Morgunblaðið - 01.08.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.08.1969, Blaðsíða 10
1 10 MOBGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1909 • Frá Umferðarmálaráði FRAMUNDAN er Verzlunar- mannahelgin, ein mesta ferða- og umferðarhelgi árs- ins. Segja má, að hver öku- fær bifreið sé notuð til ferða- laga, enda em samfelldar raðir ökutækja á nánast öll- um þjóðvegum. Þegar þannig er, eykst slysahætta stórlega. Stöðugt er fylgzt með um- ferðinni á þjóðvegunum, en aldrei þó betur en einmitt um Verzlunarmannahelgina. Til að minnka líkur fyrir slysum hefur lögreglan gengizt fyrir skyndiskoðunum á ökutækj- um í Reykjavík. En nú um helgina munu lögreglan og bifreiðaeftirlitið fylgjast með ástandi þeirra bifreiða, sem eru í akstri úti á þjóðvegun- um, og mega þeir ökumenn, sem aka bifreiðum í ólög- mætu ástandi, búast við að bifreiðar þeirra verði kyrr- settar eða snúið við. Það er höfuðforsenda þess að ferðalag geti verið ánægju- ríkt, að það farartæki sem ætlað er til ferðarinnar, sé í lagi og sé ekki hættulegt far- þegum og umhverfi sínu. Gæta verður þess, að ofhlaða bifreiðina ekki, þannig að aksturseiginleikar hennar haldist óbreyttir. Framúrakstri fylgir míkil hætta Fjölda slysa má rekja beint til ógætilegs framúraksturs. Við framúrakstur geta minnstu mistök haft hörmu- legustu afleiðingar. Með því að tefla á tvær hættur, stofn- ar ökumaður ekki aðeins eig- in lífi í hættu, heldur einnig annarra vegfarenda. Framúr- akstur skyldi enginn reyna ef blindhæð eða beygja er fram- undan. Því aðeins má telja að framúrakstur sé öruggur, að víðsýnt sé og gott útsýni fram á veginn. Auk þessa verður vegurinn að vera breiður og báðir ökumennirnir verða að vita um framúraksturinn áð- ur en hann er hafinn. C=3 3 (M IH e=3 ---u n----n 51 ÍH. 3 H í langferð er bezt að aka með jöfnum þægilegum hraða Þegar komið er út á þjóð- vegina, verða ökumenn að gæta að því að þeir eru ekki einir á ferð. Taka verður til- lit til annarra vegfarenda og haga aksturshraða m.a. í sam- ræmi við ástand vegarins og umferðina, sem á veginum er. Bezti hraðinn, bæði fyrir öku- menn og farþega, er jafn, hæfilegur hraði miðað við aðstæður, auk þess sem þann- ig er unnt að komast hjá tíð- um framúrakstri. Hafið ávallt gott bil til næstu bifreiðar á undan, þannig að hún tak- marki ekki útsýn fram á við og að þér eigið ekki á hættu að lenda aftan á henni, ef eitthvað ber út af. Hvernig á að minnka líkurnar fyrir rúðubrotum? Rúðubrot af völdum stein- kasts frá hjólum bifreiða hefur fjölgað mjög mikið frá fyrri árum. Hvað veldur þess- ari aukingu er ekki alveg fullvíst, en hitt er vitað, að flest eiga rúðubrotin það sam- eiginlegt, að eiga sér stað við mætingu bifreiða eða við framúrakstur. Það er því mikilvægt, ef ökumenn vilja komast hjá skemmdum á bif- reiðum sínum, að þeir fari eftir eftirfarandi atriðum: 1. Þegar bifreið kemur úr gagnstæðri átt, verður að draga verulega úr hraða og víkja vel til hægri. 2. Ef ekið er á eftir annarri bifreið, er nauðsynlegt að halda góðu bili milli bif- reiðanna. 3. Ef yfirborð vegarins er gróft og hraðinn mikill skal forðast framúrakstur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.