Morgunblaðið - 02.09.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.1969, Blaðsíða 4
MORG-UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2.. SEPTEMBER 1®69 Hvérfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. ÍMAGIXÍÚSAR 4KlPHOtTl21 »mar2U?0 eftirlobunslmi 40381 I BÍLALEIG AN EALUR % car rental service © 22-0-22- RAUÐARÁRSTlG 31 ^———i ■" *—■— LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. bílaleigan AKBIiA UT car rental serrice 8-23-47 sendum Po Út! Itaplöntu- inla Iffl GRÓÐURHÖSIÐ við Sigtún — siími 36770. VANDERVELL/ <^_J/élalegur^y Bedford 4-6 cyl. dísil 57, 64. Buick V 6 cyl. Chevrolet 6-8, '54—'68. Dodge '46—'59, 6 cyl. Dodge Dart '60—'68. Fiat flestar gerðir. Ford Cortina '63—'68. Ford D-800 '65—'67. Ford 6—8 cyl. '52—'68. G.M.C. Gaz '69. Hillman Imp. '64—'65. Moskwitch 407—408. Opel '55—'66. Rambler '56—'68. Renault flestar gerðir. Rover, bensin, disil. Skoda 1000 MB og 1200. Simca '57—'64. Singer Commer '64—'68. Taunus 12 M, 17 M '63—'63. Trader 4—6 cyl. '57—'65. Volga. Vauxhall 4—6 cyl. '63—'65. Willys '46—'68. Þ. Jónsson & C». Sími 84515 og 84516. Skeifan 17. 0 Spíritismi er skoðun — ekki trúarbrögð „Velvakandi! Allmiklar umræður hafa farið fram hér í dálkinum um andleg málefni. Sitt sýnist hverjum, ekki eru allir sömu skoðunar. Hins vegar ætla ég mér ekki í ritdeilu við einn né neinn, en langar til þess að benda, þeim sem skrifar imd- ir dulnefninu „Einn, sem er á móti kukli”, en hann að vísu ritar grein sína sem andsvar við fagur lega samdri grein ungrar ekkju, sem á hreinskilinn hátt gerir grein fyrir aístöðu sinni til sálar- rannsóknanna og spíritismans, hvernig hún öðlaðist fullvissu með lestri góðra bóka um spírit- isma, um að nýlátinn ástvinur hennar er til en ekki týndur, að látinn lifir og fylgist eftir sem áður, en af öðrum sjónarhóli með konu sinni, þó hennar mannlegu augu greini ástvininn því miður ekki, að spíritisminn er ekki og hefur aldrei verið trúarbrögð. „Einn” minnist á bann Móses í hinum fornu þjóðsögum Gamla- testamentisins, við að leita frétta framliðinna. Vonandi minnist „Einn” þess að hann lifir á árinu 1969. Sem betur fer hefur mikill hluti mannkyns, tekið nokkrum þroska, síðan þessi lög voru sett fyrir óþroskað og fávíst mann- kyn. „Einn” ætti ennfremur að lesa betur yfir hin fornu rit biblíunn- ar, og ef hann les með athygli, sér hann víðsvegar um hið Gamla-testamenti merkilegar frá sagnir sjáenda og spámanna þeirra tíma og forspár. Hefur „Einn” veitt því athygli að Nýja-testamentið, er yfirfullt af dulrænum frásögnum og af þeim stórkostlegustu sem gerzt hafa á jörðinni til þessa, og Kristur er fyrirferðarmesti miðill sem uppi hefir verið. Eða telur „Einn” að um „drauigasamkundu" hafi verið að ræða, þegar Kristur átti tal við á fjallinu forðum, þá Elía og Móse. Hvað eru draugar, og langar mig til þess að fá svar frá „Ein- um“ við því, og væri til of mikils mælzt, að hann sýndi nafn sitt. ÚTSALA Okkar árlega haustútsala er hafin, stendur aðeins í fáa daga. Stórlækkað verð á öllum vörum. ferðaskrifstofa bankastræti 7 símar 16400 12070 Almenn feröaþjónusta Ferðaþjónusta Sunnu um allan heim fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga er viðurkennd af þeim fjöjmörgu- er reynt hafa. Reynið Telex ferðaþjónustu okkar. Aldrei dýrgri en oft ódýrari en annars stoðor. ini ferðirnar sem fólkið velnr RAFTÆKJAVERZLUNIN LAMPINN Laugavegi 87 — Sími 18066. Vanti yður heimilislampa hvort heldur til vinagjafa eða eigin nota er vandinn leystur með því að koma í Lampann, þar er úrvalið mest og verðið hagstæðast. Innlend framleiðsla, sem stenzt allan samanburð. Eigin inhflutningur á alls konar lömpum og Ijósakrónum í nýtízku og hefðbundnum stíl. Mikið af raftækjum. hentugum til tækifær- isgjafa. Lítið inn í LAMPANN. Mitt svar, er það að það sem kallaðir eru „draugár” séu svipir látinna. Og varla ætla ég að „Einn” kalli eða vilji kalla sína ástvini sem farnir eru drauga. Margir merkir innlendir menn og konur, sem útlendir, hafa skrif að um þetta markverða mál mál- anna spíritismann, og nægir að nefna fáeina, prófessor Harald Níelsson, Einar H. Kvaran, rit- höfund, dómprófastinn í Reykja- vík séra Jón Auðuns, séra Svein Víking, ritstjóra Morguns timarits Sálarrannsóknarfélagsins, séra Sigurð Hauk Guðjónsson, séra Benjamín Kristjánsson, Hafstein miðil Björnsson, frú Elínborgu Lárusdóttir, séra Ágúst Sigurðs- son í Vallanesi, auk margra ann- arra sem of langt mál yrði upp að telja, og vil ég benda „Einum“ á að kynna sér ræður og ritgerðir þessara aðila. Um undanfarin allmörg ár, hef ég verið sitjari á fundum hins stórkostlega miðils Hafsteins Bjömssonar, og er ég eigi nema þrítugur. Þar hef ég orðið vitni að þvi að margur sem komið hefir á miðilsfund í fyrsta sinni, hefir borið hryggð í hjarta eftir missi látins ástvinar, hefir farið út það an himinlifandi glaður, fyrir þá stóru sannfæringu að látinn lifir. Viðkomandi bjargast frá örvænt- ingu, við að fá örugga vissu fyr- ir, að hinir látnu fylgjast gaum- gæfilega með þeim vinum, sem hérna megin landamæranna eru. Sálarrannsóknafélag íslands er meira en hálfrar áldar gamalt, og margt meðlima. Ungt fólk er þar nú í meiri hluta, fólk á mínum aldri og yngra. Ólíklegt er að allur þessi fjöl- menni hópur, sem stöðugt fer vaxandi, myndi láta ginnast af óheiðarlegri starfssemi. Bókasafn Sálarrannsóknafé- lagsins stendur öllum opið, og ætti „Einn“, að fá bækur lánaðar til lesturs heim til sín, bók Ein- ars H. Kvarans, „Eitt veit ég“, við lestur þeirrar bókar mun hann öðlast fullvissu, að spíritisminn er ekki trúarbrögð, heldur skoð- un, til sterks viðhalds hvers kon- ar trúarlegum skoðunum. Helgi Vigfússon, Bólstaðarhlíð 50”. Q Voru það englar guðs eða Satans? Satans? Sigriður Ólafsdóttir skrifar: „Herra Velvakandi! „Ekki megum vér neitt gegn sannleikanum,” segir postulinn Páll. En það kemur fram lýgi- rödd, sem nefnist „Álfamær.” Hún hefir sagt frá tíðindum, sem hún fékk frá englunum. Voru það englar Guðs eða Satans? Hann er sjálfur engill, sem gerði upp- reisn gegn skapara sínum. Álfamærin vill halda vemdar- hendi yfir múhameðstrú. Hún leggur öllu lið, sem heiðið er. En Jesús Kristur kannast aldrei við það sem sitt. Múhameðsmenn trúa honum ekki og geta því aldrei verið í ríki hans. Hann kallaði aldrei lygina kærleika, og svik voru ekki fundin í munni hans. Álfamærin heldur, að Guði sé sama, hvort menn tala lygi eða sannleika. Það er ekki sá Guð, sem gaf mönnunum son sinn að frelsara, heldur „guð þessarar aldar,” sem biblían talar um. Álfamærin talar um hann og til- biður og kallar sinn guð. Álfamærin villist stórlega. Hún greinir ekki muninn á heiðni og kristni, hún hrærir öllu saman, af því að hún er heiðin sjálf. Hún hefir ekkert að styðjast við nema það, sem menn segja, af því að hún þekkir ekki hinn eina, sanna Guð. Hún talar um einhvem guð, sem er eins og rola, er hún getur tekið sér dómsvald yfir. Yfir Guði, sem heilög ritning boðar, geta menn ekki tekið sér dóms- vald, eða orði hans. Ég skrife þetta ekki, af því að ég álíti mig vitra. Hinir fyrstu kristnu menn voru heldur ekki álitnir vitrir. En þeir sögðu um Krist: „Hann er orðinn oss vís- dómur frá Guði, bæði réttlæti, helgun og endurlausn.” Þannig tóku þeir við honum, og við vit- um, að þetta er hann fyrir okkur. Þess vegna hafði ég djörfung til að skrifa þennan vitnisburð. En ég vildi, að hann kæmi fyrir augu Álf amey j arinnar. Ég vildi, að fleiri bæm fram vitnisburð sinn . . . Lognmollan þarf að hverfa og andblær lifandi kristindóms að verka fyrir kraft hins heilaga Anda Guðs. Lesa má nærri daglega um andlega neyð fólks. Það hefir ekkert að styðj- ast við, er steðja að mótlæti og vonbrigði. Það er sem það fái ekki nokkum snefil af huggun fagnaðarerindis Krists. Svo ræki- lega er búið að afkristna þjóð- ina . . . En Drottinn Jesús sagði: „Andi herrans Drottins er yfir mér, af því að Drottinn hefir smurt mig til að flytja nauðstödd um gleðilegan boðskap, og sent mig til að græða þá, sem hafa sundurmarið hjarta, til að boða herteknum frelsi og fjötmðum lausn.” Guð vill, að fólk njóti allra þessara gseða, en það fer á mis við þau, af því að þeir þegja, sem eiga að tala. Getum við bent á nokkum, sem hefur reynt þetta? Manninn, sem orti sálminn: „Ó, þá náð að eiga Jesúm einkavin í hverri þraut.” Ef við eigum Jesúm að einkavini, þurfum við ekki að einblína á það, sem amar að okkur. Ég vil senda þessu fólki línu og ekki geyma pundið mitt vaf- ið innan í sveitadúk. — Með kærri kveðju. Sigriður Ólafsdóttir”. Nafn nútímans Léttur og Ljúfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.