Morgunblaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 25
MORGUNRLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2ö. SEPT. 1069 25 - UNGLINGASTIGIÐ Framhald af hls. 23 þótt ekki væri nema í eldri deild barnaskóla, þá kæmi það ekki flatt upp á nemendur að fá sér- greinakennara í gagnfræðaskól- um. Barnakennarar verða eins og aðrir menn að horfast í augu við staðreyndir og viðurkenna, að það er eins og að byggja loft- kastala á jörðu niðri að ætla sér annað form á röðun í bekk en það, sem námsgeta segir til um. Eins og nú standa sakir, er ill- fært að fylgja þeirri reglu í 7 ára deildum, af því að enn þá er sáralítið mark takandi á skólaþroskaprófum við röðun í bekkjardeildir. Nauðsynlegt er þó að hafa hliðsjón af þeim að svo miklu leyti, sem unnt er, og finna verður ráð til að sein- þroska nemendur dragist ekki afbur úr jafnöldruim sínum, án þess að námstregða hinna fyrr- nefndu verði hinum duglegri fjöt ur um fót á námsbrautinni. Upp úr 9 ára bekk áttu nem- endur að taka próf og standast lágmarkskröfur, eins og segir í 43. gr. laga um fræðslu barna, en þá grein börðu barnakennar- ar sjálfir í gegn vegna óánægju með ríkjandi ástand. Greinin orðast svo: Barn, seim flyzt úr yrugri deild í eldri deild, skal vera sæmilega læst, geta skrifað ein- föld orð skýrt og hreinlega, hafa náð nokkurri leikni í meðferð eins konar talna og kunna skil á algengustu fyrirbrigðum, sem koma fyrir í nánasta umhverfi þess. f prófreglugerð skal tekið fram, hvernig þessar lágmarks- kröfur skulu metnar í einkunn- um". Alkunna er, að aldrei hefur verið farið eftir þessu ákvæði og prófreglugerð virðist engin til. Þennan trassaskap ber vissu lega að harma, því að sé nokk urs staðar á barnafræðslustigi nauðsynlegt að seinka nemanda á námbsrautinni, þá er það ein- mitt, ef hann stenzt ekki til- teknar lágmarkskröfur í lestri, skrift, reikningi og átthagafræði upp úr 9 ára bekk, einkum hin- um fyrst töldu, áður en hann leggur á brattann i erfiðara bók námi. Þetta próf ætti a.m.k. að vera staðlað próf í öllum grein- unum fjórum. Hins vegar hefur reynslan leitt í ljós, að óraun- hæft er að láta nemanda sitja aftur í 12 ára bekk. Virðist fullt eins heillavænlegt, ef ekki heilla- vænlegast, að hann setjist í 1. bekk gagnfræðaskóla, að því til skyldu þó, að námsefni hans þar sé þegar í upphafi skipulagt sem 3ja vetra unglinganám. Með því að „fall hyrfi úr sögunni á þessu prófi úr 12 ára bekk mætti herða mjög verulega prófkröf- ur og einkunnagjöf. Þannig að prófið hefði forsagnargildi um getu nemanda til að setjast í bekk við sitt hæfi í gagnfræða- skóla. Jafnframt væri nauðsyn- legt, að aldursflokkaprófin á barnafræðslustigi hættu að vera börnum til skaða og foreldrum til skapraunar. Prófið úr 12 ára bekk barna- skóla heitir, sem kunnugt er, barnapróf. Eftir þessa breyt- ingu væri raunhæfara að kalla prófið úr 9 ára bekk barnapróf og hitt aðeins burtfararpróf úr barnaskóla. Eins og áður sagði ætti barnaprófið úr 9 ára bekk a.m.k. að vera staðlað. Hins veg ar aetti burtfararprófið í mesta lagi að vera staðlað, eins og unglingaprófið. Loks verður ekki lengur und an því vikizt að afnema forrétt- indastöðu Kvennaskólans I Reykjavík. óþarft ætti að vera að rekja sögu þess máls, en nú er það á því þróunarstigi, að þessi skóli hefur þann rétt, eða aðstöðu, að geta valið sjálfur til tekinn hóp stúlkna úr barnaskól um Reykjavíkur og nágrennis. Auðvitað velur hann aðeins dug legustu stúlkurnar á barnaprófi, með þeim afleiðingum að því er virðist, að barnakennarar kepp ast um það hver um annan þver- an að spenna barnaprófseink unnir eins hátt upp eftir skalan- um og unnt er. A.m.k. er von- laust að ætla gagnfræðaskólum að raða nemendum í bekkjar- deildir eftir þessum einkunnum. í þessu sambandi getur hin fé- lagslega hlið kvennaskólamálsins legið milli hluta. Hér skiptir mestu, að þessi skóli torveldi ekki, að mark verði takandi á burtfararprófi úr barnaskóla. — ra — Þá er loks komið að þeim þætti, sem fjallar um gildi hins endurskipulagða unglinganáms fyrir framhaldsnám. Um það atr iði skal ekki farið mörgum orð- um, en bent á meðfylgjandi mynd af tillögu um hugsanlegt skólakerfi etfir að vitað væri, hvar unglingastigið ætti heima og eftir að viðunandi lausn væri fengin á vandamálum barna- og unglingastigs. Rétt er að taka það fram strax, að nokkrir nemendur mundu eftir sem áður einungis ljúka unglinganámi en ekki ungl ingaprófi, þótt allar tillögur, sem hér hafa verið nefndar, kæmust í framkvæmd. Samt sem áður héldu þeir fullum mann- réttindum, þ.e.a.s. þótt þeri færu út á hinn almenna vinnumark- að, bæri samfélaginu að tryggja þeim aðgang að lengri og styttri námskeiðum við þeirra hæfi og gjarnan í samráði við vinnuveit endur þeirra. Á hinn bóginn kæmist enginn í 3. bekk mið- skóla, þ.e. landsprófsdeild, án þess að hafa náð tilskilinni að- aleink'unin á unglingaprófi. Þang að væri enginn skyldugur til að fara, nema því aðeins hann hyggð ist ljúka landsprófi, sem veitti honum rétt til framhaldsnáms. Ef miðskólaprófið, þ.e. lands- próf, ætti að gegna því hlut- verki, sem því var upphaflega ætlað, þyrfti fyrst að auka „breidd þess". Það gæti m.a. gerzt á þann hátt að skylda alla landsprófsnemendur til að taka próf í nokkrum aðalgreinum („kjarna) og valgreinum. Þess- ar valgreinar væru t.d. handa- vinna, teiknun, vélritun, frum- atriði bókfærslu eða íslenzk fé- lagsfræði og saga þjóðarinnar frá 1918, svo að einhverjar séu nefndar. Nemandi „ætti ekki inni" neinar einkunnir frá fyrri tíð, t.d. frá unglingaprófi. Próf- ið væri sem sé úttekt á kunn- áttu og leikni, sem nemandinn hefði tileinkað sér fram að lands prófi, en aðeins prófað í þeim greinum, sem hann lærði þann vetur, þótt námsefni í þeim gæti einnig verið frá eldri tíma. Þeir skólar, sem tækju við nemendum eftir landspróf, yrðu. sjálfir að ákveða, eða a.m.k. að taka þátt í að ákveða, forsagn- argildi prófsins, að því er hvern um sig varðaði. Þetta á við um menntaskóla, kennaraskóla og síðast en ekki sízt á það við hið raunverulega gagnfræðanám framtíðarinnar, sem yrði sér- greint nám. 4. bekkur gagnfræða skóla færi sömu leiðina og hinn iraknenni" 3. bekkuT. f hans stað kæmi 1. bekkur sérnáms, sem greindist í ólíkar námsbraut- ir, líkt og í lærdómsdeild mennta skóla. Jafnvel væri hugsanlegt með tíð og tíma að færa mik- inn hluta námsefnis í núv. 3. bekk menntaskóla niður í lands- prófsdeild, en hafa ber hugfast, að verulegt átak er nauðsynlegt á lægri skólastigum, áður en slíkt getur gerzt. Þá yrði stúdents- próf tekið ari fyrr en nú er gert. Að lokum er nauðsynlegt að leggja áherzlu á þá æskilegu meginreglu, að hver námsáfangi sé þrjú ár (sbr. mynd). Sé rað- að í bekkjardeildir eftir náms- getu, fær hver einstaklingur að njóta sín í hinum samstæða hóp, likt og hann mun gera í sínum hóp í daglegu starfi, þegar út í lífið kemur. Til þess að skólan- um takist að fullnægja félags- legri þörf nemandans má skóla- samfélagið ekki verða í hans augum að eins konar fjarstýrðu bákni vegna fjölmennis og mis- munandi aldursþroska nemenda. Hámarksfjöldi árganga á mótun arskeiði innan vébanda sömu stofnunar ætti að vera sex ár, helzt hvorki fleiri né færri en þrjú ár. — IV — Meginniðurstöður þessa máls skulu nú dregnar saman: Allar tilraunir til að hefja endurreisn gagnfræðaprófs eru dæmdar til að mistakast, ef ekkert raunhæft er gert á lægri skólastigum. Brýnasta verkefnið er endur- skipulagning unglingastigs, en einnig þarf að huga betur að barnafræðslustigi, að ógleymd um megintilgangi landsprófs mið skóla. Miðað við fjármál ríkis og sveitarfélaga á íslandi, kenn aramenntun, húsakost og aðrar ytri aðstæður er nauðsynlegt að hafa hliðsjón af eftirfarandi atr iðum, ef menn vilja í alvöru hefj ast handa: 1. Nauðsynlegt er að raða í allar bekkjardeildir á unglinga- stigi eftir námsgetu. Óhjákæmi legt er, að lögfesta verði heim- ild fyrir því, að skipuleggja megi unglinganám seinfærustu þeirra gerðar. öllum sé áfram skylt að Ijúka unglmganámi, og öllum þeim, er standast fullgilt unglingapróf sé heimilt að setj- ast í 3. bekk miðskóla, er í dag- legu táli gengur undir nafninu „landsprófsdeild, en tæki nokkr um breytingum frá því, sem nú er. 2. Samræma þarf unglingapróf innan hvers skóla og gera verð- ur þær kröfur, að prófið hafi forsagnargildi um hæfni nem- enda til að setjast í 3. bekk mið skóla (landspróf). 3. Til þess að ákveða megi þegar eftir próf úr 12 ára bekk hefja 2ja eða 3ja ára unglinga- (6. bekk), hvort nemandi skuli nám, er nauðsynlegt að endur- Skoðla kennslutilihögum, prófkröf- ur og einkunnagjöf á barn i fræðslustigi og eftirfarandi grundvallaratriði höfð í huga: a) Sbafmt verði miairfcvLgt að því að sikólaþroskapróf nái til- gangi sínum, og reynt eftir föng um að sjá svo uim, að seinfær- ir nemendur í yngri deild draig- isit ekki aftur úr jafnöldruim sín- um. í prófregLugerð þarf að setja Skýr ákvæði um lágmarks- kröfur í lestri, skrift, stærð- fræði og áttoha'gafræði til inn- göngu í eldri deild. Aldurs- flofcfcapróf verði afniuimin. b) Þegar í 7 ára bsfck starfi tveir bóknámskennarar í hverri bekkjardeild og sérgreina kennsla aukist síðan stig af stigi, og það verði meginregian sú að raða í deildir eftir nám®getu. d) Falleinkunn á prófi úr 12 ára bekk (núverandi barnapr.) verði afnuimin, en samt megi hafa niðurstöður þess prófs til viðmiðunar við röðun nemenda í 1. bekk gagnfræðasikól. Afnum- in verði forréttindaðstaða Kveninaskólans í Reykjavík. 4. Nokkrar breytingar þarf að gera á landsprófi mið'S'kóla, en „almennur" 3. bekkur hverfi úr sögunni. Fjölga þarf nármsgrein- um til landsprófs og prófa í „kjarna" og valgreimum. Að höfðu samráði við þá skóla, sem taka við nemenduim eftir lands- próf verði í reglugerð sett ákvæði um lágmarksikröfur, þar sem þes verði gætt að auika for sagnargildi prófsins um náms- hæfni n'Mnenda til að hefja sér- greinanám gagnfræðastigs. 5. Skipting í bóknáms- og verknámisdeildir að loknu núver andi barnaprófi (úr 12 ára bekk) er óraunhæf, enda hefur hún víðast hvar ekki verið tek- in til greina. Greining náms- brauta hefjist hins vegar eftir landspróf (miðskóla) (sbr. 1. lið). 4. bekkur bóknáms í núver andi mynd hverfi. í hans stað komi 1. bekkur sérnáms, er grein ist í menntadeild, verzhinar deild, félagsfræðideild, iðnfræði deild og e.t.v. fleiri. Lokapróf verði tekið úr 3. bekk sérnóms. 6. Telja verður það æskilega meginreglu, að hver námsáfangi sé 3 ár (sbr. mynd). Barrta- fræðslustLg skiptist, eins og nú, í yngri og eldri deild, alls 6 ár, og gagnfræðastig skiptist fram- vegis í unglingastig, sem lyki með landsprófi, og sérnám gagn fræðastigs, er lyki með gagn- fræðaprófi, alls 6 ár. — V.— Það er kunnara en frá þurfi að segja ,að íslenz.kar Skólarann sóknir 'eru enn á berniskuskeiði. Athuganir á borð við þær, sem hér hefur verið lýst, styðjast því einkum og sér í lagi við per- sónulega reynslu af fræðski- löggjöf í framkvæmd. Ályktan- ir eru dregnar af rauraveruleg- um, næstum áþreifanlegum stað reynduim í ytri og innri gerð ís- lenzikra skóla, ea niðurstöðurnar verða naumast annað en tilgát- ur á uimræðustigi. Saimt er mönn um nauðugur einn kostur að byggja úrbótatillögur á þessum veika grundvelli, svo og á þeirri trú, að þær séu fraimkvæman- legár við íslenzikar aðstæður í nútíð og náninni framtíð. SáralitLar breytinigar þyrfti að gera á núgildandi fræðsLu- löguan, til þess að hrinda hætti þesum tillögum í framikvæmd, en auðvitað spillti það emgu, að framtaksöm fræðsiluim'álasitjórn og kjiarkimikið kennaralið hefði verkið á hendi. Sumt kynni að valda sársauka í fyrstu, eins og gengur, en lagðuir yrði grund- völLur að skól'a, sem þjónaði til- gangi sínium. Og brátt mundu allir nemendur, ekk sízt unglhig ar, sjá og skilja, að skólaganga þarf ekki að vera ráðleysisrangl um mislangar blindgötur, held- ur markviss sókn á námsibraut, sam liggur út í lífið. Nemend- ur, foreldrar, landslýður allur mundi fyllast virðingu og þökk, og trausti á mönnuim, sem vildu, borðu og kunnu að haga störf- um símum i saimræmi við eðli, þarfir og þroska barna, ungl- inga og uinigimiemnia við ecrfiðair en óumflýjanlegar aðstæður. f jnní 1969 , Ólafur Jens Pétursson. Bedford vörubíll '68 model, mótorlaus með krana og spili og 5 ný dekk. Til sölu og sýnis í örfirisey á föstudag. Sími 17899 milli kl. 1—7 o.h. Bíll óskast árgerð '66 — '69 5—6 manna 2ja dyra t. d. Falcon, Taunus. Útborgun 140—150 þús. Uppl. í síma 36640 á skrifstofutíma og 35623 eftir kl. 19. Innritun nýrra nemenda Kennsla hefst mánudaginn 6. október. REYKJ.AVlK: Símar 2 03 45 og 1 01 18 kl. 10—12 og 1—7 daglega. ARBÆJARHVERFI: Kennum börnum og unglingum í gamla barnaskólanum. Innritun í síma 3 81 26 kl 10—12 og og 1—7 daglega. KÓPAVOGUR: Sími 3 81 26 kl. 10—12 og 1—7 dag- lega. HAFNARFJÖRÐUR: Sími 1 01 18 kl. 10—12 og 1—7 dag- lega. KEFLAVlK: Sími 2062 kl. 3—7 daglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.