Morgunblaðið - 25.09.1969, Síða 24

Morgunblaðið - 25.09.1969, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPT. 1®69 Orðsending fró lnnds- hnppdrætti Sjólfstæðisflohhsins í>EIR aðilar úti á landi, sem feng ið hafa senda miða og ekki hafa enn komið því við að gera skil til umboðsmanna happdrættisins, geri það sem allra fyrst. Dreg- ið verður 30. september. Vinn- ir.gurinn er sem kunnugt er hin glæsilega Ford Galaxie fólksbif reið. - LAXARDALUR Framhald af bls. 11 undan ánni og þá mjög líkur Reykjadal (nyrðra). En að sunn an og austan hefur komið gaysi- leg hraunelfa. Allt Aðaldals- hraun hefur komið sunnan og austan af Mývatnsöræfum og runnið um Laxárdal. Síðan hef- ur Laxá brotizt úr Mývatni vest ur í dalinn, sömu leið og hraun- ið. En fremsta daldragið nær talsvert lengra suður en áin og hraunið. Hraunið og fljótið í þessum litla heiðardal eru að vísu gestir, en þó hafa þau húsbónda vald yfir dalnum. Hraunið fyll- ir brekkna á milli. Laxá er hér sem ætíð fegurst áa. Hún hefur tekið margar myndir í barátt- unni við hraunið. Fossa og flúj- ir, hylji og breiðar lygnur, strengi með þungum straumi, hringiður og straumgígi í hraun kötlum og margar kvíslar um skógarhólma. En allsstaðar er kvikt af lífi. Botninn gróinn, vatnið kvikt af sporðaköstum, fuglar í hverju straumviki og vík. Og loftið yfir ánni er I sum arhita krökt af mýi, en dalur- inn allur hljómar og bergmálar brekkna á milli af fuglasöng og árniði." Þannig er lýsing Jóns Sigurðs sonar á þessum friðsæla og glæsi lega dal. Allur er hann gróinn til efstu brúna og skrýddur. hinum fegurstu grösum, jafnvel hraunið sjálft. Allar byggðar jarðir dalsins verða skertar eða eyddar, svo að um búskap verð- ur þar ekki framar að ræða, ef ráðagerðir Laxárvirkjunarstjórn ar ná fram að gamga. Þarna er silumgsveiði á hverjum bæ, og unnu þó Laxárvirkjunarmenn á henni mikið tjón um nokku-ra ára bil með fyrirhleðslum við Mý vatnsósa. Urðu ábúendur að þola það bótalaust. Veiðistæði til s’tangveiði etru nær samfelld á 28 km vegalengd hvorum megin ár, og má það heita einstakt. Með dvínandi sportveiði á fúlum og eyddum vatnasvæðum Evrópu og Ameríku, er þegar farið að gæta stórvaxandi eftir- spumar eftir veiðiám á íslandi. Sú eftirsókn á eftir að fara hrað vaxandi á næstu árum og mun hafa stórfelld áhrif á gjaldeyris- öflun landsmanna, ef skynsam- lega er á haldið. Skiptir þar miklu máli, að aðbúnaður allur sé góður og veiðistaðir fagrir og aðlaðandi. f Laxárdal eru nær óþrjótandi þeir staðir, er augna yndi munu teljast þeim, er reisa vildu þar sumarhús, veiðiskála eða dalahótel. Þarna eru ein stærstu heimkynni straumandar innar, eins litfegursta fugls á ís landi, og þar, ásamt Mývatnssveit em varpstaðir húsandarinnar, þeir einu í Evrópu. Náttúrufræðilegt og hagfræði- legt verðmæti Laxárdals er því raunar meira en svo, að metið verði til fjár, og orðræður um kaup á þeim verðmætum, sem þar eru, næsta broslegar. Þá er einnig önnur hlið á þess um málum, sem mikil ástæða er til að ræða, en það er það örygg isleysi og óvissa, sem fylgja myndi mannvirkjagerð þessari, bæði gagnvart mannslifum sem og öðmm verðmætum, og getur þar enginn tekið ábyrgð á, er niokkurs sé virði. Ráðgert er að byggja 57 metra háa jarðvegsstíflu í mynni dals- ins, og segir í greinargerð virkj unarstjórnar, að jarðvegsstífla sé „talin öruggari" en stífla úr járn benibri steypu. Undarleg fuiilyrð- ing er það, ag fær efoki staðizt, enda þetta gert í spaimaðar- stkynd eingönigu. Á bak við þessa jarðvegshleðslu á síðan að safna á annað hundrað milljón- um teningsmetra af vatni. Nokk ur hundruð metrum fram undan stíflunni og nokkru lægra ligg- ur svo Staða og Hvammahverfið, eitt af þéttbýlishverfum sýslunn ar. Þar er rafstöðin sjálf, bama skóli, minjasafn, prestssetur, sím stöð og mörg býli. Ekki virðist það halda vöku fyrir þeim virkj unarmönnum. Jarðfræði og jarð- skj álftasaga þessa héraðs eir þó nokkuð með sérstökum hætti, og mundi ýmsum öðrum þykja ástæða að taka þar tillit til. Mætti hér nefna örfá dæmi. í hinum miklu jarðskjálftum Mývatnselda 1725 myndaðist sprunga á mótum Mývatnssveit- ar og Laxárdals og ná'ði um mairgra kílómetra veg til Lamba- fjalla. Þá hvarf Laxá með öllu í iður jarðar um stund, en bæir skemmdust víða um Mývatns- sveit og Laxárdal. Arið 1814 voru miklir jarðskjálftar áþessu svæði, og segir sagan, að fólk í Grímsey óð undir hendur í sjó út til að forða sér fyrir hruni úr björgum. Árið 1872 voru jarð skjálftar þarna svo harðir, að á Húsavík hrundu öll hús utan tveir kofar, en Húsavíkurhöfði sprakk allt í fjall upp. Sprung- an var sögð tveggja kvartila breið og lagði upp af sterkar brennisteinsgufur. Árið 1908 var þarna harður jarðskjálfti og enn 1934, en margir bæði fyrr og síð ar af mismunandi styrkleika. Loks má geta þess, að Laxárdal- ur sjálfur er upprunalega mynd aður af jarðsprungu og lega hans samhliða og á hinu alkunna sprungusvæði Atlandshafshryggj arins. Þótt við séum nauðbeygðir til að byggja virkjanir og uppistöð ur á jarðelda- og jarðskjái'ta- svæðum, gildir allt öðru máli, þegar þær eru byggðar allfjarri byggð og við flatlendi, þar sem vatn getur dreifst, ef bilun verð ur, eins og á Suðurlandi sem og í öræfum, þótt nokkurt tjón geti alltaf af því hlotizt. Ef diúp uppistaða bilar í þröngum dal og við bæjardyr þéttrar byggð- ar, hlýtur dauðinn hins vegar einn að ráða, ef út af ber. f hinum ágæta útvarpsþætti „Efst á baugi“ var fyrir skömmu sagt frá merku nefndaráliti, er Frjálslyndi flokkurinn í Bret- landi (hinn gamli flokkur Lloyd George) hefur látið gera. Ég hef séð útdrátt úr nefndaráliti þessu í erlendu blaði, en ráðgert er, að álitið verði lagt fram sem hluti af stefnuskrá flokksins við næstu þingkosningar. Þar segir meðal annars: „Kerfi verkvísind anna, sem skipulagt hefur þó ver ið í þjónustu mannsins, verður honum stundum yfirsterkara og bindur hann í þess stað í fjötra. Þekkingarskortur hins almenna borgara á margs konar sérfræði- sviðum, gerir hann hlédrægan og óvirkan í málefnum, sem oft snerta þó umhverfi hans ogfram tíð. Þetta verður til þess, að teknar eru ákvarðanir, er varða líf og starfssvið borgaranna, án þess að þeir gefi sig fram til að beita rétti sínium.“ Og ennfremur segir þar: „Eitt þessara fyrirbæra er ágengni iðn aðarhagsmuna við dreifbýlis- svæði, sem varðveita vilja gróð- ur, dýralíf og svipmót náttúr- unnar fyrir spjöllum, umróti eða eyðingu. Telja þeir síðan upp fleiri atriði og fyrirbæri og leggja til, að sett verði upp eins konar endurskoðunarstofnun, er rann- saki og meti áhrif hvers konar meiri háttar athafna eða fram- kvæmda frá víðtæku og mann- legu sjónarmiði í stað þess að vera nú metin frá þröngri og sér fræðilegri hlið einungis. Bretar eru öllum mönnum skarpari í mannlegri innsýn, og gæti þetta vel orðið til leiðsagnar þeim mönnum, sem fjalla með hliðstæð ur hér heima. En svo mjög snertir þetta það, sem nú er að gerast norður í Þingeyjarsýslu, að álitið virðist beinlínis miðað við algjörar samstæður. Eitt er þó vxst, að Laxárdai verður aldnei sökkt. Þingeyingar eru ólíklegastir manna að beygja sig fyrir órétti og yfirtroðslu. Fyrir framkvæmd inni, eins og hún er hugsuð, vant ar allar mannlegar forsendur. Þórir Baldvinsson. SendSsveinar óskast hálfan eða allan daginn Hafið samband við afgreiðsluna co©< Iðnaðorhúsnæði til sölu til sölu á II. hæð í Ármúla iðnaðarhúsnæði 54 ferm, einnig hentugt fyrir skrifstofur. Selst í einu eða tvennu lagi. Skip og fasteignir Skúlagötu 63 — Sími 21735, eftir lokun 36329 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 12., 14. og 18. tbl. Lögbirtingablaðsins 1969 á hluta í Kleppsvegi 42, talin eign Kristjáns Ó. Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Magnúsar Thorlacius hrl. o. fl. á eign- inni sjálfri, mánudag 29. september 1969, kl. 17.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 28., 30. og 31. tbl. Lögbirtingablaðsins 1969 á hluta í Ásgarði 75, þingl. eign Kristjáns Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands, Sparisjóðs Reykjavíkur og nágr. og Benedikts Blöndal hrl., á eigninni sjálfri, mánu- dag 29 sept. 1969, kl. 15 30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. N auðungaruppboð annað og síðasta á hluta í húseign á Fossvogsbletti 12, þingl. eign Búa Petersen. fer fram á eigninni sjálfri, mánudag 29. september n.k. kl. 13 30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta ! Bústaðavegi 107, talin eign Gunnars A. Ingvarssonar, fer fram á eigninni sjálfri, mánudag 29. sept- ember n k. kl. 11.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var ! 12., 14. og 18. tbl. Lögbirtingablaðsins 1969 á hluta í Ferjubakka 2, talin eign Vilberts Stefánssonar, fer fram eftir kröfu Arnar Þór hrl., á eigninni sjálfri, mánudag 29. september n.k. kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 33., 55. og 56. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 á hluta í Álftamýri 24, þingl. eign Stefáns Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Ólafssonar hdl. o. fl. á eigninni sjálfri, mánudag 29 september n.k. kl. 14.30. Borgarfógetaembættið l Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 28., 30. og 31. tbl Lögbirtingablaðsins 1969 á hluta ! Ármúla 5, þingl. eign Emils Hjartarsonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar, Einars Viðar hrl, Iðnaðarbanka Islands h.f., Gunnars M. Guðmundssonar hrl. og Sigmundar Böðvarssonar hdL, á eigninni sjálfri, mánudag 29 september 1969, kl. 15.00. Borgarfóqetaembættið í Reykiavík. HÆTTA A NÆSTA LEITI eflir John Saunders og Alden McWilliams — Velkomlnn í klúbbinn, Legs. Með- — Gæinn. sem á staðinn, er eins og limur í „Hópnum" á ávallt öruggt skjól skyttan af öpunum þremur — sér ekkert hér. Lízt þér ekki vel á þetta! — heyrir ekkert — segir ekkert. — Danny! — Hafðu annan fótinn á gólfinu, litli bróðir, ellegar þú hafnar á bak við kúl- una.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.