Morgunblaðið - 04.11.1969, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.11.1969, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 196» - Greinargerð Framhald af bls. 12 máli. Athyglisverðari er sú stað reynd, að lónið hlýtur að geyma kulda frá vetrinum fram á sum- ar, svo að laxagðnguim gæti seinkað að miklum mun til stór tjóns fyrir veiðiréttareigendur, en vöxtur alLs fisks í ánni yrði þeim mun hægari yfir sumarið, eem hitastigið er iægra. Helgi Hallgrímsson og fleiri náttúru- fræðingar hafa bent á, að við rotnun alýs, jurtagróðurs og gróðurmoldar af mörgum fer- kUómetrum algróins lands, geti myndazt mikil eiturefni í lón- inu, með stórhættuiegum og ó- fyrirsjáanlegum afleiðingum fyr ir allt dýralíf í ánni, allt til sjávar. MÝVATN OG KRÁKÁ — SUÐURÁ OG SVARTÁRVATN Laxárvirkjunarstjórn heldur því fram, að hin svokallaða Suð urárveita sé skaðlaus fyrir Mý- vatnssveit, jafnvel að hún verði til bóta. Mývetningar eru á ann arri skoðun, og má þar vitna til skjalfestra mótmæla þeirra, sem send hafa verið alþingismönnuim kjördæmisins. Einnig má vitna tíl álitsgjörðar atjórnar Búnað- arfélags íslands, en þar segir, að 18 lögbýli muni vera í hættu, ef af þessum vatnsflutningum verði. Að okkar dómi verður vart búið á flestum þessara býla eftir vatnsírutningana. Verkfræðingur Laxárvirkjun- arstjórnar í þessu máli (Sig. Th.) var þráspurður að því, hvernig hugsað væri að hemja þetta aukna vatn í farveginuim, en hann neitaði að gefa nokkr- ar upplýsingar þar að lútandi og sagði það ekki koma nefndinni við. Þarna er nm að ræða allt að 10 km Leið uim marflatt land, hailinn ca 30—40 cm pr. km, og larvegur Krákár jafnan bakka- fullur við eðlilegt rennslismagn. Laxárvirkjunarstjórn segir, að þarna sé aðeins spurning um kostnað. En hvers vegna má ekki skýra frá því, hvernig þessi TatnsfLutningur um láglendið er fyrirhugaðiur? Botn árinnar er víðast hvar hærri en landið í kring, þegar blábakkanum sleppir, enda flæðir áin yfir allt þetta land á vetrum og myndar 1—3 m þykkt íslag yfir allt sléttlendið. Getur þa hver og einn gert sér í hugarlund hvað sú íshella yrði umfangsmikil, eft ir að vatnsmagn Svartár og Suð urár yrði komið til viðbótar. Virkjunarstjórn talar nú uim 16 rúmmetra viðauka vatns, og er það ekki lítið vatnsmagn, en í viðtali við Sigurð Thoroddsen s.l. vetur, taldi hann nauðsyn- legt að fá 23 rúmmetra til að fullnýta virkjun við Brúar. Þeg- ar þess er gætt, að skurðinum úr Suðurá í Svartárvatn er ætl- að að flytja 17 rúmimetra og allt venjuiegt afrennsli Svartárvatns kemur avo til viðbótar, er sýnt, að ekki er gott að treysta þess- um töLum. A HÚSÖNDJN AÐ FYLGJA GEIRFUGLINUM? En þetta er ekki eina hætt- an, sem Mývatnssveit getur staf að af þessum hættuiegu vatns- fiutninguim frá vatnasvæði SkjálfandafLjóts. Mývatn sjáift, þessi fugiaparadís og gimsteinn íslenzkrar náttúru, er Líka í stór kostLegri hættu, sökuim hins kaida, aðfLutta vatns og aukins sandburðar. Augljóst er, að hin- urn nýja vatnsfiaumi er stefnt til Mývatns, tii þess að hægt verði að nýta það síðar í nýja virkjun úr Mývatni, enda síð- asta stig aLLra þessara umbrota nefnt „Mývatnsvirkjun". Það ó- happaverk mundi þá reka smiðs höggið á þessar, að því er virð- ist, van'hugsuðu ráðagerðir. Við viljum minna á, að upp- eldisstöðvar húsandarinnar eru við Mývatnsósa og niður Lax- árdal — þær einu í Evrópu. Yrði Suðunárveitu beint í Laxá, mundu þær verða eyðilagðar samkvæmt álitsgerð Arnþórs Garðarssonar, fuglafræðings. Ör iog húsandarinnar yrðu þá hin sömu og geirfuglsins forðum, sem íslendingum var tLL iítils sóma. 5 AURA VIRKJUN SUOURÁR Bol'laleggingar um 5 aura verð Odýrustu m handhægustu þvottavélarnar á markaðinum KARIN Tekur — 1.5 k«6. Vatnsmagn — 7 lítrar. Þvottaefni — 50 grömm. Þyngd — 4.8 kíló. Þvottatími — 4 mín. VERÐ — 1995.00. EXPRESS Tekur — 1.5 kiló. Vatnsmagn — 6 lítrar. Þvottaefni — 50 grömm. Þyngd — 2.5 kíló. Þvottatími — 4 mín. VERÐ — 1595.00. Sendum í póstkröfu. BÚSÁHÖLD Kjörgarði Sími 23349 á Suourárveitu-rafm'agni'nu verða ekki teknar alvarlega, eða á Suð urárveita ekki að taka þátt í kostnaði sjáifrar virkjunarinnar við Brúar. vélum, jarðgöngum og stiflugerð? Þarna er um hald iausa og villandi fullyrðingar að ræða, þar sem ekki er tekið tillit til margra þátta, sieim hljóta að koma til útgjalda og gera veituna miklu óhagstæðari en látið er í veðri vaka. Má þar nefna allar skaðabætur vegna eignaupptöku og margvíslegra skemmda. Við æskjum þess vissu'lega, aið sem ódýrastrair raforku verði aflað fyrir þetta svæði, en það má þó ekki verða á óbætanlegan kostnað náttúru verðmæta í héraðinu, og það verður að reikna dæmið til fulls. Gera hefði átt samanburðarrann sóknir á sem flestum virkjunar- möguleikum, áður en endanlegar áætlanir voru gerðar, svo að ljóst væri, hvort ekki mætti fá jafn hagkvæma virkjun án þeirrar röskunar, sem GljúfuT- versvirkjun mun valda, SKJÁLFANDAFLJÓT Sá þáttur þessara máia, er snýr að SkjáLfandafljóti, er með ölliu sniðgenginn í greinargerð- inni. Hverjar voru niðurstöður „hinna færustu sérfræðinga"? Getur hugsazt, að þeir hafi gleymt þessum þætti málanna? Fjöidi bænda í fjórum sveit- arfélögum eiga land að fljótinu, og hefur veiði verið stunduð í því öidum saman, misjafnlega mikið að vísu, en þó verður að telja, að þar sé um veruleg verð mæti að ræða. Bændur þar hafa lengi eygt möguleika á að auka þessa veiði verulega með fiski- rækt og fiskvegi upp fyrir foss ana og nálgast nú óðuim sá tími, að úir þessu verði. Slíkur fisk- vegur mun vera mjög ódýr mið að við það svæði, sem þá opn- ast, þ.e. fremst fram í Bárðar- dal. Hvað verður um þessa fram kvæmd, og hvað um þann Lax og silung, sem fyrir er í fljót- iruu, ef megin hLuti tæra vatns- ins verður tekinn úr því? Þeir, sem til þekkja, vita, að veiðin er háð því hversu tært fijótið er, þ.e.a.s. hve hlutur bergvatnsins er mi'kill. Vatnaflutningar, eins og fyriir- hugaðir eru á Suðurá og Svartá, hafa hér aldrei verið fram- kvæmdir. Áhrif þeirra geta oð- ið fjölþætt. Bárðdælin'gar benda t.d. á hver áhrif það getur haft á snjóalög í dalnum, ef FLjótið verður á ís aBan veturiinin, eine og Líkiegt er að verði, þegar Lindarvatnið hverfur, en frá ósi Svartár helzt Fijótið að jafnaði autt niður eftir dalnum, og ber jafnharðan burtu renningssnjó, sem annars settist á vegi. I lok greinargerðar sinnar kemst Laxárvirkiunarstjórn að þeirri niðuristöðu, að Gljúfur- versvirkjun sé fyllilega réttlaet- anleg sökum þess, að hagnaður inn af virkjuninni sé meiri en það sem nemur tjóni. Allan rök stuðning vantar um þetta atriði, enda óframkvæmanliegur, meðan enginn samanburður liglgur fyr- ir um aðra virkjunarmiöguleika né mat á skaðabótum, svo sem áður hefur verið tekið fram. Er hér því um haldlausar staðhæf ingar að ræða. Laxár/virkjunarstjórn hefur haldið því fram, að „krapastífl- urnar í Laxárdal", séu aðalor- sök eða jafnvel eina orsök raf- magnstrufananna á Laxársvæð- inu. En hitt mun réttara og geta kunnugir menn dæmt um það, að mikið ai þessuim truflunium á rætur sínar að rekja til bilana á línulögnum, tengivirkjun og ófullkomins útbúnaðar á vatns- inntaki við stíflu og á vatns- miðluniarturni. VILDU AKUREYRINGAR SETJA SIG f SPOR WNGEYINGA? En hvað hefðu Akureyringar sagt, ef Þingeyingar hefðu gert áætlun án samráðs við þá um að stífla Glerá í mynni GLerár- daLs með 57 m hárri jarðvegs- stífiu, til að Loka þar inni 170 milljón m3 af vatni, sem gæti fyrirvaralaust steypzt frarn jrf- ir íbúðarhverfi Oddeyrar og Glerár? Væri ekki hu/gsanlegt, að þá hefði risið upp mótimæla- alda í höfuðstað Norðurlands, eitthvað í Líkingu við þá, sem Þingeyingar hafa stofnað tii og eiga þó Akureyringa-r enga Laxá eða Mývatnssveit að verja. Við teljum okkur hafa sýnt fullkomið raunsæi í þessu Lax árvirkjunar'máli, með því að fail ast á og heita stuðningi við tak markaða virkjun í Laxá, sem tryggi í senn ódýra og örugga orkuvinnslu fyrir Laxársvæðið alllangt fram í tímann og veiti Laxárdal og Laxá nauðsynlega vernd fyrir hinum skaðiegu áhrifu/m stórvirkjunar. f stað þess að líta með veLvild og skiln ingi á aðstöðu Þingeyinga í þessu máli og taka fagnandi til- lögum þeirra, virðist stjórn Lax árvirkjunar enn sem fyrr ætla að taka sér sjálfdæmi í virkjun- armálum Laxár. En er þá ekki koiminn tími til þess fyrir for- ráðamenn Laxárvirkjunar, að þeir geri sér grein fyrir því, að Þingeyingar munu ekki afsala sér rétti sínum í þessu örlaga- ríka máli. — Sá réttur verður ekki tekinn með yfirtroðslu, eins og fram hefur komið í skipt um Laxárvirkjunarstjórnar við Laxdælinga, þegar fulltrúar heinnar tilkynintu bændum í Laxárdal, að jörðum þeirra yrði sökkt og því væri þeim ráðleg- ast að hætta framkvæmdum á þeim. Til þessa skorti virkjun- arstjórnina alla heimild. Leyfi það, er Atvinnuimálaráðumeytið hefur nýlega gefið Laxárvirkj- unarstjórn, er aðeins fyrir 700 kw virkjun, en skýrt er tekið fram, að ráðuneytið skorti heim- ild til þess að leyfa framkvæmd 2. áfanga Gljúfuirversvirkjunar, sem gerir ráð fyrir að auka afl- ið upp í 14700 kw, enda heimila núgildandi Laxárvirkjunarlög aðeinis 12 þús. kw virkjiun við Brúar. í leyfinu er einnig tek- ið fram af hálfu ráðuneytisins: „engin fyrirheit eru gefin um leyfi til stærri virkjunar en framangrpinil lög gera ráð fyr- ir". NÝ VIÐHORF NAUÐSYNLEG Það fer því ekki á milii mála, að það var ekki að ástæðulausu, að Þingeyingar risu upp til varnar gegn hinum gálausu á- formum Laxárvirkjunarstjórnar. Virkjiunarstjórnin getur ekki að eigin vild leikið sér með hags- muni þeirra og hin dýrmætu vatnahverfi, eins og þar væru auðnir einar. Sú stefna heyrir fbrtíðinni til, og nú eru allar heLztu menningarþjóðir heims að vakna til aukins sikilnings um það, að þeim sam beita tækni nútímans, beri skylda til þess að sýna meiri gætni og tillits- semi í skiptum sínum við nátt- úruna og landið. f hinni athyglisverðu grein Þóris Baidvinssonar í Morgun- bLaðinu 25. f.m. kemur fram, hvernig Bretar Líta á þessi mái, en þar aegir m.a.: „Kerfi verk- vísinda, sem skipulagt hefur þó verið í þjónustu mannsine, verð- ur honum stunduim yfirsterkari og bindur hann í þess stað í fjötra. Þekkingarskortur hins al menna borgara á margs konar sérfræðisviðuim gerir hann hlé- dræigan og óvirkan í málum, sem oft snerta þó umhverfi hans og framtíð. Þetta verður til þess að teknar eru ákvarðanir, er varða Líf og starfssvið borgaranna, án þess að þeir gefi sig fram tii að beita rétti sínum." Og enn frem- ur: „Eitt þessara fyrirbæra er ágengni iðnaðarhagsmuna við dreifbýiissvæði, seim varðveita vilja gróður, dýraLif og svipmót náttúrunnar fyrir spjöllum og umróti eða eyðingu". Kunnugt er hvernig það opinbera í Banda- ríkjunum setur rammar skorður gegn hv.ers konar náttúruispjöll- uim af völdum opinberra fram- kvæmda þar í landi. Með tilliti til þess, sem hér hefur verið rakið og drepið á, skortir Laxárvirkjunarstjórn ÖLI raurahæf rök og lagalegar for- sendur fyrir framkvæmd Gljúf- urversvirkjuin'ar og viljum við vara hana alvarlega við afleið- ingum þeirrar ábyrgðar, sem hún tetour á sig, ef hún hyggst halda áfram óbreyttri stefnu í þessu mikilsverða máli, með því að hefja framkvæmdir á fyrsta stigi þessarar áætlunargerðar, eins og þetta væri afgreitt mál, og í því trausti, að henni takist að knýja síðar fram breytingu á Laxárvirkjunarlög'gjöfinná sér í hag. Stjórn Búnaðarféiags ísilands hefur nýlega skilað álitsgerð um Laxárvirkiunarmálið, vegna til- mæla Náttúruverndarriáðis og leggst einhuga gegn fyrirætlun- um Laxárvirkjunarstiórnar um hina stóru Gljúfurversvirkjun, þar sem sú framkvæmd mundi hafa í för með sér mikinn hnekk fyrir búskaparaðstöðu í Þingeyj- arsýslu. Þetta álit undirstrikar það sjónarmið okkar að meta beri náttúruleg verðmæti og hagsmuni þeirra, sem héraðið byggja, áður en staðarval og virikjunarathafnir eru ákveðnar. Meðan Skjálfandafljót og Jök- ulsá á Fjölluim renna óbeizluð til sjávar og jarðhitinn bíður í Reykja'hverfi og Mývatnssveit, vantar öll rök fyrir því að raska vatnahverfuffn heils héraðs til stór tjóns fyrir héraðsbúa og eyðingar ómetanlegrar náttúru — sökkva einum fegursta dal landsins á kaf í vatn og stofna fjölda fólks í lífshættu. Or'ku- þörf Norðurlands má örugglega fullnægj'a á hagstæðan hátt uim áratugi án slíkra aðgerða. Eins og áður hefur komið fram í ályktunum og yfirlýsing- um, setja Þingeyingar sig ekki á móti jafnrennslisvirkjun í Laxá innan þeirra marka, að ekkl verði stíflað hærra en svo, að vatn hækki ekki í Birningsstaða flóa í Laxárdal, enda heimila lög um Laxárvirkjun ekki, að geng- ið verði lengra. Jafnframt verðl þá gert samkomulag aðila um að horfið verði frá öllum frekari virkjunaráformum í Laxá. Þegar þessi greinargerð er samin, hefur nefndin e-kki tekið til meðferðar greinargerð s.n. Laxárnefndar, en það mun síð- ar verða gert. Hinn 10. október 1969, Héraðsnefnd Þingeyinga í Laxárvirkjun^rmálinu. Landvélar hí. SÍÐUMÚLI 11 - SÍMI 84443. Fyrirliggjandi matar- og kaffidúkar í gjafakössum Kr. Þorvaldsson & Co., heildverzlun Grettisgötu 6, símar 24730 — 24478.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.