Morgunblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 19«9 Morgunblaðið sneri sér til nokkurra manna og spurði, hvað þeim væri minnisstæðast frá lýðveldisdeginum 1944. — Fara svör þeirra hér á eftir: □ Samhugur og gleði undir gráum regnskýjum Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi Samlheldni og einlhugur fólks inis eru þau orð, sem koma upp 1 hugarnn, þegar hann er að- spurður um 'hið minmisstæðasta frá Lýðveldishátíðinni 1944 á Þimgivölluim. Ég hefi verið með í möngum mótum og hátíðuim, í stjóm siuimra og jafnvel aðalstjórn- andi mokkurra þeirra. Veigna þesisarar reynislu minmar get ég vegið og metið minmingair min- ar frá Þingvöllum betur en ef ég hefði ekki öðlast síð'ar þessa mótareynslu. Ég minnist þess varla að hafa fundið til þess að hátíðinmi vseri stjórmað en slíkt er einkenni góðs maninfuindar. Lýðveldishá- tíðin hafði að vísu verið ýtar lega unddirlbiúin og öliliu ná- kvæmlega raðað niður. Þrátt fyrir kalsarignimigu af austri allan daginm, féll aðeins niður glímukeppni og ávarp Fjallkom uonar. Ég hafði störfum að sirmia. Var settur á síðustu stumdu í að bera þjóðfánamm fyrir gömgu ríkisstjómiar og alþimigismanma til Lögbengs en með nókkrum fyrirvara og áminmingum um að dkkert fámáhmeyksli meetti eiga sér stað, hafði mér verið falið að draga lýðveldisfámamm að hún og þjóðfáma þeiirra am- bassadora, er fluttu þjóðimini krveðjur. Ég vair því á Löigíberigi meðan aðalhátíðin fór fram og haifði því góða yfirsýn. Einnig var éig bumdinm- störf uim vdið hópisiýnlimigu ÍS'í og fána hyllingu. Þessi störf færðu mig í meiri snertingu við hátíðar- gesti en ella. Þrátt fyrir slæmar aðstæður af völdum rigmingar og þrönig mammfjöldanis var öll fram- kvæmd sniurðulaus. Það var eins og allir vildu hjálpa til, allir voru glaðir, líkast til af því að allir áttu þessi augma- blik, áttu hinm stóra „vimming" og höguðu sér sem ábyrigir og' virkir þátttakemdiur. Persónulegasta mimning mín Or bundin lýðv'ldisfámaniuim Hann skyldi dreginn að hún kl. 14.00, þegiar forseti Alþimig- is hriingdi bjöllu. I Hestagjá þar sem ganga ríkisstjórnar og alþingismanna skyldi hefjast var ég með burð arfána í höndum og lýðveldis- fánann samanbrotinn undir handlegg. Ekki gat ég haft hann þar í göngunni. Ég litað- ist um eftir aðstoð og kom auga á íþróttakennara og bað hann að geyma hinn dýrmæta fána og fara með hann að hinni stóru stöng á Lögbergi og vera þar tímanlega fyrir kl. 2. Göngunni lauk. Athöfnin hófst á Lögbergi. Ég hélt að hinni háu fánastöng. Þar var samstarfsmaður minn ekki en þröng fólks. Ég litaðist um og sá hann hvergi — hélt út á gjábrúnina og þar kom ég auga á hann, þar sem hann brauzt áfram upp skoru — tvær mín- útur eftir — við olnboguðum okkur að stönginni — leystum fánasnúruna, hnýttum hinn stóra fána tryggilega til að þola átök vinds og regns — og þá hljómaði bjalla forseta — fán- ann drógum við samanbrotinm rösklega að hún — kipptum í stionigarfhúninin og það kvað við hár smellur um leið og vind- urinn þandi út hinn stóra silki fána. Þannig eru minningar mínar frá 17. júní 1944 á Þingvöllum bundnar velgengni, samhug og gleði undir gráum regnskýjum. □ Þögnin var stcrkari en ræðurnar Jón Auðuns, dómpróíastur. 1. des. 1918 var mikill dag- ur. Heima á Isafirði urðu átök, sem naumast urðu annarsstað- ar á landinu, um sambandslaga frumvarpið. Dagurinn kom, kald ur og grár, sem mikill áfangi á langri leið .Og honum var fagnað. 17. júní 1944 var lokamiðið á þeirri leið. Frá þeim degi er mér tvennt minnisstæðast. Hið fyrra var þaið, þeigair komið var upp úr Reykjavík, að sjá endalausar raðir bifreið- anina ösla rennblauta vegi í þessu óskaplega veðri. Hér stefndu allir a ð einu marki. Tugþúsundir héldu austur á Þingvöll, þótt engin von væri um batnandi veður eða betra austan fjalls. Þennan dag vild- um við hvergi lifa annarsstað- ar en á Þingvelli. Þótt lát- laust rigndi og rokið hamaðist, sigu þessar endalausu fylking- ar hljóðlega á þingstaðinn forna. Slík þjóðareining hafði aldrei sézt á íslandi. Þessari ferð er ekki hægt að gleyma. Og annað, ennþá stórkost- legra var augnablikið þegar boðskapur þingforsetans barst yfir rennvotan mannfjöldann, að lýðveldi væri stofnað á ís- landi, og boðuð var tveggja mínútna þögn um landið allt en ómur kirkjuklukknanna barst yfir mannhafið. Margar fagrar og þrungnar ræður voru fluttar á Þingvelli þennan dag, en þögnin var sterkari en þær ræður allar. Það féllu tár, fleiri en þau sem af himni komu, þá stund. Við skynjuðum einhug þjóðar frá yztu nesjum til inmstu dtala. Þjóðarsagan í þúsund ár talaði til fólksins, vonir og draumar, sem voru orðnir að veruleika. Og andsvar einhuga þjóðar brauzt fram þegar þagnar- stundinni lauk og söngurinn bergtmíáliaði um þi'ntgstað'iinin forna: Ó, Guð vors lands. Við getum ekki þúizt við að lifa aftur slíkan dag. Regnið og stormurinn tóku höndum saman um að gera hann ennþá stórkostlegri en hann hefði ella orðið. □ Við fengum fegursta veður Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri. — Hlýindin á Eiðum verða mér minnisstæðust frá lýðveld isdeginum. Á Eiðum var hald- in samkoma fyrir allt héraðið til að fagna lýðveldinu, og við fengum hið fegursta veður. Þarna á staðnum höfðum við útvarp og við útvörpuðum klukknahringingunum frá Þing völlum, strax eftir að lýst hafði verið yfir stofnun lýðveldisins, og samtímis var kirkjuklukk- unum á Eiðum hringt. Á þenn- an hátt var reymt að gera há- tíðahöldin að einni þjóðhátíð, enda þótt allt miðháléndið skiildi þessa staði að. □ Útiguðsþjónustan á Lögbergi áhrifaríkust Halla Bergs, fulltrúi. Hvað mér sé eftirminnilegast frá lýðveldishátíðinni 1944 á Þingvöllum? Því er fljótsvarað. Auðvitað klukknafhringingin, sem ómaði yfir hraun, gjár og bláskóga eftir að lýðveldisfámnn hafði veriið dnagiiran ia«ð hiúin á Löig- bergi. Rennvotur hópur tutt- ugu til þrjátíu þúsund íslend- inga, með hugann fullan júní- birtu og eftirvæntingar, upp- hóf þjóðsönginn og við sung- um af hjartans lyst og innileg- um fögnuði. Nýtt tímabil var að renna upp í íslandssögunni. Fánarnir blöktu í sunnanátt- inni. Slagveðursrigningin buldi á stúdentshúfunmi miinmi, sem fékk á siig lögun eins og gor- TJOLD - TJOLD Kaupið vönduð tjöld, tjöld sem jbola íslenzka veðráttu Þau fáið þér hjá okkur. Skoðið sjálf og dæmið TJÖLD alls konar tvílit og einlit. Fallegir litir. SVEFNPOKAR mjög vandaðir, margar gerðir. VINDSÆNGUR margar gerðir. GASSUÐUAHOLD alls konar. Pienic TÖSKUR 2ja, — 4ra og 6 manna. Sportfatnaður — ferðafatnaður í mjög fjölbreyttu úrvali. Viðleguútbúnaður alls konar, hvergi annað eins úrval. Allt aðeins úrvals vörur GETsíP H Þá féllu tár, fleiri en þau

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.