Morgunblaðið - 08.07.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.07.1969, Blaðsíða 16
16 MORG-UNBLAÐIÐ, ÞŒUÐJUDAGUR 8. JÚLf 19©9 Úifcgteíandi H.f. Arvaktn*, Heykjawik. Fxiamlavænictotjóri Harakiur Sveinsaon. •Rifcsfcjóraí Sigurður Bjarnason írá Vigur. Mafcttoias Jdhaim.tess!eo. Eyjólfur Konráð Jónsson. BitstjómarMLfcrúi Þorbjöm. Guðxnundssons. Erétfcaistjcri Björn JólhanBSBom Auglýsinigiaatj'óri Arni'Garðar Kristin'sson. Bit3.fcjórn og afgreiösla Aðalsfcræti 6. Sími 10-109. Auglýsingar AðaLtræfci 6. Sími 22-4-80. Askriiftargjald kr. 150.C0 á mánuði innanlands. í lausaaölu kr. 10.00 eintakið. NÝTT ÁTAK í FERÐAMÁLUM egar Hótel Saga var byggð fyrir nokkrum árum voru ýmsir þeirrar skoðunar, að engin þörf væri fyrir svo stórt hótel til viðbótar Hótel Borg, sem þá hafði verið starfrækt í þrjá áratugi. Reynslan varð þó sú, að er- lendum ferðamönnum og gestum á ýmis konar ráð- stefnum fjölgaði svo mjög að rík þörf reyndist vera fyrir bæði þessi hótel. Svipaðar raddir heyrðust einnig, þegar Loftleiðahótel- ið var byggt en niðurstaðan varð sú sama. Enn fjölgaði erlendum ferðamönnum og þessi þrjú stóru hótel hafa öll haft góðan starfsgrund- völl ásamt hinum minni gisti- húsum. Nú er enn rætt um að koma upp stóru gistihúsi í ófuilgerðu stórhýsi, sem hugs anlega yrði jafnframt notað fyrir námsmenn að vetri til. Er full óstæða til að ætla, að þörf verði fyrir nýbt og stórt hótel á næstu árum, enda bendir reynslan til þess að erlendum ferðamönnum fjölgi í samræmi við þá að- stöðu, sem fyrir hendi er til þess að taka á móti þeim. Við höfum nú þegar veruleg- ar gjaldeyristekjur af erlend um ferðamönnum, sem hing- að koma og einsýnt, að því fjármagni er vel varið og arðvænlega, sem fer til þess að bæta aðstöðu til að taka á móti þeim. Þá er einnig ástæða til að benda á, að ísland hefur ber- sýnilega talsverð tækifæri til að fá til landsins stórar, al- þjóðlegar ráðstefnur, ef að- staða ti'l slíkra fundarhalda er fyrir hendi. Það er hún ekki nú nema að takmörk- uðu leyti. Þrátt fyrir það eru nú fjölmargar alþjóðlegar ráðstefnur haldnar hér og eru okkur veruleg tekjulind. Fyrirsjáanlegt er, að tíma- bært er að gera nýtt átak í þessum efnum og má þá ekki gleymast að gera sérstakar ráðstafanir til þess að auð- velda ráðstefnuhald hér á landi. SLÆM UMGENGNI Á síðusfcu árum hefur geysi- legt átak verið gert til þess að fegra höfuðborgina. Hafa borgaryfirvold og borg- arbúar í sameiningu átt veru- legan þátt í því. Malbikunar- framkvæmdir og gangstétt- arlagning, svo og fjölgun grænna svæða í borginni hafa gjörbreytt svipmóti hennar og borgarbúar hafa ekki látið sitt eftir liggja með því að fegra umhverfi húsa sinna. Þó er eitt hverfi í höfuðborginni, sem engum s takkaskip t um hefur tekið og er sannast sagna til ræki- legrar skammar, öllum þeim aðilum, sem þar eiga hlut að máh, en það er verksmiðju- og verksfcæðishverfið við Elliðavog. Yfirleitt eru hús- in í þessu hverfi ófrágengin að utan og sum hafa staðið hálfbyggð um árabii. Vel má vera að þetta sé eðlileg af- leiðing af takmarkaðri fjár- hagsgetu þeirra fyrirtækja, sem þar starfa og er þá í sjálfu sér ekkert við því að segja. En því miður er það svo, að allt umhverfið ein- kennist af fádæma sóðaskap og eru ruslahaugar og drasl úti um allt. Slík umgengni verður ekki afsökuð með tak markaðri fjárhagsgetu. Hin lélega umgengni í þessu verksmiðjuhverfi er þeim mun ásökunarverðari, sem því hefur verið vaíinn einn fegursti staður í Reykja vík við Elliðavoginn skammt frá EUiðaánum. Þó ekki væri nerna þess vegna ættu þeir aðiiar, sem hér eiga hlut að máli að leggja sig fram um, að hafa umhverfi sitt a.m.k. hreinlegt. Sjálfur frógangur húsanna verður svo að koma í samræmi við fjárhagslega getu hvers og eins. En það er t.d. ekki að sjá, að mikið hafi verið gert þama meðan á fegrunarvikunni stóð og lík- lega ekki neitt. MARKAÐSMÁL- IN í DEIGLUNNI i^reinilegt er, að mikil hreyf ^ ing er nú í markaðsmái- um Evrópu, þótt ummæli franskra ráðamanna bendi til þess, að þeir menn hafi verið full fljótir á sér sem spáðu því að fall de Gaulle yrði til þess að aðildarríkjum Efna- hagsbandalagsins mundi fljót lega fjölga. Á Norðurlöndunum fara nú einnig fram miklar umræður um þessi mál og benda þær til þess að það muni reynast harla erfitt að sameina hags- muni Norðurlandanna fjög- Anna Bretaprinscssa, sem er orðin 18 ára gömul, er þegar farin að gegna ýmsum konung- legum skyldustörfum. Hér afhendir hún Ann Jones frá Bretlandi silfurskjöld eftir sigur hennar gegn Billie Jean King frá Bandaríkjunum í úrslitaleik num í heimsmeistaraikeppm kvenna í tennis á Wibledon-Ieikvanginum skammt frá London á föstudaginn. Tom Mboya, sem kallaður hefur verið „hægri hönd“ Kenyatta Kenýaforseta, var öllum mikill harmdauði. Hann var skotinn til bana á fjölfarinni götu í Nairobi, höfuðborg K-enýa á laugardaginn. Óþekktum vini hans varð svo mikið um, að hann hneig niður grátandi á þeim stað, þar sem Mboya var myrtur. ^4 ii i ii lí u lA N U R II lElli 11 urra í þessum efnum. A.m.k. er augljósfc, að í Noregi og Svíþjóð hafa merrn nokkrar áhyggjur af því, að Danir hyggist fara sína leið en svo sem kunnugt er hefur mikil vinna verið lögð í að rnidir- búa stofnun norræns tolla- bandalags. Við íslendingar hljótum að fylgjasfc gaumgæfilega með allri þróun þessara mála en hitt er víst að ekki er að vænta sikyndilegra breytinga á núverandi skipan markaðs- málanna f Evrópu. S-Ameríkuferð Rockefellers lokið New York, 6. jú'llí, NTB. NELSON Rockefeller, ríkisstjóri New York, sagði í dag á Kenne- dy-flugvelli, að ferð hans til S- Ameríku, hefði veitt honum mikilvægar upplýsingar um stjómmála- og efnahagsástand þess heimshluta. Kvaðst hann vona, að skýrsla, sem hann gefur Nixon Bandaríkjaforseta um ferðina, komi að gagni, þegar forsetinn tekur ákvörðun um nýja stefnu í samskiptum Banda- ríkjanna við Mið- og Suður- Ameriku. Sem kuimmuigt er, fóir Rodkie- feller t.il M- og S-Amieiriílku, setrn sérileguir aendimiaðiuir Nixomis, í þieim tilgainlgi a® fcainima hwað hieilzt mæ Uti befcuir fama í sam.búð Ram'diair'Bkjiaininia við þessi rilki. — Hlef-uir Nixon lýst því ytfiúr, afð hainin hyggisfc reynia oýjiar ieiði'r till þesis -að bæ*t!a samibúðikm. Rotrkefelliieir heknisóbti aíllis 21 laind, og vair komiu bame víðöBlt 'mótr jæilt -a(f íbúuimum. Siðiastd við komí KÍIaður Rooketflélltera var Bridgetowin á Barbadlois.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.