Morgunblaðið - 01.08.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.08.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1909 23 Skákþing Norðnrlanda Tuttugaista ágúst næstkofmandi eru liðin nákvæmlega sjötíu áir síðan Skáksamband Norður- landa var stofnað, en það var igert í Kaupfmannahöfn, téðan mánaðardag, árið 1899. Var með þeirri stofnun lagðúr fyrsti grundvöll'uriinn að Skákþingum Niorðtmlainda en sem kiumniuigrt er stendurr þrítuigasta Skákiþimg Norðurianda niú yfir í Lidköp- ing í Svíþjóð, og eiga íslending- air sex fluiiiltrúa í þeim hópi >að var ekki fyrr en 1928, að Skáksamband fslands gekk í Skáksamband Norðurlanda, og það sama ár tefldi Eggert Gilf- er sem fyrsti fulltrúi íslands á þeim vettvangi, þ.e. á Skákþing- um Norðurlanda. Var það þing háð í Osló. — Árið eftir teiCLdi Gilfer aftuir á Skákþingi Norð- uirianda einm Islendirnga, en það var þá háð í Gautaborg. Áramiguir Gilferts á þessum tveimur fyrstu mótum var fram- ar ölluim vonum, þar sem við raimiman reip var að draga og meistarar akkar þá alls óvanir keppniuim á erlendum vettvangi. 1934 taka fslendinigar svo næst þátt í Skákþingi Norðurlanda og sendu nú menn bæði í lands- liðsflokk, meistaraflokk og fyrsta flokk, alls 5 menn. — Ekki tókst okkur heldu að vinna nein sér stök afrek í það sinn, þótt heild- arárangur akkar manna mætti teljast sæmilegur. — f þetta Skipti tók Baldur Möller í fyrstia sinn þátt í Skákþingi Norður- landa, tefldi í 1. flokki og hlaut 5% vinning af 10 mögulegum. Baldur var þá aðeins 19 ára að aldri. — Fáa mu,n þá hafa grun- að, að þessi ungi meistari ætti eftir að koma svo eftiirninni- lega við sögu þesaara þinga sem raiun varð á. Efltir þetta voru svo haldin þrjú þinig í röð, að íslendinig- ar sendu engan fulltrúa í neinn flokk. Á heimisstyrjaldaárunium, 1939—1945, lágu þingin auðvit- að sjálfkrafa niðri, enda snerti ófriðurinn að nokkru Norður- löndin öll. En þegar árið 1946 er 18. þingið haldið í Kaupmanna- höfn, og reynist stríðsgæfan okkur nú miun hliðhollari en á fyrri þinguim. f landsliðsflokki vann Baldur Möller það frábæra afrek að ná öðru til þriðja sæti í harðri keppni. Og í báðuim riðlum meistaraflokks (sem var tvískiptur) féll sigurinn íslend- ingum í skaut. Þar hrepptu þeir nafnar Guðmundur S. Guðmunds son og Guðmundur Ágústsson efstu sætin. — Þessi ágæta framimistaða okkar manna vakti mikla athygli, enda gerast ís- lendingar frá og með þessu móti aerið fjölþreiflnir um hina æðstu titla á Skákþingum Norðunrlada — Skákmeistari Norðurlanda 1946 varð Finninn Osmo Kaila. Árið eftir, 1947, senduim við þátttakendur á Norðurlanda- þingið bæði í landsliðsflokk og meistaraflokk. Var þingið þá háð í Helsingfors. Þeir Ásmund- ur Ásgeirsson og Guðmundur S. Guðmundsson tefldu þá í lands- liðsflofcki, en náðu ekki þeim ár- angri, sem efni stóðu til. Lands- liðsflokkur var líka skipaður ó- venjusterku liði þá. Sigurvegari varð Finninn Eero Böök. Næsta ár, 1948, gerist svo það, að fslendingar ná titlinum Skák meistari Norðurlanda í sínar hendur og sleppa honum ekki fyrr en 1956. Þingið var þá háð í Örebro í Svíþjóð og vann Baldur Möller þar landsliðs- flokk og varð þannig fyrstur ís- lendinga til að hreppa hinn virðulega titil. 1950 var svo þingið háð í fyrsta sinn hér á landi, og unnu íslendinigar þar frækilegan sig- ur í öllum flokkum. Baldur vann landsliðsflokk öðru sinni, og Guðjón M. Sigurðsson hreppti annað sætið. — Sérstaka at- hygli vöktu úrslitin í meistana- flokki. Þar varð 15 ára íslenzk- ur piltur sigurvegari, og var það fyrsta skéikafrek hans, sem verulega athygli vakti, a.m.k. utan íslands. Piltur þessi nefnd ist Friðrik Ólafsson. Birgir Sigurðsson vann A—rið il fyrsta floktos og Ólafur Ein- arsson B-riðilinn. Næsta þing er svo ekki háð fyrr en árið 1953 og þá í Es- bjerg í Danmörku. Baldur Möll- er, þáverandi Skákmeistari Norð urlanda, tóik eikki þátt í þvímóti, en hinis vegar tók Friðrik Ólafs- son nú upp merfci Baldurs, vann landsliðsflokk og hreppti þair með titilinn. — íslendingum virt ist full alvara með að sleppa honum ekki fyrr en í fulla hnef- ana, úr því að þeir höfðu einiu sinni náð honuim í sírnar hendur. 1955 er þingið háð í Osló. Þar urðu þeir Larsen og Friðrik efstir, sem kunniugt er, og tefldu síðan einvígi um titiliinn. Það fór fram í Reykjavik í ársbyrj- un 1956 og lauk með knöppum og óvæntum sigri Larsens, eins og flestum mun í fersku minni. — Þar með gekk titillinn úr greipum otokar — í bili. Geta ber þess, að Lárus John- sen vann B-riðil meistaraflokks á þessu þinigi. 1957 var þingið háð í Helsing- fors. Sendum við menn bæði í landsliðsflokk og meistaraflokk ‘ Yess má geta, að Friðrik Ólafs- son hefur ekki teflt á Skákþing- um Norðurlanda síðan 1955). In/gi R. Jóhannsson og Ingvar Ásimundsson tefldu í landsliðs- flokki, en náðu elkki sérlega góðum árangri. — Norðurlanda meistari varð O. Stemer frá Svíþjóð. 1959 er svo þingið háð í Öre- bro í Svíþjóð. Sendum við enn menn bæði í meistaraflokk og Baldur Möller landsliðsflökk, svo og unglinga- flokk. Norðmaðurinn Svein Jo- hannessen varð þá Skákmeistari Norðurlanda, en In/gi R. lenti í þriðja — fjórða sæti. Jón Þor- steinsson varð efstur í A-riðli meistaraflokks, og Jón Hálfdán- arson, sem þá var aðeins 12 ára gamall, vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í uniglinga flokki. .1961 fellur svo aftur í okkar hlut að halda þingið. Eins og ár- ið 1950 unnum við þar sigur í öllum flokkum: landsliðsiflokiki, meistaraflokki, fyrsta flokki og unglingaflokki. Ingi R. varð sig urvegari í landisliðsflokki, Jón Þorsteinsson an.in.ar og Jón Páls- son þriðji, svo þar hirtum við gullið, silfrið og bronzið. Bragi Björnsson og Jónas Þor valdsson unnu A—riðil meistara flokks, en Sigurður Jónsson B- riðil. Fyrsta flokk vann Tryggvi Arason, en unglingaflokk Bragi Kristjánsson, aðeins 16 ára að aldri þá. Það ber að játa, að hinar iNorðurlandaþjóðirnar sendu ekki mjög sterkt lið til þessa þings, enda var naumast hægt að kalla, að um væri að ræða samkeppni gegm Inga í lands- liðsfloktoi af þeirra hálfu. Hann vann mikimn yfirburðasigur, og þar með höfðuim við eignazt þriðja Norðurlandameistarann og endurheimt titilinn, eftir rösk lega 5 ára fjarvistir hans í hönd um útlendinga. 1963 kemur svo röðin enn að Dönum að halda mótið. Sendum við þá emn memn í landsliðs- flokk og meistaraflokk. Þeir Lár us Jofansen og Sigurður Jóns- son tefldu í landsliðsflökki, en án sérstatois áramguirs. — Sigur- Freysteinn Þorbergsson vegarar urðu þeir M. Joffe frá Svíþjóð og Danimn Brinck Claus sen, og munu báðir hafa verið taldir Skákmeistarar Norður- landa fram til mæsta þings. 1965 eigmumst við svo fjórða Norðurlandameistarann í ákák, þimgið haldið í Osló, og sanduim við Freystein og Magnús Sól- mundarson til keppni í lands- liðsflokki. Þeir Freysteinn og Norðmaðúimn Svein Jóhannes- sen urðu jafnir og hæstir að vinningúm, en Freysteinn var hærri á stigum. Eftir að þeir höfðu skilið jafnir í tveggja skáka einvígi, var Freysteini því dæmdur sigurinn. — Þannighöf um við eignast fjóra Norður- landameistara á 17 ára tíma- skeiði. — Við tókum einnigþátt í meistaraflokki á þessu móti. Er þá komið að síðasta Norð- urlandaþingi, á undan því, sem nú stendur yfir. Þar var haldið í Hangö í Finnlandi, og sendum við að vanda menn bæði í lands liðsflokk og meistaraflokk. Þeir Freysteinn Halldór Jónsson og Ingimar Halldórsson tefldu í landsliðsflokki. Var Freysteini að sjálfsögðu allmikið í mun að halda titlinum, enda munaði ekki miklu að svo færi. Varð hann jafn tveimurNorð- mönnuim í efsta sœti, þeim Hoen og Svedenborg. Tefldu þeir síð- an til úrslita vorið eftir á Ak- ureyri, en þar varð Hoen hlut- skarpastur ög er því núverandi Skákmeistari Norðurlanda. Frey steinn vairð amnar í úrslitakeppn inni, en Svedenborg þriðji. Hér hefur verið farið mjöig lauslega yfir sögu Skákþinga Norðurlanda og þá nær ein- göngu eftir síðari heimsstyrjöld. Er hér dkki rúm né tími til að gera því efni fyllri skil, þótt verðugt væri, svo mjög sem ís- lendingar hafa látið til sín taka, og með góðum árangri, á þess- um vettvangi á umgetnu árabili. Á yfirstandandi þingi eru keppendur 14 á landsliðsflotoki. Eru það eftirfarandi rnenn, tald i eftir töfluröð: 1. De Lan.ge (Noregur) 2. Olson (Svíþjóð) Friðrik Ólafsson 3. Lahti (Finnland) 4. Freysteinn (ísland) 5. Jakobsen (Danmörk) 6. Drimer (Rúmenía) 7. Anderson (Svíþjóð) 8. Gliksrman (Júgóslavía) 9. Sámisoh (Vestur-Þýzkal. 10. Westerinen (Finnland) 11. Björn Sigurjónsson (Island) 12. Hoen (Noregur) 13. Hamann (Danmörk) 14. Martens (Svíþjóð) Það, sem er næsta óvenjulegt við mót þetta, er, að þarma tefla þrír slkákmenn í landsliðsflökki, sem ekki eru Norðurlandabúar, þeir Drímer, Gliksman og Sám- isah. — Rúmeninn Drímer er allsterkur, alþjóðlegur meistari, tefldi meðal annars á Stúdenta- skákmótinu hér 1957 og hefur alloft tekið þátt í alþjóðlegum skákmótum hin síðari árin með dágóðum áaingri. Má því telja líklegt, að hann komi til með að veita þeim, sem berjast um Stoák meistaatitil Norðurlanda að þessu sAnmi, harða samkeppni, en titilinn getur hann þó ekki hreppt, með því, að hann er ekki Norðurlandabúi. Vestur-Þjóðverjiinn Sámiisclh mun eflaust „ógna“ mjög neðsta sætinu á mótinu, enda orðimn sjötíu og þriggja ára gamall og tapar nú helzt hverri skáto, sem hann teflir. Til dæmis tapaði hann ölluim Skátounum á skák- þinginu í Búsum í vor, 15 að tölu! Og þegar þetta er ritað, hefur hann tapað öllum þeim stoákuim, sem hann hefur teflt á yfirstandandi Skákþingi Norð- urlanda. Þetta má þykja þeim mun kynlegra sem Sámisch er eini stórmeistarinn sem á þinginu teflir. — En ekki er að spyrja að Elli kerlingu. Hún hefurjafn an reynzt skákmeisturum óheppi legur förunautur. Sámisdh tefldi á miklum f j ölda alþjóðlegra stoákmóta, svo og á heknavelli, á milli heimsstyrjald anna og vair vinsæll meistari, léttur í lund og gamansamur. Hins vegar var frammistaða hansr mjög misjöfn, enda er hann ein- hver frægasti tímahraksmaður, Ingi R. Jóhannsson sem uppi hefur verið og tapaði fjölda skáka sinna í tímiafaraki. — Sagt er, að hann hafi „fallið á tíma“ í öllum skátoum sínum í Búsum! Júgóslavinn Gliksman mun vera alþjóðlegur meistari, en ltt þetoki ég til skákferils hans. En alla vega virðist hann vera í faópi sterkustu manna á þes9U móti. Sjálfsagt stefnir Freysteinin Þorbergsson mjög eindregið að því að endur’heimta hinn virðu- lega titil, og vissiulega er það mikið metnaðarmál öllum íslenzk um skákunnendum, hvort honum heppnast það eður eigi. Hins vegar er greinilegt, að samkeppn in verðuir mjög hörð. — Jafcob- sen, skákmeistari Danmerkur, er hæstur að vinningum, þegar þetta er ritað og kemur mjög til greina sem sigurvegari, og landi hans Hamann, sem er öllu þekktari, er einnig Skæður skákmaður, enda ber hann titilinn „alþjóð- legur meistari“. Skæðasti maður Svía á þessu móti mun vera Anderson, núver- andi unglin.gaimeistari Norður- landa, þótt ekki sé hann nema 18 ára að aldri. — Telja Svíar sig þar eiga upprennandi skák- sjení, og eftir fyrri hluta móts- ins að dæma, gæti jafnvel svo flarið, að hann hreppti efsta sæt- ið. Finminn Westerinen er reynd ur alþjóðlegur meistai, sem ekki er heldur hægt að útiloka. Svo má ekki gleyma núver- andi Skákmeistara Norðurlanda, Norðmanninum Hoen. Honum er að sjálfsögðu mikið kappsmál að halda titli sínum, en hanm er þó einuim og hálfum vinningi neðar en efsti maður, Jakobsen, þeg- ar þetta er skráð að sjÖ umferð- um loknium. — Svo horfurnar eru ekki allt of bjartar fyrir hann nú. Með því að skákþing þetta er háð með miklum hraða og jafln- vel liklegt, að línur verði farnar að skýrast verulega, þegar þetta geiriiarkom birtist, þá sé ég etoki ástæðu til að hafa hér uppi miklia spádóma uim úrslit þesa. — En þegar er ljóst, að barátt- an um efsta sætið verður mjög hörð. Segja má, að mestu varði, þeg- ar á allt er litið, að Skákþing Norðurlanda hafi í áranma rás gefið skákmönnum hinna ýmsu Norðurlanda kost á gagnkvæm- um kynnum, og hafa þar oft stoínast vináttubönd, sem eigi hafa slitnað. Þessi gagnkvæmu kynni og menningarlegu sam- skipti frændþjóðanma á Norðúr- löndum, í sambandi við skáklist ina, verður það, sem lengst var- ir og geymist í minningu m,anna um hin ýmsu skákþing — leng- ur en það, hvenær hver og ein hinma einstöku bræðraþjóða hef ur fagnað sigri eða mætt mót- blæstri á þessum innbyrðismót- uim undanfarin sjötiu ár. Sveinn Kristinsson. SKÁKÞÁTTUR í UMSJÓN SVEINS KRISTINSSONAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.