Morgunblaðið - 18.07.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 118. JÚLÍ H9©9 Úitgefandi H.f. Árvafcui*, Reykjavik. Fxiamkvæmdaatj óri Haraldur Sveinsaon. ■Ritsitjórax' Sigurður Bjamason frá VigSxr. Matithías Joíhanness'en. Eyjólfur Konráð Jónsson. Bitstjómarfulltrúi Þorbjöm Guörmmdsson. Fréttaís'tjóri Björn Jóhannss'on'. Auglýsihgaisitjióiá Árni Garðar Kristinson. Eitstjórn og afgrieiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-180. Auglýsingar Aðalstræti 6. Síml 22-4-80. Ásikxiftargjald kr. 150.00 á mánuði innanlands. 1 lausasöiu kr. 10.00 eintakið. NÝ ÁTÖK EINKAFRAMTAKSINS Cegja má, að það sem af er ^ þessu ári, hafi stöðugt borizt fréttir víðs vegar að af landinu um ný átök á sviði atvinnumála, ekki sízt í iðnaðinum. Fyr- ir nokkrum vikum hófust t.d. á Sauðárkróki fram- kvæmdir við nýja og full- komna sútunarverksmiðju, sem mun fullvinna um 200 þúsund gærur, þegar fullum afköstum er náð. Eru það framtakssamir einstaklingar, sem að þessum framkvæmd- um standa. Gert er ráð fyrir, að hin nýja sútunarverksmiðja á Sauðárkróki taki til starfa um næstu áramót og að fram- leiðslumagnið verði í byrjun um 100 þúsund gærur á ári. Verða þær seldar til Banda- ríkjanna og hefur markaður þegar verið tryggður þar í landi. Þá eru einmig hafnar viðræður við bandaríska aðila um samstarf um framleiðslu á gærupelsum hér á landi. Forráðamenn hinnar nýju verksmiðju hafa upplýst, að óljóst væri um sölumöguleika í Evrópulöndum, en benda á, að takist samvinna við efna- hagsbandalögin í álfunni t.d. EFTA muni ný tækifæri opn- ast þar. Er þetta aðeins eitt dæmi af mörgum um það, hvílík hvatnimg aðild að EFTA yrði íslenzkum iðnaði. Enginn vafi leikur á því, að gengisbreytingin í nóvember sl. og þær efnahagsaðgerðir, sem fylgdu í kjölfar hennar, hafa ýtt mjög undir aukin átök í atvinnulífinu, þ.á.m. á sviði útflutningsiðnaðar. Sí- fellt berast fréttir um fleiri íslenzk iðnfyrirtæki, sem hefja útflutning á framleiðslu vörum sínum. Og sannarlega verður fróðlegt að sjá um næstu áramót, hve mikil heildarverðmæti íslenzkra iðnaðarvara, sem flutt hafa verið út á árinu verða saman- borið við síðustu ár. Er ekki ólíklegt, að sú upphæð eigi eftir að koma mörgum á óvart. Eitt hið ánægjulegasta við þessa þróun í atvinnumálum á yfirstandandi ári, er einmitt það, að einkaframtakið er bersýnilega að láta að sér kveða í atvinnuuppbygging- unni í mun ríkara mæli en áður og fer ekki á milli mála, að efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar hafa örvað einkaframtakið mjög til dáða. En það hefur jafnan verið stefna Sjálfstæðismanna, að efla einkaframtakið svo, að það verði ætíð kjölfesta í at- vinnulífi landsmanna. ENDURNÝJUN TOGARA- FLOTANS ¥ gær birtist í Mbl. athyglis- "*■ verð grein eftir einn af borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins, Birgi ísl. Gunnars- son, um atvinnumál borgar- búa. Er þetta fyrsta greinin í reglulegum greinaflokki, sem borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins munu rita í Mbl. um þá málaflokka er þeir fjalla um í borgarstjórn Reykjavíkur. í grein sinni leggur Birg- ir ísl. Gunnarsson áherzlu á nauðsyn þess að efla Reykja- vík sem útgerðarstöð og bend ir á, að til þess að fullnýta fiskvinnslustöðyar borgarinn- ar séu togaramir einna líkleg astir til árangurs. Um togara- útgerðina segir Birgir ísl. Gunnarsson m.a.: Togarafloti landsmanna, bæði sunnarilands og norðan, er nú mjög að úreldast og sú ákvörðun hlýtur að vera á næsta leiti, hverja stefnu eigi að taka í togaramálum. Sér- stök nefnd um Bæjarútgerð Reykjavíkur svo og útgerðar- ráð eru sammála um nauð- syn vaxandi togaraútgerðar frá Reykjavík. Hér er hins vegar um svo mikið átak að ræða að einstök sveitarfélög, jafnvel þótt fjársterk séu, eins og Reykjavík, geta ekki staðið þar ein að. Því síður er það á færi þeirra togara- útgerðarfyrirtækja, sem starf andi eru, og eru öll fjárvana. Hér verður að koma til öfl- ugt framtak ríkisvaldsins, sem örvi útgerðaraðila til að endurnýja togaraflotann. Tog araútgerð er og verður svo mikilvægur þáttur í atvinnu- lífi Reykjavíkur og Akureyr- ar um næstu framtíð að fram- hjá þessu vandamáli verður ekki gengið öiilu lengur. Tungllendingin í sjónhending Tilgangurinn með Apollo II Eftir Walter Froehlich bandarískan sérfrœðing í geimrannsóknum Ekik'etrt tækniite'gt eða vé'!lfræðii!tegt „KÖNNUN hins óþekkta er í raun- inni kjami mannsandans og að hika, vera á báðum áttum eða snúa bakinu við leit okkar að þekkingu verður tortíming okkar". Bandaríski geimfarinn Frank Borman í ávarpi til fulltrúadeildar bandaríska þingsins 9. janúar 1969, 13 dögum eftir að hann kom til baka úr geimferð sinni umhverfis tunglið í Apollo 8, sem hann stjórnaði. 1 röð mannaðra geimferða verður tunglför Apollo 11. 22. í röðinni af geimferðum Bandaríkjanna en 33. í röð mannaðra geimferða heims. I röð hluta, sem skotið hef ur verið með eldflaugum til tungls- ins síðustu 10 ár eða í nágrenni þess, verður Apollo 11. einn af um 50. En ferð Apollo 11. sker sig úr öllum öðrum geimferðum, mönn- uðum eða ómönnuðum og úr öll- um öðrum ferðum, sem maðurinn hefur lagt upp í. Apollo 11. verður fyrsta farar- tæki manna, sem lendir á tungl- inu, fyrsta lending manna nokkurs staðar utan jarðarinnar. Það verð- ur fyrsta raunverulega snerting mannsins við nokkurn himinhnött. Það er fyrsta ferðalag mannsins til sérstaks ákvörðunarstaðar úti í geimnum. Frá tæknilegu sjónarmiði er það afrek, sem ekki á sinn líka, að láta menn lenda á tunglinu og komast síðan aftur til jarðar. áform í allri mannkynssögunni kemst nálægt því, hvað snertir mikilleika, margbreytni eða þróun. Um eitt skeið á þeim átta árum, sem farið hafa í að undirbúa þessa ferð tiil áfa'ngastaðar um 400.000 km frá jörðinni, störfuðu yfir 400,000 manns að því að skipu- leggja, hanna og smíða tæki og þjálfa starfslið. Frá sjónarmiði vísindamannsins opnast með tungllendingu áður óþekktar víðáttur. Hún skapar möguieika á vísindalegum rann- sóknum, víðáttumeiri en upp- fi'niming simásj'árimnar eða sjón- aukans eða uppgötvun orkunnar og efnisins í öreindinni. Efnissýn- ishorn þau, sem Apollo 11. geim- fararnir flytja með sér aftur til jarðar, eru í sjálfu sér ómetan- legur fjársjóður fyrir vísindamenn- ina, sem nú geta kannað náttúru- auðæfi annars heims. Og tunglið, sem er laust við veðrun andrúms- loftsins og þær breytingar, sem lífið veldur, kann að geyma lykil- inn að því, hvernig jörðin og allt sólkérfið hefur þróazt. Samt sem áður er Apollo 11, hversu dirfskufullt áform sem það er, þegar bezt lætur aðeins fyrsta smávægilega könnunin á þessum nýju víðáttum í geimnum, sem nú hafa opnazt manninum. Dr. Thomas 0. Paine, yfirmaður bandarísku geimferðastofnunar- innar, NASA, sagði, þegar eftir að Apollo 10. var lent, en í geimferð þess í maí komust tveir af þriggja manna áhöfn í 15 km nálægð frá tunglinu: „Enda þótt starf okkar hafi beinzt að tunglinu, þá er raun- veruiegt takmark okkar miklu fjær . . . Raunverulega takmarkið er að þróa og sýna frarrvá mögu- leika á ferðalögum milli reiki- stjarna". Enda þótt nú séu ekki ákveðnar eða fyrirhugaðar neinar mannaðar geimferðir lengra en til tunglsins, þá hlýtur sá nýi möguleiki, að geta komizt til tunglsins, að verða not- aður að minnsta kosti þó nokkrum sinnum á næstu árum. Þegar er verið að gera Apollo 12. geimfar tilbúið fyrir ferð til tunglsins sennilega seint á þessu ári og ýmiis ön'niur. ApoMo geiimför eru á mismunandi stigum smíðinnar fyrir mannaðar tunglferðir og ferðir umhverfis jörðu á næsta áratug. Enginn veit enn nákvæmlega, hvað menn munu gera á tunglinu — það mun verða komið mjög undir því, hvað fyrstu tunglfararnir uppgötva þar. Vísindamenn gætu naumast beðið um betri aðstæður fyrir hugsanlega bækistöð í því skyni að framkvæma vísindarannsóknir. Þar sem tunglið er aðeins í þriggja dagleiða fjarlægð frá jörðinni og aðeins einn fimmtugasti hluti hennar að stærð, þá er það nógu nálægt og nógu stórt og stöðugt til þess að það sé framkvæman- legt að koma þar upp næstum hvaða hugsanlegri vísindarann- sóknastöð, sem menn hafa hug á. Tunglið er hins vegar nógu langt í burtu frá jörðinni til þess að uppræta flestar truflanir, sem stafa óbeðið frá jörðinni, eins og þær, sem stafað geta frá útvarps- áhugamönnum, sem eru nær alls staðar á jörðinni, en geta ekki náð til fjarlægari hliðar tunglsins. Sem íramvarðarstöð fyrir kann- anir úti í geimnum, er öruggt, að tunglið mun gefa mönnum betri sýn af himninum, en þeir geta nokkru sinni haft frá jörðinni. Þar sem ekkert loft er á tungiinu og engin útvarpsmerki eru þar til þess að trufla, er unnt að mæla geislun frá hnöttum út í geimn- um með meiri árangri þar. Ef svo ólíklega færi, að unnt yrði að koma á sambandi við menningu í einhverju öðru sólkerfi, yrði tunglið næstum örugglega fyrir- myndar endurvarpsstaður. Fyrir vísindamenn sem leita að einhverju því, sem orðið gæti til þess að veita einhverja skýringu á uppruna tunglsins,. myndi upp- gröftur á tunglinu reynast tiltölu- lega auðveldur, sökum þess að sama magn þar af efni vegur að- eins einn sjötta hluta þess, sem það vegur á jörðinni. Fyrsta vís- indalega starfsemin, sem Apollo 11. geimfararnir framkvæma f fyrstu tungllendingu mannsins, er að afla efnis á tunglinu og annarra tunglfræðilegra sýnishorna til rann- sókna á jörðinni. Mönnuð tunglstöð (teikning: Fyrsti áfanginn út í alheiminn).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.