Morgunblaðið - 13.09.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.09.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPT. 1MB 5 Vekja þarf áhuga æskufdlks á skógrækt Frá aðalfundi Skógrœktarfélags íslands í Stykkishólmi Á aðalfundi Skógræktarfélags ísdiamds 5.—7. sept. sd. ræddi for- maður fél. Hákon Guðmunds- son ýmis sjónarmið, er fram hefðu komið á vettvangi skóg- ræktarmála á s.l. ári. Hann ræddi m.a. um hina erfiðu veðr- áttu að undanförnu fyrir bænd- ur og búalið, en nefndi jafn- framt að vöxtur og þroski trjá- gróðurs hefði hvarvetna verið með ágætum. Skóggræðsla á ís- landi hefði sýnt, að hún væri raunveruleiki og væri það nú viðurkennt með fjárframlögum hins opinbera til Fljótsdalsáætl unarinnar. Formaður vék síðan að þátttöku félagsins í ráð- stefnu um gróðurvernd og land- græðslu, sem haldin var íReykja vík á s.l. vori. Á þeirri ráð- stefnu hefði verið ákveðið að stofna til landssamtaka um land græðslu og náttúruvernd. Fór Há kon nokkrum orðum um tilgang samtakanna, og sagði að lögð yrði fyrir fundinn tillaga um, að Skóigtrsðkltlairfiéiliaig íslliaodis gieirð-- ist aðili að þeim. Þá gat formaður þess að stjórn félagsins hefði ritað öll- um bæjarstjórnum landsins og leitað samvinnu við sveitarfé- lögin um vinnuskóla fyrir ungl- inga. Fljótt hefði komið í ljós, að mikinn undirbúning þyrfti til að slík satnvinna kæmi að gagni og þyrfti að undirbúa þetta mál mjög vel. Þá drap Hákon á nám skeið það, sem Skógræktarfélag íslands gekkst fyrir á Hallorms stað á s.l. vori. En tilgangur slíks móts var að vekja áhuga æskufólks á skógrækt og gefa því nokkra þjálfun í skógrækt arstörfum. Mót þetta hefði tek ist mjög vel og væri því ástæða til að halda þeim áfram. Að lok- um bað formaður félögin vera vel á verði og efla áhuga á skóg- rækt og skóggræðslu. Næst flutti Hákon Bjarnason skógræktarstjóri yfirlit um skóg ræktarmál. Hóf hann mál sitt með því að geta þess að hann væri nýkom- in úr ferð til Noregs, þar sem hann m.a. hefði setið aðalfund Salten Skogselskap í Beiern. Flutti hann kveðjur til fundar- ins frá norska skógræktarfélag- inu. Síðan skýrði hann frá af- greiðslu tillagna frá síðasta að- alfundi. Aðalmál síðasta aðalfundar hefði verið ræktun lerkiskóga á jörðum bænda í Fljótsdal, og þær fengið góðar undirtektir hjá ríkissitjórn. Hefði nokkurt fé fengist til þeirra framkvæmda og væru þær nú þegar hafnar. Þá gat hann þess, að hlutað- eigandi aðilum hafi verið sent erindi um hættu þá, sem gæti stafað af álbræðslunni í Straumi, og væri það mál í athugun hjá þeim. Því næst ræddi hann nokkuð um Bjæarstaðaskóg og framtíð hans, en Skógræktarfélag ís- lands hefur umráð hans samkv. gömlum samningi við fyrri land eigendur. Skaftafell er nú komið í hendur Náttúruverndarráðs, en slílkft breytti varla fyrri samn- ingi. Þá minntist Hákon á nokkur önnur mál, setm afgireiðslu hefðu hlotið hjá stjórn félagsins. Þrif og vöxtur trjáa hefði ver ið góður á þessu ári, sérstaklega á Norður- og Austurlandi Þá væri fræþroski mikill og góður, einkum á Hallormsstað. Þar væru nú könglar á flestum barrtrjá- tegundum, m.a. fjalla-þin, en slíkt hefði ekki komið fyrir áð- ur. Þá væru sífellt að koma í ljós fleiri og fleiri sjáiifsáin lerki. Bæri þetta allt vott um, að trén lifðu eðlilegu lífi. MINNI GRÓÐURSETNING Gróðursetning á s.l. vori hefði verið minni en skyldi. Allmikið af rauðgreni yrði að bíða næsta árs, aðallega sakir fjárskorts. Plöntufjöldinn í gróðrarstöðvun um ræki á eftir gróðursetningu, og því yrði hann meiri en efni leyfðu þegar dýrtíð vex. Fyrir þá sök vildi bæði hirðing plantna og friðun skóglenda að sitja á hakanum. Tekjur af merktum vindlingum Hákon Guðmundsson formaður Skógræktarf élagsins. hefðu mjög lækkað að undan- förnu og kæmi þetta ekki síður niður á skógræktarfélögunum en Skógrækt ríkisins. Þá gat Hákon þess, að á næsta ári væri væntanleg skipti ferð milli skógræktarfélaganna í Noregi og á fslandi. Þessar ferð- ir hefðu verið farnar reglulega þriðja hvert ár. Ýmsir hefðu tal ið þessar ferðir dýrar og að er- indi hefði ekki orðið sem erfiði. En það sem íslendingar hefðu notið af hálfu Norðmanna í skóg rælkit'iminii Ihiefiði alldiriei feinigizlt nema fyrir þessa gagnkværou landkynningu. í því sambandi minnti hann á hinar miklu girð- inigas'tauraigjafir fyrir atbeina séra Harald Hope, gjafir Lud- vigs G. Braathens til skógrækt- ar á íslandi og síðast en ekki sízt hirna miklu þjóðarigjöf Norð- memina til íslendinga árið 1961. LANDÞRENGSLI Snorri Sigurðsson flutti skýrslu um störf skógræktarfé- laganna á árinu 1968. Vék hann fyrst að girðingarframkværr.dum, sem hann kvað vera alltof litlar. Orsakir til þessa væru margar t.d. sívaxandi girðingarkostnað- ur. Landþrengsla væri farið að gæta hjá sumum félaganna. Mál þetta hefði áður verið rætt á aðalfundum og tillögur um það gerðar. En skriður kæmist ekki á þetta mél fyrr en gerð hefði verið könnun á því í öllum lands hlutum hvar bera ætti niður með skóggræðslu og eðlilegast væri að slík könnun færi fram á veg- um Skógræktar ríkisins. Á árinu 1968 gróðursettu skóg ræktarfélögin rösklega 400 þús. trjáplöntur. Köld veðrátta og mik ill klaki í jörðu tafði fyrir gróð- ursetningu, en engu að síður hefði reynzt nofckurn veginn unnit að halda áætlun í gróðuisetn- ingu. Útgjöld til gróðursetningar á árinu 1968 voru þessi. Til plöntukaupa kr. 724.000 og vinnu launa við gróðiursetningu kr. 464.000. Á árinu hefðiu félögin varið 659.000 kr. til grisjunar, eyðing- ar illgresis og áburðargiafar. Mörg félaganna legðu nú meiri áherzlu á þessi störf en áður og árangur lét ekki á sér standa. Annar kostnaður við fyrrgreind störf hefði numið kr. 260.000 og væri hér um að ræða útgjöld til vegabóta, framræslu o.fl. Vinnuflokkur á vegum Skógrækt arfélags íslands aðstoðaði þrjú félaganna á árinu 1968 Vann hann aðallega við endurbætur á girðingum og umhirðu plantna. Allur kostnaður við vinnuflokk inn nam kr. 150.000 og fékkst það fé úr Landgræðslusjóði sem styrkur til félaganna. Leiðbeiningum og kynningu á skógrækt var hagað með svip- uðu móti og áður en að auki hefði Skógræktarfélag íslands ásamt Skógrækt ríkisins tekið þátt í Landbúnaðarsýnimgunni ‘68. Þáttux skógræktarinnar í Hákon Bjarnason skógræktarstjóri. sýningunni vakti mikla athygli. Óhætt væri að fullyrða að skóg ræktin hefði ekki áður verið kynnt á jafn umfangsmikinn og myndarlegan hátt. Síðan vék Snorri að sam- vinnu skógræktarfélaga og bæj- ar- og sveitarstjórna um vinnu- skóla fyrir unglinga. Öllum væri augljós þörfin á því að sjá ungl- ingum fyrir verkefnum við hæfi yfir sumarmánuðina. Það væri því æskilegt að sem flest skóg- ræktarfélaganna gengu til sam- starfs við bæjar- og sveitar- stjórnir í þessu máli. Verkefnin væru víðast hvar nærtæk og ó- þrjótandi, en til þess að slík ungl ingavinna kæmi að til- skyldu gagni, þyrfti hún frá upp hafi að vera vel skipulögð. Að lokum gaf Snorri fundar- mönnum stutt yfirlit um kynning armót það, sem haldið var fyrir æskufólk á Hallormsstað s.l vor. Þessi fyrsta tilraun til slíkra móta hefði tekizt vel og væri ástæða til að halda slíkum nám- skeiðum áfram eftir því sem fjár ráð leyfðu. Kristkwi Skæringsson las því næst upp reikninga félagsins og Landgræðslusjóðs 1968, og voru þeir samþykktir samhljóða. Eftir hádegi á föstudag voru lagðar fram tillögur þær sem fuindinum höfðu borizt og því næst hófust almennar umræður. Þar bar margt á góma s.s aðild félagsins að fyrirhuguðum land- samtökum um landgræðslu og náttúruvernd, Fljótsdalsáætlun- in, gróðurvernd og fleira, sem fram kom í tillögum. VAXTARSKILYRÐI TRJÁA Eftir að fundi lauk á föstu- dag fóru fulltrúar og gestir í eyjaferð um innanverðan Breiða fjörð í boði sveitarstjórnar Stykk ishólms. Á laugardag hófst fundur að nýju með erindi Hauks Ragn- arssonar, er fjallaði um vaxtar- skilyrði trjáa á fslandi, aðallega með tilliti til sumarhita og lengd ar vaxtartímans. Sýndi Haukur skuggamyndir og töflur máli sínu til skýringar og rakti möguleika hinna ýmsu trjátegunda til vaxt- ar. Var erindi Hauks hið fróð- legasta. Eftir erindi Hauks hófust um ræður að nýju, en eftir hádegi hófst afgreiðsla tillagna. Síðdegis fóru fundarmenn í Sauraskóg, en þar hefur Skóg- ræktarfélag Stykkishólms unnið að skógrækt að undanförnu. Að lokinni skógargöngu var snædd ur kvöldverður í boði Sýslu- nefndar, en að honum loknum var kvöldvaka. Á kvöldvökunni veitti stjórn félagsins Guðmundi Þórarinssyni kennara í Hafnar- firði verðlaun fyrir ágæt störf í skógrækt. Fundi var haldið áfram fyrir hádegi á sunnudag og var þá iokið við afigreiðisilu tJUag.na. Því næst hófst stjórnarkosning. Úr stjórn átti að ganga Hákon Guð- Snorri Sigurðsson framkvæmdastjóri. mundsson og kjósa átti um stjóm armann í stað Einars heitins Sæ- mundsens. f stjórn voru kosnir þeir Hákon Guðmundsson með 43. atkv. og Jónas Jónsson ráðu nautur með 37 atkv. í varastjórn voru kosnir þeir Daníel Krist- jánsson með 33. atkv. og Bjöm Ófeigsson með 29 atkv. Að lokinni stjórnarkosningu þakkaði Sigurður Pálsson sveit arstjóri fundarmönnum fyrir kom una til Stykkishólms og óskaði þeim góðrar heimferðar. Hákon Guðmundsson þakkaði þivlí maesit ifiulllllbriúajm og igestiuim fyrir góða fundarsetu og fund- arstörf og árnaði skógræktarfé- lögunum heilla í starfi. Þessar tillögur voru samþykkt ar á fundinum. „Aðalfundur Skógræktarfélags íslands 1969 lýsir ánægju sinni yfir þeirri saimvinnu, sem bekizt hefur milli einstakra sveitár- stjórna og skógræktarfélaga um vinnuskóla unglinga á sumrin, og fagnar jákvæðri afstöðu Samb. ísl. sveitarstjórna í máli þessu. Leggur fundurinn áherzlu á margþætt gildi vinnuskólanna og telur þýðingarmikið, að samræmt skipulag komist á um tilhögun og framkvæmd þeirra.“ Aðalfundu'r Skógræktairfélagls íslands 1969 lýsir ánægju sinni yfir skógræktarnámskeiði því, sem haldið var að Hallormsstað á s.l. vori, og skorar á stjórn félagsins að halda slíkum nám- skeiðum áfram eftir því sem fjár hagsástæður leyfa. SKÓGRÆKTARÁÆTLIIN 1 FLJÓTSDAL Aðalfundur SkógræktarfélagB fslands 1969 flytur stjórnvöld- um og Alþingi þakkir fyrir fjár- veitingu á fjárlögum þessa árs til þess að hefja framkvæmdir á áætlun um skógrækt með bú- skap í Fljótsdal í Norður-Múla- sýslu. Fagnar fundurinn því, að hér hefur verið stigið mikilvægt spor í skógrækt á íslandi en væntir þess að árlegt fjárfram- lag af hálfu rikisins verði hækk að í þá fjárhæð, sem áætlunin er byggð á. Aðalíundur Skógræktarfélags íslands 1969 fagnar vaxandi áhuga almennings á alhliða gróð urvernd, endurgræðslu gróður- vana lands og góðri umgengni um landið, og lýsir ánægju yf- ir þeim árangri er gróðurrann- sóknir og gróðurkortagerð hef- Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.