Morgunblaðið - 15.07.1969, Side 18

Morgunblaðið - 15.07.1969, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 106® Anna Þórstína Sig- urðardóttir — Kveðja Fædd 22.3. 1895, dáin 9.7. 1969. ANNA ÞÓRSTÍNA Sigurðar- dóttir var fædd í Brúnavík í Borgarfirði, eystra. Foreldrar hennar vóru Sigurður Steinsson frá Njarðvík, af svonefndri Njarðvíkurætt, yngri, sem kom in er af Jóni Brynjólfssyni presti á Eiðum. Móðir hennar var Guðríður Jónsdóttir, ættuð úr Borgarfirði um ætt hennar veit ég ekki nánar. Sigurður og Guðríður hjuggu fyrst í Brúnavík, þó lengst á Þrándarstöðum í scmu sveit, en síðast á Bakka í Borgarfirði. Þau eignuðust 10 börn, sem upp komust, fimm syni og fimm dætur. Borgarfjörður er harðinda- pláss þó mikið sé þar af feg- urð. Á þeim árum var veðurfar líka ómildara um langt skeið, en nú til dags. Fáir í Borgarfirði voru auðugir af fé, en auðlegð hjartans var þar meiri en ég hefi kynnzt annars staðar. Það mátti segja, að stærsti hluti byggðarinnar væri eins og ein fjölskylda og hver létti undir með öðrum eftir getu. Enginn þarf að efast um það, að nýtni og sparnað þurfti til að halda í horfinu með 12 manns í heimili. Sigurður stundaði alltaf sjó á sumrum meðan hægt var að róa, en hafði svo dálítið landbú með. Að búinu unnu bömin hörðuan höndum jafnóðum og þau höfðu einhverja getu til. Og þetta bless aðist allt á þann hátt, að þessi mannvænlegi hópur komst upp án þess að til annarra væri leit að. Á „byggðinni" í Borgarfirði mátti segja að flest húsin væru full af börnum og unglingum. Ættbálkurinn var það frjór, að sjaldan var barnatalan lægri í fjölskyldu en frá 4 til 17. Segja má að byggðin ljómaði af söng, leikjum og dansi þessa unga fólks. Ég var ekki heim- ilisfastur þar, en oftast með ann an fótinn í Borgarfirði. Þarna stóð ætt mín föstum fótum og t Móðir mín og amma, Guðrún Sigurðardóttir, Brekkustíg 7, R, amdaðist 14. þ.m. í Lamdsspít- alanum. Sólveig Axelsdóttir, Sigurður Gunnarsson. t Björn Björnsson, Njörvasundi 17, anda'ðist í Borgarsjúterahúsinu 13. júlí Útförin auiglýst síðar. Vandamenn. t Eiginmaður minm, faðir, fcengdafaðir og afi, Árni Árnason, kaupmaður, andaðist sunnudaginm 13. júlí. Olga Benediktsdóttir, Ragnheiður Ámadóttir, Einar Sigurðsson og bamaböm. mér fannst bjartara yfir lífinu á þessum stað en í minni sveit, að henni ólastaðri. Oft hefurþað vakið mér undrun hvað þetta unga fólk gat skemmt sér hjart anlega, allslaust fólk miðað við okkar aðstæður, nú og vanta bæði tóbak og áfengi. Vinman gekk þó fyrir öllu, væri hún fyrir hendi. Allt var lesið, sem til náðist, því fólkið var bókhneigt. Mesta happ Borgfirðinga á þessum tíma var, að Þorsteinn M. Jónsson fluttist þangað og frú Sigurjóna kona hans. Þau fluttu með sér nýtt blóð í menningu byggðarinnar. Þorsteinn stofn- aði þarna unglingaskóla jafn- framt því, sem hann var skóla- stjóri bannaskólans. í þessu umhverfi ólst Anna frænka upp og ég hef dregið þessa lýsimgu til leiks í þ>ví skyni að sýna, að kannski má veita fólki hollt uppeldi þó ei sé fé á hverjum fingri. Emigiran skyldi hæla fátækt, en sé hún óumflýjanleg er gald- urinn sá, að láta hana ekki eitra allt sitt líf og þá list kunnu Borgfirðingar. Anna var meðalkona á vöxt, fríð sínum og vart ofmælt að hún væri falleg. Þokki hennar stafaði heldur ekki minna af al- úð hennar og kurteisi í aUri framkomu. Hún var gædd ágæt- um námsgáfum, gekk fyrst á uniglimgaskólamm í Borgarfirði, og var svo við nám í Reykja- vík einn vetur. Ekki munu fjár hagsástæður hafa leyft frekara nám. Veturinn, sem hún var í Reykjavík bjó hún á heimili Stefáns Eiríkssonar, hins odd- haga myndskera og teiknara og lærði teikningu hjá honum. Jafn framt fékk hún tilsögn í orgel- spili hjá ísólfi Pálssyni. Þessa er aðeins getið til að sýna að hér var ekki heimdraga hleypt í því skyni að tileinka sér tild- ur, heldur brýna vopnin til lífs baráttu veruleikans. Oft var þröngt í Bakkabað- stofunni eftir að orgel hélt þar innreið sína. Ekki er þó örvænt um að ungu mennirnir hafi ein- vörðungu horft á nóturnar, því Anna var óneitanlega rós byggð arinnar og voru þó margar meyj ar þar sjálegar. En allt kom fyrir ekki, hún gekk Borgfirðingum úr greipum í þeim skilningi. Árið 1919, 21. júní giftist hún Sigbirni Sigurðs syni á Hjartarstöðum í Eiðaþing há. Sigbjöm er soniur Sigurðar og Ragnhildar, hinna merteu Hjartarstaðahjóna. Sigbjöm hafði farið einn vetur í Gagn- fræðaskólann á Akureyri. Þá var gert upp bú foreldra hans til skipta og stóð til að jörð- t Hjartikær eigirumiaður miwn og faðir okkair, sowur og bróðir, Magnús Björnsson, starf sm annast j ór i Flugfélags íslands, seim amdaðist 8. júli, verður jarðsfumginin frá Dómkirtejumni miðviteuidaigiinin 16. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar eru afbeðin, en þeir sem vildu minmiaist hans, eru beðmir að lláta minn- imgarsjóð um hamn, sem hiefir verið sfcafniaður, njóta þess, og eru þeir fceðnir að smiúa sér tii Flugfélags ísliands, Lækjar- götu 2, eða bringja í sóana 1-6600 — 1-3205 eðia 1-1690 og eftir kl. 5 á dagimn í síma 1-6600 — 1-3858 eða 2-4977. Valgerður Kristjánsdóttir og börnin, Charlotta Jónsdóttir, Björn Magnússon og systkinin. in færi úr höndum barnanna. Tók hann þá hálfa jörðina ásamt systkinum sínum tveimur og móð ur sinni, sem var orðin ekkja fyrir nokkrum árum, á móti Magnúsi bróður sínum. Sigbjörn var greindur í hezta lagi, þjóðhagi, og á þeim árum 'hinon mesti kappsmaður. Vart held ég menn hafi greint smiði hans frá smíði hinna lærðu, hafði hann þó aldrei lært neitt í þeirri iðn. Ungu hjónin reistu síðan bú á Hjartarstöðum, og Anna tók við búsforráðum. Henni mun hafa farið það vel úr hendi, því um hana mátti segja eins og í fomum sögum, að hún var vel gefin bæði til munns og handa. Alla starfsknafta sína helgaði hún heimilinu og þar var ekki slett til hendi. Það var sama hvað hún lagði á gjörfa hönd, hvort hún balderaði, hetelaði, saumaði eða matreiddi. Hand- bragð hennar og snyrtimennska bar því vitni. Þau Sigbjörn og Annabjuggu á Hjartamstöðum í níu ár, fluttust síðan til Fáskrúðsfjarðar 1928 og þaðan til Reykjavíkur 1936. Þar dvölduist þau síðan. Hjónaband þeirra var með þeim ágætum, að það líktist meira ævintýri en veruleika. Það er ekki ofsagt að samband þeirra hafi verið óslitið tilhugalíf. Fyrst eftir að þau fluttust hing að, stuindaði Sigbjöm smíðar, en var síðan umsjónarmaður við Laugarnesskóla. Anna vann þá oft með honium, því allt vildu þau gera til að koma bömum sínum til mennta og manns. Þau hjón eignuðust 4 mannvænleg böm. Þau eru: Jón, forstöðumað- ur tæknideildar Ríkisútvarpsins, giffcur Vigdísi Sverrisdóttuir. Sigríður, gift Þorvarði Guð- mundssyni, bifreiðastjóra. Ragríhildur, gift Kjartani Árnasyni, héraðslækni á Horna firði. Guðrún, gift Gunnari Stein- dórssjmi, bruniavarnaeftirlits- manni, Akureyri. Anna og Sigbjörn áttu þegar hún féll frá 16 barnabörn og fátt mun hafa glatt þau meira en að sjá þennan efnilega hóp í uppvexti. Anna var glaðvær, skemmti- leg og vel kynnt af þeim, sem hún umgekkst, enda held ég að fáir hafi lagt henni til, erum við mennirnir þó glöggir á galla hver annars. Okkur er margt og jafnvel flest hulið í þessari tilveru og mun svo lengi verða. Ný sann- indi og svið opnast, en fram- undan er jafnmikil dul. Um slíkt þýðir ekki að fást eða deila, heldur fela þeim er stjórnar þessu ævintýri, sem við köllum t Koniain mín, Sigríður Sigurjónsdóttir, Baldursgötu 25, veirður jairðswiigiin miðviteiudaig inn 16. júlí kl. 1.30 frá Foss- vogskirkju. Guðlaugur Narfason. líf. Lífið er í sanmteika ævin- týri og það glæsiiegt, ef menn kuinina að lifa því, ein ævintýrið á alltaf að breytast í veruleika. Þeir, sem lifað hafa líkt og Anna þurfa engu að kvíða. Hin einu og sönnu eftirmæli eru þau, sem maðurinn skráir sjálfur á lífsbók sína, með eig- in verkum, allt annað bíður þess er verða vill. Orð megna lítils á örlaga- stundum, þá verður hver og einin að miðla sjálfum sér af varaorkunni. Sigbjörn má nú og mun hugsa líkt og Njáll er lát- inn segja: „Þótti mér slökkt it sælasta ljós augna minna“. Þó leit ég svo til að Sigbjöm mundi bera þetta áfall af karl- mennsku, því hann er enginn veifiskati. Við hjónin kveðjum Önnu með þökk og vottum ástvinum henn- ar samúð og þá ekki sízt hiin- um aldurhnigna eiginmanni hennar. Halldór Pétursson. Fró Breiðfirðingaféloginu Munið sumarferð félagsins að Bjarkarlundi og Flókalundi, föstudaginn 18. júlí. Þátttakendur hafi með sér viðleguútbúnað og nesti. Farmiðar seldir í Breiðfirðingabúð uppi, 15. og 16. júlí, kl. 5—7, sími 16540. FERÐANEFNDIN Sími 12769 (á kvöldin). Lokaö vegna suraarleyfa frá 21. júlí — 5. ágúst. EINAR ÁGÚSTSSON & CO. heildverzlun. BIKARKEPPNIN MELAVÖLLUR KL. 20. Þróttur B — F.H. A Mótanefnd. Frimerkjasafnarar Skildingamerki, auramerki (óst.) gildismerki, Kóngamerki (óst.) fágætar yfirprentanir, Landslagið 1925 (óst.), Gullfoss (óst.), Hjálparsettið 1933, Flugmerkið 1934, Dynjandi (óst.), Matthías, Afmælissettið, Geysir (óst), Zeppelín, Háskólinn, Heimssýningin 1940 (2 kr.), Sriorri, Flugsettið 1947, Hekla 1948, Alþingishúsið, Rauði krossinn, Sveinn Björnsson, Handritin, Hafstein, Svanasettið, Bessastaðir, Lýðveldissettið 1944, Fánamerkin. Frímerkjapakkar 100 stk., 50 stk., 25 stk. Útgáfudagar algengir, fágætir og fl. FRlMERKJASALAN. Njálsgötu 23. Til leigu f verzlunarhúsinu Miðbœ við Háa- leitisbraut er til leigu á 2. hœð 145 termetra salur ásamt skrifstofuherbergi. Húsnæðið er allt nýmálað og tilbúið til leigu. Upplýsingar á morgun og næstu daga í síma 31380. t Flyt öMium þeiim fjölimörgu vin uim og kumraingjum er veititu mér styrk oig saimúð vtð and- láit og úifcför eóigimimamms míns, Björns Einarssonar, Hafnarstræti 88, Akureyri, miínar bezbu hjartiams þakikir. Guð blessi ykkiur ölfl. Emilía Sveinbjömsdóttir. Þakkia ölliuim er mimmitusrt min vinisamteiga þeigar ég varð sex- tuigur 1. þ.m. Þorsteinn Björnsson fríkirkjuprestur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.