Morgunblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 Þér eruð vorðsveit á vegum ALLT frá því, að kempan Egill Skallagrímsson kvað sig frá helsorg og tryggði sér ævar andi skáldhróður með Sona- torreki, hefur skáldgáfan reynzt íslendingum framar flestu öðru sönn guðsgjöf og iðkum henmair „bölva bætur“ og „íþrótt vammi firð“. Húin og systir hennar, frásagnalistin, sköpuðu þær bókmenntir, sem hafa mest og bezt frægt ís- lenzku þjóðina vítt um hinn menntaða heim — og urðu, ásamt þeirri kveðskapar- og sagn- hefð, sem var afsprengi þeirra, — vemd íslenzkrar tungu, þjóðlegs metnaðar og mann- dómsanda á hinum myrku nauð öldum og síðan grundvöll- ur hraðfara og blómlegrar menningarlegrar reisnar og í fyllimg tímamis, alhli'ða sóknar og sigra á brautu umbóta, auk- ins frelsis og loks fullkomins sjálfstæðis. Skáldin hafa því verið „varð sveiit á vegum“ þjóðarinniar í þrautum hennar og þrenging- um oft í fremstu sóknarröð, þeg ar mest hefur á riðið, jafnt um örvun sem varnað. Þessa þykir vert að minnast á aldarfjórð- ungsafmæli hins langþráða lokasigurs í baráttunni fyrir algeru fullveldi íslands. Hér faira svo á eftir brot úr ís- ienzkum ljóðuim frá ýmsum tím um, strjálar myndir, sem gefa nokkra hiugmynd um, hve Teikningar eftir Haildór Pétursson skáldin hafa dáð lamd sitt og hve annt þau hafa látið sér um íslenzka tungu og menningu og veg og gengi þjóðar sinnar í vörn og sókn — og einnig nokkrar sem sýna, að þeim hef uir jaifmain virzt, að hliuituir þeirra væri meira metinn í orði en á borði. EGGERT ÓLAFSSON: Koma munu laeknar þeir er landsmanna bæta geðbresti bæta siðbresti, landstjórn bæta, byggja kunnustur og veglegt bóka vit. Skulu kaupferðir í kjör fallast og vaxa velmegun; springa munu blómstur á bæjartré, göfgu mun þá fjölga fræi. Þá munu lögkænir að lögbergi deila hvartki dóm; ætlanarmenn, orðsnillingar hreinni tungu tala. Ef þú étur ekki smér eða það, sem matur er, dugur allur drepst í þér, danskur íslendingur. Hafðu salt og hafrasaup, eða hákarlskaup herða tær og fingur. Þótt mitt hjarta þryti á ný og þorna loksins tæki, hver veit, nema Island í annað hjarta sæki. BJARNI THORARENSEN: Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði, fjöll sýni torsóttum gæðum að ná; bægi sem kerúb með sveipanda sverði silfurblár Ægir oss kveifarskap frá. En þú, sem undan ævistraumi, flýtur sofandi að feigðarósi, lastaðu ei laxinn, sem leitar móti straumi sterklega og stiklar fossa. BÓLU—HJALMAR: Aldin móðir eðalborna, ísland, konan heiðarlig, eg í prýðifang þitt forna fallast læt og kyssi þig, skrípislæti skapanoma skulu ei frá þér villa mig. Þér á brjósti bam þitt iiggur, blóðfjaðrimar sogið fær; eg vil svarinn son þinn dyggur samur vera í dag og gær, en hver þér amar alls ótryggur eitraður visni niður í tær. Ef synir móður svíkja þjáða, sverð víkinga mýkra er, foreyðslunnar bölvan bráða bylti þeim, sem mýgir þér, himininn kveðjum heillaráða og hræðumst ei, þótt kosti fjör. Legg við, faðir, líknareyra, leið oss einhvem hjálparstig; en viljirðu ekki orð mín heyra, eilíf náðin guðdómlig, skal mitt hróp af heitum dreyra himininn rjúfa kringum þig. Föðurlandselska félaus ekki greiðir guma ráð; viljinn vopnlaus vart umbreytir rúst í blómstra ríki ... Miklu fá orkað í mannvina höndum samlynd tryggðatök, og hreinsaður vilji frá vana fornum, heimsku og hindurvitnum. Mikið sá vann, sem vonarísinn braut með súmm sveita; hægra mun síðan að halda þíðri heilla veiðivök. SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ: 'Enn grær á vorri ættarjörð atorka sönn hjá traustum hölum, enn er glaðvært í grænum dölum, hvar gæfusæl sér Ieikur hjörð; enn sjáum lax og silungsfansa í silfurelfum ljósum dansa, fögur er sönglist fugla nóg um f jörðu, ey jar dali og skóg . Heill sér þér, kæra feðrafrón! Fjöll þín í gegnum eilífð standi, þó vötn og eldar veröld grandi, þau gleðji þinna sona sjón. Ginnunga upp úr gapi óholla gráhærða réttu f jallakolla, svo vér frá Gimli getum sjá, hvar gamla island forðum lá. JÓNAS IIALLGRÍMSSON: Astkæra, ylhýra málið og allri rödd fegra, blíð sem að barni kvað móður á brjósti svanhvítu, móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndið að v-eita. Veit þá enginn, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu, góðs að bíða? Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn, þegar aldir renna; skáldið hnígur og margir í moldu með honum búa, — en þessu trúið. Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljan hvessa, vonina glæða, hugann hressa, farsældum vef ja lýð og láð. .. Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf; margoft tvítugur meir hefur lifað svefnugum segg, er sjötugur hjarði. Sú er hin mikla blessun bezt allra þeirra, er meira megna en munninn fylla og sínu gegna, að þegar þeir deyja, þá er hún mest. Hver, sem vinnur landi og lýð, treysta skal að öll hans iðja allt hið góða nái styðja þess fyrir hönd, er hóf hann stríð. JÓN THORODDSEN: Þó möndull tíma veröld velti og varpi að oss nýrri hlið og svalur vetur sumar elti og sumarbirtu vetrar nið: jörð æ lík er sjálfri sér, — þar eru blettir blómi settir, oss sem ber að una við. En maður þér ei ætlað er rósar að lifa lífi, því stattu fast, þótt storma kast stundum að kinn þér svífi. GRÍMUR THOMSEN: í átthagana andinn leitar, þó ei sé loðið þar til beitar, og forsælu þar finnur hjartað, þó fátækt sé um skógarhögg. Sá er beztur sálargróður, sem að vex í skauti móður, en rótarslitinn visnar vísir, þó vökvist hlýrri morgundögg. Verst er af öllu villan sú, vonar og kærleikslaust á engu hafa æðra trú, en allt í heimi traust, fyrir sálina að setja lás, en safna magakeis, og á vel tyrfðum bundinn bás baula eftir töðumeis. BENEDIKT SV. GRÖNDAL: Hvar Ijóma skýin með himinfegri sjón? Er heiðríkjan annars staðar meiri en um Frón? Og hvar segja bárurnar betur því frá, sem bar við um heiminn og gleymast ei má? Þó framtak og dugnaður felist oss enn, í fjalldölum búa og trúa því menn, að enn komi tíð eftir eymdanna stund og eitthvað flytji sólin í gulllegri mund. Hér var ég fæddur, og hér skal mitt lík hvíla í mold undir kistunnar brík, hér bjuggu faðir og móðir og mey, og mín er þessi jörð, hvort ég lifi eða dey. PÁLL ÓLAFSSON: Nú er ísafoldin frjáls, fjöll og dalir, vötn og skógar allt tekur nú eins til máls: „Ógn .er gott að vera frjáls!* Fellur eitt um annars háls af unaði til lands og sjóar, því nú er Isafoldin frjáls, fjöll og dalir, vötn og skógar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.