Morgunblaðið - 25.09.1969, Side 4

Morgunblaðið - 25.09.1969, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR S5. SEPT. ISG9 -=^—25555 14444 WMflOIR BILALEIGA HVERFISGÖTU103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. 22-0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 V_______________/ MAGMÚSAR íkiphoi.t»21 «mar2U90 eftir lokuntiml 40381 Sveinbjörn Dagfinnsson, hrL og Einar Viðar, hrl. Hafnarstræti 11. - Sími 19406. BÍLAR Vatixhaii Victor station '69. Ek-irwi 3000 km. Moskwitoh '68. Vofkswagen '63, '64, '65, '66, '67, '68, 69. Volkswgen 1600 '66, faWegur b'rtt. Votvo Arrvazon '66. Chevrol'et Chevy II Nova '63, eimkobtfreið. Benz 190 '64. Lamdrover '65. U bílannla GUOMUNDAP Ber*þ4rníötu 3. Símar 19032, 20010. Flestir þessara bíla verða tái sýnis í dagu 0 Auralaus og vegabréfslaus TVær stúlkur, Þórunn Pálsdótt ir og Dóra G. Kristinsdóttir segja sínar farir ekki sléttar í eftirfar- andi bréfi: „Mig langar til að segja frá hvernig komið var fram við mig er ég, eftir að véski mínu hafði verið stolið, kom og leitaði hjálp ar hjá sendiráði íslands í Lund- úrnun. Á síðasta degi mínum þar £ borg, fórum við, ég og vinkona mín í neðanjarðarlesL Þegar upp var komið, uppgötvaði ég að veski minu hafði verið stolið með vegabréfi og peningum. Til að geta komizt úr landi þennan sama dag kl. 8, þurfti ég vega- bréf og peninga samstundis. Auðvitað fórum við beint til sendiráðsins og töldum það áreið anlegt, að við fengjum þá að- stoð sem þyrfti. Vinkona mín átti rétt fyrir þeim farartækjum, sem við þurftum að taka til flug- vallarins, svo aðstoð frá henni kom ekki til greina. Er í sendiráðið kom, varð hár og virðulegur maður á vegi okk ar. Hann bað okkur að setjast í biðstofunni. Þegar við höfðum beðið nokkra stund, opnaði ung stúlka dymar. Þama stóð hún fyrir framan okkur og ræskti sig. Ég stundi upp vandræðum mín- um. Mg vantaði vegabréf. Hún bað okkur að bíða, kom svo aft- ur, spurði um eitthvað sem gæfi tU kynna hver ég værL Ég rétti henni farseðilinn, sem ekki hafði verið í handtöskunni. Fór hún síðan út. Eftir nokkra bið kom hún inn aftur með bréf í hendi, rétti mér og sagði að þetta mundi nægja mér, tU þess að komast úr landL Þá spyr ég, sem von var: En hvernig með peningalán? Gæti ég femgið eitthvert smálán, tU að geta komizt úr landi? Þá seg- ir frökenin, sterkt og ákveðið „nei“. Engar spurningar, ekki neitt, bara þvemeitun. Hvað áttum við nú að taka tU bragðs? Við vorum með farseðl- ana upp á að fara sama kvöld- ið, en þörfnuðumst aðeins fáeinna punda tU að komast tU flugvaU- arins. í úrræðaleysi okkar, viss- um við um eitt íslenzkt fyrirtæki þar í borg. Það hjálpaði okkur strax, innan tveggja tíma, að út vega okkur peningana, en sendi- ráðið sagðist þurfa a.m.k. tvo daga. Hvað hefðum við gert, ef þetta fyrirtæki hefði ekki komið okkur til hjálpar? Hvað er sendi ráð? Og tU hvers er sendiráð? Virðingarfyllst — I>órunn Páls- dóttir, Dóra G. Kristimsdóttir“. 0 Málin þarf að kanna Ég býst við að sendiráðih séu orðin langþreytt á beiðnum um lán frá íslenzku ferðafólki, sem ekki hefur haft þá fyrirhyggju að eiga fyrir farinu heim, eða hafa svolítinn varasjóð, til að lenda ekki í vandræðum ef ein- hverjar tafir verða. Enda mun ekki vera mikið fé til slíkra hluta £ fjárveitingu til sendiráða. Og ekki öll lán koma til skila. En auðvitað verður að kanna hvert máþ sýna skilning og aðstoða ef nauðsyn krefur. Eða það sýnist Velvakanda, ekki sizt þegar um vegalausar unglingsstúlkur í stór borg er að ræða. 0 Engin ábyrgð Magnús Magnússon, Álfaskeiði 96, skrifar: „Nú langar mig að leita svars HJARTAGARN HJERTE CREPE PREGO DRALON COMBI CREPE BABY COURTELLE Þolir þvottavélaþvott. Prjónabækur og mynstur. VERZLUNIN HOF, Þingholtsstraeti 2. CRYPTON Hleðslutæki fyrir rafgeyma 6 og 12 volt. Ómissandi hverjum bíleiganda. Garðar Gíslason hf. Bifreiðaverzlun. við spumingu minni, eins og margir aðrir. Þannig er mál tU komið, að fyrir um það bU fimm árum keypti ég handa konu minni saumavél af gerðinni Borletti. Vélin kostaði þá 9600 kr, sem var toppverð. Nú þegar heim var komið og sauma átti á vélina, þá vUdi hún alls ekki gegna sínu hlutverki og reyndu þó marg ar góðar saumakonur við véUna, en ekkert dugði. Engin kennsla né íslenzkur leiðarvísir af hendi umboðsins. Nú, það var ekki annað að gera en fara með vélina tU um- boðsmannsins, en þá skeður það, að ekki er hægt að loka tösk- unni, þvi að lokið var öllu minna en taskan. Sagði umboðsmaður- inn að taskan myndi jafna sg, en vísað mér tU viðgerðarmanns með vélina. Þegar vélin kom þamgað í þriðja sinn, sagðist hann vonast til að sjá ekki vél- ina aftur, þvi að þetta væri ein- hver vandræðagripur. Nú er vélin búin að vera gagnslaus og taskan eins í þessi ár, svo að ég fór eina ferðina i viðbót, tU umboðsmannsins, eftir nokkurt hlé, og vUdi fá leiðrétt- ingu minna mála i eitt skipti fyr ir ÖU. En þá kvaðst hann vera búinn að afsala sér umboðinu. Enginm hefði það núna hér á landi. Auk þess vUdi hann hvorki um þessi mál ræða við mig né á mig hlusta og labbaði sig því- næst inn í annað herbergi. Nú er það sjálf spurningin. Eru engin lög, sem ná tU um- boðsmanna, sem hafa afsalað sér umboðsréttinum? Ef svo er ekki, þá er full ástæða tU að setja þau inn í nýja neytendalöggjöf sem væntanlega verður samin sem fyrst“. 0 Ókunnugt um slík lög Velvakandi getur því miður ekki gefið svar við þessu. En biður þá sem það geta, að senda svar, því sjálfsagt hafa fleiri lent i slíkum umboðsmönnum. Ég lenti einu sinni sjálfur í því að fyrirtæki var farið á hausinn, þegar það átti að fara að bera ábyrgð á vaomingnum, sem það hafði framleitt. Þá fann ég enga leið tU að fá bættan skaðann. Þarna ætti að vera verkefni fyrir Neytendasamtök, að ýta af stað (með nauði í þingmönnum) löggjöf um þetta efni 0 Leiðarvísar nauðsynlegir Úr þvi á þetta er minnzt ,er ekki úr vegi að ræða svolítið um leiðarvísana eða réttara sagt leið arvísaleysið, sem hér ríkir. Vél- um er að jafnaði þann veg far- ið, að mikUvægt er að nota þær rétt. Allar stórar verksmiðjur hafa þrautreynt framleiðslu sína og vita upp á hár við hvaða meðferð og aðstæður fæst bezt nýt ing út úr þeim. Þess vegna er notendum bráðnauðsynlegt að vita um það, og fara nákvæm- lega eftir notkunarreglum. Brjóst vitið, hversu mikið sem það er, getur verið æði hættulegt og dýrt, þegar svo stendur á. En mörg fyrirtæki ,sem flytja slíkar vélar inn hér á landi, hirða ekki um að láta leiðarvísi fylgja á íslenzku. Stundum kemur leið- arvísir á erlendu máli, sem neyt andi skilur eða getur kannski lát ið þýða fyrir sig, ef nauðsyn krefur. En iðulega er ekki hægt að fá neitt slíkt. í stóru sambýlis húsi með tugum íbúða eru t.d. þvottavélar, sem allir eiga að ganga um, en aldrei hefur feng- izt leiðarvísir frá innflytjanda um notkun þeirra. Það segir sig sjálft, hversu hættulegt er að láta alla ganga um þessar vélar, án leiðbeininga. Þama þyrfti að koma til löggjöf eða reglugerð, sem gerir innflytjanda skylt að láta leiðarvísi á íslenzku með vörunni Framleiðendum er vafa laust ekki heldur greiði gerður með því að röng notkun skemmir vörur þeirra ,sem svo fá illt orð á sig. En þetta vill oft brenna við. 0 Varan þrautreynd Þetta að lesa leiðarvísa og fara eftir þeim ,er þó mál sem við hér virðumst ekki hafa lært. Hve oft sér maður ekki myndar- legustu húsmóður henda súpuum- búðum ,án þess að lesa leiðar- vísinn, og fá svo alls ekki næga nýtingu út úr súpunni, af því hún sauð of stutt, eða ekki uppleysta kekkina af því hún var annað hvort látin í of kalt vatn fyrst eða í sjóðandi vatn, þegar það átti ekki við. En það er óhætt að treysta því ,að stóru verksmiðj- urnar eru búnar að láta þraut- reyna vöru sína, með tilliti til þess að ná sem beztum árangri með þær. Félag Snœfellinga og Hnappdœla Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 29. september 1969, kl 8.30 í Tjarnarbúð (uppi). Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Afhugið vöruverðið HAFRAMJÖL 25 kg. kr. 320 pr. kg. 12.80. HVEITI 25 kg. kr. 345 pr. kg. 13.80. STRAUSYKUR 50 kg. kr. 699 pr. kg. 13.98. STRAUSYKUR 10 kg. kr. 146 pr. kg. 14.60. RÚGMJÖL 60 kg. kr. 771 pr. kg. 12.85. DIXAN 3 kg. kr. 319. C 11 3 kg. kr. 204. Ný sending af EPLUM og APPELSlNUM. Opiö fíl kl. 10 í kvöld VöriMiarkaðimnn hf. ÁRMÚLA 1 A - REYKJAVÍK - SÍMI 81680 V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.