Morgunblaðið - 16.09.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.09.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNiBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPT. 1'98® ÞAÐ væri sennilega að bera í bakkafullan lækinn að kynni Birgi Björnsson hand- knattleiksmann úr FH fyrir ís- lenzkum íþróttaunnendum. í rösk an áratug hefur Birgir /erið í eldlínunni og jafnan í fremstu röð. 29 sinnum hefur hann t.d. klæðzt iandsliðsbúningum og leik ir hans með FH eru nú orðnir 349. Hann hefur orðið 22 sínnum Islandsmeistari með liði sínu, þar af 14 sinnum í röð í handknatt- leik utanhúss. Þetta eru afrek sem fáir munu eftir leika. Við heimsóttum Birgi á heim- ili hans í Hafnarfirði fyrir skömmu og fengum hann til að ræða við okkur um stund um feril hans í handboltanum og þessa skemmtilegu íþróttagrein. Það duldist manni ekki lengi eftir að inn til Birgis var kcmið. að þarna bjó íþróttamaður. í her bergi inn af stofunni hjá honum héngu verðlaunapeningar upp um alla veggi og á borðum voru fagr ir verðlaunapeningar. Birgii hef ur reyndar fengið verðlaun í fleiri íþróttum en handknattleik — nú hefur hann tekið til við að æfa og 'keppa í golfi með ágæt um árangri. Áður en ég byrjaði að stinga niður penna kom Birgir með fulla skúffu af myndum og við flettum í gegnum þær. Þarna voru myndir frá ýwisum timum og ýmsum leikjum. Þær sýndu hörð átök, gleði og vonbrigði. Sögðu meiri sannleika um hita leikins en mörg orðð. Þarna voru t.d. myndir sem teknar voru í heimsmeistarakeppninni 1961, í leiik íslendinga og Tékika. Á skiptimannabekknum sátu m.a Birgir, Ásbjörn Sigurjónsson sem þá var formaður HSÍ og Axr-1 Sigurðsson stjórnarmaður í HSÍ. Á einni myndinni er mikil eftir- vænting í svip þeirra, og á annarri hafa þeir stað- ið á fætur og fórna hönd- um af gleði. fsland hefur skorað Birgir brosir þegar hann sér þessar myndir: — Þarna a-tlaði Axel að taka kvikmyndir, sagði hann, — en spennan í leiknum var svo mikil að allt fór í nanda- skolum. Ég spyr Birgi hvenær hann hafi fyrst komizt í kynni við íþróttir? - Ég var kornungur strákur þá, svaraði Birgir. — Ég hef eig- inlega verið í íþróttum frá bví að ég man fyrst eftir mér. Maður fór að fara á æfingar með eldri strákunum og reyna að læra af þeim. Ég var reyndar alltaf í sveit á sumrin og þá féllu æfing- arnar niður, en tekið var til við þær af fullum krafti þegar heim kom á haustin. Um fermingarald ur fór ég að æfa fimleika og var nokkur ár í fimleikaflokk; sem Guðjón Sigurjónsson leikfimi- kennari æfði. — Hvenær kom svo handbolt- inn til sögunnar? — Það var líka snemma. Þegar Þarna hefur Birgir náð einu af sínu skemmtilegu sveifluskotumog knötturinn hafnar í mark inu. ÞAÐ KOSTAR ÞROTLAUST ERFIÐIAD NÁ ÁRANGRI Spjallað v/ð Birgi Björnsson sem hefur orð/ð 22 sinnum íslandsmeistari í handknattleik með liði sínu, FH ég var unglingur átti FH mjög gott lið í III. flokki og siðar í II flokki. 1954 sigruðum við í lands móti II. flokks og var það fyrsti íslandsmeistaratitillinn sem FH eignaðist. Þessi hópur hélt síðan áfram að æfa og keppa saman og varð von bráðar kjarninn í meistaraflokksliðinu. — Var ekki handboltinn tölu- vert öðruvísi þegar þú byrjaðir, en hann er núna? — Óneitanlega var hann það. Sænsk lið sem komu hingað upp úr 1950 urðu til þess að breyta handboltanum mikið og þessar breytingar voru komnar til þegar ég byrjaði. Eftir heimsókn þeirra var farið að spila vörn- ina aftur við teig og eins farið að nota línuna í sóknarleiknum. Áður tíðkaðist allt önnur leik- aðferð. Menn voru þá oftast langt úti á gólfi og spiluðu ekki eins liðlega inn á milli. Þá mátti held ur ekki stinga niður. Handbolt- inn breyttist mjög mikið þegar það var leyft, og eins eftir að leynt var,að„dripla“ boltanum. — Var leikurinn eins fjörugur þá? — Já, það vantaði ekki. En yfirleitt voru miklu færri mörk skoruð. f fyrsta handboltalands- íslenzkt íþróttafólk Mynd þessi var tekin eftir að FH sigraði í fyrsta sinn í íslands- mótinu í handbolta. Frá vinstri Hallsteinn Hinriksson, ólafur Þórarinsson, Ragnar Jónsson, Hörður Jónsson, Birgir Bjömsson með bikarinn, Snorri Jónsson, Bergþór Jónsson, Sigurður Július son og Kristófer Magnússon. leik íslands sem fram fór hér á landi, var við Finna, voru t.d. aðeins sex mörk skoruð í allt. — Hver er skýringin á pví að FH liðið hefur náð svona langt í handknattleik? Birgir hugsar sig um stundar- korn, en svarar síðan: — Þessi hópur sem vann II. flakiks mótið 1954 var mjög samstilltur og hélt áfram æfingum. Hann var uppi- staða liðsins í mörg ár og náði góðum árangri. Þetta varð til þess að strákarnir fóru að gefa þessari íþrótt meiri gaum. Þáttur Hallsteins Hinrikssonar er einn- ig ósmár. Hjá honum var oft brugðið á leik í leikfimitímunum í barnaskólanum og handboltinn dreginn fram. Þar fengu margir strákar sína fyrstu undirstöðu og áhugann. — Var það ekki sætur sigur, þegar þið urðuð fyrst íslands- meistarar i meistaraflokki? — Það má nú geta nærri. Við úgruðuim fyrsta árið oiklkar deildinni. Við höfðum æft mjög vel og komum á óvænt, en KR- ingar voru á þessum sama tíma að koma upp með gott iið og höfðu þeir orðið Reykjavíkur- meistarar. Áður höfðu Valur og Ármann venjulega skipt titlinum bróðurlega á milli sín. f úrslita- leik okkar og KR varð jafntefli, en markahlutfallið var látið gilda og það var okkur hagstæð- ara. KR-ingar fengu síðar sæta hefnd. Þeir unnu annað íslands- mót á jöfnum stigum, en betra markahlutfalli. — Og nú hafa Framarar verið ‘ ykkar skæðustu keppinautar? — Já, það hefur oft verið harð ur slagur og á ýmsu oltið. Það er alltaf spennandi að spila gegn Fram, en mér hefur löngum fund izrt slkemmjtiillegra að leika á mórti KR. Lið þeirra er jafnan óút- reiknanlegt og baráttuglatt — Hvenær lékstu fyrsta lands leikinn? Það var í heimsmeistarakeppn inni 1958. Við sem vorum í því liði vorum allir nýliðar og viss- um þar af leiðandi ekkert um hvað við gátum í keppni við aðr- ar þjóðir. Þetta háði okkur nátt úrlega mikið, en við sigruðum þó Rúmena. — Hver er skemmtilegasti landsleikurinn sem þú hefur tek ið þátt í? — Það er án alls vafa jafn- teflisleikurinn við Tékka í heims meistarakeppninni 1961. Við byrj uðum mjög vel og náðum að spila góðan handbolta leikinri út Mun urinn var oftast 1—2 mörlk, en undir lclkin tclkst okkur að jafna. Fögnuðurinn var gífurlegur að leik loknum. í þessari heimsmeist arakeppni lentum við í 6. sæti, eftir að hafa tapað á móti Dön- um með einu marki í úrsl'taleik um 5.—6. sætið. Við töpuðum þeim leik af klaufaskap. Höfðum þrjú mörk yfir þegar stútf var til leiksloka. — En hvaða leikir hafa verið harðastir? — Það voru mikil átök í leik FH og Hasslock hérna um árið. Sá leikur fór fram á Háloga- landi og húsið var yfirfullt. Á- horfendur voru meira að segja komnir inn á völlinn. FH-liðinu tókst mjög vel upp og það fór í taugarnar á andstæðingunum. Leikurinn við Honved var einnig mjög harður. Þeir lúskruðu al- deilis á okkur. —i Qg þá vaari heldur ekjki^ úr vegi að spyrja um sárasta ósig- urinn? — Það var tvímælalaust er við töpuðum leik fyrir Fram í útimót inu 1954. Við höfðum gert okkur miklar vonir um sigur, og áttum alls ekki von á því að Fram yrði okkur örðugur hjalli. En þeir komu mjög á óvænt í móti þessu og urðu íslandsmeistarar. Það var erfitt að sætta sig við það tap. Nú spyr ég Birgi hvort hann hafi aldrei fengið leið á hand- bolta. Hugsað sér að hættr Þess ari spurningu á Birgir ekki eirfitt með að svara: — Ég hef alltaf haft mikla á- nægju af íþróttinni og aldrei fengið leið á þessu. Þegar vel gengur hjá okkur og sigrarnir vinnast, þá eru þeir það skemmti legir að maður slítur sig ekki frá þeim, og þegar ver gengur reynir maður að einbeita sér að því að finna hvað hafi verið að og hvernig m£gi bæta úr því. Ég gæti líka bætt því við að mér finnst oft eins gaman á æfingun- um og í sjálfum keppnunum — Nú fer auðvitað mikill tími í þetta. Er ekki sagt um íslenzka handknattleiksmenn að þeir æfi eins og atvinnumenn? — Jú, það fer sannarlega mikill tími í þetta. „Standardinn“ í handbolta hérlendis er orðinn það góður að ef lið ætla sér að ná einhverjum árangri verða þau að æfa og æfa. Þetta þýðir einn- ig það, að ungu mennirnir verða að hafa mjög mikið fyrir því að komast upp í aðalliðin. Við hjá FH, höfum jafnan haft það mark mið að æfa ekki minna en keppi- nautar okkar. Árangurinn verð- ur svo að skera úr um það hvort rétt hafi verið haldið á spilunum í þjálfuninni. Flestir handbolta- mennirnir eru á þeim aldri að þeir eru að byggja upp heimili sín og gefur því auga leið bversu mikið þeir leggja á sig í flest- um tilfellum. Við missum líka oft góða menn út úr liðunum vegna þess að þeir hafa ekki tíma til þess að æfa, sökum vinnu sinnar. Hjá FH hefur það svo skeð að þessir menn hafa komið aftur til æfinga, þegar betur fór að Framhald á bls. 16 Myndin var tekin að loknum leik íslendinga og Svisslendinga í heimsmeistarakeppninni 1961, en í þeim leik sigruðu fslendingar og tryggðu sér áframhaldandi þátttökurétt. Það er því ekki að furða þótt þeir Ilallsteinn, Birgir og Asbjöm fagni innilega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.