Morgunblaðið - 15.07.1969, Page 14

Morgunblaðið - 15.07.1969, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ H9Ö» Úitgleíandi H.f. Árvafcur, Heykjaváfc. Fxamfcvæmdaistjóri Haraldur Sveinsaon. •Ritstjórai' Sigurður Bjamason fr» Vigui*. Matthias Johannessten. ># Eyjólfur Konráð Jónsson. Bitstj ómarfulltrúi Þorbjöm Guðjnundssoií. Fréttasitjóri Björn Jóhannssora. Auglýsmga'stjóxi Árni Garðar Kristinson. Eitstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingaa? Aðalstræti 0. Sínai 22-4-80. Asfcriftargjald lcr. 150.00 á mánuði iimaníiands. í lausasöiu ikr. 10.00 eintakið. ÓGEÐ Fnn hafa ræzt illspár þær, sem hafðar voru uppi við valdatöku Husaks í Tékkó- slóvakíu. Tékkneskir kvisling ar hafa í nafni flokksdeildar- innar í Bmo, borið fram auð- mjúkar þakkir sínar til rússn- eska hemámsliðsins, fyrir að ráðast inn í landið. Þessar ógeðfelldu þakkir kvisling- anna í næst stærstu borg lands ins sýna, að alla ber þróun- ina að sama brunni: Tékkó- slóvakía er að fá aftur eðli- legt svipmót hins sósíalska „bræðralags“. Rökrétt fram- hald atburðarins hlýtur að vera svipaður þakkarboðskap ur frá sjálfri flokksstjórninni. Það er íhugunarefni fyrir kommúnista og taglhnýtinga þeirra á íslandi að draga ályktanir af innrásinni og her námi Tékkóslóvakíu. Hvernig væri nú umhorfs í Evrópu, ef þeim, á örlagaárunum eftir síðari heimsstyrjöldina, hefði tekizt að koma í veg fyrir að Vesturlönd mynduðu varnarbandalag. Þeir grunnhyggnu menn, sem telja sig vinna að því, er kallað er íslenzkur sósíalismi, skyldu einnig líta í sinn barm. Hverju er það að þakka, að ritskoðarar á borð við þá, sem nú sitja á tékkn- eskum ritstjómarskrifstofum, vaka ekki yfir þeirra penna? Gætu þessir menn talið sig óhulta um að byggja upp sinn sósíalisma í varnarlausri Evrópu? Ætli þeim hefði ekki þótt nokkuð þröngt fyrir sín- um dyrum eftir innrásina í fyrrasumar. Það er kaldhæðni örlag- anna, að hvergi skuli þeim mönnum, sem kenna sig við sósíalisma tryggð mannrétt- indi og tjáningarfrelsi nema á Vesturlöndum. En það skyldu þeir hafa hugfast, að vamarbandalagið NATO er eina tryggingin fyrir því, að þeir megi halda þessum rétt- indum fyrir jábræðrunum í austri. NATO er þeirra vörn og skjól, til að láta skoðanir sínar í ljósi, óáreittir fyrir lögregluofsóknum og ritskoð- urum. Það er einnig ómaksins vert fyrir íslenzka sósíalista að hyggja að því, í hvaða átt tékkneska umbótahreyfingin stefndi. Hver var fyrirmynd- in að hugsjónum hennar um mannúðlegan sósíalisma? Ekki voru það ríkin, sem ís- lenzkir kommúnistar hafa legið fyrir flötum beinum dýrkunar og aðdáunar í hálfa öld. Þvert á móti, glæstustu hugsjónir hennar áttu rætur í lýðræði Vesturlanda. Því lýðræði, sem kommúnistar naga og rægja ár og síð. Ástandið, sem Sovétríkin kölluðu óeðlilegt fyrir innrás ina í Tékkóslóvakíu, var vita- skuld sá frjókvistur vestræns lýðræðis, er náð hafði að skjóta aftur rótum í landinu. Hann varð að rífa upþ tafar- laust og að því vinna þeir nú í sameiningu, innrásarmenn- irnir og tékknesku föðurlands svikararnir. Takmark þeirra er að koma aftur á eðlilegu ástandi í hinum sósíaliska heimi. Frelsi og mannrétt- indi eru jafn óeðlileg í þeim heimi og þau teljast eðlileg í hinum vestræna. Héma megin við járntjald- ið halda kommúnistar hins vegar áfram baráttu sinní gegn lýðræðinu og fyrir vam- arlausum Vesturlöndum. Bar- átta þeirra fyrir sósíalisma er barátta fyrir sovézkum heims yfirráðum. Eða hvar ætla þeir að biðja sínum sósíalisma verndar, þegar varnir Vest- urlanda yrðu úr sögunni? ARFTAKI HITLERS A ð undanförnu hafa nokkur Arabaríki endurgoldið velvilja Walter Ulbrichts með því að viðurkenna leppstjórn hans í A-Þýzkalandi. Eins og kunnugt er, féll Gyðinga- hatur þýzku nazistanna óvíða í jafn góðan jarðveg og með- al Araba. Ef einhver hefur haldið, að sá þráður, sem upp var tekinn með þýzku naz- istunum og Aröbum, hafi slitnað með hmni Þriðja ríkis ins, þá leiðréttist það hér með. í boðskap, sem Ulbricht sendi Nasser um sl. helgi, segir, að sameiginlega muni ríkin berjast gegn síonisma í hvaða mynd, er hann birtist. Það var þessi barátta, sem kostaði 6 milljón Gyðinga líf- ið í þýzku útrýmingarbúðun- um. Því stríði lofar Ulbricht nú Nasser, að hann skuli halda áfram. Sér til fullting- is hefur einvaldurinn, með hjálp rússneskra yfirboðara, komið upp nýjum stormsveit- um, sem árlega stíga gæsa- gang hinum nýja foringja til dýrðar. Um þessar mundir heldur arftaki Hitlers friðarhátíð við Eystrasalt, og létu þeir sig ekki vanta til hátíðarhald- anna, Magnús Kjartansson og Þórarinn Þórarinsson. Er þess að vænta að friðarhöfð- inginn Ulbricht uppfræði ís- lenzku gestina um hina nýju krossferð gegn síonismanum og þátt sinn í innrásinni í Tékkóslóvakíu í fyrrasumar. Þessar þrjár myndir eru frá útför Tom Mboya, efnahags- málaráðherra Kenya, á Rus- ingaeyju í Viktoríuvatni, en þar var hann fæddur. — Á einni myndinni sést hvar menn hafa raðað sér við kistuna til þess að lyfta henni að gröfinni, þar sem hendur á lofti bíða eftir að taka á móti henni. — Á ann- arri mynd sér í hönd frú Pamel Mboya, ekkju hins myrta ráðherra, með .mold, sem hún stráði yfir kistuna. — Og á þriðju myndinni sést Oginga Odinga, foringi stjóm arandstöðuflokksins K.P.U., við líkbörur Mboya. VŒJ l ITfl iN 0 R II IEIMI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.