Morgunblaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUMBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2.5. SEPT. H960 „GÓÐIR farþegar, við höf- um nú lent á tunglinu. Vin- samlegast athugið vand- lega allan útbúnað yðar og gefið merki, er þér haf- ið gengið úr skugga um að allt sé í lagi“. Eitthvað á þessa leið mun hljóma í eyrum fyrstu ferðamann- anna sem til tunglsins fara einhvern tíma fyrir lok þessarar aldar. Vísindarit- stjóri brezka vikublaðsins Observer, Gerald Leach, hefur rítað greinina sem hér fer á eftir um brezkan ferðamannahóp á tunglinu árið 1999. Það gerizt varla nokkur skapaðar hlutur á tunglinu og það er eiramitt þetta sem er mest sérkennandi fyrir staðinn. Fyrir utan farartæki og fólk er ekkert sem hreyf- ist. Það er ekkert haf, ekkert loft, enginn vindur og ekkert hljóð til að rjúfa þagnarmúr- inn. Það er eins og tíminn standii kyrr og landslagið er eins og máluð kyrralífsmynd. Þú munt ekki kunna vel að meta þetta fjrrst eftir lend'ingu. Þú verður að byrja á því að fara í geimbúning- inn fyrir ferðina frá geim- vellinum til stjömuhótelsins og líklega mun votta fyrir móðursýkisfhræðslu hjá þér við að komast ekki aftur heilu og höldnu til jarðar. Þú verð ur fljótur að komast upp á lagið með að hreyfa þig þrátt fyrir þyngdaraflsmiumuninn og þegar það er komið í lag muntu líklega fyrst gera þér grein fyrir að þú standir á tunglinu. ÓGLEYMANLEG SJÓN Ef að líkum lætur muntu fyrst vilja fá að sjá jörðina hangandi á , blásvörtum himn inum og sú sýn mun áreiðan- lega aldrei líða þér úr minni. Jörðin er mest áberandi stj- aman á himninum og er fjór- um sinnium stærri að sjá ,en tunglið frá jörðu og miklu bjartari. Þú verður að gæta þess að velja rétta viku til tunglferðarinnar, til þess að vera viss um að sjá jörðina í beztu afstöðu. Viljir þú sjá fulla jörð verður þú að vera á tunglinu um miðja tunglnóttiraa, sem stendur í þrettán og hálfan dag og er nístandi köld. Sértu í sól á tunglinu er ekki hægt að greina jörðina, því að þá verður ný jörð. Beztu tímarnir eru þegar tungl er hálft, því að þá er jörðin hálf. Þetta gerist með hálfs- mánaðar millibili og þá er hægt að njóta þess bezta sem plánetumar hafa upp á að bjóða og þú munt sjá sólar- rás og sólarlag á tunglinu. Það er einkennileg sjón að fylgjast með sólarrásinni, því að það er eins og geislarnir skríði eftir jörðinni niður og upp hæðir og gígi en í skugg anum er ekkert hægt að greina, því að þar er allt kol svart. Það er annað hvort skjannabirta eða kolamyrk- ur, en ekkert þar á milli. 100 SINNUM BJARTARA Þú verður að gæta þín vel á einu. Láttu ekki lokkast í ódýru afsláttarferðirnar til bakhliðar tunglsins, því að þar er ekkert að sjá. Beztu staðirnir eru á miðju tungl- inu eins og það lítur út frá jörðu. Þú verður einnig að gæta þín á að horfa aldrei beint í sólina. Það getur ekk ert hlífðargler verndað augu þín frá hinum ofsalegu geisl- um og ef þú ert sjóndapur skaltu alveg forðast að fara til tunglsins. Þegar sól er hæst á lofti er 100 sinnum bjartara en á jörðinni og óg- urlegur glampi hvert sem þú lítur. Það er hætta á að aug- un eigi erfitt með að jafna sig á þessu og að þú sjáir marglita depla lengi á eftir. Þetta er líka mjög villandi og gerir það að verkum að erf- itt er að átta sig á veglengd- um, þannig að bezt er að fara mjög gætilega svo að engin hætta sé að þú villist eða far- ir of langt í burtu frá hótel- inu. Þess vegna má aldrei brjóta út af turaglreglunni um að fara alltaf tveir eða fleiri saman í gönguferðir, því að fjögur augu sjá betur en tvö. Fjarlægðarmælirinn má aldrei gleymast og talstöðv- arsambandið ekki rofna, því að komi eitthvað fyrir geta sekúndur skilið milli lífs og dauða. ENGAR HUNDAKÚNSTIR Þegar talað er um að fara í gönguferð á tunglinu verð- ur að gæta þess, að það er ekki jafn auðvelt fyrirtæki og á jörðinni. Byrja verður á því að læra að ganga og hreyfa sig eins og ungbarn og enginn þarf að vera hissa, þótt hann geri ekki betur en að drattast löturhægt áfram. Þess verður líka að gæta að hreyfingin áfram, kemur ekki frá spyrnu fótanna, heldur halla líkamans þá er skref er hálfnað þar sem aðdráttar- afl tunglsins er sex sinraum minna en jarðarinnar. Þess vegna tekur maður ekki nema 20 Skref á mínútu á tunglinu í stað 100—120 skrefa á jörð- inni. Reyndu alls ekki að stökkva eða vera með aðrar hundakúnstir, því að slíkt getur verið stórhættulegt ef þú missir jafnvægið. Það er að vísu mjög freistandi, því að með engu tilhlaupi er hægt að stökkva 8—9 metra upp í loftið. Hafðu bara hug- fast að komi saumspretta á búniraginn, missir þú meðvit- und á 15 sekúndum og deyrð á þremur mínútum, er blóðið í þér fer að sjóða. Ef það er þér nokkur huggun má taka fram að þaulreyndum geimför um er harðbannað að stökkva. Með þriggja klukkustunda lífbirgðir á bakinu er aðeins hægt að komast 1500 metra frá hótelinu, þannig að bezt er að ferðast um í tunglkerr- unum, sem búnar eru nægum birgðum af súrefni og öðrum lífsnauðsynjum. Láttu þér ekki detta í hug að þér verði leyft að aka. Tumgl- akstur er mikið vandaverk, því að kerran liggur nefni- lega 6 sinnum lausar á vegi en bifreiðar á jörðinni, þann ig að bremsuförin geta orðið ansi löng ef ekki er að öllu farið með gát. ökumaðurinn er þaulreyndur og veit allt sem þarf að vita af öryggis- ástæðum. Hann veit hvar iraæsta loftsteiniaskýlii er, því að á tveggja ára fresti magn ast sólin um allan helming og rignir þá alls konar geisla- virkum loftsteinum á tunglið, sem baraað geta öllu sem óvar ið er á bersvæði. Mjög vel er fylgzt með slíkum atburðum og hættumerki gefið um leið og ósköpin byrja, en fyrsta gusan lendir á tunglinu 10 mínútum síðar, þannig að það er ekki langur tími til stefnu til að forða sér . Litlum loftsteinum og ögn- um rignir í sífellu á tungl- inu, en þú ættir ekki að finna fyrir þeim, því að geimbún- ingurinn verndar þig. Þó geta auðvitað komið stórir steinar og verðir þú fyrir ein um slíkum er úti um þig. Hætt an á slíku er þó hverfandi eða einu sinni á 500 þúsund ára fresti. Hættan á of mik- illi geialun er einnig hverf- andi, því að þú þyrftir að dveljast á tunglinu í 20—30 ár til að verða fyrir hættu- legri geislun. Sannleikur málsins er sá að á tunglinu ertu miklu öruggari en á veg- unum heima hjá þér, nema auð vitað þegar sólin tekux upp á að ólátast. ENGIN SKOTVOPN Þú þarft ekki að óttast skotvopn á tunglinu, því að þau eru stranglega bönnuð. Mergurinn málsins er sá að svo furðulega vill til, að all- ir hlutir sem fara hraðar en 2340 krn á kiukkuistund fara beint á braut umhverfis tungl ið og verða þar tii eilífðar- nóns, þannig að færu menn að iðka skytterí í stórum stíl á tunglinu yrði það brátt sveipað hjúp af blýkúlum á eilífðarbraut. Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.