Morgunblaðið - 03.07.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.07.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 3. JÚLÍ 1909 Það er þó alltaf vel hægt að lifa af landbúnaði I BLfÐSKAPARVEÐRI og glampandi sól brostu uppsveit ir íslands hýrt við í dýrðar- ljómanum og að því er virt- ist, varð á fátt betra kosið hvað veður og allar horfur til landbrúksins áhrærði. f svona veðri eir gaiman að ganga á vina fund, allir eru bjartsýnir, enginn sér nema það bezta og hvað, sem menn myndu nú annars láta sér um munn fara í vonda veðrinu, norðan gjólu og s/kammdeg- inu, er það alla jafnan gleymt þegar sunrnan andvarinn kem ur eins og langþráður vinur til að kæla sólvermda kinn í sumaramistri. Norðtunga er reisulegt býli, sem liggur á fallegum slétt- unum, sem teygja sig og Magnús bóndi Kristjánsson breiða um víðfeðman dal Þver ánhlíðarinnar milli Þverár og Kjarrár og harfir niður í Staf- holtsitungurnar. Magnús bóndi Kristjánsisan býr þar stórbúi með konu sinni, Andreu Dav- íðsdóttur, ættaðri frá Arn- bjarnarlæik og fimm börnum þeirra hjóna. Magnús siór- bóndi er góður heim að sækja og ekiki aldeilis í kot vísað þar um slóðir. Hann bauð ferðlangnum inn fyrir á dögunum, og reynd ar þau hjón bæði, og það var hlýtt og notalegt á setrinu, ek'ki síður en í glitrandi sólar blíðunni úti fyrir. Ilmandi kaffið rauk og kitl aði bragðlaukana, svo að ekki varð um villzt, og enfitt er að neita góðu boði. — Hvað ertu með margt penings hérna, Magnús? — Ætli ég sé ekki með svona rúmt 40 gripi, auðvitað ekki allt mjóllkandi, og svona átta hundruð fjár. — Hver eru þín viðhorf og framtíðarvonir? — Nú viðhorfin eru góð, og maður er alltaf bjartisýnn. — Það er að vísu dýrtíð, en hún kemu rauðvitað niður á öllum landslýð, svo að það er enginn að fást neitt um það, að minnsta kosti eklki hérna meg in. — Það er auðvitað ekki far ið langt með þúsund króna seðilinn, ef svo ber undir. Hann hrekkur ákaimmt, ef eitt hvað á að verzla, svona þegar ðkroppið er í kaupstaðinn. Það þekkja það allir, sem búa í sveit, að maður verður að kaupa töluvert inn, öðru vísi Frú Andrea í Norðtungu. en fóikið sem býr í bæjum og þorpum. Þetta verður að duga lengur, og eklki hægt að hafa það neitt öðru visi. — Nei, hann er svo sem ekk ert til skiptanna iseðillinn. En það eru allir undir sömu söik- ina seldir, svo að það tekur því ekki að fást neitt um það. — Það er kannski ekkert gaman að því að búa í þessum þorpum og bæjum, ekkert að sækja þangað. Ég veit það elkki, en eitt er nú staðreynd, og það er það, að þa® er þó alltaf vel hægt að litfa á land- búnaðinum. Henn gefur alltaf af sér, hvað sem öðru líður, og hægt að fóðra bæði menn og sfcepnur, hvað sem í kaup staðnum gerist. — Vel mælt. Hvað segir þú þá um tíðina? — Nú er sauðburði að Ijúka og tíðin góð. Sól og þurrfcur. Gott væri auðvitað að fá ein- hverja vætu í gróðurinn, en svo er nú það, að það má ekki rigna of milkið, því að þá deyja lömbin, þau þola ekki vætuna, of milkla eða lengi. Það er mangs að gæta fyrir þann, sem á að yrfcja jörðina og ala fénaðinn, og ýmislegt er það, sem kann að vena auð ákilið leikmanni, en þó er það langt um fleira, sem marg- slungið er og algerlega ein- skorðað við þekfcimgu sér- fróðra manna, og það nafn bera þeir með rentu . . . bænd urnir akfcar — og margt er það, sem við eigum þeim upp að unna, og meguim þafcka þeim, þótt það vilji stundum gleymaist. ÓLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR LAUGARASBÍÓ KEBECCA Það sem væntanlega kemur flestum á óvart við þessa mynd, er það, að þetta er rómantísk ástarsaga, en ekki glæpasaga eins og fólk á að venjast frá Alfred Hitohcoek. Sagan hefst í Monte Carlo, þar sem ung stúlka (Joan Fontaine) kynnist ríkum ungum Englend- ingi (Lawrence Olivier), sem er Vart mönnum sinnandi eftir dauða konu sinnar. Takast með þeim ástir og giftast þau. Ham- ingjan er mikil, þar til þau koma til Manderley, óðals unga manns ins í Cornwall á Bretlandi. Þar reynist erfitt fyrir ungu konuna að losna undan skugga minning- arinnar um hina horfnu eigin- koruu, og ráðakona staðarins verð ur henni sérlega erfið. Endar þetta allt með miklium átökum og erfiðum. Ef þetta hljómar eins og grát- konusaga, er það ekki tilviljun. Þetta er vel gerður melodrama. Ekki verður þessi mynd talin meðal beztu mynda Hitchcock, svo sem Rear Window og The Man Who Knew Too Much. Eigi að síður er hún vel gerð og ágæt lega leikin. Beztur er leikur Joan Fonta- ine, sem er þarna ung og frísk- leg og skilst manni við að sjá hana þarna hvers vegna hún hlaut sínar vinsældir. Hinn marg frægi og góði leikari Lawrence Olivier virðist ekki finna sjálf an sig í hlutverkinu fyrr en und ir lokin, þegar vandræði og harm ur steðja að. Þetta er góð rómantísk skemmti mynd og ég vil taka það fram að ég tel það fremur kost en löst, þegar mynd er rómantísk, ef hún er ekki væmin, og það er þessi mynd ekki. Á næstunni er von á tveimur Hitchcock-myndum öðr- um í Laugarásbíó. Báðar eru þær hliðstæðar þessari, vel gerðar skemmtimyndir. STJÖRNUBÍÓ FfFLASKIPH) (Ship of Fools). Enn einu sinni hefur Stanley Kramer tekið sér fyrir hendur að styðja gott málefni og í þetta sinn er hann á móti Gyðinga- ofsóknum nasizta í Þýzkalandi. Það er ekki laust við að manni líði eins og gömlu konunni, sem skátinn hjálpaði yfir götuna, þó að hún ætlaði sér alls ekki yfir hana. Það eru aðferðir Kramers, sem ekki er hægt að feíxa sig við. Myndin fjallar um fólk á skipi en meginefnið er undanfari Gyð- ingaofsóknanna. Það má segja að það sé gott að styðja góð mál- efni, en það krefst ekki mikils innsæis að vera á móti Gyðinga- ofsóknum í Þýzkalandi á því herrans ári 1967. Samt er það þetta sem Kramer er að gera, og maður finnur hvernig hann klapp ar sjálfum sér á bakið fyrir hvað hann sé góður og réttsýnn. En því miður er Stanley Kram er ekki réttsýnn í þessari mynd. Ef.nokkuð gengur í gegn um hana eins og rauður þráður er það kynþáttahatur — hatur á Þjóðverjum. Það er ekki hægt að réttlæta það að berjast gegn einni synd með því að fremja aðra, en það er einmitt það, sem Kramer er að gera. Þá er óvenjulega óheiðarlega farið með bókina. Látum það vera þótt gerðar séu breytimgar á söguþræði, en þegar breytt er sjónarmiði bókarinnar, er langt gengið. Höfundur handritsins, Abby Mann, og Kramer hafa tekið þá þætti, sem líklegastir eru til að ganga í fjöldann og leggja alla áherzluna á þá. Þá umsnúa þeir mörgu fleiru, t.d. snúa þeir við hlutverkum elskendanna ungu. Það er líka athugandi, að þeir láta söguina gerast 1933, þegar nasiztar voru að taka völd í Þýzkalandi, en Katherine Ann Porter lætur hana gerast 1931, þegar Gyðimgaofsóknir varu ekki eins mikið mál. Þetta er allt mjög sorglegt, því að Kramer hefur safnað saman einhverjum bezta hópi leikara, sem ég man eftir að sjá á tjaldi. Minnisstæður verður leikur Jose Ferrer, sem mathákurinn kven- sami, Rieber, sem hatar Gyðinga. Lee Marvin er fyndinn, en erfitt að sjá hvaða erindi hans hlut- verk á inn í myndina. Það er gaman að sjá Vivian Leigh, sem nú er látin, sanna það að aldur þarf ekki að draga úr töfrum konu og það sama má segja um Simone Signoret, sem þrátt fyrir sjáanleg merki um að hún er orð in miðaldra, hefur kjmþokka í ó- trúlega stórum skömmtum. Hver þarf ungar stúlkur, þegar þær eru aniniars vegar. Það er táknrænt fyrir aðferð- ir Kramers í þessari mynd, að þegar hann þarf að fá flamenco dansara, sem ferðast um með hóp af stúlkum, sem hann leigir út til ásta, að þá fær hann Jose Greco, frægasta flamencodansara í heimi. Það er ekki líklegt að svo góður dansari þyrfti að leigja út mellur. Elisabeth Ashley og Gearge Segal leika unga elskend ur, og gera þessum tvívíddarhlut verkum þau skil sem hægt er. Heinz Riihmam, gamli vinsæli gamanleikarinn, leikur góðhjart aðan og glaðlyndan þýzfcan Gyð- ing og gerir það frábærlega vel. Og svo er það sigurvegarinn. Sá maður sem mest gerir til að bjarga myndinni og kemur út með glæsilegustu frammistöðuna er Oscar Werner, sem leikur Schumann skipslækni. Er leikur hans mjög góður, auk þess sem hann hefur til að bera mikinn persónulegan þokka. Varla fer hjá því að við eigum eftir að sjá hann oftar framvegis, eftir þetta hlutverk. Ég er persónulega á móti Gyð ingaofsóknum og ég ber enga sér staka ást á Þjóðverjum í brjóisti, en ég vil endurtaka hér að það bætir engu við réttlætið að byggjia upp hatur á Þjóðverjuim, á röngum forsendum. Kaupum hreinar og stórar léreftstuskur prentsmiðjan Til sölu Vel með farin Broyt-grafa með forgröfu og bakgröfubúnaði. VELTIR H.F. Glæsileg 2jo herb. íbúð í Vesturborginni til sölu, 80 ferm., harðviðarinnréttingar, teppalögð. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN, Austurstræti 12. Símar 14120 — 20424. Sölumaður heima 83633.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.