Morgunblaðið - 17.08.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.08.1969, Blaðsíða 20
t 20 MOR'GUN'BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1'9Ö9 Margrét Ólafsdóttir — Minningarorð Á morgun, mánudag, verður gerð frá Fossvogskirkju útför Margrétar ólafsdóttur, Drápu- hlíð 19, en hún lézt í Landspít- alanum 7. dag þessa mánaðar eftir langvarandi og þungbær veikindi. Margrét var fædd að Efstu- Grund undir Eyjafjöllum 12. febrúar 1895 og var því 74 ára, er hún lézt. Hún var dóttir þeirra Ólafs Þórðarsonar og Steinunnar Sigurðardóttur, sem bjuggu um 15 ára skeið að Efstu-Grund, en síðan önnur 15 ár að Kotvelli í Hvolhreppi. Það an fluttust þau til Reykjavíkur, árið 1921, þar sem Ólafur var starfsmaður ísafoldarprent- smiðju um árabil. Þau létust bæði háöldruð, Steinunn 1951 og Ólafur árið eftir. Steinunn var dóttir hins kunna bændahöfð- inga og glæsimennis Sigurðar Árnasonar í Steinmóðarbæ, og minnast hans margir eldri Ey- fellingar enn þann dag í dag. Eins og svo oft varð hlut skipti barna aldamótakynslóðar- innar, ólst Margrét upp við fá- tækt og kröpp kjör í föðurgarði. Hún var þriðja í röðinni af fjórum systrum, sem á fullorð- insár komust, en fimmta og yngsta systiirin lézt aðeins 16 ára. Lifa systurnar hana allar þrjár, þær Kristín, Kristjana og Ólafía, svo og fósturbróðir þeirra, Ámi Árnason, sem kom á heimili Ólafs og Steinunnar barn að aldri. Margrét fluttist alfarin til Reykjavíkur með foreldrum sín um og stundaði þar ýmis störf, unz hún fór árið 1926 til Kaup- mannahafnar. Þar bjó hún um fimm ára skeið og vann við veitingastörf. Mun hún hafa haft í hyggju að setjast þar að, en sú ætlun hennar breyttist við kynnisför hingað heim. Fór svo. að hún sneri ekki aftur til Dan- merkur, en í lífi hennar hófst sá þáttur, sem henni var kær- i astur, og var hún þá komin hátt Lögtaksúrskurður Eftir beiðni bæjarritarans í Kópavogi, úrskurðast hér með lögtak fyrir gjaldföllnum en ógreiddum útsvörum og aðstöðugjöldum 1969, til Bæjarsjóðs Kópavogs, en gjöld þessi féllu í gjalddaga samkv. 11. og 47 arein laga nr. 51 1964. Samkv ofansögðu fara lögtök fram eftir átta daga frá birtingu úrskurðar þessa hafi full skil ekki verið gerð. Baejarfógetinn í Kópavogi, 12. ágúst 1969. HÆTTA Á NÆSTA LEITI efiir John Saunders og Alden McWilliams á feartugsaldur. Á heimili for eldra minna kynntist hún Guð- laugi Bjarnasyni, iðnaðarmanni, sem ættaður er úr Stafholts- tungum í Mýrasýslu. Felldu þau Guðlaugur hugi saman og gengu í hjónaband 1934. Þau eignuð- ust tvo syni, Bjarna Garðar, við skiptafræðing, og Óla Steinþór. Bjarni er kvæntur Önnu Bjarna- dóttur, og eiga þau tvær dæt- ur, sem nutu mikils ástríkis ömmu sinnar, en önnur þeirra er nafna hennar. Þetta eru í stuttu máli ytri æviatriði Margrétar, en minn- ingar þeirra, sem þekktu hana bezt, fylla myndina. Hún var á yngri árum glæsileg kona og alla tíð afar kvik og létt í hreyf- ingum. Þótt árin færðust yfir, var hún jafnan svo ungleg í út- liti og fasi, að undrum sætti. Vafalaust hefur hér nokkru um valdið, að Margrét var alla ævi gædd einstæðri lífsgleði samfara þróttmikilli atorku .Hún var lít- ið fyrir víl og vol, en bauð erfið leikunum birginn. Hún naut einnig þeirrar gæfu að eignast góðan mann og lifa í óvenju farsælu hjónabandi. Var ein stakt að kynnast umhyggju þeirra hjónanna fyrir yngra syni sínum, fórnfýsi og sam- heldni vegna vahneilsu hans. WHEN WE QET BACK FROM TOKyO WE'RE 60ING TO TAKE A MONTH OFF... A WHOLE mohth/ MR. DANIEL RAVEN OF GLOBAL NEWS... PLEA5E CONTACT THE TRANS-ORIENT SERVICE DESK. URGENT MESSAGE FOR PASSENGER DANIEL RAVEN ! TROy ANO I ARE FRESH OUT OF LAUGH5, MR. LAKE/ PLEASE SMILE, SENTLEMEN' I FEEL LIKE A WARDEN 5ERVING THE PROVERBIAL LAST MEAL/ ^ — Brosið, herrar mínir, brosið. Mér líður eins og fangaverði, sem er að bjóða upp á síðustu máltíðina! — Þegar við komum aftur frá Tókíó, þá ætlum við í mánaðarfrí — heilan mánuð! Vinsamlegast hafið samband við upplýs- ingamiðstöð Trans-Orient flugfélagsins. Þar eru áríðandi skilaboð til Daniel Rav- — Við Troy eigum ekkert eftir af bros- — Hr. Daniel Raven frá Heimsfréttum! en, farþega! um, hr. Lake! Persónulega á ég minningar um Margréti, móðursystur mína, frá þvi ég var smáhnokki. Æv- inlega var hún mér sem önnur móðir, og þannig minnist ég hennar. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar votta ég Guðlaugi, son- um og tengdadóttur einlæga sam úð. Ólafur S. Valdimarsson. 2 LESBÓKBARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 Dag notakurn kom fræg mús í heimisúkn í músa- bæinn. Það var tónlistar snillingurinin Músi Músa- son. Hann var að sjálf- sögðu beðinn um að Ihalda tónJeika meðan á dvöl hans í bænum stæði. Það vildi nefnilega svo vel til, að frú Hanna, sem bjó í húsinu yfir músabænum hafði farið í sumarbústað sinn, til þess að dvelja þar yfir helgina. Mýsnar höfðu því allt húsið til afnota — ásamt píanóinu, sem var í stofunni. Um kvöldið voru allar mýsnar sam arakomn ar í stofu firú Hönnu. For- maður tónlistarfélags músanna stóð við píanó- ið og bauð Músa velkom- inn og bað hann síðan um að leika nokkur lög fyrir þau. En þegar Músa varð Ijóst að hann ætti að leika á píanó frú Hönnu em ekiki venjulegt, lítið músapíanó, þá reiddist hann veirulega. „Hvemig í óáköpunum á ég að ná upp á nótnaboirðið á þessu ,,s!krapatóili“? spurði hann æstur. Ó, ó, það hafði tónlist- arifélatgið alls eikki hugs- að um. Nú voru góð ráð dýr „Ég hef ráð við því“, heyrðist sagt lágri röddu ofan úr ljósakrónunni. Það var Ponmi. „Ef hei ra Músi fær sér sæti í þessum smástól, sem ég læt síga niður núna, þá get ég dregið hann aftur upp, þangað til hann verður í sömu hæð og nótnaborðið". Ponni lét síðan lítinn píanóstól síga niður í kaðli. Músi settist og Ponni dró upp kaðalinn, þar til Músi gat náð til nótnanna. Tónleikarnir fóru sið- an fraim við beztu undir- tektir. Að þeirn loknum bauð tónlistairfélagið Músa til kvöldverðar í eldhúsi frú Hönnu, en .... eimmitt þá voru stofudyrnar opnaðar og ljósið kveikt, — þar var þá frú Hanna komin. Hvað átti nú til bragðs að taka? Frú Hamna fórn aði höndum í örvænt- ingu, en hljóp svo út til að saekja köttinn. Mýsn- ar flýttu sér að hverfa, hver í sína holu. Ponni dró Músa upp í Ijósakrónuna, og þegar frú Hanna kom inn með köttinn var stofan auð. „Þær hafa borðað annað kertið, sem stóð á píanó inu“, hrópaði frú Hanna í umíkvörtunartón. Músi hafði niefnilega gripið kertið áður en Ponni dró hann upp. Og nú sátu þeir uppi í ljósa- krónunni og hámuðu það í sig. „Ja, við eruim svo sannarlega vitrari en all- ar hinar mýsnar saman- lagt“, sagði herra Músi við Ponna og hló við. SKRÝTLUR Stúlkan: — Ég óska eftir að ráða mig sem vinnukonu hjá yður næista ár. Húsifrúin: — Hefurðu öll þau sikilyrði, sem ég vil að vinnukona hafi. — Geturðu t. d. farið sneimima á fætur? Stúlkan: — Já, ég held nú það. Þar sem ég var síðastliðið ár, fór ég svo snemima á fætuir, að ég var búin að bita kaffi, taka til í herbergjunum og búa um öl-l rúmin, áð ur en nokfcur annar var kominn á fætur. Meðan kennarinn var að halda fyrirlestur í gkól anum skrifaði einn dreng urinn orðið „API“ á miða og laumaði honum síðan í hatt kennarans. — Næsta dag kom kennar inn með miðann í skól- ann, hélt honum á lofti og sagði: — Einhveir yfcfc ar hefir verið svo kurteis að láta nafnspjaldið sitt í hattinn minn í gær, og getur réttur eigandi vitj að þesis til mín. Enginn gaf sig frarn. Móðirin: — Kennarinn þinn segir mér. að þú sért langt á eftir hinum börn unum í Skólanum. sonur sæli. Bjössi: — Manstu )>á ekfci mamma. að þú hef- ur alltaf sagt mér að ég eigi ekki að vera að trana mér fram? Atrúnaðargoðin fjögur Hvaða hljómsveit skyldi þetta vera? Svarið er að finna í andlitum hljóm- sveitarmeðlimanna — og spreytið yk kur nú á því að raða bókstöfunum rétt saman! Ráðningar Hverju er ábótavant (Ráðning úr 18. tbl.) Pétur gleymdi að leggja einn gaffalinn á borðið. Undarleg skrúfa (Ráðning úr 19. tbl.) Skrúfugangurinn á skrúf unni neðst til hægri er öf ur. Skrýtla Rakarinn: — Nú, litli vinur. Hvemig viltu láta klippa litla kollinn? Drengurinn: — Eins og á honum pabba, svona með dálítinn kringlóttan blett í miðjunni. KROSSGATA Guðmundur Sigurðs- son, 13 ára, sendi okkur eftirfarandi krossgátu: LARETT: 1. Votviðri, 6. lærir, 7. elska, 8. glöð, 9. á, 10. fæða, 11. hópar. LÓÐRÉTT: 1. Skorstein, 2. tapa, 3. tangi, 4. offita, 5. mjóaTV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.