Morgunblaðið - 24.09.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.09.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. SEPT. 1'969 21 - FJAÐRAFOK Framhald af bls. 12 til að skynja hinn djúpa trag- íska undirtón leikritsins. Létt- leiki þeirra, skopleg tilsvör, sem hitta beint í mark, geta stund- um virst tóm gamansemi, en segja þó meiri sögu en hátíðleg- ar orðræður, 9em íslenskir leik- ritahöfundar hafa oft farið flatt á. Matthías er trúr þeirri frum- skyldu leikritahöfundar að stuðla að lifandi sýningu, en ekki einhverju, sem svífur í lausu lofti og getur verið ósköp huggulegt; Fjaðrafok býr yfir þeim krafti, sem veldur því að það á brýnt erindi við alla. At- hyglisvert er að fylgjast með því hvernig Matthías hefur til- einkað sér tækni leikhússins, náð meiri tökum á leikrit- inu sem slíku frá því hann samdi Eins og þér sáið og Jón gamla. Betur hefði farið á því, að hlé hefði verið eftir annan þátt í stað þess að hafa hléð eftir fyrsta atriði þriðja þáttar. Upp- gjör leikritsins fer fram með óþarflega hröðum hætti eftir hlé. Þetta veikir sýninguna, enda þótt lokaþátturinn sé vel gerð- ur. Ofskynjanir stúlkunnar, ímyndanir hennar, sem fá for- stöðukonur heimilisins til að birt ast henni og tala við hana ásamt föður hennar, er ákaflega sterkt atriði í djöfulskap sínum. Þar kemur skýrt fram varnarleysi mannsins gagnvart ofurvaldi þess, sem ræður og vill halda öllu í járngreip sinni. Þetta atriði sýnir líka, svo ekki verð- ur um villst, hve Fjaðrafok er algilt leikrit, stefnir ekki sér- staklega að afhjúpun þess sem hefur tímanlegt gildi. Rödd höf- undarins verður kannski hljóm- mest í þeirri ringulreið, sem hann leiðir fram með því að sýna áhorfandanum hugarfar þess illa, ítrekun hans á því hvernig maðurinn verður leik- soppur sjúks kerfis. Benedikt Árnason hefur sett svipmót sitt á Fjaðrafok eins og önnu-r leikrit Matthíasar Jo- hannessens. Hugvitssemi hans leynir sér ekki. Honum er efa- laust mikið að þakka hve lif- andi sýningin er; lélegum leik- stjóra hefði reynst auðvelt að draga úr boðskap Fjaðrafoks, gera umræðu þess máttlitla. Ég er þó ekki sammála því hve mikla áherslu Benedikt leggur á rás Maríu. Hræddur fugl þarf ekki endilega að vera á sí- felldri hreyfingu. Auk þess hefði að ósekju mátt gera Jón Theófílusson æðislegri í drykkjuköstum hans þrátt fyrir það hve mikil lydda hann er. Veiklyndi hans er aftur á móti sýnt rækilega. Herdís Þorvaldsdóttir leikur Listalín af áberandi hluttekning- arleysi í fyrsta þætti, en leikur hennar verður þróttmeiri þeg- ar líðúr á leikritið. Á köflum verður Listalín einum of fram- andi presóna í höndum Herdís- ar; heinni er þó ætlað að vera hið sterka afl á heimilinu, hús- móðir og húsbóndi í senn. Sé lit ið á leik Herdísar í heild verður útkoman leikkonunni í vil. Rúrik Haraldsson nær mögn- ðum tökum á Jóni Theófílussyni. Húmor höfundarins kemur Rúr- ik fyllilega til skila. Jón er aumkunarverður í getuleysi sínu og ósjálfstæði gagnvart eig inkonunni, Rúrik gerir hann ekki meiri mann en hann er, en vekur samúð áhorfandans. Maríu leikur Valgerður Dan og sýnir nýja hlið á ótvíræðum gáfum sínum. Leikur hennar er í senn þokkafullur og gæddur rík um þrótti. Framsögn hennar er góð og hræðslulegt látbragðið_ í samræmi við anda leiksins. Ég efast um að þetta hlutverk verði túlkað betur, því skilningur Val- gerðar á Maríu er að mínu viti framúrskarandi. Sérstaklega tekst leikkonunni vel að koma til skila tvískinnungnum í fari Maríu: hrekkleysinu og hinum takmarkalausu ýkjum. Valur Gíslason leilkur Theófíl- us, sem ekki er allur þar sem hann er séður. Frábærum leik Vals spillti nokkuð að það sem hann sagði komst einhvern veg- inn ekki allt til skila. Auðsýni- legt er að höfundurinn hefur lagt mesta rækt við Theófílus, gamli maðurinn á samúð hans. Salernisferðh; Theófílusár sýndi Valur í skoplegu ljósi af mátu- legri hófsemi, en sterkastur var hann í orðræðum Theófílusar við sjálfan sig, hinu gamalmenn islega tali um eigin bágindi. Bríet Héðinsdóttir og Þóra Friðriksdóttir fóru ágætlegameð hlutverk kvennanna tveggja, konunnar og forstöðukonunnar. Gervi þeirra var sérstaklega gott. Baldvin Halldórsson tók að sér unglingaeftirlitið og brá upp ísmeygilegri mynd af þræli skriffinnskunnar og skilningsleys isins. Leikmynd og búningar Lárus- ar Ingólfssonar eru skemmtilegt verk. Honum tekst vel að lýsa óreiðunni heima hjá þeim hjón- um Listalín og Jóni, þar sem þvottahúsið og salernið eru mið- punktur lífsins, og sama er að segja um hið gerilsneydda her- bergi stúlknaheimilisins, þar sem kennt er að karlmaðurinn sé syndin. Af viðtökum áhorfenda á frumsýningu máttli ráða, að leik- ritið kom á óvart. Án efa á það eftir að hleypa af stað gagnleg- um umræðum. Meira er þó vert um það, að með Fjaðrafoki eign- as't íslenskar leikbókmenntir heilsteypt verk, sem um leið gef ur góð fyrirheit. fslensk nútíma- leikritun virðist helst stefna að raunsærri tjáningu veruleikans. Hvað sú viðleitni á eftir að láta af sér leiða mun koma síðar í ljós. Ég efast ekki um, að leik- rit Matthíasar Johannesséns eiga eftir að verða þung á metunum þegar fram líða stundir, skáld- skapur þeirra, efni og markmið eiga það skilið að eftir þeim sé tekið. Jóhann Hjálmarsson. Sendisveinn óskast Landssamband íslenzkra útvegsmanna, sími 16650. Bæjarfógetaskrifstofan í Kópavogi flytur frá DIGRANESVEGI 10 að Álfhólsvegi 7 föstudaginn 26. þessa mánaðar. Skrifstofan verður lokuð þann dag, en fyrirframákveðin þing- höld þ. á. m. uppboðsþinghöld verða, á Digranesvegi 10, flutningsdaginn. Mánudaginn 29. þ.m. opnar skrifstofan að ÁLFHÓLSVEGI 7. BÆJARFÓGETI. DANSSKÓLI Nýjustu táningadansarnir DIZZY — PATA-PATA — CASATSCHOK — SAMB A BEAT. BARNADANSAR — TÁNINGADANSAR STEPP — SAMKVÆMISDANSAR Einstaklingar og hjónaflokkar JAZZBALLETT í SAMKVÆMISDÖNSUM sérstakir tímar fvrir 40 ára og eldri. í REYKJAVÍK LAUGAVEGI 178. AKRANESI REIN. Innritun daglega í símum 14081 og 83260 000 VESTUR-ÞÝZKU HKRUPP snjónaglarnir fyrirliggjandi í öllum stœrBum IKRUPP er vörumerki, sem allir geta treyst. KRU PP SNJÓNAGLAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.