Morgunblaðið - 03.07.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.07.1969, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1969 MAGIMUSAR skipholt»21 símar21190 eftír k>Won ilm» 40381 SILALEfGAN FALURhf car rental service © 22-0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 Hvérfiscöta 1*3. Siml eftir lokun 3110. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sím/14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. Steypustöðin BT 4I480 -4H81 VER Fró Bðusölu Mutthíasur Á stæðinu í dag: Volvo Arrvason, árg '66. Chvroiet, árg. '66. Cortma, árg. '66. Cortina, árg. '67. Mercedes Benz 220 S.E., árg. '60. Skoda 1000 M.B., árg. '67. Bílasala Matthíasar Höfðatúni 2. Símar 24540 og 24541. Bílar til sölu Mercedes Benz 190 '62, fal- legur bíll, greiðsla í skulda bréfum möguleg. Volvo Amason '62, bíll í sér- flokki. V.W. 1500 '63, fallegur bffl. Renault R-8 '64. Ford Transit, dísil, sendiferða bíll '66. Rússajeppi '68 með mjög vönduðu húsi. Bronco '66, vel klæddur. V.W. '66, '61, 59 og eldri bílar. BÍLASALINN við Vitutcrg Símar 12500 og 12600. Q Nemandinn, málið og------------“ Þ.B. skrifar: 13. júní s.l. skrifaði Erlendur Jónsson grein í Morgunblaðið um „Nemandann, málið og - etca“. og fer um það nokkuð hörðum höndum. Umræður og skrif um svokallað „málíræðistagl" telur hann þar að sýni andúð á mál- fræði. Sá er þetta ritar hefur ekki tekið þátt í þeim umræðum fyrr, en vill þó fullyrða að það sé á miklum misskilningi byggt. í hugtakinu „málfræðistagl" felst hins vegar andúð á því, hvem- ig málfræði er kennd í skólum hér, allt upp í þriðja bekk mennta skóla, og hve sú kennsla er tímafrek og skilur litið eftir tU annarar kennslu móðurmálsins. Þetta hlýtur Erlendur Jónsson að vita. Hann hlýtur einnig að vita, að margar kennsluaðferðir okkar eru úreltar. Utanbókarstaglið, minnisatriðin og upptalningsað- ferðirnar eru að sjálfsögðu þægi- leg fyrir kennara, sem ekki nenna að hugsa. Þau eru einnig þægi- leg fyrir vissa tegund nemenda, sem geta þulið sUkt á prófdegi, líkt og af segulbandi. Gallinn er aðeins sá, að flestir þeirra gleyma því jafnhratt aftur, eins og jafnan fer um það, sem hvorki er tengt skilningi né röksæjum til gangi. Kennslan á vitanlega fyrst og fremst að vera fólgin í því, að opna dyr skilnings, leitar og áhuga, og þá verður það munað, sem nauðsynlegt er. Því betur er nú vaknaður skilningur fremstu skólamanna okkar á þessum mál- um, og það var meðal annars andúðin á „staglinu", sem vakti hann. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að mara- þonæfingar skólanna 1 stafsetn- ingu og beygingarþulum tungunn ar, hafa ekki gert almenning hæfari til að rita eða tala ís- lenzkt mál, nema síður sé, og það er engin ástæða tU að vera ánægður með þá útkomu. Málfræði er nauðsynleg að vissu marki, en oftrú á henni er jafn skaðleg og vantrú. 0 íslenzk orð eru til Þá gefur Erlendur í skyn, að við eigum engin sæmilega tiltæki- leg orð í stað ensku orðanna car, jet, hovercraft, coach eða bus. Það er næsta undarlegt, ef okkur eiga ekki að vera tiltæk orðin bifreið, þota og svifferja, og þótt skemmtilegra hefði verið að kalla coach eða bus fólkvagn eða far- vagn fremur en áætlunarbíl, er þó nafnið öllum kunnugt. Ég fæ held ur ekki séð, að neitt þessara ís- lenzku heita sé að hugsun eða merkingu lakari en þau ensku. Hitt er svo rétt, að við erum nýliðar í tækniheiminum. Mikið af tækninni er upp runnið í lönd um enskrar tungu og þar verða heitin til um leið og tækin: Þessi erlendu nöfn berást tU okkar með fyrstu kynnum af tækjunum, og hættir til að verða innlyksa, ef við verðum síðbúin með íslenzk nöfn. Misfellur sýna þó aðeins kæruleysi og klaufaskap þeirra, sem ættu að hafa forgöngu, en sannar ekkert til né frá um hæfni tungunnar. Þ.B. G L E R Tvöfalt ,,SECURE" einangrunargler A-gœðaflokkur Samverk h.f., glerverksmiðja, Hellu, sími 99-5888 Veiðimenn Sala er hafin á veiðileyfum í Stóru-Laxá i Hreppum, Brúará, Hagaós og Hólaá. Félagar S.V.F.R geta jafnframt fengið veiðileyfi í Kolku, Skaqafírði. Stangaveiðifélag Reykjavikur. Matreiðslumenn! mjög góður matreíðslumaður óskast strax á 1. flokks hótel í Suður-Afríku. Fríar ferðir og uppihald, góð laun. Tilboð sendist Mbl merkt: „Suður-Afríka 62". íbúðir i smíðum Vorum að fá til sölu 2ja. 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir að Dvergabakka 6 og 8. ibúðimar seljast tilbúnar undir tréverk og málningu, ásamt frágenginni sameign. Ibúðir þessar verða tilbúnar til afhendingar fyrri hluta næsta árs. FASTEIGNASALAN HÁTÚNI 4A. Símar 21817, 20998. Kvöldsimi 38745. 0 Skilgetin afkvæmi pabba og mömmu Guðrún Jacobsen skrifar: Ágæti Velvakandi Ein, sem fyrir stuttu var ung, ritar hressilega hugvekju í dag 27. júní, og mættu fleiri koma í kjölfarið. Það er alltaí gaman að kynnast skoðunum fólks á þjóð- félagsmálum. Þær eru oft hinar fjölbreytilegustu. Þar sem ýmis- legt er þó £ greininni, sem ekki er alveg samkvæmt minni skoð- anamynd, vildi ég gera nokkr- ar meinlausar athugasemdir, ef verða mætti þeim lesendum að gagni er vildu rökræða eða kynna sér málin nánar. Ég vildi þá fyrst mæla mót þeirri tilgátu greinarhöfundar að drukknir unglingar séu einna helzt undan foreldri á mæðra- styrk. Ég fullyrði að bróðurpart- urinn af vandræðagemlingum þjóð félagsins sé skilgetið afkvæmi pabba og mömmu í heimahúsum, sem hafa of mikið að bíta og brenna og eru þess vegna að drep ast úr leiðindum. Og er þá við því að búast, að ungmenni, sem horft hefur á for- eldra sína drukkna og afvelta i einhvers konar óþverra á teppa- lagðri stofunni eftir kvöldmáltíð, verði nokkru sinni útskrifaður postuli, sem vísiterar Þingvalla- sókn? Þá vildi ég einnig mótmæla um sókn greinarhöfundar um niður- fellingu á mæðralaunum vegna misnotkunar nokkurra kvenna. Þær eru langtum fleiri, sem fara afskaplega vel með ríkisaurinn, og láta það ekki um sig spyrj- ast að þær lóni með drullusokk- um í leigubil. Jafnvel ætti, á þess- um atvinnu og rýrnandi kaup- greiðslutimum að koma á fót feðralaunum, þvi ekki trúi ég að óreyndu, að landið lumi ekki á smá slatta af einstæðum feðrum, sem annast þurfa ungviðið með- an móðir á mæðralaunum lónar . með drullusokkum í leigubíl. 0 Pússa betur bílinn en barnið Því miður eru flestir hlutir mis notaðir og þá ekki síður ríkisfé en annað fé. Aldrei myndi samt móðir á mæðralaunum hneyksl- ast svo, að hún heimtaði niður- fellingu á ellistyrknum yfir all- an eldrimannaklassann, þótteinn og einn öldungur slæðist inn í ríki á níræðisafmælinu sínu, og kaupi sér toddý á pelann fyrir styrkinn sinn í tilefni dagsins, og vitanlega með afborgunarkjörum ef þau fást. Og hvað lausaleiksbörnunum viðvíkur, sem greinarhöfundur er fastlega á móti að komi undir, hafa þau mörg hver orðið hið mesta sómafólk, og unnið sam- félaginu meira gagn en pillan, sem hjón nota til að kaupa held- ur bíl — sem síðkominn pabba og mömmudrengur lónar síðan í eins og hver annar ótíndur drullu sokkur á snapi eftir stúlkukomi, sem hann síðan sparkar í eftir níu mánuði. Og við hverju er sos- um ekki að búast þegar foreldr- ar pússa betur bílinn sinn en bamið. Það skyldi þó aldrei fara svo, að mesta gæfan verði fólgin í því að eiga sér hvorki föður né móður en leita síns uppeldis milliliðalaust hjá guði almáttug- um. Svo byrjað sé á byrjuninni — Það þarf að endurhæfa hjúskapar sáttmálann eins og hvern annan lömunarveikissj úkling. í núverandi formi er pistillinn tóm tjara, og gefur stikkorðið, sem skapar upplausn í hjóna- böndum er tímar líða. Þar tll dauðinn skilur ykkur að. Það sem guð hefur sameinað má maðurinn ekki sundur slíta. í fyrsta lagi er það nú samt sem áður gert mörgum sinnum á dag svo hvor makinn um sig fái stykkin sín, og í öðm lagi kemur drottinn hvergi nálægt, því að sameina holdið. Þar er um að ræða eina frumstæðustu tilfinningu manns- ins. Hins vegar sameinar hann stundum tvær sálir þyki honum jafn vænt um báðar, að öðrum kosti aðskilja þær sig sjálfar séu þær ekki því værukærari eða of háðar jarðnesku meðlæti, oghalda hvor sína leið. Og ekki skánar lesningin þegar komið er að rit- úalinu, sem er nokkurs konar sí- amstvíburi ælovjúsins, sem bú- ið er að tröllríða amerískri kvik- myndagerð frá upphafi. Tilskip- uninni til hjónakomanna um að elska, virða og gegna hvort öðm til æfiloka. Svona loforð er ekki hægt að taka af neinum. Maður- inn þarf að vinna til þess að vera elskaður eða virtur af öðr- um — Eða er það ekki misskilin móðurást að klappa syninum hugg andi á vangann, þegar hann í morgunsárinu kemur heim, drukk inn, skítugur, barinn og blóðug- ur? Og þá gránar nú gamanið þegar komið er að lokaorðunum — Þar til dauðinn skilur ykkur að — Það er enginn dauði til, svo boða sjálf trúarbrögðin, nema ef vera skyldi tímabundinn sálar- dauði héma meginn. Það em um- búðir sálarinnar, sem verið er að jarðsetja alla daga, enda trúir fólk þvi almennt. Um það vitna eftirmælin í blöðunum, þar sem hinn burthorfni er æ oftar ávarp aður beint, eins og persónulegur áheyrnarfulltrúi. Og kveði nú hver sem betur má. Guðrún Jacobsen Til sölu 4ra herb. ibúð tilbúin undir tréverk á 3. hæð við Hraunbæ. Fasteignasalan HÚS OG EIGNIR, Bankastræti 6. Símar 16637 — 18828. Heimasímar 40396 — 40863. Fúaverjið með Kjörvara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.