Morgunblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 19©9 17 En ég kveð á tungu, sem kennd er til frostéls og fanna, af fáum skilin, lítils metin af öllum, ef stef mín fá borizt um óraveg háværra hranna, þá hverfa þau loks út í vindinn hjá nöktum fjöllum. Svo talaði vitið. En hjarta mitt hitnaði og brann. A herðum mínum ég dýrmætan þunga fann. Ég átti mér, þrátt fyrir allt, mína purpurakápu. I salarkynnum þessum var engin sál nema ein sem agaði mál sitt við síuðlanna þriskiptu grein né efldist að bragstyrk við orðkynngi heiðinnar drápu. HALLDÓR LAXNESS Stóð eg við öxará hvar ymur foss í gjá; góðhesti ungum á Arason reið þar hjá, hjálmfagurt herðum frá höfuð eg uppreist sá; hér gerði hann stuttan stanz, stefndi til Norðurlands. Úr Iundi heyrði ég hvar hulduljóð sungið var, fannst mér eg þekkti þar þann, sem sló kordurnar; alheill og orðinn nýr álfurinn hörpu knýr, ástvinur engum jafn alfari úr Kaupinhafn. Stóð eg við Öxará árroða á fjöllin brá, kátt tók að klingja og fast klukkan sem áður brast, alskærum ómi sló út yfir vatn og skóg. Mín klukka, klukkan þín, kallar oss heim til sín. GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON: Djúpa og tregandi eiga þeir aðdáun mina allir er dugðu hvað bezt, þegar tæpast stóð. Þökk sé þeim hetjum er leystu land mitt úr viðjum, lof sé þeim draumi er barg minni fátæku þjóð. Vænti eg þess nú að litist um fold minna feðra fylkingin hljóða, hin burtkallaða sveit. Ást hennar, lífsreynsla, fórnir og fyrirbænir fylgi þér, land mitt og þjóð mín, í hamingjuleit. 'En heill yður hinum, þér verkmenn sem voryrkjur kalla! Veldur mér fögnuði hugsun um komandi ár: Veit ég með stolti, að starfsamar, fórnfúsar hendur stefna að því markvisst að græða míns fósturlands sár. Og hvernig sem drápgjarnar holskeflur glymja við strendur, hvemig sem illviðrin plægja nú mannlífsins sjó, veit ég með gleði, að DumshafsinS drynjandi rastir drenglyndi og samhugur brúar að endingu þó. SNORRIHJARTARSON: Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné;; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé... Þú áttir mig, ég er aðeins til í þér. Örlagastundin nálgast grimm og köld: hiki ég þá og bregðist bý ég mér bann þitt og útlegð fram á hinzta kvöld. ísland í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld. SEINN STEINARR: ísland minn draumur, mín þjáning og þrá mitt þróttleysi og'viðnám í senn. Þessi vængjaða auðn með sín víðerni blá, hún vakir og lifir þó emi, Sjá,hér er minn staður, mitt líf og mitt lán, og ég lít þér ætt mín og þjóð. Ó, þú skrínlagða heimska og skrautklædda smán, mín skömm og mín tár og mitt blóð. Útí veröld heimskunnar, út í veröld ofbeldisins, út í veröld dauðans sendi ég hugsun mína íklædda dularfullum óskiljanlegum orðum. Gegnum myrkur blekkingarinnar, meðal hrævarloga lyginnar, í blóðr-egni morðsins gengur sorg mín gengur von mín, gengur trú mín. Ronson RONSON kveikjari er tilvalin tækifærisgjöf. EINKAUMBOÐ: I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F. Hverfisgötu 89 — Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.