Morgunblaðið - 04.11.1969, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 206»
TJna Einarsdóttir:
Sumardvöl í Grunnavík
VIÐ tvær eldri konur,
lögðuam af stað frá Reykjavík
með flugvél til fsafjarðar 6. ág-
úst. Ferðinni var heitið til
Grunnavíkur í Jökulfjörðum. Á
ísafirði var tekið á móti sam-
ferðakonu minni opnum örmum
og ég naut góðá af að vera með
'henni. Gist var eina nótt á fsa-
firði. Daginn eftir var hið ágaeta
skip „Fagranes" tekið á leigu tii
Grunnavíkur. Dálítill hópur
Grunnvíkinga, sumir komu á
jeppa frá Reykjavík til ísafjarð-
ar, var með í förinni. Ætluðu
þeir að dvelja á eignum sínum
í Grunnavík dálítinn tíma. Einn-
voru 48, með öðrum orðum full
kirkja, börn, gamalmenni og allt
þar á milli. Okkur leið vel við
þessa yndislegu guðsþjónustu,
kirkjan hrein og aldurinn, 77 ár
sást ekki, hvorki á málningu né
byggingu.
Altaristaflan er fagurt mál-
verk af landslaginu í Staðardal,
séð frá kirkjunni. Þar er frels-
arinn að brynna fjárhóp við ána,
sem rennur eftir dalnum. Kirkj-
unni var gefin þessi altaristafla,
af þýzkum málara, sem dvaldi
um sumartíma á Stað hjá séra
Jónmundi Halldórssyni. Kirkju-
gestir þáðu allir kaffi.
Kirkjan og íbúðarhúsið á Stað.
ig bættust í hópinn tvær konur,
sem ætluðu að vera með okkur
1 Grunnavík fór hver til síns
„heima". Við þes&ar fjórar ætluð
um að gista Stað í Grunnavík.
Við fengum talstöð til afnota, ef
við þyrftum á að halda. Þetta
kom sér vel, því við vorum raun
verulega í óbyggðum, dásamleg-
um óbyggðum. Okkur var hjálp
að að koma okkur fyrir með tal-
stöðina og allt okkar hafurtask.
Það gerðu ágætir fylgdarsvein-
ar frá ísafirði. Voru það kunn-
ingjar, sem settu hita frá olíu-
kyntri eldavél, sem ofnar húss-
ms eru í sambandi við. öllu var
komið í lag.
Ég sofnaði með dálitl-
um kvíða og tilhlökkun um það,
hvernig þessu myndi reiða af
hjá okkur.
Næsta sunnudíg, þann 10. ág-
úst skyldi messa á Stað. Prest-
urinn séra Þorbergur Kristjáns-
son í Bolungavík kom til annexíu
sinnar og messaði. Kirkjugestir
Um kvöldið sátum við afmæl-
isboð hjá einum nágranna okk-
ar. Sást þá til smágúmmíbáts,
sem kom að btyggjunni. Fimm
menn voru með bátnum. Það var
haft tal af þeim og reyndust það
vera skátar úr Hjálparsveit
skáta í Reykjavík. Talstöð
þeirra var ekki í lagi. Þeir
komu heim meS okkur og létu
vita um sig í gegnum okkar tal-
stöð.
Næstu gestir voru feðgar frá
Reykjavík. Þeir komu frá Aðal-
vík, á hraðskreiðum gúmmíbáti
og gáfu okkur hörpudiska, sem
þeim áskotnuðust á leiðinni til
okkar. Enm leið tíminn og enn
var knúið dyra að kvöldi dags.
Úti stóðu fjórir sjómenn og einn
drengur. Þeir báru marga
þorska, sem þeir höfðu veitt og
gáfu okkur. Þessir sjóarar
komu frá Aðalvík. Þar höfðu
þeir dvalizt í vikutíma og reynd
ust þeir vera vel metinn prestur
frá Reykjavík og félagar hans.
Hafði þeim dottið í hug að
skreppa þessa litlu bæjarleið sér
til gamans.
Sunnudaginn 17. ágúst var
rigning og þoka og við ákváð-
um að sofa og hvila okkur á
milli þess að prjóna. Ég nennti
ekki að liggja og fór að líta til
veðurs. Þá sé ég hvar húka tveir
ferðalangar á kirkjutröppunum.
Uppi varð fótur og fit, að taka
á móti þessum gestum og fór
ein okkar út að bjóða þeim í
bæinn. Ég skildi ekki, hvað
henni gekk illa að koma gestun-
um heim. En það hafðist. Voru
þetta Englendingar. Við vorum
ekki góðar í ensku, en okkur
skildist að fleiri væru með í för-
inni og kom á daginn, að þeir
voru sex.
Þetta fólk var blautt og kalt.
Hafizt var handa uim að draga vos
klæðin af því, vinda sokka og
þurrka. Á meðan þáði það te
eða kaffi og nóg var á borð
borið. Göngufólkið hafði komið
frá Unaðsdal og ætlað að ganga
á Drangajökul. Við vorum ekki
beint í leiðinni, því það ætlaði
til Norðurfjarðar. Það sneri
sömu leið til baka út í þokuna
og rigninguna. Síðar fréttum við
að þetta hafði verið tuttugu og
fjögurra manna hópur og hafði
hann hætt við að ganga á jökui-
inn. Sennilega hafa þesai sex
orðið viðskila við hópinn, en
allt f ór vel að lokum.
Og enn koma gestir. Alls
komu yfir sjötíu gestir, sem
þáðu kaffi. Borið var á borð af
mikilli rausn.
Þá langar mi^ til að lýsa sveit
inni lítið eitt. Út við sjóinn að
norðanverðu er Maríuhorn og
upp á fjallsbrúninni Maríualt-
ari. Þar var blótað í heiðnum
sið. En eftir að landið var
kristnað var fjallið og þar með
þessir klettar, sem mynda nokk-
urs konar altari, vígt Maríu
Guðsmóður.
Fjallahringurinn umhverfis
þessa litlu sveit er mildur og
fagur með lyngi grónum hlíðum.
Fyrir botni dalsins eru fjöllin
gróðurlaus. Hæsti hnúkurinn
heitir Hildarhaugur. Þar á að
vera jörðuð rík kona, sem Hild-
ur hét. Hafði hún viljað liggja
svo hátt, til að geta litið niður
á bónda sinn og aðra sveitunga.
Gersemar hennai voru grafnar
með henni. Síðar hermir sagan,
að þegar svarf að sveitarmönn-
Sr. Þorbergur Kristjánsson ásamt messufólki fyrir framan
Grunnavíkurkirkju.
um, vildu þeir ná í fjársjóði þá
er þar voru grafnir. Komu þeir
niður á kistu kerllu. Hringur var
á loki kistunnar og settu þeir
kaðal þar í og vildu draga upp
og sögðu „upp skal hún í Guðs
nafni". Þá sagði einn þeirra
„hún skal upp hvort sem Guð
vill eða ekki" varð þá kistan
svo þung að hringurinn dróst úr
lokinu og kistan féll niður.
Hringur sá er nú sagður vera í
kirkjuhurð þeirri sem nú er í
Staðarkirkju.
Geirsfjall er í suðri (Hádegis-
fjall öðru nafni). Fjallabringur
þessi myndar umgjörð um hinn
undursamlega fjallasal. Heitt
vatn bólar upp á yfirborðið í
Laugamýri. V)ð túnfótinin á
gamla bænum á Stað, hefur eitt-
hvað verið löguð til lítil laug.
Framar frá Stað er jörðin Faxa-
staðir. Þar bjó frú Vigdís Ein-
arsdóttir, ekkja séra Péturs
Maack Þorsteinssonar. En séra
Pétur drukknaði í lendingu er
hann var að koma heim úr kaup
staðarferð frá ísafirði 8.9 1892.
Hann var þá þjcnandi prestur á
Stað.
Ég óskaði þess hátt og í
hljóði, að þær bæjarrústir
stæðu óhreyfðar En jarðýtuir
komu til sögunnar og kraftur
þeirra bitnaði á þessu býli, emg-
um til gagns.
Saga mín er á enda, en eins og
fynr segir vorum við fjórar sam-
an: María, Sigríður, Sólveig og
Una, sem gistum Stað í Grunna-
víik í fjórtán daga. Aldur okkar
samanlagður er 205 ár.
Húsmóð-irin og geEtgjafinn,
sem leigir Stað af Kirkjumála-
ráðuneytinu, er fyrrver-
andi yfirhjúkrunarkona Mairía
Maack. Heill sé henini og öðrum
sem halda tr> ggð við þessa
byggð.
Byggðin er sannarlega ekki í
eyði á meðan.
Una Einarsdóttir.
Dr. Bragi Jósepsson:
I> j óðhagfr æðistefnan
hin nýja í ljósi annaðhvort - eða heimspekinnar
EINN áhrifamesti uppeldis-
heimspekingur á fyrri hluta þess
arar aldar, Bandaríkjamaðurinn
John Dewey (1859—1952) segir
í upphafi bókar sinnar Experi-
enoe and Education, að menn
hafi aknennt tilhneigingu til
þe&s að setja bugsanir sínar
ftam í formi andstæða, og af
þeim sökum móta skoðanir &inar
á grundvelli þess, sem kalla
mætti annaðhvort- eða heim-
spefci. Stjómniálamanninum hætt
ir þvi til að taka afstöðu til
mála á grandvelli þess hver mál
ið flytur. Stuðningur við mál-
flutning andstæðingsins er þvi,
1 hans huga, rangur vegna þegs
að andstæðingurimn vinnur gegn
þeirri stefnu sem stjórnmála-
maðurinn aðhyllist. Með öðrum
orðum eðli málsins hverfur í
skuggann fyrir hinni fram-
kvæmdalegu- og pólitísku hlið
málsins. Stjórnarsamvinna Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðuflokks
ins er gott dæmi þessu til skýr-
ingar. Þessir stjórnmálaflokkar
hafa gjörólíkan hugsjónagrund-
völl, en vegna stjórnarsamvinn-
untnar hefur þeim tekizt að móta
og réttlæta ákveðna stjórnar-
stefnu án nokkurs sýnilegs á-
gneinings.
ÁHRIF Á
ALMENNINGSÁLITI»
Fastheldni og tryggð hafa
löngum verið talin til dyggða á
íalandi, og trúmennska við
flokkinn hefur einnig þótt bera
vott um stöðuglyndi og aindlegt
jafnvægi. í seinni tíð virðist þó
svo sem „flokksmennskan" hafi
fengið á sig miðuæ gott orð, og
uinga kynslóðin fcalar óhikað um
réttinai til þess að huigsa sjálf-
stætt og meta ágreiningsatriði á
máliefnalegum grundvelli. Þessi
þróun á sér ekki stað einungis
á íslandi heldur er hér um að
ræða heimshreyfingu gegn rang-
læti, gegn kúguin og ofstjórn,
heim9hreyfin.gu, sem vill vekja
ábyrgðartilfinningu hvers eim-
staklings, sem hugsandi og starf
andi þegns í landi sínu,
ÞJÓÐHAGFRÆDISTEFNAN
íslendinigar eiga marga góða
hagfræðinga, og ekki ber á öðru
en að forystumenn þjóðarinnar
hafi séð ástæðu til að láta þá
hafa eitthvað að gera. Vísinda-
legar rannsóknir láta vel í eyr-
um mianma, enda þótt merking
þess hugtaks geti verið harla
margbreytileg.
Enda þótt þjóðin hafi notið
almennrar efnahagslegrar vel-
megunar á árunuim eftlr heims-
styrjöldina síðairi var það ekki
fyrr en um 1960, sem þáverandi
ríkisetjórn lagði grundvöll að
hinni nýju þjóðhagfræðistefnu.
Efnahagsstofnunin var sett á fót
1962 og ári síðar, eða 16. apríl
1963, kynnti þáverandi forsætis-
ráðherra, Ólafur Thors, þessa
nýju stefnu á alþingi. Þessi
stefna miðaði að því að kanna á
hvern hátt mætti aufca þjóðar-
tekjurnar á hvern íbúa, og sömu
leiðis að kanna fólksfjölgun og
fækkum einstakra byggðarlaga.
Nú hef ég haft takmarkaða að-
stöðu til að kynma mér starfsað-
stöðu og starfshætti þeirra sér-
fræðinga er vinma að efnahags-
rannsóknum fyrir ríkisstjórnina
og aðra opinbera aðila, og vel
má vera að framkvaamd þessara
mála sé 511 í anda þeirrar stefnu,
er Ólafur Thors liýsti á alþinigi
16. april 1963.
STEFNAN f FBAMKVÆMD
Nú væri ljótt að segja að ekk-
ert hafi verið gert, því svo er
ekki. Efnahagsstofnunin er í
fullum gangi, ríkisstjórnin hefur
skipað sérstaka ráðunauta í
efnahagsmálum, og síðast en
ekki sízt skólarannsóknir hafa
verið settair á stofn. Sem virð-
ingarvott við kennairagtéttina lét
menntamálairiáðherra gera skilti
á hurð niefndrar stofnunar þar
sem segir, Skólarannsóknir
menntamálaráðuneytisins. Ef til
vill fannst menmtamálairáðlherra
viðeigandi að bæta með þessu
fyrir ákveðma formgal'la við
stofnsetningu nefndrar stofmun-
ar. Það furðulegasta í þessu máli
var þó, að Skólarannsóknir
menntamálaráðuineytisins voru
aldrei settar á stofn. Aftur á
móti setti menn>tamálaráð(hera á
svið látbagðsileik með það fyrir
augum, að þagga niður í óstýri-
látum kennuirum. í stað þess að
setja á stofn skólairannsókn-
ir samkvæmt venjulegum starfs-
aðferðum og reglum þá fól ráð-
herra einum af fulltrúum ráðu-
neytisins að vinma að skóla-
rannsóknum. Stofmun sú, sem
nefnd hefur verið Skólarann-
sóknir er því enn ókomin. Þó má
vel vera að starfshættir mennta-
málaráðuneytisins hafi eitbhvað
lagazt við ráðningu nýs fulltrúa.
Ástæðan fyrir því að ég nefni
skólaranmsóknir í þessu sam-
bandi er sú, að fræðslumál í nú-
tíma þjóðtfélagi hljóta að vera
eitt af meginviðfamgsefnuim
þeirra sérfræðinga, er vinna að
þjóðhagfræðileguim ramnsóiknum.
Þar sem mér er vel kunnugt
um starfshætti og vinmubrögð er
varða skólarannsóknir get ég
ekki amnað séð en að mennta-
málaráðlherra sé bókstaflega að
gera tilraun til að blekkja kenm
airasítéttina með yfirborðs-
mennsku og látbragðsleik. Ekki
get ég trúað því að ráðiherrann
sé svo skyni skroppinn að hanm
sjái ekki tilgamgsleysi slíks van-
burðar.
Almenningur á fullan rétt á
því, að la að fylgjast með starfs-
háttum, starfstilílhögum og þvi
starfi sem umnið er við Efna-
hagsstofniunina og aðrar opin-
berar stofnanir í þágu alþjóðar.
Það virðist vera stefna ýmissa
ráðamanna að halda öllum opin-
berum vandamálum leyndum þar
til tekizt hefur að finma eina
lausn, serri síðan er hrumdið í
framkvæmd svo fljótt sem auð-
ið er.
Framhald á bls. 15