Morgunblaðið - 06.09.1969, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.09.1969, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SiEPT. 1809 13 og dreiíingartcostnaðurinn vega mest í þessuim útreikningum. Eklki er lílklegt að útflutnings uppbæturnar dugi betur á næ-sta verðlagsári heldur en því, sem nú er að enda. Þótt slátriun verði milkil í ihaust ber þess að geta að kjötbirgðir eru minni nú en áð- ur. Útflutningsuppbætur á mjólk urafurðir verða örugglega miklu lægri á næsta verðlag'sári en þvi sem nú er að enda. Verðjöfinunar gjald á mjólk sam tekið var til síðuistu áramóta 18 aunar á lítra, hefur verið fellt niður og ætti þesis vegna að vera mögulegt að greiða bændum fullt grund- vallarverð fyrir mjólkina að þessu sinni. f sex manna nefnd hefir verið tekið tiUit til raunverulegs dreifingar- og refetrankostnað- ar og ætti það að gera vinnslu- stöðvunum mögulegt að ná end unum saman, ef fyllstu hagsýni er gætt. Til þess að koma í veg fyrir milkla hæíklkun á rafimagnsverði í strjálbýlinu voru siett lög sl. vor um 100% hælklkuin á verð- jöifnunargjaldi rafmagns. Nemur verðjöifnunin nú kr. 70 millj. sem þéttbýlið greiðir að mestu. Frek ari verðjöfnun er eðlilega á dag- slkrá. Rekstrarlán landbúnaðarins eru oft til umræðu á bændafumd uim. Rekstrarlánin út á dilka hafa hækkað firá 1968 úr kr. 467 í 561 krónu 1969 og nemur sú hælkfcun 20,1%. Afurðalán á dilk verðlagsárið 1967—68 var kr. 892.50 en verðlagsárið 1968— 1969 967,00 'kr. Ekki get ég sagt um á þesisu stigi hver hækikunin verður á verðlagsárinu 1969—70, en hún mun örugglega verða í samræmi við þær breytingar sem orðið hafa. Memn geta stöðugt talað um að lánin ættu að vera hæirri en bau eru. En engum er greiði gerður með því að halda því frarn sem oft er geTt, að refetr arlánin séu óbreytt frá ári til árs. jafnvel heilan áratug. Afurðalán út á mjólkurvörur hælklka til samræmis við hælkk- að verðlag. Með minnkandi birgð um hjá mjólkurstöðvun-um ættu mjólkurbúim að geta hælklkað út- borgun verulega. Stundum er rætt uim, hvort sú steifna sem fylgt er í landbúnað anmálum leiði til farsældar og framifara eða hvort hún sé nei- kvæð og nauðsyn beri þeiss vegna til að breyta um stefnu. 'F«;.AMFAR ASTEFNA Öruggt er, að sú stefna sem fylgt hefir verið undanfarið, leið ir til fraanfaira, aukinnar upp- byggingar og bættra lífskjara fyrir það fólk sem við landbún- aðinn vinnur. Það er vegna fram faranna sem orðið hafa, að bænd ur hafa getað mætt þeim erfið- leilkum sem af versnandi tíðar- fari leiða, án þess að verúlegs samdráttar gæti í framleiðslunni. Enginn vafi er á þvi, að sú stór- fellda ræktun sam hefur orðið að undanförnu ásamt öðrum framförum og tækniþróun, hefir tryggt það að bændaistéttin held ur velli þrátt fyrir kulda, hafís kal og mótbyr sem af erfiðu tíð anfari leiðir. Sagan sýnir að hér á landi hafa ávallt öðru hvoru koimið 'harðindi og erifið ár, en þau timiabil haifa sjaldan staðið til lengdar. Eftir erfiðu árin, kuldatíðina og harðindin, koma ávallt góð ár með batnandi tíðarfari. Þann- ig mun það einnig verða nú og þess vegna er engin ástæða til annars en að líta með bjartsýni fram á veginn. Sjálfsagt er að fylgjast með tímanum og kasta því til hliðar, sem ka-nn að vera úrelt og ekki við hæfi þeirra tæknitíma sem við nú lifuim á. Stefnan í land- búnaðarmálum þarf að vera hreyifanleg og laga sig eftir að- stæðum og því sem bezt á við hverju sinni. Með þetta í huga skipaði ég á sl. hausti sjö manna nefnd í samráði við Stéttasam- band bænda, til þess að gera at- hugun á hvort tiltækilegt sé að gera framleiðslu búvöru hag- kvæmari og laga hana betur að þörfum neytenda með aukinni fjölbreytni. Nefndin miun gera athugun á því hvort heppilegt sé að stuðla að sérframleiðslu búvara á vissuim svæifutm svo sem mjó'.lkurframilieiðslu í grennd við þéttbýli og kjötframleiðslu þar sem lenigra er til markaðs svæða. Einnig verður gerð athug un á því hvort æsfkilegt sé að nota það fjármagn sem varið er til niðurgreiðsla og útiflutnings- uppbóta með öðrum hætti en nú er gert, þannig að það komi bændum og þjóðarheildinni til betri nota. Þá mun nefndin gera atlhugun á því hvort mögulegt sé að lækka fr amleið sluk ost n að búvöru. Nefndin mun einnig at huga möguleika á að gera til- raun til að fá neytendur til að taka fullan þátt í verðlagningu búvöru og athuga hvort mögu- legt sé að gera verðlagningar- kerfið einfaldara. I nefndinni eiga sæti fulltrúar frá Stéttasambandi bænda og frá neytendum, en formaður hennar er Jónas Haralz, hagfræð ingur. Nefndin fer vonandi að starfa meira en hún hefir gert hingað til. Það er vitað mál að Stétta- samband bænda hefir fullan hug á að fylgjast með þróuninni og heifir ávallt verið góð samvinna imilli ráðuneytisins og Stétta- sambandsins um þau úrræði sem líklegust eru til þess að verða bændastéttinni til hagsbóta. Að lokum vil ég óska þess að þær vikur sem eftir enu af þessu sumri megi verða sólríkar og góðar. Mun heyfengur þá verða meiri en margir hafa búizt við og vandinn því minni sem við þarf að glíma, þegar vetur geng ur í garð og tryggja þarf nægi- legt fóður fyrir fénaðinn. Það er von öklkar allra að landbúnaðurinn og aðrir at- vinnuvegir þjóðarinnar megi eflast. að ár'ferðið til lands og sjávar megi verða hagstætt og að lífsíkjör þjóðarinnar verði ávallt góð og batnandi. Megi aðalifundur Stéttas'am- bands bænda gera raunhæfar til- lögur uim hagsmunamál land- búnaðarins og sanngjarnar siam þykktir til lausnar þeim vanda sem ávallt steðjar að í atvinmu- og efnahagsmálum. Megi störf fundarins verða bændastéttinni og þjóðinni allri til heilla og farsældax. OPINBER STOFNUN óskar eftir að ráða aðstoðarfólk Búnaðarmenntun, stúdentsmenntun og þjálfun í rannsókna- störfum æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum sendist Morgunblaðinu fyrir 20. þ.m. merkt: „3562". Ég undirritaður vil að gefnu tilefni lýsa því hér með yfir, að Ijósmyndastofa mín i Suðurveri tekur ekki þær myndir sem teknar eru í ökuskírteini á vegum Fræðslumiðstöðvar Ökukennarafélags fslands. Virðingarfyllst GUNNAR IIMGIMARSSON, Ijósmyndari. Domur athugið 3ja vikna kúr í megrun og likamsrækt að hefjast. Megrunaræfingar fyrir konur á öllum aldri. Konum gefin kostur á matarkúr og heimaæfingum. með myndum. Upplýsingar og innritun í sima 12054 frá kl. 1—6 í dag og næstu daga. Jazzballettskóli Báru, Stigahlíð 45. Jazzballettunnendur athugið. Skólinn tekur til starfa i byrjun október. Lœknir óskar að taka á leigu 4ra—5 herbergja íbúð. Upplýsingar í síma 42266. Tilboð — vörubíll Tilboð óskast í vörubíl Thames Trader í þvi ástandi, sem hann er nú í eftir veltu. Bíllinn er sýndur í áhaldahúsi Hafnar- fjarðarbæjar. Tilboðum skal skilað í skrifstofu bæjarverkfræðings Strand- götu 6 fyrir hádegi þriðjudaginn 9. september n.k. BÆJARVERKFRÆÐINGUR. Kjötbúð Suðurvers, Stigahlíð 45-47 Opið caila laugardaga til klukkan 18 — £ími 35645 ÍSBÚÐIN LAIfGALÆKUR 8 - SÍMI 34555 Mjólkurís og Milk-sliake úr nýtízku vélum. — SÚKKULAÐIDÝFA — — Fakkaís — íssósur — ískex — ís í lausu máli. Cóð bílastœði - ÍSBÚÐIN LAUGALÆKUR 8 - gós b.iastœu Opið alla daga Opið alla daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.