarskinms, frænda síns, norðr í Eyjafirði, ok fýstist hanm þangat. Því seldi hamm Áni rauðfeld lönd öll milli Langaness og Stapa. Án gerði bú á Eyri. Þar þótti Grélödu hunamgsilmr ór grasi." Jörðin Hrafnaeyri er á norð urströnd Amarfjarðar og er nokkurn veginm miðsveitis í Auðkúluhreppi, sem er í Vest- ur-ísafjarðarsýslu Til norðurs frá Hrafnseyri gengur dalur nokfeur all stór og heitir Hrafrkseyrardalur. Um dalþenn an renmiur Hrafnseyrará, sem ekki er mjög stórt vatnsfall. Svo háttar til þar sem Hrafns- eyrará remmir til sjávar, að þar hefur myndazt eyri sitt hvorum megin árinnar. Á inmri eyrinmi hefur bærinm sennilega staðið í öndverðu og femgið þar af nafn sitt, en slíkar nafri- giftir em algengar á Vestfjörð um. Samkvæmt áður ritaðri frá- sögn Landnámu hafa þau Án og Grélöð verið hinir fyrstu ábúendur á Eyri. Ekki er vit- að hvar bær þeirra hefur stað- ið, en þess má geta, að niður á eyrinmi eru tóttarbrot nokkur, Grelutóttir. Hvort þetta eru leifamar af bæ þeirra Ánar verður ekki fullyrt. Mjög lítið vita menn nú uim þessa frumbyggja Eyrar fram yfir það sem hér hefur verið sagt. Þjóðsagan segir, að Án sé heygður uppi á Ánarmúla, um fimm hundruð metra háum klettanúp sem gnæfir yfir landareign Hrafnseyrar. Þetta er þó alveg ósannað mál. Án og Grélöð búa á Eyri á fyrri hluta tíundu aldar. Hrafn Sveinbjamarson. Lítið vita menm nú um þá sem bjuggu á Eyri fyrstu tvær til þrjár aldimar eftir að Án og Grélöð leið. Þó eru nokkr- ir nefndir, en verða ekki nafn- greindir hér. Á ofanverðri tólftu öld og fyrstu árum þeirr ar þrettándu, býr á Eyri Hrafn Sveinbjarnaraon, mildur höfð- ingi og frægur í íslandssögunmi fyrir höfðingsskap sinn. Er Hrafn nafnkemmdasti höfðingi sem setið hefur á Eyri. Ber þar margt til, em einfcum þo það, hve hanm bar af samtímamónm- um sínrum á Sturlumsgaöld fyr- ir friðsemdar sakir. Versta fjandmanni sínuim, Þorvaldi Vatnsfirðing, gaf hanm upp sakir hvað eftir anmað, en svo lauk þeirra Skiptum að Þor- valdur náði Hrafni á sitt vald og lét vega hamn. Er þarflaust að rekja þá sögu hér, svo kunn sem hún er. Læknir mun Hrafn hafa ver- ið frábær og hefur verið leitt rökum að því, að hanm hafi verið einhver færasti læknír í Norðurálfu á sinmi tíð. Slíkt hið sama voru einmig faðir hans og afi nafrnkemvdir lækn- ar. Ekki er bunmugt um húsa- skipun og armað sem því við- kemur í tíð Hrafns. Húsakynmi hafa þar vegleg verið á þeirr- ar tíðar mæli'kvarða og margs hefúr þurft við, því búið var stórt og margir voru nauðleit- armenmimir, auk anmarra gesta. Að sjálfsögðu munu margir sjúkliragar hafa dvalið hjá Hrafni, sumir laragtímum saman eftir erfiða uppskurði sem harrn framikvæmdi. Er raumar ekki ósemnilegt að á Hrafnseyri hafi verið eitthvert fyrsta sjúkrahús á íslandi, þó í anm- arri mynd hafi verið en nú tíðk- ast. Virki lét Hrafn gera um bæ sinm úr grjóti. Ekki sér þess nú stað. Hinsvegar sést vel móta fyrir hafskipanausti hans niður við sjó, svokölluðu Hrafnsnausti. Segja munnmæl- irt, að þar hafi Hrafn ráðið hafskipi til hlunns. Má þetta til sanns vegar færa, þar sem Hrafn fór nokkrar utanferðir, meðal aranars til að kymna sér lækningar. Þegar hér er komið sögunni, hefur orðið sú breyting á höf- uðbólinru, að bærinm hefur verið fluttur úr stað og stendur nú í hvammi þeim sem verður rétt fyrir iranan Hrafnseyrará, kipp kom frá upphaflega bæjarstæð- irau. Ástæðan fyrir flutningn- um hefur senmilega verið ágarigur árirarvar. Hvammnjr þessi takmar'kast af svokölluðu Gvendamholti að ut an en Bæli að innaraverðu. Báð ar þessar miShæðir gera það að verkum að skjólgott er í hvamm inum. Niður af Bælinu verður Æskumynd af Jóni Sigurðssyni allbrött brekka, nefnd Bælis- brekka. Rétt fyrir neðan brekk umia hefuir bærinn staðið allt fram á þemraan dag, með litl- um breytingum. Er þama fag- urt og ákjósamlegt bæjarstæði. Þegar tímar liðu fóru menn að kenma hina foru Eyri við Hrafn, og kölluðu Hrafnseyri. Hefur það þótt vel við eiga að kenma staðinm við frægasta höfðiragja sem þar hefur setið. Hrafnseyri verður prestsetur. Ættmenni Hrafns Sveinbjam- arsonar eiga og sitja Hrafns- eyri allt fram að 1418. Þá hef- ur Guðmundur Arason á Reyk hólum eignazt jörðiraa eftir móð- ur sína, og fær haraa í hendur stjúpmóður simmi, Þorgerði Ól- afsdóttur. Hemraar fólk á síð- am jörðina allt þar til hún er gerð að prestssetri, laust eftir aldamótin 1500. Gerðist það með þeim hætti að ríkur höfðiragi sem þá bjó á staðraum, Jón Dan Bjömsson, laurasoraur Bjöms Þorleifssom- ar hirðstjóra, gaf jörðimia, ásamt ýrrasu fylgifé, til þess að þar mætti ætíð verða prestssetur. Átti kona hams, Kristín Sumar- liðadóttir, góðan þátt í því með horaum að svo varð. Hefur stað- uriran verið prestssetur frá þeim tíma og allt fram á þemm- an dag, þótt eraginm sitji þar nú presturinm. Fyrsti prestur, sem sögur fara af á Hrafraseyri, er Mark- ús Sveinhj amarsom, bróðir Hrafns. Er ‘haran þar heimilis- prestur, likt og algengt var á stórbýlum á þeim tímum. Eftir hans dag vomu ýmsir heimilis- prestar á Hrafnseyri og er lítið um þá vitað. Frá byrjxm sext- ándu aldar, er staðurimm er gerður að föstu prestsBetri og til ársins 1961, að seinasti prest uriran fór þaðam, hafa alls 25 prestar setið staðinm. Frá ár- inu 1941, þegar séra Böðvar Bjarnasom lét af preatsákap eft ir 40 ára þjómiuistu á Hrafns- eyri, hefur Hrafraseyrarpresta- kall ýmist verið þjómað af prest I um sem setið hafa á Hrafraseyri, eða þeir hafa setið í nœrliggj- aradi köllum, og svo er nú í dag, að brauðirau er þjónað frá Þingeyri. Verður ekki arrnað sagt, en að staðurinm hafi sett raokkuð niður fyrir þær sakir, að þar er nú prestlaust. Hrafraseyrarprestakall er nú fámerant orðið og byggð í Auð- kúluhreppi hefur dregizt mjög saman hin seirani árin, svo sem víða aranarsstaðar í afskekktum sveitum Vestfjarða. Er nú ekiki útlit fyrir að á Hrafnseyri sitji prestur nœstu árin, enda var prestakallið eitt af þeim sem sameina átti öðrurn, í lagafrum- varpi því sem lagt var fyrir Al- þiragi fyrir tveimur árum, um breytiragar á prestaköllum og fleira, em að vísu hefur verið hljótt um það mál að umdam- förmiu. Um ýmis söguleg atriði í grein þessari hefur einikum ver ið stuðzt við bók séra Böðvams Bjarraasonar, Hrafnseyri, sem út kom árið 1961 hjá Menming- arsjóði og Ólafur Þ. Kristjáns- son bjó til prentumar. Ætla má, að kirkja hafi ver- ið byggð á Hrafnseyri þegar á elleftu öld. Þó emu ekki um það öruggar heimildir, em þeg- ar kemur fram á fyrri hluta tólftu aldar, má heita víst, að kirkja hafi þar verið byggð. Var hún helguð Maríu og Pétri post ula. Núverandi kirkja á staðnum er frá árirau 1886, byggð úr timbri, og klædd utam með bárujárm. Stendur hún fyrir raeðan Bælishrekku sem áður er raefnd, rétt við gamla bæjar- stæðið, og er kirkjugarðurinn umíhverfis haraa. Er nú bæði kirkja og kirkjugarður hror- legt orðið, og hefur ekki verið haldið við sem skyldi. Ör- Skamimt neðan til við kirkjura eru merkilegar fomleifar. Er það rúst af kirkjugarði og kirkju, talið vera frá Sturl- uragaöld. Við þá kirkju hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.