Morgunblaðið - 21.09.1969, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.09.1969, Blaðsíða 7
MQRG'UN'BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER H9>6i9 7 UNGBARNABÓKIN Ungbarnið er brothætt og við- kvæmt sköpunarverk Stutt rabb við Þorgeir Jónsson lækni um nýútkomna Ungbarna bók Nýlega rákumst við á mjög nytsama bók, Ungbarnabókina, sem Kvöldvökuútgáfan hefur gefið út. Bók þessi kom fyrst út i Nor egi árið 1967, og átti strax mikl um vinsældum að fagna þar. Um islenzku útgáfuna sáu 3 islenzkir læknar, þeir Halldór Hansen yngri, Þorgeir Jónsson og Bergsveinn Ólafsson. Um langt skeið hefur verið skortur á slikum bókum hér- lendis, en þörfin á þeim máski aldrei brýnni en einmitt 1 dag, vegna örrar fólksf jölgunar. Bókina prýða fjölmargar myndir. í formála segja læknarnir m.a. á þessa leið: „Við væntum þess, að bók þessi verði ekki einurag- is mæðrum og verðandi mæðr- um að liði, heldur einnig ljós- mæðrum, fóstrum og öðrum þeim, sem ungbörnum þurfa að sinna." Bókin skiptist í eftirfararadi kafla: Vöxtur og þroski, matar hæfi, meðferð ungbarna, klæðn aður ungbarna, leikir og leik- föng, sjúkdómar og sjúkdóms- einkenni, heilsugæzla ungbarna, börn fædd fyrir tímann, augn- sjúkdómar og einkenni þeirra, sálarþroski barrasiras á fyrsta aldursári, bólusetning, slys og slysavarnir. Við hittum einn af læknunum, svon® rétt til að leita álits hans á bókinni, því að skoðanir þeirra þremenniragana hljóta að hafa mest að segja. Fyrir valinu varð Þorgeir Jórasson, fyrrverandi héraðslækn ir á Þingeyri við Dýrafjörð. Ekki er að efast um, að þeir, sem verið hafa héraðslæknar úti á landsbyggðinni, hafa öllu meiri og fj ölbrey ttari læknisreynslu en aðrir læknar. Héraðslæknar verða að stunda öll læknisstörf, hverju nafni sem nefnast oft einir og án nokkurr- ar hjálpar. Þeir hafa löngum verið lífhjálp fjölda sjúklinga um allt larad. Orðið að vera bæði ljósmæður og læknar. Þess vegna er ekki úr vegi, að spyrja Þorgeir Jónsson um þau atriði, sem um er fjallað í bókinni, sem að ofan greinir. Við hittum Þorgeir lækni að afloknu ströngu dagsverki á læknisstofu hans í Domus Med- ioa. „Er bók þessi jafrat til gagns fyrir verðamdi mæður og ljós- mæður, Þorgeir? „Já, ég held það. Raunveru- lega er efni bókarinnar tvíþætt. Fyrst má segja að séu almennir kaflar um ungbörnin og verð- andi mæður, heilbrigði þeirra og vanheilsu, en í kjölfar þeirra koma kafiar, svo sem kafli um augnlækningar, og svo kaflar um sálarþroska barna á fyrsta eða fyrstu aldursárunum, og þá kafla vildi ég fyrst og fremst benda á, einnig kaflann um þró- un persónuleika barnanna. Þessir kaflar eru mjög áhuga verðir, og vel þess virði, að vera leanir. Ég held bókin myndi koma að raokkrum raotum við ljósmæðranám. Ljósmæður í fá- mennum hreppum eiinkanlega eru oft spurðar um almennt heilsufar barna, þótt bólusetn- ingar hafi flutzt í læknamið- stöðvar." „Myndir þú vilja, Þorgeir, gera nokkra raánari grein fyrir kö'flmn Ungbamabókarinmar?" „Já, í stuttu máli þó. 1. kafl- inn fjallar um vöxt, þroska og hegðun heilbirgðs barns, og þroskaskrámar, sem á eftir koma, eru auðvitað miðaðar við heilbrigt barn, en vitanlega geta ýmis frávik komið fram við þá skrá. Síðan kemur sá stóri póst- ur um matarhæfi ungbarna, og þá auðvitað byrjað á móður- mjólkinni. Þar er ýmsum spurn ingum svarað varðandi fæðis- þörf og mjólkur, tíðrai máltíða og svo framvegis, yfirleitt allt varðandi fóðrim ungbarna og mataræði, og fylgir síðan stór tafla um fóðrun barna allt til 9 mánaða aldurs. Þvínæst er kafli um meðferð ungbarna, hirðingu þeirra og sinraingu, um þrif þeirra og hrein læti almennt. Næst er rætt um klæðnað þeirra, og á því sviði Þorgeir Jónsson læknir. kurana íslenzkar verðanidi mæð ur mikið fyrir sér, en segja má að norskar venjur séu þar ei- lítið frábrugðnar þeim íslenzku. Þá fylgir ekki ómerkur kafli um leiki og leikföng uragbarna, og með athugun má sjá, hvern- ig barndð þroskast einnig á því sviði, að taka eftir ýmsu, velja sér hluti, eftir því sem þrosk- inn eykst, og síðan, þegar það fer að velja sér skæra og fallega hluti. í næsta kafla er fjallað um sjúkdóma og sjúkdómseinkenni, rætt um alla algenga sjúkdóma, og heilsugæzlu ungbarna. Kafl- inn um augnsjúkdóma er ekki sá ómerkasti heldur, því að gott er að vekja athygli fólks á augnskekkju. Oft er hægt að laga augnskekkju, og því fyrr því betra og áreynsluminna fyrir litla barnið. Er þá komið að köfluraum, sem ég lagði svo mikla áherzlu á hér að framan, en það eru kaflarnir um sálarþroska barna. Mér finnst þetta vera merkileg ustu kaflar bókarinnar fyrir verð andi mæður, einkum vegna breyttra þjóðfélagshátta. Fjölskyldulífið hefur breytzt. Fjölskyldan var hér áður miklu meiri heild og samstæðari. Á heimilunum var saman gamalt fólk, miðaldra og ungt. Afinn og amman voru þá jafnan á heimilunum, en á síðustu árum hafa þau oft fengið annan sama stað. Þá var alltaf einhver til staðar að sinna litlu barni og oftast voru það afinn og amm- an, sem tóku litla hnokkann á hnéð, og það var ekki ómerk- asti uppeldisþátturirara. Þannig var þetta á mínu heimili, og sjálfsagt þínu, á heimilum okk- ar, sem erum komin á miðjan aldur. Mér finnst þessi heimilismynd minna mig mikið á suma kafl- ana í Brekkukoteannál Laxness og Fjailkirkju Gunnars. Á þeim heimilum var eraginn asi á raein- um, þá höfðu eragir streitu. Ró og öryggi fyllti sálarlíf ung- barnanna. Heimilin eru ekki eins hljóð- lát nú. Það er búið að opna glugga út til alheimsins, og á ég þar einkum við sjónvarp- ið, þótt ekki fordæmi ég það. En með þessum glugga skemmt unar, vill barnið oft gleymast. Pabbiran kemur máski þreyttur heim, seint að degi, máski móð- irira líka, og svo er sezt við sjóravarpið, en upp í litla ang- ann er þá oftast stungið pelan- um og ætlast til að hann sofni. Það er ekki nóg að stinga upp í þau dúsu, þau verða líka að finna móðurhlýjuna, að þau viti, að alltaf sé einhver nærri þeim, til að sinna þeim, láta þau ekki finna til eiramanaleik- ans. Það er svo víða ennþá, að Palli var einn í heiminum. Lestur þessara kafla veitir fólki innsýn í, hversu gífurleg breyting er að gerast, og hún getur valdið streitu á unga aldri. Fólk verður að gera sér ljóst, að uragbarnið er brothætt og viðkvæmt sköpunarverk. Ég held, að þessi nýútkomna bók væri æskileg á hverju heimili, og hver verðandi móðir, jafn- vel faðir líka ætti að lesa hana, og vel gæti hún verið góður lestur í húsmæðra- og kvenna- skólum," sagði Þorgeir Jóns- son læknir að lokum. — Fr.S. Myndir úr Ungbarnabókinni. Barnið byrjar að skrlða. Karel Sveinsson Kjarval Qkeypis kartöflur Uppskerustörf hafa geragið mjög seint hér sunnaralands vegna þrá- látrar vætutiðar undanfarið og er Þ. 2. ágúst, lézt í Chicago, Karel Sveinsson Kjarval. Hann var fæddur að Efri-Ey í Meðal- landi 17. september, 1887. Haran var einn af þrettán bömum for- eldra sinna, Sveins Ingimundar- sonar, bónda í Efri-Ey og Karí- tasar Þorsteinsdóttur, Sverris- sonar. Hann fór til Ameríku um 1910, og vann þar alla tíð við bókband. Hanra var einn af stofn endum Bókbindarafélags ís- lands. Haran var tvlgiftur, og átti tvo syni með seinni korau sinni. þeim ennþá að mestu ólokið enda ekki hægt að koma við vélum vegna bleytu nema þá helzt í sand- bornum jarðvegi. Ef einhverjir vildu taka upp kart öflur hér á bæjarlandinu gegn ríf- legum hluta uppskeru, og hafa far kost og áhöld, er þeim bent á að hafa samband í síma 17730 og fá þar nánari upplýsingar. Leiðrétting Blaðið hefur verið beðið að geta þess vegna viðtals við frú Vigdísi Kristjáinsdóttur, að gefendur stóra teppisins eru ekki Kvenfélagasam- band íslands, heldur Samband kvenfélaga í Reykjavík. Sömuleið- is er óskað eftir því að sagt sé frá, að frú Sigurbjörg Ásbjörnsdóttir hafi gefið alla ull í teppið. 4RA HERB. IBÚÐ ttl leigu í Vogaihv. Sénh. og þvottah ús. Sa'ningjörn leiga. Regl'usemi og örugg ménað- airgr. áskiiftn. Trlib. ti'l Mbl. f. miðviikod. mertkf: „8448". KYNNING Lífsreynd kona óskar eftir að kynnast karlmamnL Hug® anleguir aiídur 40—50 ára. Tilib. menkf: „3584” sendist Mbl. AMERICAN STANDARD baðsett með sturtubotni og ölilu tiÞheyrandi til sölu. — Uppl. í síma 81714. GET TEKIÐ AÐ MÉR GÆZLU á ba'mii aflan daginn. La'ugar- neshverfi. Uppl. í síma 82987. IBÚÐ ÓSKAST TIL LEIGU Hjón með tvö 'böm óska eft- tr að taika á le igu 2ja—3ja herb. íbúð, sem fyrst. Uppl. í síma 38936. VILJUM TAKA A LEIGU 1—2ja herb. íbúð. Reg'l'usöm barn'laus og viinmum bæði úti. — Öruggair mánaðar- greiðslur. Uppl. í S'ima 34429 ENNÞÁ nokkrar Ibúðir í smiðuim til sölu. Byggingarfélagið Þór hf., Haifnarfirði, sími 50393. NAUTAKJÖT Úrvais griM'Steikur, kgi. kr. 110.00. Nautaihak'k kg. kr. 140.00. Na'utaiham'borgarar 14 kr. stk. Na'utasúpuikjöt kg. kr. 85. Kjötbúðin. Lauga- vegi 32, sími 12222. BENZÍNRAFSTÖÐVAR Vi'ljuim ka'upa nokkur stykiki af notuðum benzíinrafstöðv- um og l'oftkaeldum mótor- um. Má viera ógangf. Raf- tækjavinnustofa Hauks og Ólafs, Ármúla 14, sími 37700 NÝJA LAMBAKJÖTIÐ D ilkakjöt af nýslátru ðu 1. og 2. verðfl. í heilium skrokkum. Söltum einnig niður s'krokika fyrir viðskiptavimi. Kjötbúðin, Laugavegi 32. Sírni 12222. GLÆSILEGTnsssÉ^ SVEFNHERBEGISSETT SKEIFAN i KJÖRGA RÐI SIMI, 18580-16975 Kynnið ykkur okkar glæsilega húsgagnaúrval á 700 fermetra gólffleti. ARABIA - hreinlætistæki Hljóðaus W.C.-kassi. nýkomið: W.C. Bidet Handlaugar Baðker Fætur f. do. W.C. skélar & setur. Fullkomin varahlutaþjónusta. Clœsileg vara. Verð hvergi lœgra Einkaumboð fyrir island HANNES ÞORSTEINSSON heildv., Hallveigarstíg 10, simi 2-44-55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.