Morgunblaðið - 18.09.1969, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.09.1969, Blaðsíða 28
FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1969 Bezta auglýsingablaöið Blað allra landsmanna Rannsókn Leirvogsárslyssins: Hinn maöurinn fundinn — segist ekki hafa ekið bílnum TUTTCGU og eins árs Reyk- víkingur viðurkenndi í gær að hafa verið með Amari heitnum Hjörtþórssyni í langferðabíln- um, þegar hann steyptist í Leir- vogsá. Bar maður þessi, að þeir hefðu báðir verið undir áhrifum áfengis og að Amar heitinn hefði ekið. Hann segir, að fleiri hafi ekki verið í bílnum en þeir tveir. Eins og Morgunblaðíð hefux ekýrt frá yfirheyrði rannsóknar- lögreglan fjölda manns vegna íslenzk konn fnngelsuð í Höln Einikaskeyti til MbiL frá Kaupimannahöfn 17. sept. ÍSLENZK kona, 25 ára að aldri, var í dag dæimd til viku fang- elsisvdstar, af sakadómi á lög- reglustöðinni í Kaupmanna- höfn. Var konan dæmd sam(kv. lög- um um hóruhúslhald og segir í dómisúrslkurðinum, að hún hatfi stundað vændi í bakherbergjum verzlunar einnar á Vesterbro. Ennfremur hafi hún stuðlað að því að aðrar vændiskonur not- uðu húsnæðið. Konan játaði sekt sína, en skýrði frá því um leið, að hagn- aðurinn, sem næmi 4 þús. d.kr. (um 45 þús. ísl. kr.) hefði verið afhentur eiganda verzlunarinn- ar og 'hún sjáhf ekki haft tekjur a£ vændinu. — Rytgaard. máLs þessa og í fyrradag hafði hún upp á miammi þessum, sem við yfirheyrslu viðurkenndi strax að hafa verið í langferða- bílnum. Ber maður þessi, að hann hafi hitt Arnar heitinn að kvöldi sunnudagsins og hafi þeir tveir farið og orðið sér úti um áfengi. Síðan hugðust þeir hitta ákveð- inn mann, en sá reyndist ekki vera heima en á göngu þeirra varð langferðabíll Ingimars Ingi marssonar svo fyrir þedm, og æxlaðist svo til að þeir fóru inn í bílinn. Við læknisrannsókn kom í ljós, að maður þessi er með öllu ómeiddur. Rannsókn málsins hélt áfram i gær. Niðurstöður krufningar á líki hins látna lágu ekki fyrir í gærkvöldi. dfyrirsjáanlegt tjón af völdum óveðursins í sumar — mikill fóðurskortur hjá bœndum — ýmsar verklegar framkvœmdir hafa tafizt HVERSU miklu tjóni hafa rign- ingamar í suniar valdið? Tjón Kom með 11 þús. tonn og tafir vegna votviðrisins ná yfir svo marga þætti fram- kvæmda og framleiðslu að senni- lega verður aldrei hægt að fá viðhlítandi svör við spurning- unni. Það eru fleiri en bændur, sem hafa orðið illa úti, þótt ástandið muni reyndar verst hjá þeim. Flestum ber saman um að verra sumar hafi ekki komið í langan tíma og jafnvel óþurrka- sumarið mikla árið 1955 stenzt ekki samanburð. Þá gerði ágæta tíð í septembermánuði, sem bjargaði miklu, en nú virðist ekkert lát vera á rigningunni. Þótt ljóst væri að mælikvarði milljóna, tug milljóna, eða hundr- uð milljóna yrði ekki lagður á rigningatjónið, hafði Mbl. i gær | GUÐMUNDUR Sigurjónsson (t.h.) hefur Iokið sínum 17. 1 leik í einvigisskák sinni gegn Friðrik Ólafssyni í 1. einvíg- isskák þeirra félaga í fyrra- kvöld. Guðmundur á eftir að- eins 9 mínútur af tíma sinum og á þá eftir að leika 23 leiki á þessum níu mínútum. Frið- rik hefur mun betri tíma, eins og sést á myndinni. Þegar þeir I sömdu jafnteflið áttu báðir eftir að ieika 10 leiki; Friðrik átti um eina mínútu, en Guð- mundur eina og hálfa. En þá I var staðan heldur ekki lengur flókin. Sjá skákþátt á bls. 11 dag. (Ljóism. MM.: Kr. Bein.) samband við nokkra aðila og spurðist fyrir um áhrif votviðris- ins í þeim greinum, sem þeir þekkja til. Kemur m. a. fram í þeim að vegir hafa orðið mjög illa úti og jafnvel hefur orðið að Framhald á bls. 27 af súráli frá Afríku — nœgir til tveggja mánaða vinnslu Álverksmiðjunnar TUTTUGU þúsund tonna norskt flutningaskip kom til Straums- víkur í fyrrakvöld með 11.300 tonn af súráli til Álverksmiðj- unnar. Mun það magn af súráli nægja verksmiðjunni til vinnslu í rúma tvo mánuði, eftir að öll kerin 120 hafa verið tekin í not- kun, en það verður væntanlega um 1. október. Á verksmiðjan þá að geta framleitt 2700 tonn á mánuði, en til þeirrar fram- leiðslu þarf tvöfalt það magn af súráli, eða 5400 tonn. Framhald á bls. 27 Bygging 60 íbúða fyrir aldraða að hefjast í Laugarásnum BYGGING 60 íbúða fyrir aldr- aða hefst innan skamms við Norðurbrún á vegum Reykjavík- urborgar. Er verið að ganga frá samningum Við verktaka, sem á að skila byggingunni fullgerðri Fjár aflað lagningu hraðbrauta RÍKISSTJÓRNIN hefur að undanfömu unnið að því að afla fjár til Iagningar hraðbrauta og hefur það nú tekizt, að því er segir í tilkynningu frá sam- göngumálaráðuneytinu í gær. í tilkynningunni kemur fram, að unnið verður við hraðbrautir nú í vetur. Munu þessar framkvæmdir skapa mörgum atvinnu. Tilkynning ráðuneytis- ins fer hér á eftir: „Aflað hefur verið fjár til þess að hraða lagningu hraðbrauta. Verður í næstu viku hoð- inn úr fyrsti áfangi hrað- brautar yfir Elliðaárdal og Ártúnsbrekku. Getur verk- ið hafizt í októher nk. Aflað verður frekara f jár til þess að hraða lagningu hraðbrauta á Suðurlands- og Vesturlandsvegi". með öllu sem þar á að vera 1. september 1971. í húsinu, sem er tveggja hæða U-bygging með kjallara undir norðurhluta, verða litlar íbúðir fyrir 52 einstakl- inga og 8 hjón. Guðmundur Kr. Guðmundsson, arkitekt hefur teiknað húsið. Tólf verktaíkar buSu í verkið, og var lægstur Einar Ágústsson, byggingameistari, Baldursgötu 37, sem tekur verkið að sér fyrir 43,6 mdlljónir króna. Er ætkinin að byrja á því í haust, hafa bygginguna fokhelda næsta sumar og alveg tilbúna mieð skápum, rúmstæðum, tækj- uim og öðru 1. september 1971. Hús aldraðra á að standa við Norðurbrún á Lauigarásn um, austan við Dvalarheimilið og andspænis háhýsunum á háásn- um. Aðalinngangutr er um iengstu húshliðina, austan meg- in. Norðan miegin verður kjall- ari undir hluta byggingar vegna brekkunnar. Og verður þar geng ið út í garð. í húsinu verða 52 íbúðiir um 30 ferm. að sitærð, ætlaðar ein- staklingum. Þar er stofla, svefn- krókur, eldlhús, bað og geymsla. Þá eru 8 íbúðir fyrir hjón með tveimur SherbeTigjum aiðs/kiildum, eldhúsi, baði og geymsJu, alls um 42 fermetrar. ÖIlu er hag- anlega fyrir kornið, þótt ekki sé það stórt og góðir síkápar og rúmistæði. Eru hjónaíbúðirnar í endaáilmiunum, en vistmenn búa á fyrstu og annarri hæð. Er reikn að með að aldraða fólkið, sem þarna býr, sé sjálfbjarga og hug myndiin að reyna að gera fólki fært að vera það svo lengi sem auðið er. Þá er á 1. hæð húsviarðaríbúð, á efri hæð er sjónvarpsstofa oig setustofa til sameiginlegra nota, en í kjallara er salur, sem nýta má fyrir guðaþjónustur, ieikhús, sjúkralþjálfun eða hvað sem er. Þar er lítið alidhúis, svo hægt verði að fá að taka þar á rnóti gest- uim á sitórafmæluim o.fL Lyfta er í húsinu, og íbúðirnair eru 1 kriing um garð, sem síðan kieimiuir þarna. Unnið hefur verið að teiikning um hússins undantfarin tvö ár, en það ex 1553 fermetrar að flat airmáli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.