Morgunblaðið - 12.09.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.09.1969, Blaðsíða 11
'íiýX'i ■ >i íí .—i—i u; ,,,' , ■— ------ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPT. 1«9©9 11 . Sveinn Bergsveinsson prófessor segir frá innihaldi þess og hvernig hann fann það SVEDSTN Bergsveinsson pró- fessor við Háskólann í Aust- ur-Berlrn fann fyrir nakkru handrit þar í Ríkisbókasafn- inu, sem suampart er ritað á íslenziku, ef til vill hér á landi, og er frá miðri 16. öld. Plest það, sem handritið geymir, er til annars stáðar, en þó er ekki loku fyrir það Skotið, að það kunni é ein- hverjuim sviðum að aiuka við þeklktar heimildir. Morgun- blaðið hafði spurnir af þessu, er prófessor Sveinn dvaldist hér á landi fyrir sikömimu og spjallaði blaðamaður við hann um handritið. Fórust Sveini m.a. orð á þessa leið: — Það er alltaf dálítið erf- itt að tala um handrit, sem verið er að rannsaka og mað- ur veit ðkki enn hvers virði er. Það er ekki hægt að dætna um gildið fyrr en handritið hefur verið fullrannsakað og borið saman við allar heim- ildir, sem máli kunna að sikipta. — Hvernig bar það til, Sveinn, að þú fanmst þetta handrit? — Mér var kunnugt um, að islenzík handrit haifa öðru hvoru komið í leitimar í er- lendum söfnum. Mér kom því til hugar að grennslast eftir því, hvort um noftdkuð slíkt gæti verið að ræða í Rrkis- bókasafninu austurþýzka og fór þangað gagngert til að spyrjast fyrir um þetta. Skipulagningu satosins er þannig háttað, að erfitt er að finna handrit nema maður viti um annanhvorn aðilann, þann sam ritaði það, eða þann sem það er ritað til. Að- albókavörðurinn kvaðst ekiki vita til þess að nokkurt ís- lenzkt handrit væri þarna í safninu, en ritari hanis, kona, sem lengi hefur unnið þarna, sagði að til væri eitt handrit á norrænu máli, hún hélt helzt sænsíku, sem þau Skildu ekki. Þetta handrit fókik að að líta ó og komst þá að raun um, að það var eklki á sænisftau heldur á döngku, íslenzku og latínu. Þetta er pappírshand- rit frá miðri sextándu öld. — Hvert er efni handrits- ins? — Að efni til og efnisskipan er þetta handrit svipað mörg- um Jónsbókarhandritunum svonefndu, sem byrja á laga- bállkum, siðan taka við réttar bætur og löks Gaimili sátt- máli. Um þetta handrit er svipaða sögu að segja, nema það, að lagabáKkamir átta fremst í handritinu eru slkrif aðir á dönsku. Handxitið er innbundið og hefur bókin verið bundin árið 1547 og virð ist strax hafa verið byrjað að skrifa í hana. Eftir lagabálk- ana koma nokikrir kaflar úr Speculum regale, Konungs- Skuggsjá, þar á eftir eru Skrif aðar réttarbætur með svo- felidri yfirskrift: „Hér finn- ast nöklkrar réttarbætur út- sendar af Noregi“. Er þar fyrst Langaréttarbót, en sið- an koma ýmsar smærri klaus ur t.d. réttarbæfcur Hákonar 6. frá miðri 14. öld, Gamli sáttmáli, Almúgans samþykkt frá 1306 og loks nokkrar reg- úlur á latínu. — Hefur Landsbókasafn fengið afrit af þessu handriti? — Já, það hefur pantað handritið á mjófiimu, en frumritið er að sjálfsögðu í eigu Ríkisbókasafnsins aust- urþýzka. — Er eitthvað í þessu hand riti, sem ekki er til annars staðar? — Ég hef ekki enm fundið annars staðar allt, sem í hand ritinu stendur, en rannsó'kn er eklki lokið svo að vera má að það sé allt í öðruim heim- ildum. Og til að fyrirbyggja allan misslkilning vil ég taka fram, að upprunagildi hand- ritsiin® liggur ekki enn fyrir. Handritið virðist hafa_ verið mjög stuttan tíma á Islamdi og ekki er gott að segja hvort það hefur verið akrifað hér. Á þvi er enginn bókasatos- stimpill og ekkert er skrifað á spássiu. Það hetfur hvergi verið Skráð fyrr en í Rdkis- bókasafninu í Ausfcur-Berlín Sveinn Bergsveinsson prófessor með afrit sitt af handritinu, sem hann fann í austurþýzka Ríkisbókasafninu. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) árið 1964. Það rak á fjörur þessa bókasafns eftir heims- styrjöldina síðari og gæti hafa komið þangað frá Dan- mörku upp úr stríðslátunum. KORATROffi pari allmyli aö pressa !! Jó, KORATON buxur þarf ekki aS pressa. Þér setjið þaer í þvottavélina og hengið siðan upp, og buxurnar halda sömu skörpu brotunum. Þér sleppið við buxnapressun — og eiginmaður og synir eru snyrtilegri i KORATON buxum. r * ORAS * BLÖNDUNAR i TÆKI HURÐASTAL STALVORUR STAÐLAÐI SÉRSMIÐlll hverjum Vf VASKI SKOLVASKAR ELDHÚSVASKAR SMIÐJUBÚÐIN VIÐ HÁTEIGSVEQ -- 21222. Vélsmiðjan HÉÐINN H.F. ALLT FYRIR FISKIÐNAÐINN ^2-“-3. V/ð framleiðum: HRAÐFRYSTITÆKI ISVÉLAR FRYSTIVÉLAR SlLDARVINNSLUVÉLAR VÖKVADRIFNAR LlNU- OG ÞILFARSVINDUR STALGRINDAHÚS O. FL., O. FL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.