Morgunblaðið - 08.07.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.1969, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1>9©9 MAGIVÚSAR 4KiPHom21 simar21190 eftiríokun »lml 40381 BÍIALEIGANIWf car rentalservice © RAUÐARÁRSTÍG 31 pjH ■ ■ — - K S,M'1-44-44 Hvérfiseötu 103. Siml eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Slmi 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. bilaleigan AKBIIA ZJT car rental service 8-23-47 sendum RAGNAR JÓNSSON Lögfræðistörf og eignaumsýsla Hverfisgata 14. - Simi 17752. Trnbant ’67 fótksbíll. Gott verð gegn stað- gre iðsfu. GUOMUNDAR Bersþérueötu 3. Símar 19032, 2007». Allt á sama staá TIL SÖLU: Piyrrvouth 1966, miðstærð, einka- bíll. Plymouth Valiant 100 1968, nýr, ókeyrður. Rambter Ctessic 1965 og 1963. Comet 1961. Benz 100 1962. Benz 220 1960. Fiat 850 kúp 1966. Skoda 1000 MB 1966. Sunbeam IBD vamb 1968 sendi- ferðabifreið. Ford Falcon station sjátfskiptur 1963. Hitlman Hunter 1967. Vol'kswagen Mikrobus 1966. Vofkswagen 1967 og 1964. Wiflys jeppi 1962 lengri gerð. Witlys station 1952 með spil'i. Witlys jeppar 1955, 1962, '64, '65, '66. Jeepster 1968. GAz 1969, 1963 með Kristins- húsi. Commer sendiferðabíter. [gill Vilhjálmsson hf. Laugav. 116. Sími 22240. 0 Orðið við áskorun J.K. skrifar: Trúlega er það skoðun Ivars Eskeland er fram kemur í grein- inni „ísland og ferðamennimir“ og birtist í Morgunblaðinu hinn 25. júní. Þetta inun vera hans álit, þó hann hafi „verið beðinn að semja þessa grein.“ Svo mikið mun vera eftir af íslenzkri gestrisni að Eskeland mun hafa verið boðinn heilshug- ar velkomin til landsins. Við höf- um og fyrr fengið ábendingar frá útlendingum, hvað þeir teldu að hér væri ógert vegna erlendra ferðamanna, en það hljóta að vera takmörk fyrir því hvað slíkir menn geta tekið stórt upp í sig. Mér finnst Eskeland skjóta langt yfir mark. „Andófsmenn" ferðamála er hóf legt orð, sem við skulum nota, „skýjaglópa" og „lífsflóttamenn" látum við lönd og leið. En hvar hittir Eskeland andófsmennina?! blöðum hefir verið haldið uppi áróðri fyrir auknum ferðamanna straum til landsins, en ekki gegn. Nei, þeir hafa ekki látið mikið á sér bera, andófsmennirnir. 0 Hver amast við þessum tilraunum? Okkar „ágætu og velreknu flug félög, Loftleiðir og Flugfélag ís- lands pg hótelin í Reykjavík" eru alls góðs makleg og telja það hlutverk sitt ásamt ferða- skrifstofunum — já beinlínis lifa á því að viðhalda og auka ferða- mannastraum. Hver amast við til raunum þessara aðila við að fylla tómarúmið frá september og fram í maí? Máski getur Eskeland tal ið þessi hundruð sumargesta, sem hann einn getur útvegað, á að fresta för sinni fram á vetur? Sundurlyndi okkar á að vera einn helzti þröskuldur á vegin- um, svo auka megi ferðamanna- strauminn. Glöggt er gestsaugað. Þessi kynni Eskelands af þjóð- inni eru slík að maður gerir sér enga grein fyrir og svo er um fleira í þessum makalausu skrif- Það eru uppi háværar raddir um auknar skólabyggingar £ Reykjavík og út um land. Flest tiltæk aðstaða í skólum er jöfn um höndum tekin til afnota fyrir ferðalanga að sumrinu til. En við byggjum ekki skólana ferðamann anna vegna. Það eru og fleiri byggingar sem bíða, bæði sjúkra- hús og íbúðarhús, að maður nú ekki tali tun betri vegi fyrir „alla þessa óþörfu bíla“ okkar. Fyrir alla muni má samt ekki breyta neinu til um vegagerð til Gullfoss og Geysis. Ein slík hrist ingsferð hlýtur að vera bráð- nauðsynleg fyrir heilsurækt og líkamsþjálfun hins vaxandi fjölda harðgerðra haustferðamanna og efnamanna, sem „vilja kynnast einhverju sem er öðruvísi", eins og Eskeland orðar það. Þó margt sé hér ógert og margt fari af- laga þá þykir bíll og þvottavél með sjálfsögðum hlutum á íslandi í dag. Við viljum heldur vera lausir við þessa „öðruvísi" — ferðalanga, en ganga frá þvotta- vélunum, svo þeir hafi þá án- ægju að glápa á íslenzkar konur við þvotta í laug, við hlóðir eða bæjarlæk, heldur ekki berandi vatn úr brunni eða kamarsföt- una á völlinn. Þessari ómenningu höfum við sem betur fer að mestu útrýmt og söknum ekki hið minnsta. Peningamenn Eskelands verða að fara annað. 0 Landsmönnum verði ekki ýtt til hliðar öræfin, óbyggðirnar, veiðiárnar og sérstök náttúruundur gefa land inu ómetanlegt gildi, sem börn þess kunna að meta í vaxandi mæli, jafnt þau sem fara í hóp- um og einförum. Við andófsmenn viljum ekki deila þessu með öðr- um, nema að takmörkuðu leyti. Alls ekki svo að landsmönnum verði ýtt til hliðar en ætlað að þjónusta útlendinga. Við teljum að íslendingar hafi efni á að njóta náttúrufegurðar og kyrrð- ar í landi sínu og eigi að gera það með sem minnstum átroðn- ingi annara. Norðurljósin getum við selt næst þegar kaupandi finnst, en fjallakyrrðina ekki. Það er leitt til þess að vita hafi enginn orðið til að þakka Eskeland öll skrifin í erlend blöð um Island, sem hann upplýsir að sé met að magni og lofi. Sitthvað er víst Eskeland búinn að skrifa um Kiljan svo það stæði eigin- lega Halldóri næst að taka sér penna í hönd. En standi norska velvildin ekki dýpri rótum en sem ávöxtur af skrifum Kiljans er ekki að vænta mikillar upp- skeru. En hún mun eldri. Lík- legt er þó að norskum „snobb- urum“ hafi þótt viðeigandi að prýða bókahillur sínar með Kilj- an um það bil er hann þáði Nobelsverðlaun. Eskeland spáir því að brátt komist þjóðin á það þroskastig að þjóna útlendum ferðamönnum. Því hafa frændur vorir Norðmenn löngu náð. Þeir fullnýta svo ferða langinn að víða kostar fé ef nota þarf salerni. J.K. Jón Sigtryggsson skrifar: Velvakandi góður 0 Ekki hórdómsbrot í Morgunblaðinu í dag er skemmtileg grein og fróðleg um margt með yfirskriftinni: „Fyr- ir Klofning". Eitt atriði er þar ranglega túlkað og langar mig til að biðja um rúm fyrir leið- réttingu á því. Þar segir meðal annars: ,,í Stóra-Galtardal bjó það fræga skáld og kennimað- ur séra Jón Þorláksson, síðar kenndur við Bægisá, sem m.a. þýddi Paradísarmissi eftir Milt- on af mikilli snilld. En séra Jón er einnig þekktur fyrir bónorðs- ferðir sínar til Jórunnar Brynj- ólfsdóttur í Fagradal á Skarðs- strönd og hórdómsbrot með henni sem hann tvívegis missti prest- skap fyrir.“ Þarna er talað um „hórdóms- brot“ Jóns Þorlákssonar. En hann er ókvæntur maður, þegar hann á börnin með Jórunni og hann kvænist ekki fyrr en ári eftir að seinna barn þeirra fæðist. Jórunn giftist aldrei, svó það var á hvoruga hlið um hórdóm að ræða. Þökk fyrir birtingu. 2.7. 1969 Jón Sigtryggsson um. Oskast til leigu 5—6 herb. íbúð óskast frá 1. sept. eða 1. okt. Leiga til lengri tíma kemur aðeins til greina. Góðri umgengni heitið. Aðeins fullorðið í heimili. Upplýsingar í síma 84203. TIL SÖLU 250 tonna stálskip tilbúið til afhendingar nú þegar. — Upplýsingar veitir JÓN ÓLAFSSON. HDL., Tryggvagötu 4, sími 12895. BÆJARiNS GLÆSILEGASTA ÚRVAL Borðstofuskópar úr tekki og eik Lengd 160 cm kr. 7.935.00 — 165 cm kr. 10.900.00 — 170 cm kr. 12.700.00 — 180 cm kr. 11.500.00 — 180 cm kr. 12.300.00 — 200 cm kr. 15.200.00 — 205 cm kr. 16.340.00 — 210 cm kr. 16.900.00 — 215 cm kr. 16.700.00 — 220 cm kr. 18.900.00 — 225 cm kr. 15.100.00 HÁIR SKÁPAR. Lengd 1.104 cm. Hæð 118 crn kr. 13.200.00 AF BORÐSTOFUHÚSGÖGNUM 10 gerðir af borðstofuborðum, kringlóttum, sporöskjulöguðum og aflöngum. 10 gerðir af borðstofustólum. Góðir greiðsluskilmálar. KJÖRGAROI SIM1. 18580-16975 SKEIFU STÍLL, SKEIFU G/EÐI, SKEIFU SKÍLMALAR. Skápar á kr. 12.300,oo lengd 180 cm. SKEIFAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.