Morgunblaðið - 08.07.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.07.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, Þ-RIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1969 17. júní hugleiöing Ég er staddur á Ekkj ufelli, einu hinna mörgu fella, sem einlkenna samnefndan sveitar hluta á Héraði. Það er 17. júni 1969. Árdegisisólin ljóm- ar. Aðeins dkýjaþámi er í lofti. Það er allþétt aiuistan- gola, en þó hlýtt af hárri sól. í dag er 25 ára lýðveldisaf- maeli. Þá leita spurningar á hugann og það er léttara ið hugsa, þar sem náttúran ein er hið næsta og víðsýnt er, — enda sér víða af Dkkjufell inu um vötn og ása, um tún og býli víðsvegar, og yfir hina nýju byggð við krosisgötur F1 jótsdalshéraðs. — Já, marg ar spurningar leita á. Ein spurning er áleitnust: Hvað vilt þú unga ísland? Vilt þú bygigja land þitt allt, eins og gert hefir verið í 11 aldir — eða vilt þú leggja land þitt í eyði að meira eða minna leyti? Hvemig metur þú Skyldu íslendingsins við land ið? Teliuir þú það eina helg- ustu skyldu Okkar að treysta búsetuna sem bezt um landið allt? Getur þú hugsað þér fs- land án þess? Er eklki einmitt í búsetu um land allt fólgið algert Skilyrði þess að við varðveituim íslendingseðlið? Varðveitum neistann í hinni Lslenzku sál, sem sannað hefir stynk sinn svo ótal sinnum, en e.t.v. bezt meðal hins ís- lenzka þjóðarbrots í Veistur- heimi. Ég óttast að með meiri og minni nauðungartilflutning- um í landi, þar sem áttihaga- tryggð lýtur í lægra haldi fyr ir margvíslegum ytri aðstæð- um, illri nauðsyn eða hylling um — losni tengsl; sem í sé fólgin þjóðfélagsleg hætta. Veraldargæði, — oft ímynd- uð, — líklega oftast villa sýn og aldarandinn leggst á þá sveifina, með yfirborðslegu mati, þótt gullnu letri standi við hugslkot hvens kristins manns: Hvað gagnar það manninum að eignast allan heiminn, ef hann bíður tjón á sállu sinni! Völt eru veraldar gæðin. Ég hefi þá lífsskoðun að far sæld ok'kar íslendinga sé und ir því komin að við byggjum landið allt, verjum sem flest byggðavígin, sem nú eru til, styðjum sameiginlega að sem jafnastri samifélagsiaðstöðu og auðveldum saimdkipti um land allt. En umifram allt — látum ekki árferðissveiflur, eins og hafísár, brjóta niður kjark- inn til búsetu. Á liöngum tíma bilum er sízt ófarsælla fyrir búsetu norðanlands, en sunn- an þegar til lengdar lætur Jónas Pétursson. sannast að hver staðuir hefir til síns ágætis nokikuð, hver landshluti sína kosti og galla, sem fólgnir eru í landinu og hafinu við ströndina, í fegurð þess og dulrúnum, sem aðeins verða ljósar við náin kynni. Oft er á orði haft að ísland sé harðbýlt. En harðbýlt get- ur líka talist í löndum þar sem hiti er milkill. Lifinu og starfinu þarf. að haga eftir l'andsháttum. Og rétt er að við þurtfum að afkasta meiru, hver eimstakur, en einstakl- ingar margra annarra fjöl- mennari þjóða, til þeiss að gera þetta stóra land sem byggilegast á sem ákemimist- um tima, til þeas að lifa sem íslendingar á íslandi. Á þetta lagði Ólafur Thors svo snilldarlega áherzlu í framúrstkarandi ræðu, er hann flutti á 10 ára afmæli lýð- veldisins. Og bætti við: Að launum fær hver og einn vð heita fsl-endingur — teljast til sérstaæðrar gáfu- og atorku- þjóðar, sem á sér fegra föður- Iand en nokkur annar. Með þessu lýk ég hugleiðingu Nú eru nokkirir dagar liðn- ir. En áhrif af aldanfjórðungs- atfmæli verða skamimvinn, ef ofaukið er einni stuttri hug- leiðingu þótt líði fram í júlí. •Tónas Pétursson- HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS Á finnntudag verður dregið í 7. flokki. 2.200 vinningar að fjárhæð 7.600.000 krónur. Á morgun er síðasti heili endurnýjunardagurinn. 7. flokkur 2 á 500.000 kr. .. 1.000.000 kr. 2 á 100.000 — 200.000— 130 - 10.000 — . . 1.300.000 — 312 - 5.000 — .. 1.560.000 — 1.750 - 2.000 — 3.500.000 — Aukavinningar: 4 á 10.000 kr 40.000 kr. Happdrætti Háskóla Islands 2200 Stensil og offset fjölritun GESTETIMER fjölritarar eru sérstaklega smiöaðir fyrir hraða og ódýra fjölritun á viðskiptaeyðublöðum. verzlunarbréfum og myndalistum i svart/hvítu eða lit. Einnig alls konar prófverkefnum og bæklingum til kennslu. GESTETNER fjölritarana getið þér séð á sýningunni NORDIDAKT í nýja Iðnskólanum, Skólavörðuholti. GESTETNER-umboðið býður yður velkomin. SKRIFSTOFUÁHÖLD Skúlagötu 63 Sími 23188 Qjbðbln&r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.