Morgunblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1969 15 Fyrir handan hafbreið sundin hillir allra drauma fylling. Gyllir sól á heiðu hveli Himinf jöll og Iðavöllu, andinn laus úr álögböndum, efst er sett hið fagra og rétta, maður Iíkur guðum góðum. Gott er heima þá að dreyma. ÞORSTEINN JÓNSSON (Þórir Bergsson): Mér austanblær í eyru hvíslar hljótt, sem andvörp taki menning sólarlanda. tlr dagsins átt nú dregur svarta nótt um dæmda jörð og gustuar köldum anda. Mun dýrið gamla andlaust, villt og ótt við opnar grafir dýrstu vona standa? eftir tvístruð öfl að tvinna, auka skriðið, herða skaut. Vinur, heill til verka þinna! Vit þú stefnir sigurbraut. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON: Myndi 1-engur æskan una aldaglamri í vanans hlekkjum, tjóðurbandi, stíu í stekkjum! Upp hún viil og áfram bruna. Ofar og hærra efnisheimi, innra og dýpra liggja brautir andans gegnum eld og þrautir móti aldar öfugstreymi. Heimur nýrra lita og ljóða, ljóss og magns, skal numinn verða, hugurinn sinna fara ferða frjáls úr tjóðri kredduþjóða Hugsun ný í nýjum skrúða ná á aldarstefnu tökum, — ný skulu vinna rök á rökum rökkurdrauga skriflabúða. SIGURÐUR SIGURÐSSON FRA ARNARIIOLTI: UNNURJBJARKLIND (HULDA): ísland, ísland! Öllu fegri er þín forna goðaströnd; enginn getur yndi fjarri er þín heiðtign lagði í bönd. Þeim, sem örlög frá þér flytja, fylgir þrá í ókunn lönd. Ár og síðar öllum hollust er þín trygga móðurhönd. ísland, ísland! Öllu skærri okkur hljómar tunga þín; hún skal nafn þitt, móðir, mæra meðan vomótt björt þér skín. Þegar hætta þér er búin, þá skal glymja strengur hver, harpa málsins hugmóð knúin hrópa á lið til varnar þér. MAGNÚS STEFÁNSSON (Örn Arnarson) Til eru menn, sem vaka og vinna. Von og trú þeir djúpin brúa, er samtíð skilja og fagra framtíð, fæðustrit og æðstu gæði. Hæst af Bifröst öldum ofar eygist fjærst mót sól og degi, fyrir handan hafbreið sundin hilla allra drauma fylling. Þungt er tapið, það er yissa — þó vii eg kjósa vorri móðir: að ætíð megi hún minning kyssa manna, er voru svona góðir, að ætíð eigi hún menn að missa meiri og betri en aðrar þjóðir JÓHANN SIGURJÓNSSON: Ef ég aðeins gæti unnið stórar þrautir, stígið föstum fæti fram á huldar brautir, gæti ég rakið lífsins leyndu þætti, látið hjörtun slá með orðsins mætti, tryði ég mínum ljúfu leiðslu draumum. Líkt og leiftrið bjarta loftið regnvott klýfur, eða óspillt hjarta ástin fyrsta hrífur, þannig skáldin allt í einu vinna alla þá, sem lífsins hjartslátt finna, væri ég aðeins einn af þessum fáu. Við bjöðum yður alla okkar Ijufengu rétti frá M. 8-23,30 Sent ef öskað er H AFN ARSTRÆTI 19-SÍMI 13835 JAKOB THORARENSEN: En lengi var trú í landi slík: Þeir iægju í ómennsku í Reykjavík, samt drjúgum að verki þor og þróttur, svo þessi borg varð að sumu rík, mörg iðjan var rækt og sjórinn sóttur, unz sérhver gat eignazt nýja flík. ... Vor borg hefur fleytt svo mörgu á mið, er markað var annars lítið svið, varð fóstran raungóða og sæmdarsanna, er siðaði, krafði, en veitti lið; kom oft til manns bæði sveini og svanna, er sveitin gat ekki tjónkað við. Hér unum vér líka að öllu bezt, hér unnum vér, þráðum, hrepptum flest; úr hvötunum ríku, er vakna á vorin, oss varð hér í starfi einatt mest, hér eigum vér drjúgust ævisporin og ást vora og traust við staðinn fest. JÓNAS GUÐLAUGSSON: Ég gef þér ljóð, mín þreytta þjóð, sem þögnin var svo löng, ég h-elga þér hvern hjartans óð, hvern hugans dýpsta söng. GIRÐINGAREFIMI gott úrval ágóSu verSi [ meir en 1/2 öld hefur M.R. haft með höndum innflutning girðingar- efnis og strax I upphafi lagt áherzlu á að geta boðið bændum og öðrum þeim, sem þörf hafa fyrir girðingar, gott úrval girðingarefnis á góðu verði. Á siðustu áratugum hefur því hin þekkta teikning eftir Tryggva Magnússon orðið tákn þess, sem traustsins er vert: girðingarefnið frá M.R. Og enn í dag hefur M.R. allar venjulegar tegundir girðingar- efnis oftast fyrirliggjandi. Ennfremur tökum við að okkur sérpantanir á verksmiðjuframleiddum. girðingum, sem henta mjög vel fyrir birgða- port, Iþróttamannvirki o. þ. h. Virnet: Túngirðinganet • Lóðagirðingánet Skrúðgarðanet • Hænsnanet Vír: Sléttur vir • Gaddavir Lykkjur: Galvaniseraðar vírlykkjur Staurar: Járnstólpar (galv) • Tréstaurar fiSur grnsfrœ girðingarefni MJÓLKURFÉLAG REYKJAVfKUR Símar: 11125 11130

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.